Leita í fréttum mbl.is

Marinó G. Njálsson

Ţađ er svo einkennilegt hvernig forlögin eiga ţađ til breyta lífi manns.  Haustiđ 1981 innritađist ég í vélaverkfrćđi viđ Háskóla Íslands međ ţađ í huga ađ búa til rekstrarverkfrćđi ađ erlendri fyrirmynd.  Ţar hitti ég fyrir Pétur Maack, sem gerđi allt til ađ styđja mig í ţessu máli.  Lagđi ég fyrir plan mitt og ţađ var samţykkt fyrir 1. áriđ.  Svo kom ár númer 2 og ţá sagđi ţáverandi deildarforseti, Ţorgeir Pálsson, mér ađ ég gćti svo sem haldiđ áfram á ţessari braut, en ég myndi ekki útskrifast frá vélaverkfrćđiskori.  Nú ţá leitađi ég ađ bestu leiđinni út úr ógöngum mínum og ţess vegna er ég tölvunarfrćđingur.  Nćst sótti ég um í 5 háskólum í Bandaríkjunum, en ađeins einn vildi mig (ekki ţađ ađ ég hefđi ekki valiđ hann ţó hinir hefđu vilja mig líka), ţannig ađ ég lauk námi í ađgerđarannsóknum frá Stanford háskóla.  Nokkrum árum seinna ćtlađi ég ađ selja Morgunblađinu greinar um stjórnun, en ţá vantađi blađiđ tölvupistlahöfund, ţannig ađ ég skrifađi fyrir viđskiptablađ Mbl. um tölvumál nćstu 4 ár.  Um svipađ leiti byrjađi ég ađ kenna viđ Iđnskólann í Reykjavík og var ég varla kominn til starfa ţar, ţegar ég var orđinn svo kallađur skipulagsstjóri.  Voriđ 1997 fór ég međ bróđur mínum á fund hjá Íslenskri erfđagreiningu um rannsóknarverkefni sem bróđir minn var ađ vinna ađ og Kári réđ mig yfir borđiđ.  Ţar fékk ég ţađ verkefni ađ skođa upplýsingatćknimál vegna gagnagrunns á heilbrigđissviđi.  Mín niđurstađa var ađ upplýsingaöryggi og persónuvernd vćri ţađ sem skipti mestu máli varđandi gagnagrunninn og ţar međ var starfssviđ mitt fariđ ađ snúast um persónuvernd og stjórnun upplýsingaöryggis og hef ég veriđ ađ fást viđ ţađ síđan.  Ég held ađ, ef HÍ hefđi leyft mér ađ útskrifast sem rekstrarverkfrćđingur, ţá hefđi ekkert af ţessu gerst, fyrir utan allt hitt í lífi mínu.  Nú er ég sjálfstćtt starfandi og veiti ráđgjöf um stjórnun upplýsingaröryggis, áhćttustjórnun, stjórnun rekstrarsamfellu og fleira ţessu tengt, auk ţess sem ég hef einnig veit ráđgjöf tengt ákvörđunargreiningu.  Ég er stöđugt ađ leita mér ađ nýjum verkefnum, ţannig ađ vanti einhverja ráđgjöf eđa bara ađstođ viđ slík viđfangsefni, ţá er bara ađ hafa samband í síma 898-6019 eđa senda póst á oryggi@internet.is.

Ég er einn af stofnfélögum Hagsmunasamtaka heimilanna og sat í stjórn samtakanna frá upphafi, ţar til ađ ég sagđi af mér vegna ágangs fjölmiđla á mitt einkalíf.  Er ég virkur baráttumađur fyrir ţví ađ heimilum landsins verđi bćtt ţađ tjón sem ţau hafa orđiđ fyrir vegna fjárglćfrastarfsemi gömlu bankanna, eigenda ţeirra og útrásarvillinga.

Veturinn 2008-9 fór ég í nám viđ Leiđsöguskólann í Kópavogi og útskrifađist sem faggiltur leiđsögumađur í maí 2009.  Ég tek bćđi ađ mér ađ leiđsegja fyrir stóra hópa hjá ferđaţjónustufyrirtćkjum og einkaleiđsögn fyrir minni hópa.  Áhugasamir geta haft samband í síma 898-6019 eđa sent póst á mgn@islandia.is.

Loks um fjölskylduhagi.  Ég er kvćntur Hörpu Karlsdóttur, snyrtifrćđingi, og eigum viđ fjögur börn, Sćunni Ýr, sjálfstćtt starfandi listdansara, Sindra Stein, Ísak Elí og Elenu Rós, en öll eru ţau í grunnskóla.

Ábyrgđarmađur skv. Ţjóđskrá: Marinó Gunnar Njálsson

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.6.): 19
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 190
  • Frá upphafi: 1678912

Annađ

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 186
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júní 2024
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband