Leita í fréttum mbl.is

Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum

Hér er grimm spá sem þarf ekki að verða að veruleika.  Haldi ríkisstjórnin áfram að gera ekki neitt, eins og tíðkast hefur síðustu mánuði og ár, þá mun ekkert koma í veg fyrir að framtíðarsýn Seðlabankans renni upp.

Nú þarf strax að grípa til aðgerða og fá færustu sérfræðinga landsins og þá erlendu aðila sem næst í til að mynda nokkur aðgerðaráð.  Ég sé fyrir mér að þessi ráð verði um eftirfarandi málefni:

  1. Fjármálaumhverfi: Verkefnið að fara yfir og endurskoða allt regluumhverfi fjármálamarkaðarins.
  2. Bankahrunið og afleiðingar þess:  Verkefnið að fara yfir aðdraganda bankahrunsins svo hægt sé að læra af reynslunni og draga menn til ábyrgða.
  3. Atvinnumál:  Verkefnið að tryggja eins hátt atvinnustig í landinu og hægt er á komandi mánuðum.
  4. Húsnæðismál:  Verkefnið að finna leiðir til að koma veltu á fasteignamarkaði aftur á stað.
  5. Skuldir heimilanna:  Verkefnið að finna leiðir til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimilanna í landinu.
  6. Ímynd Íslands:  Verkefnið að endurreisa ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.
  7. Félagslegir þættir:  Verkefnið að byggja upp félagslega innviði landsins.
  8. Ríkisfjármál: Verkefnið að móta hugmyndir um hvernig rétta má af stöðu ríkissjóðs.
  9. Peningamál: Verkefnið að fara ofan í peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, endurskoða hana eftir þörfum og hrinda í framkvæmd breyttri stefnu með það að markmiði endurreisa traust umheimsins á Seðlabanka Íslands
  10. Gengismál:  Verkefnið að skoða möguleika í gengismálum og leggja fram tillögur um framtíðartilhögun.
  11. Verðbólga og verðbætur:  Verkefnið að fara yfir fyrirkomulag þessara mála og leggja til umbætur sem gætu stuðlað að auknum stöðugleika.
  12. Framtíð Íslands - Á hverju ætlum við að lifa: Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi nýja atvinnuvegi.
  13. Framtíð Íslands - Hvernig þjóðfélag viljum við:  Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi inniviði þjóðfélagsins.

Þessir hópar þurfa að vera fleiri, en ég læt þessa upptalningu duga.

Hóparnir þurfa að vera ópólitískir.  Fyrir hverjum hópi fari einstaklingar úr atvinnulífinu eða háskólasamfélaginu.  Stærð hópa velti á umfangi vinnu og hversu brýn viðfangsefnin eru.  Stærri hópar þurfa lengri tíma.  Mikilvægt sé að allir geti komið skoðunum sínum að.  Misjafnt er hve hratt hóparnir þurfa að vinna, en ljóst að "neyðarhóparnir" þurfa að vinna hratt og vel.

Ég vona náttúrulega að þessi vinna sé þegar farin í gang, a.m.k. að einhverju leiti.  Málið er að þetta þolir enga bið, þar sem töf á endurreisnarstarfi mun bara gera kreppuna verri.


mbl.is Spá 40% lækkun íbúðaverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem þarf er að taka verðtrygginguna af strax. Ég bara trúi ekki að þessir ráðamenn sem sitja núna átti sig ekki á því að fólk fer hættir að borga af eignum sínum og hver á þá að borga við þessar örfáu hræður sem eftir verðum. Ég segi nei takk við erum ekki borgunarmenn fyrir öllu sem á eftir kemur. Ég og mínir hafa alltaf haft mikið álit á Geir og félögum en hann er fallinn. Hvað eiga þeir Geir og Árni mikið af hlutabréfum eða tókst þeim að selja rétt áður en bankarnir voru teknir. Þori að hengja mig upp á að það sé þannig í stöðunni þess vegna þora þeir ekki að láta rannska málin ofan í kjölinn. Og kannski að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé vilji ekki lána svo spilltum stjórnarmönnum 

Guðrún (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég er alveg sammála að taka verður að verðtryggingunni strax.  En ég vildi ekki á þessum þræði ræða um niðurstöður, heldur eingöngu viðfangsefni.

Marinó G. Njálsson, 6.11.2008 kl. 13:09

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það má svo sem benda á að í Peningamálum Seðlabankans, þá bendir bankinn á nokkur brýnustu úrlausnarefnin en hann spáir að húsnæðisverð haldi áfram að lækka í kjölfar þess að eftirspurn eftir húsnæði dalar, kaupmáttur rýrnar, framboð lánsfjár dregst saman og erlendir starfsmenn flytja af landi brott.  Samkvæmt þessu þarf að tryggja kaupmátt sem mest má og auka framboð lánsfjár.  Látum vera að erlendir starfsmenn flytji.

Marinó G. Njálsson, 6.11.2008 kl. 13:19

4 identicon

Sæll.

Núna er ekkert víst að við fáum lánafyrirgreiðslu frá IMF eða frá neyðarsjóði Evrópubandalagsins.

Við erum á illa laskaðri þjóðarskútu sem varla er sjófær með gjaldmiðil sem enginn hefur traust á og við sjálf höfum pissað á síðustu mánuðina.  Þessir sömu aðilar Hollendingar og Bretar ofl. vilja ekki lána okkur fyrr enn gengið er frá þeirri skuldasúpu sem bankarnir okkar skyldu við sig og við erum að reyna að flýja frá.  Þessir sömu aðilar sitja innan veggja hjá EB og það má heita ótrúlegt að við fáum þar einhvern forgang og einhverja aðra meðferð varðandi aðild að myntbandalaginu og ótrúlegt að við verðum undanþegin þeim skilyrðum sem þar eru hvað varðar skuldsetningu og halla á ríkisfjárlögum.  Menn tala eins og EB aðild er valkostur í þeirri stöðu sem við erum en er hreint ekki viss um að þeir vilji okkur og það verður ekki á okkar forsendum.

Allar mildandi aðgerðir, þar sem notað er opinbert fé eða sjóðir núna eru á dýru erlendu lánsfé og það rýrir okkar lánstraust enn meir og veikir okkar efnahagslega trúverðugleika, sem síðan grefur undan gjaldmiðlinum og það eykur enn fremur á hörmungar skuldsettra heimila.  Það er vont núna,  en því miður,...  lengi getur vont versnað.  Þetta er hinn sári sannleikur.  

Ef þessi samningur við IMF fer út um þúfur sem líkur eru á er framtíðin geysilega svört fyrir íslenskt efnahagslíf lægðin verður djúp og löng.

Þessar óskir þínar eru til góðra gjalda verðar en væntanlega margar ekki raunhæfar.

Traust á íslensku efnahagslífi er ekkert og það verður að byggja það frá grunni. Grunnurinn er að strika út hallan á ríkisútgjöldunum það er alveg gríðarlega mikilvægt. Það þarf að gerast óháð öllu öðru og næstum sama hvað það kostar.  Það verður gríðarlega sársaukafullt.  ef það bregst er vá fyrir dyrum.  Gjaldmiðillin mun gjörsamlega verða verðlaus og það verður mikið meiri áfall en þessi hækkun á stýrivöxum.  Við getum ekki haldið áfram að falsa lífskjör í landinu með að pumpa inn erlendu fjármagni.  Nú þarf að borga niður lán og koma á trausti.  Heimurinn fylgist með okkur.  Nú koma athafnir framar orðum.  Alllir bíða.....

Gunn (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:50

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Marinó

Þarna eru á ferðinni vandaðar og góðar tillögur að vinnuhópum til að vinna eð endurreisn samfélagsins. Slíkir vinnuhópar geta svo tilnefnt í undirhópa til að skoða einstaka þætti.

Nokkrar spurningar.

  1. Hefur þessum tillögum verið komið á framfæri annarsstaðar er hér á blogginu, ef svo er þá hvar.
  2. Er einhver hópur fólks með þér í þessu eða  hópur/hópar sem þú veist um að væru tilbúnað koma að svona vinnu.
  3. Er einhverjir sem þú mundir mæla sérstaklega með sem til að taka  að sér að leiða einstaka hópa.

Varðandi spá Seðlabankans þá er hún væntanlega byggð á því að peningamálastefnan verði óbreytt og ég set því ákveðinn fyrir vara við hana.

Að þessu máli verður að vinna hratt og vel.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.11.2008 kl. 16:55

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ein spurning í viðbót.

  • Er kominn af stað einhver hópur til að ýta málinu úr vör, þrýsta á að þessi vinna fari af stað með þessum hætti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.11.2008 kl. 16:56

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hólmfríður, ég er ekki með neina tengingu inni eina eða neina valdaklíku þannig að, nei, ég hef ekki komið þeim á framfæri.  Auk þess vona ég, að ég sé ekki einn um að hugsa á þessum nótum og einhverjir sem hafa atvinnu af því að stjórna þjóðfélaginu hefi þegar sett þessa vinnu í gang.  Málið er bara að upplýsingaflæðið frá stjórnvöldum til okkar almúgafólks er í dropatali, en ekki eins og það fallega vatnsfall sem það ætti að vera.  Þeir eru greinilega búnir að stífla rennslið einhvers staðar ofar í ánni.

Marinó G. Njálsson, 6.11.2008 kl. 17:09

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Marinó

Var að senda Guðbjarti Hannessyni þingmanni Samfylkingar þennan póst. Hann kom inn á þing eftir síðustu kosningar og er því "ekki mjög spilltur" Hann vinnur mikið með Jóhönnu Sig.

Sæll Guðbjartur

Ég er hér að send þér link á bloggsíðu hja Marinó G Njálssyni      http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/701457/
Hann setti þessar tillögur inn á bloggið sitt í dag og ég spyr
Er komin af stað vinna í þeim eða sambærilegum flokkum og hann setur þarna fram og er búið að skipa hópa til að vinna eitthvað svipað.
Ég veit um hópinn hennar Jóhönnu sem Gylfi Arnbjörnsson stýrir. Ef komnir eru af stað fleiri hópar, væri afar kærkomið fyrir almenning að fá af því fréttur. Fólk er svo hrætt.

Með kveðju
Hólmfríður Bjarnadóttir
Sjólíf ehf
Höfðagötu 1
531 Hvammstanga
GSM 8607252

ÞÚ FINNUR ALLTAF LEIÐ EF ÞÚ LEITAR.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.11.2008 kl. 18:08

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir þetta, Hólmfríður.  Ég vissi svo sem alveg hvert væri hægt að senda hlutina.  Var bara ekkert að trana mér fram.

Marinó G. Njálsson, 6.11.2008 kl. 19:22

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvitað veit ég að þú veist vel hvert á að senda svona. 

Guðbjartur Hannesson hefur beðið mig að senda sér ef ég rækist á tillögur eða ábendingar sem væru áhugaverðar og ég var einfaldlega að verða við þeirri bón.

Ég hef aðeins kynnst GH eftir að hann komst á þing í gegnum fundi hjá Samfylkingunni.

Og nú er Valtýr búinn að segja sig frá því að vinna við bankarannsóknina nema með erlendum sérfræðingum. Rökrétt ákvörðun og BB er móðgaður æ æ

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.11.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1676995

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband