Leita ķ fréttum mbl.is

Bloggfęrslur mįnašarins, jśnķ 2015

Snįkar og stigar nżgeršra kjarasamninga

Žaš kannast margir viš boršspil sem almennt er kallaš Snįkar og stigar.  Leikmenn feršast eftir stķgi, žar sem eru į stangli snįkar og stigar.  Lendi mašur į stiga žį fęrist mašur įfram (eša upp), en lendi mašur į snįki žį fer mašur til baka (eša nišur).  Viš lestur nżgeršra kjarasamninga VR, Starfsgreinasambandsins og fleiri stéttafélaga viš Samtök atvinnulķfsins, žį fę ég į tilfinningunni aš stéttafélögin hafi fengiš aš raša stigum inn ķ samninginn, en atvinnurekendur hafi ķ stašinn fengiš aš setja inn jafnmarga snįka. 

Samningnum er hampaš sem tķmamóta samningi, žar sem hann tryggi žeim tekjulęgstu 300.000 kr. lįgmarksmįnašarlaunum ķ lok samningstķmans.  Rétt er žaš, aš undir įkvešnum ašstęšum, žį er žaš nišurstašan, en undantekningarnar eru margar og ekki komast allir ķ śrvalsflokk. Snįkarnir koma nefnilega ķ veg fyrir žaš.

Svo alveg sé į hreinu, žį munu nżgeršir kjarasamningar fęra öllum launžegum sem fį laun samkvęmt žeim umtalsverša kjarabót.  Vandinn er hins vegar aš nįnast ómögulegt er fyrir nokkurn mann aš įtta sig į žvķ hvaš launalęgsti hópurinn ber śr bķtum vegna samspils stiganna og snįkanna!  (Ķ textanum hér fyrir nešan hef ég skįletraš stigana og feitletraš snįkana.)

Almenn grunnhękkun eša hvaš?

Grunnhękkun launa viš gildistöku samnings žessa er 7,2% fyrir starfsmann sem er meš 300.000 kr. laun eša lęgri og hóf störf hjį launagreišanda fyrir 1. febrśar 2014." .. "Frį grunnhękkun dregst önnur sś hękkun sem starfsmašur hefur fengiš eftir 2. febrśar 2014. Hękkun launa og launatengdra liša samkvęmt įkvęši žessu getur aldrei veriš lęgri en 3,2%. (2.gr.) [Tveir stigar og tveir snįkar!]

Žetta er nokkuš gott.  Ķ fyrsta lagi gildir žessi hękkun ekki fyrir žį sem voru rįšnir eftir 1. febrśar 2014 og ķ öšru lagi dregst hękkun sem komiš hefur į launin eftir 1. febrśar 2014 frį žessari grunnhękkun.  Sem sagt veriš er aš hafa af fólki hękkun sem žaš hefur tekist aš nurla śt.  Ekki er heldur minnst į žaš einu orši eša undanskiliš ef slķkar hękkanir hafi komiš vegna ešlilegra hękkana eša starfsmašur fengiš leišréttingu af einhverri įstęšu.

Nś hefur starfsmašur hafiš störf į tķmabilinu 1. febrśar 2014 til loka desember 2014 og hękka žį laun hans og launatengdir lišir um 3,2% frį gildistöku žessa samnings. (lķka 2.gr.) [Einn stigi og einn snįkur.]

Mjög įhugavert.  VR er ekki aš semja um kjarabętur fyrir nżja starfsmenn launagreišenda!  Er žetta eitt įkvęši af nokkrum um žaš, aš VR er ekkert hrifiš af žvķ aš nżtt fólk bętist ķ stéttina og finnst allt ķ lagi aš žaš njóti skertra kjara.

1. maķ 2016 hękka laun samkvęmt kjarasamningnum, en viš žaš įkvęši er hnżtt: 

Frį grunnhękkun dregst önnur sś hękkun sem starfsmašur hefur fengiš frį 2. maķ 2015 til 30. aprķl 2016. (aftur 2.gr.) [Snįkur dregur śr įhrifum stiga]

Aftur er ekki geršur neinn fyrirvari į žvķ aš žessar hękkanir geti veriš mjög ešlilegar.  Launagreišanda er lagt ķ hendur aš įkveša 1. maķ į nęsta įri hvaša ašrar hękkanir dragast frį. Og hafi viškomandi ekki unniš ķ heilt įr fram aš 1. maķ 2016, žį fęr hann/hśn bara 3,2% hękkun.

Svķnaš į ungmennum og unglingum

Byrjunarlaun miša viš 20 įra aldur. (3.gr.) [Snįkur]

Laun 18 og 19 įra eru 95% af byrjunarlaunum 20 įra. (6.gr.) [Snįkur]

Žaš er sem sagt ekki nóg aš 14-17 įra séu į skertum launum, žrįtt fyrir aš sinna örugglega sķnum störfum af kostgęfni, alśš og dugnaši, heldur eru nśna 18 og 19 įra lķka sett į skert laun og bętt viš skeršingu hinna.  Jį, einhvern veginn varš aš draga śr hękkununum og žvķ ekki aš lįta minni hękkun ganga til unglinga og ungmenna!  Algjör dśndurhugmynd.

Sonur minn, 18 įra, skrifaši Ólafķu B. Rafnsdóttur, formanni VR, tölvupóst, žar sem hann spurši śt ķ žetta, enda finnst honum žetta ótrślega fįrįnlegt.  Réttlętisvitund hans var virkilega misbošiš.  Hann hefur unniš hjį Krónunni ķ Vallarkór meš skóla, žykir svo góšur starfskraftur aš ašrar Krónuverslanir hafa bešiš hann aš koma til sķn og sķšan er hefur hann veriš vaktstjóri.  Hann spurši žvķ Ólafķu (tek fram aš ég kom žarna hvergi nęrri):

Sęl Ólafķa

Ég er ekki alveg viss af hverju 18 og 19 įra séu ekki flokkašir undir sama hatt og restin af félagsmönnum ykkar žótt žeir séu sjįlfrįša og meš kosningarétt. Žaš vęri frįbęrt ef žś gętir śtskżrt žaš fyrir mér eša komiš mér ķ samband viš manneskju sem getur žaš. Sem félagsmašur hjį VR lķšur mér eins og ég hafi veriš svikinn af žvķ fólki sem kemur aš boršinu fyrir mķna hönd en žaš gęti ašeins veriš žröngsżni og gręšgi af minnar hįlfu ef žaš er einhver góš og gild įstęša į bak viš žessa skeršingu. Viršingafyllst

Nś hann fékk svar fljótlega (mķnar athugsemdir skįletrašar ķ sviga):

Hugsunin ķ žessu įkvęši er sś aš hękka laun žeirra meira sem hafa nįš įkvešinni starfsreynslu ķ vinnu og eru į aldursbilinu frį 18 – 20 įra. (En žaš er ekki gert.  Žaš er einmitt dregiš śr žeim hękkunum mišaš viš ašra aldurshópa.)

Žetta įkvęši er śtfęrt žannig aš starfsmašur sem er 18 eša 19 įra, fer į žann taxta sem skilgreindur er fyrir žennan aldurshóp – ef hann hefur tiltölulega litla reynslu, že minna en 6 mįnuši ķ starfi.

Hafi hinsvegar žessi ašili, sem er 18 – 19 įra, veriš aš vinna eitthvaš meš skóla frį 16 įra aldri og žannig nįš žessu 6 mįnaša marki og 700 klst. ķ vinnu, žį fer hann į 20 įra taxta viš 18 įra aldur. (Hann gerši žaš įšur įn žess aš žurfa starfsreynslu.)

Žetta žżšir meš öšrum oršum žaš aš žessi ašili hafši kr. 206.200.- ķ laun skv. eldri samningi en fer aš lįgmarki į kr. 222.870.- viš nżjan kjarasamning, hafi hann tiltölulega litla reynslu en fer į kr. 234.600.- nįi hann 20 įra taxtanum. (Sem sagt hafšur er af honum 1/3 af hękkuninni.)

Žessu til višbótar, er trygging fyrir žį allra lęgst launušu meš žeim hętti aš hafi žeir nįš 900 klst. ķ vinnu, žį kemur inn svokölluš tekjutrygging sem tryggir žeim kr. 245.000.- ķ dagvinnulaun į mįnuši fyrir fullt starf. (Žaš kemur mįlinu ekkert viš.)

Žarna er žvķ veriš aš veita meiri möguleika til hękkana, hafi starfsmašurinn nįš įkvešinni starfsreynslu og veriš aš reyna aš umbuna fyrir žaš. Žetta er žvķ mun flóknara en įšur, en gefur žeim sem hafa nįš įkvešinni reynslu tękifęri til meiri hękkana en įšur. (Vį, frįbęrt, bśa til nżtt lęgra žrep svo viškokmandi geti hękkaš upp ķ byrjunarlaun eftir 700 tķma vinnu.)

Meš vinsemd og viršingu

Ólafķa B. Rafnsdóttir Formašur / President

Žaš er sem sagt veriš aš bśa til möguleika til hękkana meš žvķ aš hafa launin lęgri.  Sorry, Ólafķa, bölvaš kjaftęši, sbr. athugasemdir innan sviga.  Möguleikarnir til hękkana eru alveg jafnmiklir eftir sem įšur.  Bara upphęšin sem hękkaš er ķ, er lęgri.  Žetta er žvķ leiš til aš skerša upprunalegu hękkunina.  18 og 19 įra starfsmašurinn getur vissulega hękkaš ķ byrjunarlaun 20 įra ef viškomandi hefur unniš 700 tķma, en svo kemur žetta įkvęši ķ veg fyrir frekari hękkun:

Viš 20 įra aldur er starfsreynsla metin aš fullu viš röšun ķ starfsaldursžrep (1800 stundir teljast įrsstarf). (6.gr.)

Og af žvķ aš Ólafķa sagši:

Hafi hinsvegar žessi ašili, sem er 18 – 19 įra, veriš aš vinna eitthvaš meš skóla frį 16 įra aldri og žannig nįš žessu 6 mįnaša marki og 700 klst. ķ vinnu, žį fer hann į 20 įra taxta viš 18 įra aldur.

Žį mun viškomandi vera į byrjunartaxta 20 įra, žar til hann veršur 20 įra, žar sem žaš er ekki fyrr en viš 20 įra aldur sem "starfsreynsla metin aš fullu viš röšun ķ starfsaldursžrep".

Glęsilegt hjį VR!  Hęgt er aš halda 18 og 19 įra ungmennum, fjįrrįša einstaklingum meš kosningarétt og jafnvel komnum ķ hįskóla, į byrjunarlaunum 20 įra ķ tvö įr!  Eina leišin til aš žessir einstaklingar geti fengiš eitthvaš meira, er aš vera ķ fullu starfi.

Ég skil alveg aš Samtök atvinnulķfsins vilji svķna į skólafólki, sem į sér ekki mįlssvara innan verkalżšshreyfingarinnar, en ég skil ekki aš verkalżšshreyfingin skuli taka undir žetta.  Er Ķsland oršiš žannig, aš rķfi fólk ekki kjaft, žį er trošiš į réttindum žess?  Mikiš er žetta auviršilegt!

Mörg af žessum ungmennum, sem veriš er aš svķna į, eru meš sjįlfstęšan heimilisrekstur eša eru aš leggja ķ heimilisreksturinn foreldrahśsum, t.d. į heimilum einstęšra forelda, öryrkja eša bara žar sem heimilisašstęšur krefjast žess.  Tekjur žeirra eru žvķ mikilvęgar fyrir heimiliš.  Ašrir, eins og sonur minn, eru aš safna sér ķ sjóš til aš žurfa eins lķtil nįmslįn og mögulegt er sķšar eša hvaš žaš er annaš sem nota į peningana ķ.

Ķ sjįlfu sér skiptir ekki mįli ķ hvaš peningurinn veršur notašur.  Nżgeršur kjarasamningur er aš innleiša nżja aldursmismunun ķ žjóšfélagiš.  Žeir sem eru 18 og 19 įra eru ómerkilegra vinnuafl en žeir sem eru 20 įra og eldri.  Hér ķ eina tķš var mašur talinn fulloršinn 16 įra, undanfarin įr hefur žaš veriš 18 įra, en nśna er 18 og 19 įra fólk meš kjörgengi og kosningarétt ekki tališ nógu gott vinnuafl til aš fį fullt kaup.  Žaš er 95% vinnuafl.  Hverjum datt žessi vitleysa ķ hug?

Kannski žetta 95% vinnuafl ętti aš taka sig saman um aš vinna ekki frį fimmtudegi til sunnudags svona eins og tvęr helgar ķ sumar og sjįum žį hvort žaš sé ķ raun og veru 95% vinnuafl.  Er hręddur um aš tekjur Haga og Kaupįss myndu detta verulega nišur žį daga meš allt vana kassafólkiš ķ burtu og allt "100% fólkiš" ķ sumarfrķi.

Starfsreynsla lķtt metin til launa

Annars get get ég ekki annaš en furšaš mig į žvķ hvaš starfsreynsla og trygglyndi er lķtiš metiš til launa.  Skżrir žaš kannski hvers vegna mašur hefur žaš į tilfinninguna, žegar mašur kemur ķ żmsar verslanir og žar sem žjónusta er veitt, aš fólk vanti hvatann til aš vera lifandi ķ starfi sķnu.  Žaš er kannski bśiš aš sitja ķ sama stólnum ķ 10 įr og rétt meš 12.000 kr. hęrri laun, en sį sem byrjaši fyrir réttum 6 mįnušum.  Hvers vegna aš sżna žeim launagreišanda trygglyndi sem metur žaš lķtt eša ekkert?

Ķ lok samningstķmans į aš muna skķtnum 10.000 kr. (raunar tęplega) į žeim sem hefur stašiš sķna plikt ķ 5 įr og byrjanda ķ gestamóttöku.  Vį!  Og vinni bįšir ašilar 100% starf, žį munar engu žvķ bįšir fį lįgmarkstekjutrygginguna!

En ķ lįgmarkstekjutryggingunni leynist snįkur.  Hśn er bara fyrir žį sem eru ķ fullu starfi.  Sį sem er ķ hįlfu starfi į ekki kost į 50% lįgmarkstekjutryggingarinnar.  Nei viškomandi veršur bara aš sętta sig viš 50% af kauptaxta, sem er fyrir 20 įra byrjanda 10% lęgri upphęš. Og enn minna fyrir 18 įra byrjanda!

 


Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (3.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frį upphafi: 1676920

Annaš

  • Innlit ķ dag: 4
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir ķ dag: 4
  • IP-tölur ķ dag: 4

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Mars 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband