Leita í fréttum mbl.is

Undanfari falls og uppbygging: Tenglar á skrif mín

Hér fyrir neðan er samansafn af þeim færslum sem ég hef skrifað undanfarin tæp 2 ár um það sem snýr að aðdragandi falls bankanna/hagkerfisins og neðst eru þær tillögur sem ég hef sett fram til að takast á við vandann.  Elstu færslurnar eru efst og á meðal þeirra eru ýmsar, sem eru ákaflega áhugaverðar í ljós þess sem síðar gerðist.  Yngstu færslurnar eru neðst.  Saman held ég að þessi pakki gefi góða mynd af ýmsu sem fór úrskeiðis, vanhæfi og afneitun manna sem áttu að vita betur og loks ýmislegt sem þarf að gera (þar af sumt hefði betur verið gert strax) til að koma í veg fyrir að kreppan verði of djúp. 

Ábendingar, gagnrýni, ýmislegt sem fór úrskeiðis og vanhæfi

  1. Í apríl 2007 spurði ég Getur starfsemin staðið af sér áfall?  Var það gert í kjölfar brunans á horni Austurstrætis og Lækjagötu.  Nú kemur í ljós að fjölmörg fyrirtæki geta svarað þessari spurningu neitandi.  Mikið hefði verið gaman, að þó ekki væri nema bankarnir hefðu verið búnir að velta þessu ítarlega fyrir sér, að ég tali nú ekki um stærstu eigendur þeirra.  Ekki það að ég bætti síðan við færslum um sama efni nokkrum sinnum til viðbótar (sjá Rekstraröryggi og stjórnun rekstrarsamfellu frá 29.2.2008).  Í færslu 2.4.2008 segi ég:  "Vissulega hefðu ríkisvaldið og Seðlabankinn átt að hafa tilbúna aðgerðaráætlun sem hægt hefði verið að grípa til ef í óefni stefndi.  Ég aðstoða fyrirtæki gjarnan við að útbúa slíkar áætlanir.  Í slíkum áætlunum eru skoðuð þau atriði sem geta ógnað rekstrarsamfellu fyrirtækja, innleiddar ráðstafanir til að styrkja innviði þeirra og skjalfestar viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til, ef/þegar áfall ríður yfir.  Vandamálið er að fæst fyrirtæki hafa farið út í slíka vinnu og fyrirtækið Ísland virðist enginn undantekning á því."  Í framhaldinu af þessari færslu byrjaði ég að vinna greiningarvinnu þar sem ég var að skoða Viðnámsþol þjóðarinnar, en birti ekki færslu um það fyrr en nokkrum dögum áður en bankarnir hrundu eða 3.10. Annars er ég þeirrar skoðunar að Rétt innleidd stjórnun rekstrarsamfellu hefði breytt miklu
  2. Í ágúst 2007 setti ég í færslu kenningar mínar um Láglaunalandið Bandaríkin.  Alveg frá því að ég var í námi í Bandaríkjunum hef ég verið þeirrar skoðunar að ýmislegt í grunngerð ríkisins væri ekki í lagi. Það virðist nú heldur betur hafa komið í ljós undan farna mánuði.  Nú í september 2008 þá kemur þessi færsla: Innviðir bandaríska hagkerfisins að molna?
  3. Ég byrjaði 2008 með færslu 3. janúar með fyrirsögninni: Spákaupmennska og ævintýramennska stjórna efnahagsmálum heimsins.  Ég held að mér sé óhætt að segja, að þar hafi ég hitt naglann á höfuðið og að þessi spákaupmennska og ævintýramennska hafi að lokum sett íslenska hagkerfið á hliðina.  Málið var bara, að ég hélt að spákaupmennirnir og ævintýramennirnirr væru erlendir, en það kemur alltaf betur og betur í ljós að þeir bera allir íslenska kennitölu og bankarnir eru líklegast samsekir í því að breiða yfir skattaundanskot og peningaþvætti í gegnum fyrirtæki á eyjunni Tortola og öðrum slíkum skattaskjólum.
  4. Nokkrum dögum síðar fjalla ég um andstöðu Seðlabankans við að Kaupþing geri upp í erlendri mynt í færslunni  Skiljanleg andstaða, en er leikurinn ekki tapaður?.  Seðlabankinn hefur síðar viðurkennt að kannski var þessi andstaða hans röng.  Einnig vil ég vekja athygli á eftirfarandi orðum í færslunni:  "Ég á móti átta mig alveg á afleiðingum þess að halda krónunni í þeim ólgusjó sem alþjóðlegt fjármálakerfi er að ganga í gegnum og ég átta mig á hættunni á að óprúttnir spákaupmenn fari að leika sér með fjöregg þjóðarinnar."  Þetta er skrifað 11. janúar 2008.  Það er alveg öruggt, að ef ég áttaði mig á þessu á þessum tímapunkti, þá voru aðrir löngu búnir að setja upp leikvöllinn fyrir áhlaupið.
  5. Menn í fjármálaheiminum voru í sjokki síðari hluta janúar (24.1.2008), þegar það spurðist út að einn miðlari hafði tapað 50 milljörðum af fé franska bankans Societe Generale (sjá Ótrúlegt að þetta sé hægt). Menn hefðu kannski átt að velta því fyrir sér hvort þetta væri að gerast víðar. Það var í sjálfu sér enginn munur á þessu og því sem menn gerðu innan íslensku bankanna.
  6. En ég var haldinn Pollyönnu heilkenninu, eins og svo margir, og hélt að íslenskir bankamenn sýndu meiri heilindi en aðrir (sjá Góður árangur í erfiðu árferði, og Mat byggt á hverju?).  Annað átti heldur betur eftir að koma í ljós. Einnig laust því niður í mig (þ.e. Pollyönnu heilkenninu) síðari hluta maí (sjá Viðsnúningurinn hafinn?) og í lok ágúst (sjá Verðbólgutoppnum náð).
  7. Ég kallaði 31. janúar eftir lækkun stýrivaxta (sjá Hagkerfið í niðursveiflu og Seðlabankinn bíður átektar) og taldi vaxtastefnu Seðlabankans gera meira ógagn en gagn.  Seðlabankinn vildi halda þeim háum áfram.  Ég held að orð mín um við værum að fara inn í "[t]ímabil þar sem háir stýrivextir veikja hagkerfið í staðinn fyrir að örva það", hafi reynst rétt.
  8. Ég velti fyrir mér atlögu að krónunni 7. mars 2008 (sjá Er verið að gera atlögu að krónunni?), en menn töldu allt vera eðlilegt.  Síðan hefur komið í ljós að gerð var atlaga að krónunni nær allan mars mánuð og bankarnir græddu óhemju mikið á þessari lækkun krónunnar. Talið líklegt að þeir hafi haft þar hönd í bagga.
  9. Í færslu 3.4.2008 og nokkrum sinnu eftir það velti ég fyrir mér trúverðugleika matsfyrirtækjanna (sjá Eru matsfyrirtækin traustsins verð? og Eru matsfyrirtækin traustsins verð - hluti 2).  Í júní gerði SEC (FME Bandaríkjanna) húsleit hjá þeim sem leiddi í ljós að þau voru í reynd gjörsamlega vanhæf.  Höguðu mati sínu þannig að það skaðaði ekki viðskipti.
  10. Næst velti ég fyrir mér hvort við værum að nota ranga vísitölu og hverju það hefði breytt (sjá Verðbólga sem hefði geta orðið).
  11. Í lok apríl gagnrýndi ég Seðlabankann fyrir að nota ekki bindiskylduna betur til að draga úr vexti bankanna og benti á, þá sem oftar, að Seðlabankinn hafi haft tæki sem hann ekki notaði (sjá Var Seðlabankinn undanþeginn aðhaldi?). 
