Leita í fréttum mbl.is

Ólíkt hafast menn að

Það er óhætt að segja, að ólíkt hafist menn að.  Í Bandaríkjunum er hundruðum milljarða dollara veitt út í efnahagslífið af seðlabankanum, en hér virðist helst að betra sé að sem flestir missi atvinnuna eða fyrirtæki fari á hausinn.  Það er eins og menn skilji ekki, að verðbólgan gengur ekki til baka nema efnahagslífið styrkist, því um leið og það gerist þá styrkist krónan.  Það er fyrst og fremst veiking krónunnar sem veldur verðbólgunni og innlendar hækkanir leiddar af gengissiginu. 

Án þess að vera of svartsýnn, þá held ég að verðbólgan sem mældist hér milli mars og apríl sé fyrst og fremst vegna veikingar á krónunni í febrúar og kannski fyrstu vikuna í mars.  Allir sem gátu, spöruðu innkaup í mars og fram í apríl til þess að þurfa ekki að taka inn nýjar birgðir á óhagstæðu gengi.  Nú geta menn ekki beðið lengur og því á næsta vísitölumæling eftir að sýna umtalsverða verðbólgu.  Við getum því hæglega búist við að 12 mánaðaverðbólga mælist í kringum 13%, ef ekki meira, í næstu mælingu.

Fjöldauppsagnir eru farnar að vera daglegt brauð og fyrirtæki eru komin í fjárþrot.  Þeir sem voru að fjármagna sig á 5% vöxtum, þurfa nú að greiða yfir 20%.  Þetta getur ekki endað nema á einn veg.  Fyrirtæki munu leggja upp laupana í stórum stíl á næstu mánuðum og með þeim fer atvinna fólks og lífsafkoma.  Ef þetta er það sem stjórnvöld og Seðlabankinn vilja, þá mun þeim verða að ósk sinni verði ekkert að gert.  Ástandið er orðið ískyggilegt. Ég finn þetta vel, þar sem ég er að byggja og það er sama við hvern ég tala í þeim bransa menn eru komnir á brún hengiflugsins.  Við blasir hyldýpið.  Verði fasteignamarkaðnum ekki komið fljótlega af stað aftur, þá munu áhrifin verða geigvænleg og þau munu verða til þess að hrikta mun í fjármálakerfi landsins.  Þjóðin þolir betur 10% verðbólgu í nokkra mánuði en fjöldauppsagnir og fjöldagjaldþrot.

Annars sakna ég þess að heyra ekki frá bönkunum hvað þeir vilja að gert sé.  Það eru viðskiptavinir þeirra sem eru að lenda í tekjumissi, fjármögnunarkreppu o.s.frv.  Þó svo að stoðir bankanna séu orðnar sterkar utan landsteinanna, þá eru undirstöður þeirra hér á landi.  Ég skil vel að þeir vilji ekki virka veikir út á við með því að krefjast aðgerða af hálfu ríkisins, en eiga þeirra annarra kosta völ?


mbl.is Seðlabanki Bandaríkjanna reiðubúinn til að aðstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég sé að Steinn Logi Björnsson er sammála mér í viðtali við Viðskiptablaðið.  Nú er bara að vona að ríkisstjórn og Seðlabanki vakni upp af Þyrnirósarsvefni.

Ég sé líka að BNP Paribas boðar bjartari tíð og blóm í haga.  Athyglisvert er að sjá að þeir spá jafnvægisgengi evru í kringum 100 IKR.  Það er um 16% styrking gengis.  Nú er bara að bíða og sjá hvort bankinn hafi rétt fyrir sér. 

Marinó G. Njálsson, 2.5.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1678125

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband