31.1.2008 | 09:34
Góður árangur í erfiðu árferði
Nú eru allir stóru bankarnir þrír búnir að skila uppgjörum sínum. Eins og við var að búast dróst hagnaður þeirra eitthvað saman á milli ára. Helsta ástæðan er líklega sú bankakreppa sem fór af stað á seinni hluta ársins. Það jákvæða við uppgjörin er að allir skila hagnaði á öllum ársfjórðungum, sem er meira en ansi margir stórir erlendir bankar geta stært sig af. Vissulega var uppgjör Glitnis ekki í samræmi við spár greiningaraðila, en á móti var hagnaður Kaupþings mun meiri.
Það getur vel verið að ég sé haldinn einhverju Pollyönnu heilkenni, en á þessum tímum bankakreppu, þar sem ljóst er að bankar um allan heim þurfa að vinda ofan af offjárfestingum, áhættulánum og mistökum í afleiðu viðskiptum, þá er full ástæða til að tala jákvætt um árangur íslensku bankanna. Að enginn þeirra hafi fengið verulegan skell vegna bankakreppunnar sýnir að áhættustýringar þeirra eru að virka. Þeir hafa tekið til í eignasafni sínu og breytt áherslum í útlánum. Þetta er það er svo mikilvægt að sé rætt, án þess þó að líta framhjá því sem betur má. Við verðum samt að vara okkur á því að of neikvæð umræða gæti komið af stað atburðarás, sem ekkert okkar vil sjá verða að veruleika. Sem dæmi um þetta má taka nálgun mbl.is að þessari frétt. Mér finnst það, t.d., alveg jafn merkilegt að þrátt fyrir "bankakreppuna" að þá hafa bankarnir aðeins einu sinni áður skilað jafnmiklum hagnaði eða að þrátt fyrir mikla lækkun á hlutabréfamarkaði, þá hækkuðu heildareignir bankanna um rúm 30% á liðnu ári frá árinu á undan.
Hagnaður bankanna dregst saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.