  12. Nú maí byrjar á hvatningu frá mér til stjórnvalda um að styrkja atvinnulífið.  Þar held ég því fram að sterkara atvinnulíf leiði til styrkingar krónunnar og þar með slái á verðbólguna (sjá Ólíkt hafast menn að). Einnig vara ég við að verðbólgan geti orðið 18-20% á haustmánuðum, ef svo haldi áfram sem þá benti ýmislegt til (sjá Verður 12 mánaðaverðbólga 18 - 20% í haust), þó ég hafi vissulega vonast til betri niðurstöðu.
  13. Greiningadeild Kaupþings fær pillu frá mér 8. maí, þegar ég gagnrýni nokkur atriði í hagspá hennar (sjá Hagspá greiningardeildar Kaupþings).
  14. Þá set ég spurningarmerki við hagspeki hagfræðingsins, Geirs H. Haarde, og ég-varaði-ykkur-við Seðlabankastjórans, Davíðs Oddssonar, en þeir létu hafa eftir sér seinna hluta maí (þrátt fyrir síðari fullyrðingar Davíðs um hið gagnstæða) "að efnahagskreppan sem dunið hefur yfir þjóðina í kjölfar alþjóðlegu bankakreppunnar hafi ekki verið fyrirséð". Svar mitt er það sama og alltaf:  Allt er fyrirsjáanlegt, ef menn hafa bara hugmyndaflug til að hugsa upp kostina.  (Sjá færsluna Efnahagskreppan - Fyrirsjáanleg eða ekki?.) 
  15. Næst spurði ég Vantar almenning og atvinnulíf lánveitanda til þrautavara?, þar sem mér fannst þá og finnst enn, að fjármálafyrirtækin séu að bregðast.
  16. Fjármálaráðherrann fyrrverandi fékk ádeilu á þessu formi: "Fjármálaráðherra hélt því fram í dag, að ástæða vandans væri vandræðagangurinn með undirmálslánin í Bandaríkjunum.  Vá, þetta er eins og með apana þrjá:  Ég sé ekkert illt, ég heyri ekkert illt, ég mæli ekkert illt.  Árni, það hefur enginn annar gjaldmiðill í hinum vestræna heimi fallið eins illilega og íslenska krónan.  Það hefur ekkert land í hinum vestræna heimi fengið eins háðulega útreið hjá matsfyrirtækjum og Ísland.  Það hefur ekkert annað ríki veikt svo peningalegar undirstöður sínar eins heiftarlega og Ísland og boðið þannig upp á ótæpilega spákaupmennsku með gjaldmiðilinn og stærstu fyrirtæki þess.  Ekkert af þessu kemur undirmálslánunum nokkurn skapaðan hlut við.  Þetta var svo ámátlegt yfirklór hjá ráðherra að það lýsir best þeirri "ekki mér að kenna" afneitun sem ríkisstjórnin er í.  Það er greinilegt að ráðherrar hennar keppast við að sannfæra hver annan um að þetta sé allt útlendingum að kenna.  Vandinn er að mestu leiti heimatilbúinn og taka verður á honum heima fyrir með hagfræðilega viðurkenndum aðferðum.  Ríkisstjórnin græðir ekkert á því að stinga höfðinu í sandinn."
  17. Næst er innlegg (sjá Glitnir: Svartsýni fyrir þetta ár, en bjartsýni fyrir það næsta) um þá sannfæringu að bankarnir hafi beitt fólki blekkingum, þar sem greiningadeild Glitnis hélt því fram í lok maí að gengisvísitalan myndi enda í 135 á síðasta ári.  Deildin breytti þessu nokkrum vikum síðar all verulega.  En ef við áttum ekki að treysta greiningadeildunum, þá höfðum við ekki í mörg hús að venda.
  18. Ég taldi að reglur Seðlabankans um gjaldeyrisjöfnuð gætu veikt krónuna (sjá Auka reglurnar gengisáhættu?).  Núna kemur í ljós að þær eru notaðar sem skýring hjá Sparisjóðabankanum fyrir því að breyta láni í jenum yfir í lán í krónur á eins óhagstæðu gengi og hægt er að hugsa sér.
  19. Ein uppáhalds færslan mín er um ummæli í hátíðarræðu Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, á Austurvelli 17. júní 2008:  Hlustar forsætisráðherrann á sjálfan sig?  Það ljóst strax þá að hann hafði ekki nægan skilning á stöðunni og hafði greinilega ekki verið upplýstur af Seðlabankanum um alvarleika mála, eins og Davíð Oddsson hefur fullyrt svo oft.
  20. Önnur í þessum flokki er Ótrúlegur Geir.  Hvað er hægt að segja við þessu?  Við kusum hann yfir okkur og áttum líklegast ekki betra skilið.  (Ég tek það fram að ég kaus hann ekki.)
  21. Nú fjármálaráðherrann fyrrverandi sýndi ekki meiri visku en yfirmaður hans í viðtali 12. ágúst og sendi ég honum pillu fyrir það: Ekki á að bjarga þeim sem "fóru of geyst", en hvað með hina?.  Í ljós hefur komið að engum var bjargað heldur bara siglt áfram sofandi að feigðarósi.
  22. Fyrstu vangaveltur um bann við verðtryggingu koma 31. ágúst (sjá Treysta lífeyrissjóðir á verðtryggingu?) og síðan birtast þær nokkrum sinnum í viðbót á næstu mánuðum (sjá t.d. Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?).  Nú er ég sannfærður um að verðtryggingin verður að víkja eða drepa hana í Dróma.
  23. Þegar nálgast hrun bankanna hvet ég ríkisstjórn og Seðlabanka til að vakna af Þyrnirósarsvefni sínum í tveimur færslum (sjá Ó, vakna þú mín Þyrnirós), en maður á að varast hver maður óskar sér, því þegar viðbrögðin komu, þá höfðu þau hræðilegar afleiðingar fyrir þjóðfélagið.
  24. Aftur óska ég eftir leið fyrir fólk út út fjárhagsvandanum eftir að Pétur Blöndal vill veita því áfallahjálp í formi sálfræðiaðstoðar (sjá Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum).  Þetta er líka áður en bankarnir falla, en aðeins stuttu áður.
  25. Líkt og margir aðrir var ég ekki hrifinn af þjóðnýtingu Glitnis og spurði: Var sleggju beitt þar sem hamar hefði dugað?
  26. Enn koma furðuleg ummæli Geirs H. Haarde mér í vont skap (sjá Hvað er langt í landsfund Sjálfstæðismanna?).
  27. Geir sló öllu, sem áður hafði komið frá honum, við þegar hann kom fram í fjölmiðlum eftir mikla fundarsetur 4. og 5. október og sagði að sagði að spennunni hefði verið létt.  Ég spurði að bragði: Hvaða spennu var létt? auk þess sem ég kom með þessa færslu 3.11. Geir, þú átt að segja satt.  Svo er ekki hægt að sleppa þessari frá 12.12. Ályktunargáfa sem á sér ekki sinn líka, þar sem hann segir hækkanir ekki valda verðbólgu.
  28. Daginn eftir að neyðarlögin voru sett, þá kom Davíð í hið kostulega viðtal í Kastljósi.  Ég féll ekki fyrir dáleiðslu Davíð og sagði: Það er verr fyrir okkur komið en ég hélt.  Það voru fáir sammála mér þá, en ég held að það hafi breyst.   Síðar kom færslan Játning Davíðs í nóvember.

