Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
31.5.2010 | 02:08
Samanburður á stuðningi kjósenda við fjórflokkinn 2010 og 2006. VG tapar hlutfallslega mest, en Sjálfstæðisflokkurinn flestum atkvæðum!
Ég hef tekið saman hvernig stuðningur við fjórflokkinn breyttist í kosningunum núna samanborðið við síðast. Ég tek það fram, að með stuðningi er ég að tala um atkvæðamagn á bak við flokkana, ekki hvort þeir hafi fengið manninum meira eða minna inn eða þessa prósentu eða hina af atkvæðum greiddum á hverjum stað. Mér sýnist nefnilega að kjósendur séu að gefa það illilega í skyn, að hér þurfa að eiga sér stað breytingar. Samanburðurinn nær eingöngu til sveitarfélaga, þar sem listar voru í boði bæði 2006 og 2010. Í-listinn á Ísafirði flokkast með Samfylkingunni og tveir L-listar flokkast með annars vegar Framsókn og hins vegar Samfylkingunni (annar var kenndur við félagshyggju og hinn jafnaðarmenn).
Ég hef tekið saman hvernig breytingin kemur út kjördæmi fyrir kjördæmi og neðst er tafla fyrir landið allt.
Reykjavíkurkjördæmi:
2006 | 2010 | Breyting frá 2006 | Hlutfalls-breyting | |
B | 4.056 | 1.629 | -2.427 | -59,8% |
D | 27.823 | 20.006 | -7.817 | -28,1% |
S | 17.750 | 11.344 | -6.406 | -36,1% |
V | 8.739 | 4.255 | -4.484 | -51,3% |
Allir flokkar tapa miklu fylgi frá síðustu kosningum, en Sjálfstæðisflokkurinn minnst.
Suð-vesturkjördæmi:
2006 | 2010 | Breyting frá 2006 | Hlutfalls-breyting | |
B | 2.750 | 2.123 | -627 | -22,8% |
D | 16.900 | 14.811 | -2.089 | -12,4% |
S | 11.970 | 8.347 | -3.623 | -30,3% |
V | 3.415 | 3.215 | -200 | -5,9% |
Hér heldur VG helst sjó, en fylgistap Samfylkingarinnar er æpandi sérstaklega í Hafnarfirði. Framsókn virðist eiga í tilvistarkreppu á höfuðborgarsvæðinu og telst líklegast í útrýmingarhættu í þessum þremur kjördæmum.
Norð-vesturkjördæmi:
2006 | 2010 | Breyting frá 2006 | Hlutfalls-breyting | |
B | 2.671 | 2.813 | 142 | 5,3% |
D | 5.593 | 4.573 | -1.020 | -18,2% |
S | 3.283 | 2.986 | -297 | -9,0% |
V | 749 | 821 | 72 | 9,6% |
Hér gerist það, að bæði Framsókn og VG bæta við sig atkvæðamagni, en vegna þess hve fámennt kjördæmið er, þá hefur það lítið upp í tapið á höfuðborgarsvæðinu. Það virðist líka sem áhugi fyrir kosningunum hafi verið meiri í NV-kjördæmi, en á höfuðborgarsvæðinu. Hafa skal í huga að í NV-kjördæmi er mjög víða hlutbundin kosning og einnig er á mörgum stöðum boðnir fram listar sem kenna sig ekki við flokkana. Skýrir það að einhverju leiti hve fá atkvæði dreifast á flokkana.
Norð-austurkjördæmi:
2006 | 2010 | Breyting frá 2006 | Hlutfalls-breyting | |
B | 2.773 | 2.584 | -189 | -6,8% |
D | 4.588 | 2.782 | -1806 | -39,4% |
S | 2.678 | 1.350 | -1328 | -49,6% |
V | 1.506 | 960 | -546 | -36,3% |
Framsókn helst best á sínum kjósendum og er breytingin hjá flokknum óveruleg samanborið við hina. Fylgistap Samfylkingarinnar er aftur æpandi, nærri því annar hver kjósandi hefur snúið baki við flokknum. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er líka eftirtektarvert, en tveir af hverjum fimm kjósendum frá 2006, sjá ekki ástæðu til að gefa flokknum atkvæðið sitt núna. Stuðningsleysi kjósenda við VG hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir formann flokksins og ljóst að hann hefur ekki sinnt kjördæminu sínu vel.
Suðurkjördæmi:
2006 | 2010 | Breyting frá 2006 | Hlutfalls-breyting | |
B | 2.721 | 3.039 | 318 | 11,7% |
D | 8.138 | 7.845 | -293 | -3,6% |
S | 2.179 | 1.549 | -630 | -28,9% |
V | 737 | 701 | -36 | -4,9% |
Framsókn fær bestu útkomu flokkanna fjögurra hér á suðurlandi. Bætir við sig 11,7% atkvæða. Samfylkingin fær enn einn skellinn, sem varla fer vel í flokksforustuna. Sjálfstæðisflokkur og VG ná aftur að halda sjó, þó báðir flokkar tapi lítillega. Líkt og í NV-kjördæmi er víða hlutbundin kosning og samsuðulistar.
Landið allt:
2006 | 2010 | Breyting frá 2006 | Hlutfalls-breyting | |
B | 14.971 | 12.188 | -2.783 | -18,6% |
D | 63.042 | 50.017 | -13.025 | -20,7% |
S | 37.860 | 25.576 | -12.284 | -32,4% |
V | 15.146 | 9.952 | -5.194 | -34,3% |
Alls | 133.025 | 99.743 | -33.286 | -25,0% |
(Ath. að ekki er hægt að heimfæra atkvæðamagnið yfir á stuðning á landsvísu þar sem ekki eru tekin með framboð flokkanna núna, þar sem þeir buðu ekki fram síðast og öfugt. Sjálfstæðisflokkurinn býður líka fram á mun fleiri stöðum undir eigin merkjum en hinir flokkarnir.)
Samkvæmt þessum samanburði, þá tókst Framsókn best að halda í atkvæðin sín, Sjálfstæðisflokkurinn er ekki langt undan (þ.e. hlutfallslega), en stjórnarflokkarnir báðir fá fingurinn frá kjósendum. Auðvitað eru dæmi um að stjórnarflokkarnir fái góða kosningu, en það eru undantekningar. Svo eru nokkuð mörg tilfelli, þar sem flokkarnir bjóða fram lista núna, en gerðu það ekki síðast. Það á síst við Sjálfstæðisflokkinn, en hinir eru með ný framboð á nokkuð mörgum stöðum, sem voru þá í samfloti með öðrum síðast. Erfitt er að skera úr um hvernig fylgisbreyting á að dreifast á flokkana.
Ef ég væri í forustusveit flokkanna, þá horfði ég stíft á þessar tölur. Það er stórmerkilegt, að meðan fjöldi kjósenda eykst um fleiri prósent á milli kosninga, þá dregst stuðningur við flokka verulega saman. Þessar tölur skipta víða ekki máli varðandi úrslit kosninganna eða tölu fulltrúa, sem flokkarnir fá, þar sem allir eru að tapa og færri kusu, en þær benda til þess að gott rými er að myndast fyrir óánægjuframboð á landsvísu. Þessi 25% atkvæða greidd flokkunum fjórum 2006, sem ekki rötuðu til þeirra núna hafa víða fundið sér samastað. Besti flokkurinn tók 20.666 af þessum rúmlega 33 þúsund atkvæðum, nýju listarnir tveir í Kópavogi tóku 3.308 til viðbótar, sem er nálægt því sama og L-listinn á Akureyri bætti við sig. Ef þetta endurtekur sig í þingkosningum, þá gætu slík óánægjuframboð náð 30 - 40% fylgi. Þó það tæki bara 25%, þá eru það 15 eða 16 þingmenn.
En miðað við umræðuna í Silfri Egils í dag, þá telur Steingrímur ekkert að óttast. VG hafi unnið víða á og m.a. bætt við sig 10 mönnum! Að nokkrir sveitarstjórnarmenn hafi bæst við í litlum sveitarfélögum hefur ekkert að segja þegar þau atkvæði eru tekin saman með atkvæðum í heilu kjördæmi. Já, það er rétt að VG fékk menn inn, þar sem þeir voru ekki með áður, en alls staðar helgast það af því, að VG bauð ekki fram í þeim sveitarfélögum síðast. Ekkert dæmi er um að VG hafi bætt við sig manni, þar sem flokkurinn bauð fram 2006! Einn flokka náði VG hvergi að bæta við sig nægilegu fylgi til að hækka fulltrúatölu sína í sveitarfélagi, þar sem flokkurinn bauð fram 2006. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir formann flokksins. Það getur vel verið að flokkurinn sé að gera það einhvers staðar í samstarfi við aðra, en hvergi þar sem hann býður fram í eigin nafni! Á nokkrum stöðum tapaði VG svo manni sem áður var inni, m.a. í Reykjavík og á Akureyri.
Ég verð ekki andvaka yfir atkvæðatapi flokkanna fjögurra, en ef ég væri í forustusveit þeirra sæi ég fram á svefnlausar nætur framundan og mikla uppstokkun. Mér fannst Sigmundur Davíð vera sá eini í Silfrinu í dag, sem var ekki í afneitun og var hans flokkur samt sá, sem samkvæmt tölunum að ofan, kom best út og auk þess sá eini sem hefur farið í gegn um gagngera endurnýjun. Kannski er það þess vegna sem Framsókn kom skást út af flokkunum fjórum, þó svo að tap þeirra í Reykjavík fái alla athygli fjölmiðlanna. Bjarni Ben. og tilvonandi varaformannsframbjóðandinn, Hanna Birna Kristjánsdóttir, þurfa að taka niður helbláu gleraugun sín. Hvernig datt Hönnu Birnu í hug að segja að Sjálfstæðisflokkurinn væri í stórsókn í Reykjavík eftir að hafa tapað þremur af hverjum tíu kjósendum. Og hvers konar hjarðhegðun er það hjá Sjálfstæðismönnum á staðnum að taka undir þetta fagnandi. Þetta minnti mig á fagnaðarlætin á landsfundi Flokksins, þegar Davíð flutti ræðuna sem allir nema landsfundargestir áttuðu sig á að hann hefði ekki átt að flytja.
Líklegast er það þessi hjarðhegðun óbreyttra flokksmanna á já-bræðra, halelúja samkomum flokkanna sem gerir það að verkum, að flokkarnir telja sig geta vaðið yfir kjósendur á skítugum skónum um leið og kosningar eru yfirstaðnar. Staðinn fyrir að halda uppi viðeigandi gagnrýni og láta forustusauðina vita, ef þeir lesa vitlaust í skýin, þá leyfa þeir forustusauðunum að teyma hjörðina í sjálfheldu eða kemur henni ekki í skjól áður en óveðrið skellur á. Til að gera illt verra, þá eru sumir formenn með sérstaka halelúja lífverði í kringum sig, til að koma í veg fyrir að formaðurinn komist í tæri við alþýðuna og raunveruleikann. Því miður er það alþýðan sem líður fyrir þessa ofvernd halelúja liðsins. En í gær gerðist hið óvænta. Alþýðan gaf hjörðinni og forustusauðunum fingurinn. Skilaboðin eru skýr:
Komið ykkur að verki eða þið eruð næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Það var stórmerkilegt að hlusta á Bjarna Benediktsson og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að reyna að finna jákvæðan flöt á úrslitum kosninganna í Silfrinu áðan. Tölurnar tala nefnilega sínu máli. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 28,4% atkvæða sinna á fjórum stærstu stöðunum, þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri, miðað við kosningarnar 2006. Flokkurinn fer úr 40.579 atkvæðum í 29.050 eða fækkun atkvæða upp á 11.529 þrátt fyrir fjölgun þeirra sem er á kjörskrá. Enginn fjórflokkanna tapaði fleiri atkvæðum, þó hlutfallslega sé tap flokksins minnst miðað við hina þrjá. Þrátt fyrir fylgisaukningu í Hafnarfirði, sem skilar flokknum tveimur mönnum, þá missir flokkurinn 4 menn, en heldur 15.
Fyrir aðra flokka eru þessar tölur:
Framsókn fer niður um 40,8% eða úr 7.628 í 4.519, tapar 1 manni, en heldur tveimur.
Samfylkingin missir 35%, fer úr 31.004 í 20.151, tapar 6 mönnum, en heldur 12.
VG missir 39,4%, fer úr 13.206 í 8.002, tapar 2 mönnum, en heldur 4.
Hanna Birna ekki á leið í formannsframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2010 | 14:39
Framsókn fékk 40,8% færri atkvæði á fjórum stærstu stöðunum
Fyrir aðra flokka eru þessar tölur:
Sjálfstæðisflokknum tapar 28,4%, fer úr 40.579 í 29.050, tapar 4 mönnum, en heldur 15Samfylkingin missir 35%, fer úr 31.004 í 20.151, tapar 6 mönnum, en heldur 12.
VG missir 39,4%, fer úr 13.206 í 8.002, tapar 2 mönnum, en heldur 4.
Félagar í Framsóknarflokknum kusu ekki allir flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2010 | 14:34
Samfylking tapar 35% og 6 mönnum á fjórum stærstu stöðunum
Það er gott að Jóhanna viðurkennir að flokkurinn hafi fengið skell í kosningunum í gær. Það er nefnilega nákvæmlega það sem gerðist. Tölurnar tala sínu máli. Í tilfelli Samfylkingarinnar, þá fékk flokkurinn 35% færri atkvæði í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Já, 35% færri kusu flokkinn núna í þessum sveitarfélögum, en gerðu síðast. Þá kusu 31.004 flokkinn, en núna aðeins 20.151. Þetta kostaði flokkinn 6 menn af þeim 18 sem flokkurinn hafði.
Fyrir aðra flokka eru þessar tölur:
Framsókn fer niður um 40,8% eða úr 7.628 í 4.519, tapar 1 manni, en heldur tveimur
Sjálfstæðisflokknum tapar 28,4%, fer úr 40.579 í 29.050, tapar 4 mönnum, en heldur 15
VG missir 39,4%, fer úr 13.206 í 8.002, tapar 2 mönnum, en heldur 4.
Munum halda áfram okkar verki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2010 | 14:28
En VG tapaði 39,4% af fylgi sínu á fjórum stærstu stöðunum
Það er ótrúlegt að menn skuli sífellt vera að finna rökræna afsökun á þeim rassskell sem flokkarnir fengu. Tölurnar tala sínu máli. Í tilfelli VG, þá fékk flokkurinn 39,4% færri atkvæði í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Já, tæplega 40% færri kusu flokkinn núna í þessum sveitarfélögum, en gerðu síðast. Þá kusu 13.206 flokkinn, en núna aðeins 8.002. Það stórmerkilega er að þetta kostaði flokkinn bara tvo menn og hann hélt fjórum.
Fyrir aðra flokka eru þessar tölur:
Framsókn fer niður um 40,8% eða úr 7.628 í 4.519, tapar 1 manni, en heldur tveimur
Sjálfstæðisflokknum tapar 28,4%, fer úr 40.579 í 29.050, tapar 4 mönnum, en heldur 15
Samfylkingin missir 35%, fer úr 31.004 í 20.151, tapar 6 mönnum, en heldur 12.
Steingrímur: VG bætti víða við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.5.2010 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.5.2010 | 03:15
Af hverju má ekki bara segja: Já, Samfylkingin beið afhroð.
Það er eitt sem er dagljóst með úrslit kosninga: Formenn stjórnmálaflokka viðurkenna aldrei tap. Í kvöld var Jóhanna Sigurðardóttir í sjónvarpssal og í hvert sinn sem hún komst nálægt því að viðurkenna tap Samfylkingarinnar, þá tengdi hún það alltaf við "fjórflokkinn". Samt er það þannig, að Samfylkingin tapar miklu fylgi í fjórum stærstu sveitarfélögum landins, þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri. Miðað við stöðuna núna, þá tapar Samfylkingin 6 af þeim 18 bæjarfulltrúum sem þeir höfðu. Það jafngildir þriðjungi bæjarfulltrúa. Í þessum bæjarfélögum eru ríflega 132 þúsund kjósendur. Hálmstrá Jóhönnu var að Samfylking hefði unnið stórsigur á Akranesi, sem er með 4.550 kjósendur og sigurinn vannst á 993 atkvæðum. Ég held að kominn sé tími til að frú Jóhanna Sigurðardóttir vakni til veruleikans og viðurkenni þann gríðarlega skell sem Samfylkingin er að fá í þessum kosningum. Nei, annars, hún má alveg mín vegna dvelja áfram í heimi afneitunarinnar.
Annar formaður í afneitun er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann velur sér viðmiðun í alþingiskosningum á síðasta ári til að finna eitthvað jákvætt. Málið er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf fengið umtalsvert meira fylgi í borgarstjórnarkosningum en landsmálakosningum. Að fylgið núna sé heil 28,8% miðað við 23,5% í alþingiskosningunum er staðfesting á því að Sjálfstæðiflokkurinn sé að missa tök sín í höfuðborginni, ekki vísbending um að hann sé að rétta út kútnum. Núna stefnir í að flokkurinn tapi þriðjungi fylgisins síns eða um 14% stigum, en í síðustu þingkosningum tapaði flokkurinn 16% stigum í öðru Reykjavíkurkjördæminu, en 15% stigum í hinu. Mér finnst þessi munur á 14% og 15,5% vera innan skekkjumarka. En Bjarni má alveg eins og Jóhanna halda áfram að dvelja í heimi afneitunarinnar.
Í mínum huga eru úrslit kosninganna í þessum fjórum sveitarfélögum ákall um ný vinnubrögð í sveitastjórnarmálum. Ég hef áður skrifað um það og vil endurtaka það núna:
Sveitarstjórnarmál eiga ekki fara eftir flokkslínum landsmálaflokkanna. Þau eiga vera byggð á samstarfi allra kjörinna fulltrúa, þvert á lista, til að byggja upp nærsamfélagið. Raunar á að opna fyrir persónukjör til sveitastjórna sem gengur þá út á það, að kjósendur geta valið hvort þeir kjósi lista eða velji einstaklinga af þvert á lista. Hvaða gagn er af því að vera með 7, 9, 11 eða 15 manns í stjórn sveitarfélagsins, ef aðeins rúmur helmingur er virkur í stjórnun sveitarfélagsins? Þetta er löngu úrelt hugmyndafræði, sem á að leggja af. Síðan verða þessir kjörnu fulltrúar að þekkja sín takmörk. Sumt hafa þeir einfaldlega ekki vit á og þurfa þá að leita til sér vitrari manna eða kvenna. Lýðræðið gefur ekki kjörnum fulltrúum leyfi til að haga sér hvernig sem er, eftir að þeir hafa náð kjöri. Þeir eru ábyrgir fyrir gjörðum sínum og geta borið skaðabótaskyldu, þá á það hafi aldrei reynt. Samstarf allra kjörinna fulltrúa um málefni mun gera sveitarfélögin sterkari, en til þess að slíkt samstarf geti komist á, þá verða menn að fara úr flokkspólitískum klæðum sínum og koma fram sem íbúar viðkomandi sveitarfélags.
Endalok fjórflokkakerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.5.2010 | 12:50
Skýlaus krafa að heimilin njóti alls afsláttarins
Ég vil byrja á því að þakka Breka Karlssyni fyrir að vekja athygli á þessari vitleysu.
Samkvæmt gögnum Seðlabankans, sem Breki vísar í, voru yfirdráttarlán í íslenskum krónu 251,5 milljarðar kr. í september 2008, en stóðu í 129,7 milljörðum þremur mánuðum síðar. Hlutur heimilanna var um þriðjungur af þessari tölu, þ.e. var í september 2008 78,3 milljarðar og hafði lækkað í 46,7 milljarða í desember sama ár sem er lækkun upp á 40,4%. Þetta er bara eitt af mörgu torkennilegu sem gerðist á þessum afdrifaríku mánuðum. Langar mig að draga hér fram nokkrar tölur, sem tengjast skuldum heimilanna við bankakerfið, úr gögnum Seðlabankans. Í töflunni birti ég útlán alls og síðan útlán til heimilanna.
HAGTÖLUR SEÐLABANKANS |
| |||
Flokkun útlána innlánsstofnana |
| |||
M.kr | des.09 | des.08 | sep.08 | Lækkun sept - des 08 |
Innlendir aðilar, alls (liðir 1-9) | 1.678.578 | 1.963.161 | 4.786.249 | 59% |
Heimili | 476.012 | 558.050 | 1.032.026 | 46% |
þ.a. íbúðalán | 248.451 | 299.387 | 606.494 | 51% |
1 Greiddar óinnleystar ábyrgðir | 1.929 | 806 | 826 | 2% |
Heimili | 8 | 3 | 1 | Hækkun |
2 Yfirdráttarlán | 124.903 | 129.727 | 251.515 | 48% |
Heimili | 47.269 | 46.658 | 78.280 | 40% |
3 Víxlar | 1.624 | 35.752 | 11.463 | Hækkun |
Heimili | 329 | 654 | 636 | Hækkun |
4 Óverðtryggð skuldabréf | 226.837 | 193.519 | 630.305 | 69% |
Heimili | 14.948 | 17.970 | 26.724 | 33% |
5 Verðtryggð skuldabréf | 491.687 | 517.841 | 973.626 | 47% |
Heimili / Households | 300.304 | 344.637 | 627.091 | 45% |
þ.a. íbúðalán | 207.947 | 241.393 | 498.941 | 52% |
6 Gengisbundin skuldabréf | 885.623 | 1.194.558 | 2.855.024 | 58% |
Heimili | 105.269 | 135.570 | 271.950 | 50% |
þ.a. íbúðalán | 40.505 | 57.994 | 107.553 | 46% |
7 Eignarleigusamningar | 21.332 | 26.323 | 57.823 | 54% |
Heimili | 4.994 | 9.361 | 22.136 | 58% |
8 Gengisbundin yfirdráttarlán | 30.293 | 55.345 | 110.735 | 50% |
Heimili | 2.891 | 3.196 | 5.207 | 39% |
| ||||
* nýjustu tölur eru bráðabirgðatölur |
| |||
Heimild: Upplýsingasvið SÍ. |
|
|
|
|
Af þessum tölum sést að útlán innlánsstofnana, þ.e. banka og sparisjóða, til heimilanna hafa lækkað verulega í öllum flokkum milli september 2008 og desember sama ár nema í víxlum og greiddum óinnleystum ábyrgðum. Aðrir liðir lækka á bilinu 33 og upp í 58%, að meðaltali er þetta 46%. Í einhverjum tilfellum er skýringin sú að hluti lánasafnanna varð eftir í gömlu bönkunum.
Ég verð að viðurkenna, að ég er orðinn ákaflega þreyttur á þessu leikriti sem er í gangi varðandi skuldir heimilanna. Ítrekað hefur komið fram að útlán heimilanna hafi verið færð frá gömlu bönkunum til þeirra nýju með miklum afslætti, en það má ekki gefa upp hver sá afsláttur er. Af hverju má ekki koma hreint fram og gefa upp hve stór hluti skulda heimilanna er hjá gömlu bönkunum og hve stór hjá þeim nýju? Ég hlít t.d. að eiga kröfu á því sem skuldari að vita hvort ég skuldi Landsbankanum undir heitinu NBI ehf. (þ.e. nýi Landsbankinn) eða Landsbanki Íslands (þ.e. gamla Landsbankanum). Ég verð að viðurkenna, að ég hef ekki hugmynd um það og það kemur ekki fram í neinum gögnum sem ég hef undir höndum. Ég fékk heldur enga tilkynningu frá bankanum, þar sem fram kom að tilteknar fjárskuldbindingar mínar hafi flust á milli bankanna. Eina sem ég hef séð er það sem fram hefur komið í fjölmiðlum og hugsanlega tilkynning á vefsíðu bankans. Það hlítur að vera eðlileg krafa að viðskiptavinir viti hver er kröfuhafinn.
En vegna þeirra upplýsinga sem koma fram í gögnum Seðlabankans vil ég minna á þau ummæli Marks Flanagans fulltrúa AGS, að AGS ætlist til þess að bankarnir láti allan afslátt, sem þeir hafa fengið vegna lána heimila, ganga til heimilanna. Hvorki krónu minna né krónu meira. Ég tek það síðan fram, að ég kaupi ekki þá skýringu að núvirðing lána með bókhaldsbrellu éti uppi stærstan hluta þessa afsláttar. Þegar höfuðstóll er lækkaður um 25% en vextir hækkaðir um 4-6%, ef ekki meira, er lánið núvirt á sléttu, þar sem greiðslubyrði lánsins breytist ekki neitt. Bankinn fær sama flæði inn, munurinn er að hærra hlutfall greiðslunnar fellur undir vaxtahlutann. En með einhverjum bókhaldsbrellum, þá finna menn út að lækkun höfuðstóls um 25% þýði 30% lækkun lánsins á núvirði! Því miður, ég kaupi þetta ekki.
Nýju bankarnir fengu yfirdráttinn með afslætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.5.2010 | 16:39
Áhugaverð ábending Næst besta flokksins í Kópavogi
Hún er nokkuð áhugaverð þessi ábending Næst besta flokksins. Þá á ég við, að kjörstjórn hafi ákveðið að tiltekin framboð stjórnmálahreyfinga verði í boði löngu áður en framboð eru tilkynnt. Kjörstjórnir hafa almennt látið útbúa stimpla fyrir kjósendur að nota. Í Kópavogi voru útbúnir stimplar með fjórum listabókstöfum a.m.k. fimm vikum áður en ljóst var að þessi flokkar yrðu yfirhöfuð í framboði. Spurningin er hvort kjörstjórnir megi gera ráð fyrir að tiltekinn stjórnmálaflokkur bjóði fram áður en framboð hefur verið staðfest og úrskurðað löglegt. Raunar mál velta vöngum yfir því hvaðan kjörstjórn hefur það vald, að ákveða að stjórnmálaflokkar muni geta safnað nægilegum fjölda meðmælenda til að gera framboðið löglegt áður en þetta er staðfest við yfirferð gagna.
Mér virðist einsýnt, að Næst besti flokkurinn hafi rétt fyrir sér varðandi þessa kæru, þ.e. að með því að leggja til stimpla með bókstöfunum B, D, S og V í kjörklefa við utankjörfundaatkvæðisgreiðslu fyrir 9. maí, hafi kjörstjórn tekið sér vald, sem hún annað hvort ekki hafði eða ætti ekki að hafa. Hefði kjörstjórn sleppt stimplunum, þá væri ekkert út á þetta að setja.
Ef gæta á fulls jafnræðis milli framboða í kosningum, þá getur kjörstjórn varla tekið sér það vald að ákveða hverjir verða í framboði. Bíða verður með slíkt, þar til framboð hafa verið staðfest og úrskurðuð lögmæt. Í mínum huga á því kæra Næst besta flokksins fullan rétt á sér og þau utankjörfundaratkvæði frá því fyrir 9. maí þar sem kjósandi nýtti sér stimpla í kjörklefanum hljóta að teljast ógild. Ekki er neitt hægt að setja út á þau atkvæði, þar sem kjósandi handskrifaði val sitt.
Næst bestir vilja ógilda utankjörfundaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.5.2010 | 17:20
Kæra litlu aðilana en geta ekki snert þá stóru
Féfletti fræga og ríka fólkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2010 | 22:05
Smákökubakstur og skriftir á vefsvæðum
Ég get ekki annað en furða mig á öllum þeim smákökum (cookies) sem ætlast er til að maður baki á ferð um veraldarvefinn. Varla er hægt að opna eina einustu síðu án þess að beðið er um skrifa smáköku niður á tölvu hjá manni eða óskað er eftir að smákaka sé send út. Ég verð að viðurkenna, að ég skil ekki þessa hnýsni sem í þessu felst. Til hvers þarf einhver vefþjónn að vita að ein eða önnur mynd hafi verið birt í vafra úti í bæ frekar en á Akureyri. Og hvers vegna þarf að senda köku fyrir hverja einustu mynd, sem birtist á síðu, þegar ljóst er að sá sem opnar síðuna mun óhjákvæmilega fá þær allar upp á skjáinn hjá sér.
Sama á við skrift (script). Í mjög mörgum tilfellum er nánast enginn tilgangur með því að keyra skrift á tölvu notanda (annar en hnýsni). Oft er skrift notað vegna þess að vefforritarinn annað hvort kann ekki á vefforritið eða nennir ekki að nota aðra aðferð.
Þessar endalausu beiðnir um að hlaða niður eða senda smákökur og keyra upp skrift er gjörsamlega óþolandi. Fyrir utan alla umferðina sem þetta veldur á internetinu, þá hægir þetta á vöfrum og flytur oft með sér óværur.
Ég loka fyrir allar smákökur, nema þær sem ég sérstaklega samþykki. Sama á við um skriftir. Niðurstaðan er mun hraðvirkari vafri, þó það valdi stundum óþægindum, þar sem sumar síður vilja ekki birtast nema þetta rusl sé samþykkt. Oft er það bara af hinu góða, en alloft verð ég að gefa eftir og hleypa þessum óþverra inn á tölvuna. Sem stendur hef ég lokað á 13.754 smákökusendingar og 3.750 skriftir. Ég hef líka neyðst til að opna fyrir allt of margar skriftir, sem er mér mjög á móti skapi, þar sem skriftir innihalda oft njósnaforrit eða opna leið fyrir þau inn á tölvur. Hef ég nokkrum sinnum staðið skriftir að slíku. Mikið verður gaman, þegar menn læra að búa til vefsíður án þess að treysta á smákökur og skriftir.
Stærsti vandinn við þessa útbreiddu notkun á smákökum, er að það er líklegast brot á persónuverndarlögum. Í eðli sínu eru smákökur alveg sambærilegar við eftirlitsmyndavélar. Verið er að fylgjast með því hverjir heimsækja vefsíður, hvaða síður eru skoðaðar, hvaðan viðkomandi kom og jafnvel hvert hann fer. Þetta er oft mjög gróf kortlagning á vefsiðum einstaklingsins. Sumar skriftir æða beint í söguslóð vafrans og drekka þar allt í sig. Upplýsingarnar eru miskunnarlaust sendar í heimildarleysi til vefþjóns á internetinu og síðan seldar til aðila sem sérhæfa sig í að búa til persónusnið. Þetta eru oft mjög grófar persónunjósnir, þó oftast sé þetta sárasaklaust. Hvort sem það er, þá eru flestar smákökur gjörsamlega óþarfar.
Ein óværan er í viðbót byrjuð að herja á fréttasíður hér á landi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en óværu, þar sem þetta drepur niður alla umferð og stoppar vafrann. Það er þegar síður sækja efni til ytra vefþjóns, sem ræður engan veginn við álagið sem þessu fylgir. Þó maður vilji er ekki hægt að loka á slóðina, þar sem vefsíðan heimtar að gagnastreymið sé sótt. Skæðasti vefþjónninn í þessum hópi er án efa upload.jl.is, en hann virðist eitthvað vanstilltur. Það getur ekki verið skynsamlegt að sækja gagnastreymi þangað í tíma og ótíma bara svo hægt sé að sýna trailer eða ofhlaðna bankaauglýsingu viðstöðulaust í glugga vafrans. Mér finnst ég geta gert þá kröfu til þeirra sem hanna veðsíður að halda í lágmarki þeim gögnum sem hlaða þarf niður í hvert sinn sem síða er opnuð. Tökum t.d. síðu á dv.is þar sem birt er hver einasta forsíða blaðsins frá því 2007. Til hvers? Algengast er að maður ætli að skoða nýjasta tölublaðið, þegar síðan er opnuð og því er nóg að sýna það og kannski það síðasta á undan. Svona sóun á auðlindum internetsins ætti að vera refsiverð.
Mér finnst oft sem það vanti betra skipulag og meiri hugsun bakvið hönnun vefsíðna. Það er eins og þeir sem sjái um slíkt séu meira og minna sjálfmenntaðir og hafi því ekki skilning á því hvaða kostnað síða hefur í för með sér og hve oft er auðvelt að gera síðunna ódýrari án þess að það sé á kostnað gæða. Ekki að ég hafi neina haldbæra reynslu af vefsíðuhönnun í seinni tíð, en þegar ég bjó til mína fyrstu síðu í kring um 1994, þá voru smákökur og skriftur ekki notað. Í seinni tíð hef ég eftirlátið fagmönnum að hanna síður fyrir mig og komist að því að það er bæði fljótlegra, ódýrara og gefur betri árangur. Vandinn við fagmennina er á hinn bóginn, að þeir kunna betur á alla hnýsitæknina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði