24.8.2007 | 01:52
Láglaunalandið Bandaríkin
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ýmislegt í efnahagslífi Bandaríkjanna stæði veikum fótum. Táknin hafa verið víða, svo sem í lágum launum, lágu vöruverði, lágu gengi dalsins, miklum viðskiptahalla, miklum fjárlagahalla, vaxandi atvinnuleysi og getuleysi þeirra til að kljást við afleiðingar fellibylsins Katrínar. Merkilegust hefur mér þótt sú þróun að ýmsar framleiðslugreinar hafa verið að flytjast úr landi, m.a. til Mexíkó og Kína. Það er eins og innviðir samfélagsins séu ekki nógu sterkir og traustir. Ég verð að viðurkenna, að mér finnst þetta ekki geta gengið til langframa.
Í mínum huga eru þrjú af þessum atriðum stærstu veikleikamerkin og hugsanlega þau sem eru nú þess valdandi að það hriktir í fjármálakerfi heimsins. Mikilvægasta atriðið af þessu eru lág laun. Ekki nokkur maður hér á landi eða í Vestur-Evrópu myndi láta bjóða sér þau laun, sem almennt eru í boði í Bandaríkjunum. Vissulega fá margir góð laun þar, en almenningur er á launum sem hafa lítið hækkað undanfarin 20 ár eða svo. Það þarf ekki annað en að fara inn á vefsíður með atvinnuauglýsingum til að sjá hvaða laun eru í boði. Afleiðingin af lágum launum er að halda verður vöruverði niðri og það er gert með öllum tiltækum ráðum, en helst með því að beina innkaupum til framleiðenda með lágan framleiðslukostnað, sem leiðir af sér að framleiða þarf vöruna í löndum með ennþá lægri launum. Mér er minnisstætt atriði í mynd eftir Michel Moore, þar sem hann var að fjalla um verksmiðju í Bandaríkjunum sem hafði náð mikilli sölu með eina af afurðum sínum. Vegna vinsældanna varð að leggja verksmiðjuna niður og flytja framleiðsluna úr landi!
Auðvitað má koma með þau rök að launin séu ekki endilega lág, heldur er það lágt gengi dalsins sem geri launin lág í alþjóðlegum samanburði. Þetta eru vissulega góð rök, en þau halda ekki, þar sem jafnvel þó gengið væri 20 - 30% hærra, þá eru lægstu laun í Bandaríkjunum smánarleg sem hlutfall af framfærslukostnaði einstaklingsins. Stór hluti Bandaríkjamanna þarf að hafa verulega mikið fyrir framfærslu sinni. Ansi margir spjallþættir (sem m.a. eru sýndir í íslensku sjónvarpi) fjalla talsvert um þá fátækt og mér liggur við að segja örbirgð sem margir Bandaríkjamenn búa við. Það er ekki óalgengt að millistéttarfólk sé í fleiru en einu starfi og að lágmarki vinna báðir foreldrar úti. Í lágstéttunum, þá virðist ekki óalgengt að fólk sé í þremur störfum og allir sem veltingnum geta valdið eru í því að afla tekna.
Þriðja atriðið sem mér finnst vera varhugavert, er viðvarandi fjárlagahalli þjóðarinnar. Það er ekki langt í það, að skatttekjur alríkisstjórnarinnar munu ekki duga fyrir öðru en greiðslu vaxta og afborgana lána og hugsanlega útgjöldum til heilbrigðismála. Ríkisstjórn Bush hefur farið slíkum offörum í lántökum að menn tala um að það sé ekki bara búið að taka lán út á skatta barna núverandi skattborgara heldur líka ófæddra barnabarna þeirra. Og á meðan laun hins almenna launamanns halda áfram að vera við hungurmörk, þá eru engar líkur á að tekjur alríkisstjórnarinnar aukist nægilega til að rétta skútuna af.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 14.12.2007 kl. 13:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Landsframleiðsla á mann er sú mesta í heiminum í USA. Að horfa á launin segir okkur ekkert nema vita framfærslukostnaðinn. Fátækt er að ég held sýnilegri í bandaríkjunum en víða annarsstaðar og þar kemur m.a. til að almannatryggingar eru lágar. Einnig eru glæpir og eiturlyfjaneysla mikið vnadamál.
En varðandi Michael Moore, þá er nú varla vitnandi í hann og afar hæpið að hampa honum sem heimildarmynagerðarmanni þó hann hafi fengið alþjóðleg verðlaun sem slíkur. Sannleikann hefur hann ekki alltaf að leiðarljósi en hann vekur athygli á ýmsu sem miður fer þarna vestra, sem er ágætt í sjálfu sér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.8.2007 kl. 02:58
Sæll Marinó,
Veit ekki hvort þú manst eftir mér en þú komst einu sinni heim til mín þegar ég bjó með foreldrum mínum í Grænuhlíð á Reyðarfirði. Mikið vatn runnið til sjávar síðan!:) Ég hef búið í San Antonio í Texas undanfarin 8 ár. Hér eru lágmarkslaun $6-7 á tímann. Fólk á slíkum launum hefur ekki efni á sjúkratryggingum (medical insurance) og er upp á afskaplega lélegt almannatrygginga kerfi komið. Lækniskostnaður hér er mjög hár. Síðast þegar ég var á Íslandi varð ég fyrir því óhappi að slíta upphandleggsvöðva. Það var gert við þetta með miklum ágætum á sjúkrahúsinu á Akureyri en þar sem ég hafði búið svo lengi erlendis þurfti ég að borga allan kostnað við aðgerðina sem taldist samanlagt um 59 þúsund krónur. Þessi aðgerð hér hefði kostað mig um 15 þúsund dollara og verið vel sloppið.
Það er erfitt að bera saman framfærslukostnað. T.d. vegna sjúkratrygginga. Við borgum um $250 á mánuði fyrir sjúkratryggingu sem greiðir EKKERT upp að $5000 kostnaði en allan kostnað eftir það. Margir hér greiða hátt í þúsund dollara á mánuði fyrir sjúkratryggingar fyrir 4-5 manna fjölskyldu og greiða aðeins hluta af sjúkrakostnaði (co-pay) oft um $30 fyrir heimsókn til læknis. Kostnaður við matvæli hér er sennilega talsvert lægri er heima, a.m.k. bregður mér alltaf þegar ég fer út í búið og kaupi í matinn þegar ég kem heim til Íslands;) Ég held að gamall sveitungi minn, Gunni Th., hitti naglann á höfuðið með að fátækt sé sýnilegri hér. Hluti af því er hversu bilið er breytt milli þeirra sem bera minnst úr býtum og þeirra sem vita ekki aura sinna tal.
Kveðja frá Texas:)
Arnór Baldvinsson, San Antonio
Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 05:11
Og þetta er draumalandið okkar. Ráðandi menn róa öllum árum að líkjast þeim sem mest. Svei þeim.
Varðandi landsframleiðslu, þá vita láglaunamenn á Íslandi að vinnutíminn er of langur og því fæst minna úr starfi okkar en ella. Það eru enn og aftur ráðamenn sem hafa ekki skilið þetta. Trúlega halda að við færum að "hugsa" ef við fengjum meira frí. Svei þeim!
Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 06:22
Sæll Arnór
Jú, ég man eftir þér. Ég var einmitt að rifja upp þessa heimsókn í sumar, þegar ég keyrði framhjá og var einmitt að velta því fyrir mér hvað hefði orðið af þér.
Punkturinn hjá mér, er m.a. að láglaun verða til þess að halda verður verðlagi niðri eins og hægt er, sem þýðir að sífellt verður að leita að framleiðslusvæði með lægri framleiðslukostnað. Það er bara hægt í svo og svo langan tíma og með því að selja sömu vöru inn á annað sölusvæði, t.d. Evrópu, á hærra verði. Það er þegar farið að verða vart við, að varningur sem er það dýr í framleiðslu, að ekki er hægt að selja á ,,amerísku verði" er einfaldlega ekki seldur í Bandaríkjunum. Pakkningar eru öðruvísi í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu og mér dettur engin önnur ástæða fyrir því en verði sé að koma í veg fyrir að ,,ódýra útgáfan" rati í hillur verslana í Evrópu. Leitin að lágum framleiðslukostnaði er líka farin að bitna á gæði vörunnar, samanber hin mikla innköllun Martel leikfangaframleiðandans á leikföngum um þessar mundir. Við erum þegar farin að sjá að laun eru farin að hækka í Kína, hvert verður leitað næst? Indland og Afríka sunnan Sahara eru einu svæðin sem eru nógu fjölmenn og með nógu lág laun til að borið uppi lágvöru framleiðslu, en er vinnuaflið tilbúið til að vinna í verksmiðjum Vesturlandabúa. Við erum þegar farin að sjá það gerast að fyrirtæki eru að leita fyrir sér í þessum löndum.
Það er farið að verða hreinlega nauðsynlegt fyrir hagkerfi heimsins að Bandaríkjadalurinn styrkist í hlutfalli við aðra gjaldmiðla. Að hann sé kominn niður í hálft pund og að maður tali ekki um nálægt því 1 Kanadadal er hættulegt. Vissulega eru jákvæðar hliðar á því, eins og að hátt olíuverð er ekki eins hátt vegna veikrar stöðu dalsins, en kannski er það orðið svona hátt í dölum vegna þess hvað hann er veikur. Og er það kannski ástæðan fyrir hækkun heimsmarkaðsverðs á ýmsu hráefni sem mælt er í dölum? Raforkuverð til stóriðju á Íslandi er mælt í mills sem tengt er við Bandaríkjadal. 25 mills á 65 kr. pr. dal er lægri tala en 15 mills á 110 kr. pr. dal. Hækkun kaupmáttar í Bandaríkjunum mun hafa keðjuverkun um allan heim fyrir utan að efla efnahag Bandaríkjanna mjög mikið.
Gunnar, varðandi Michel Moore, þá held ég að hann hitti oft naglann á höfuðið, þó svo að framsetning hans sé oft óhefðbundin. Þetta dæmi hans var fullkomlega satt og rétt, þó svo að ýmislegt annað sem kemur fram í myndum hans sé ekki til að flagga.
Marinó G. Njálsson, 24.8.2007 kl. 09:54
Í framhaldi á umfjöllun minni um skógarelda í USA (sjá viktoriaran.blog.is) þá langar mig að koma inn á kostnaðinn í tengslum við grein þína.
Frá lögbreytingum Bill Clintons hefur kostnaður við umsýslu á National Forest aukist 1000 fallt og veltur nú á nokkrum billjónum og þá er ekki tekið inn endurbótakostnaður og heilsufarstengdur skaði, heldur bara kostnaður við að halda uppi slökvuliðs "crews" til að reynda að stjórna eldunum. Ríkisstjórn Bush þarf að punga út fyrir þessu á sínum valdatíma, þrátt fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin á tímabili Bill Clintons.
Óstjórn Bandaríkjanna á sér því ekki einungis stað á valdatíma Bush, heldur nær hún enn lengra aftur líka.
Ég var búsett í USA árin '98-´99 og eyddi sumrinu mínu þarna úti núna og sé ótrúlega neikvæðar efnahagslegar breytingar. Ég get ekki sé hvernig USA á að getað rétt úr kútnum á eðlilegan hátt. Það þarf eitthvað mikið til... stríð gæti verið eina lausnin fyrir USA og um það tala borgararnir þar í landi.
Viktoría Rán Ólafsdóttir, 24.8.2007 kl. 10:41
Auðvitað er ein hlið á lágum launum að fólk tekur lán sem það getur ekki greitt af, enda var það kveikjan af þessu bloggi. Og nú hefur hópur hagfræðinga komist að sömu niðurstöðu samkvæmt frétt á visir.is (Efnahagslífinu stafar ógn af efnalitlu fólki).
Marinó G. Njálsson, 25.8.2007 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.