Tillögur

Strax á fyrstu dögum eftir hrunið lagði ég fram fullt af tillögum, sem fengu lítinn hljómgrunn þá, en hefur vaxið fylgi síðar.  Má þar nefna:

  1. Ég auglýsti eftir úrræðum frá öllum fjármálafyrirtækjum vegna þungrar greiðslubyrði af lánum (sjá Bankarnir bjóði upp á frystingu lána) í ágúst.  Þetta sýnir að greiðsluvandi heimilanna hófst löngu áður en bankarnir féllu.
  2. Fyrstu hugmyndir um úrræði fyrir almenning komu í september (sjá Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning).
  3. Tillögur um niðurfærslu húsnæðislána (9.10.) sem fóru inn í pakka Talsmanns neytenda (sjá Tillögur talsmanns neytenda)
  4. Þá kom Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
  5. Tillaga um að leita til AGS: Við þurfum að brjóta odd af oflæti okkar
  6. Vangaveltur um Á hverju munu Íslendingar lifa?
  7. Ákall um að komið sé til móts við almenning: Hinn almenni borgari á að blæða og Færa þarf höfuðstól lánanna niður
  8. Að verja störf fólks: Að halda uppi atvinnu skiptir sköpum, Mikilvægast að varðveita störfin, Hvar setjum við varnarlínuna?
  9. Þegar leið á október óx óþolinmæði mín yfir skort á viðbrögðum Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
  10. Næst gerðist það, að DV valdi mig sem forsætisráðherra í ríkisstjórn alþýðunnar og setti ég fram ýmsar hugmyndir (sjá Ríkisstjórn alþýðunnar í DV).
  11. Og þá var meiri gagnrýni á aðgerðir ríkisstjórnarinnar sett fram: Leið ríkisstjórnarinnar er röng
  12. Síðan set ég fram brjálæðislega hugmynd, sem ég átti ekki von á að yrði að veruleika: Þurfum við stjórnarbyltingu?
  13. Ingibjörg Sólrún taldi allt komið í lag 22. nóvember, en ég sagði: Áfallastjórnun vegna bankanna lokið, en allt hitt er eftir
  14. Þá set ég fram Aðgerðaráætlun fyrir Ísland og aftur hér Aðgerðaráætlun fyrir nýtt Ísland
  15. Nú ég hef margoft bent á að Það er verðbólgan að baki sem er mesta vandamálið
  16. Mér fundust flest viðbrögð stjórnvalda byggjast á því að fórna heimilunum (sjá 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna)
  17. Í byrjun árs sagði ég 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
  18. Enn og aftur velti ég stýrivöxtum fyrir mér (sjá Hafa stýrivextir eitthvað með gengi krónunnar að gera í þessu árferði?)
  19. Þá var kominn tími til að hætta að kvarta frá tölvunni og gera eitthvað.  Ég fór á stofnfund nýrra samtaka og bauð mig fram til stjórnarsetu.  Nú er ég í varastjórn samtakanna (sjá Hagsmunasamtök heimilanna stofnuð)
  20. Ég gagnrýni ríkisstjórnina fyrir Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
  21. Og benti á að Björgunaraðgerðir vegna Seðlabankans geta nýst heimilunum
  22. Þá kemur Tillaga um aðgerðir fyrir heimilin
  23. Ítreka að breytinga sé þörf: Oft var þörf en nú er nauðsyn
  24. Og set fram hugmyndir í færslunni Aðgerðir fyrir heimilin
  25. Þá vara ég við því að Heimilin eigi að fjármagna bankana með fasteignum sínum og að bankarnir ætli að Taka á sig tapið hjá þeim stóru, en hvað með litlu aðilana?
  26. Eftir allt þetta set ég saman greininguna Vandi heimilanna: Tilraun til greiningar
  27. Þá vil ég Ekki spyrja um kostnað heldur ávinning
  28. Og loks velti ég því fyrir mér: Er hægt að ógilda verðtryggða og gengistryggða lánasamninga?
Ég tek það skýrt fram að hér og þar í bloggum mínum eru ekki eins góðar hugmyndir.  Ég treysti eins og flestir að menn væru að segja satt, en ekki væri verið að ljúga endalaust að fólki.  Grófast þykir mér í þegar litið er í baksýnisspegilinn, að ekki hafi verið hlutlausir innlendir greiningaraðilar, sem gátu gefið almenningi og stjórnvöldum rétta mynda af því sem var að gerast.  Davíð Oddsson lagði Þjóðhagsstofnun niður fyrir að vera honum ekki sammála og þar með fór eini aðilinn sem við, almenningur, gátum verið þokkalega viss um að segði okkur sannleikann undanbragðalaust.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Sæll Marínó!

Gott að fá þennan lista. Þú hefur staðið vaktina afar vel.

Bestu kveðjur

Sverrir Þór

Guðmundur Sverrir Þór, 16.2.2009 kl. 22:22

2 identicon

Já, það hefði hjálpað að hafa haft Þjóðhagsstofnun.  Kannski getum við  fengið Þjóðhagsstofnun aftur sem fyrst?  Hr. Oddsson ræður ekki lengur.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 1680811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband