28.4.2008 | 20:03
Var Seðlabankinn undanþeginn aðhaldi?
Það er forvitnilegt að lesa svör Seðlabankans við spurningum þingflokks Framsóknarflokksins. Sérstaklega er það svarið við spurningu nr. 6 sem vekur áhuga minn. Spurt er hvort Seðlabankinn telji að ríkisstjórn Íslands hafi gengið nógu langt í áttina að draga úr þenslu í samfélaginu. Þessu svarar Seðlabankinn m.a.:
"Við þessari spurningu er erfitt að gefa einhlýtt svar. Þegar hinar miklu framkvæmdir á Austurlandi voru ákveðnar árið 2003 var í Peningamálum birt mat á áhrifum þeirra og hugsanleg viðbrögð peninga- og fjármálastefnu. Niðurstaðan var að með hjálp aðhaldssamrar stefnu í peninga- og ríkisfjármálum mætti koma í veg fyrir langvarandi frávik verðbólgu frá markmiði. Talið var að hækka þyrfti stýrivexti um 4 1/2 - 5 1/2 prósentu vegna framkvæmdanna, sem að öðru óbreyttu hefði falið í sér stýrivexti nálægt 10%. Ýmsar ákvarðanir stjórnvalda í kjölfarið hafa hins vegar orðið til þess að draga úr því aðhaldi sem opinber fjármál hefðu getað veitt. Má þar nefna breytingar á útlánastefnu Íbúðalánasjóðs, lækkun tekjuskatta, lækkun neysluskatta og nú síðast nokkuð dýrar aðgerðir í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Fjárfesting sveitarfélaga var einnig mikil og vó að nokkru leyti upp áhrif aðhalds í fjárfestingu ríkisins. Við þetta bætist mikil útlánabylgja í kjölfar einkavæðingar bankanna sem þöndu efnahagsreikning sinn ört út í krafti einstaklega ódýrs erlends fjármagns."
Svarið er lengra, en ég læt þetta duga.
Það eru nokkur atriði sem mér finnst vert að staldra við:
- Það hefur oft komið fram í ræðu og riti að áhrif framkvæmdanna við Kárahnjúka og á Reyðarfirði höfðu ekki eins mikil áhrif á verðbólgu og efnahagsþróun og menn bjuggust við. Raunar kvað svo rammt við, að einhverjir greinendur furðuðu sig á því hve áhrifin voru lítil. Þetta var raun í anda þess ég spáði í grein sem ég ritaði í Morgunblaðið fyrir um 10 - 15 árum, en þar benti ég á að menn mættu ekki gefa sér að launakostnaður vegna framkvæmdanna yrði allur eftir hér á landi. Með tilkomu Evrópska efnahagssvæðisins, þá væri miklar líkur á því að erlendir aðilar kæmu að framkvæmdinni og erlent vinnuafl. Þetta gekk eftir eins og frægt er orðið.
- Breytingar á útlánastefnu Íbúðalánasjóðs var fyrir löngu orðin tímabær. Lánshlutfall sjóðsins og lánsupphæðir voru hvoru tveggja úr öllu samhengi við raunveruleikann. Þegar byggingarkostnaður er kominn langt upp fyrir söluverð eigna, þá gerist bara eitt. Menn hætta að byggja. Það er nákvæmlega það sem var í gangi. Húsnæðisskortur var orðinn viðvarandi á höfuðborgarsvæðinu. Stærra húsnæði seldist ekki, þar sem ekki var hægt að fá lán eða að þau fengust á afar óhagstæðum kjörum. Stór einbýlishús seldust á svipuðu verði og íbúðir í fjölbýlishúsum og svona mætti halda áfram. Byggingarverktakar voru að tapa á byggingu sérbýlis og rétt að ná endum saman við byggingu fjölbýlis. Gjaldþrot voru tíð í þessum bransa. Það varð að leysa þennan hnút og Árni Magnússon áttaði sig á því.
- "Útlánabylgja" bankanna varð af fleiri ástæðum en vegna "einstaklega ódýrs erlends fjármagns" og þar þarf Seðlabankinn að líta í eigin barm. Þar eru tvö atriði sem standa upp á Seðlabankann. Fyrra er útgáfa reglna Seðlabankans um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja nr. 530/2003 frá 30. júní 2003, þar sem áhættustuðull vegna veðlána er helmingaður með þeim afleiðingum að útlánageta bankanna vegna íbúðalána tvöfaldaðist á einni nóttu. Seinna atriðið kom samhliða lækkuninni á áhættustuðlinum, en það var lækkun Seðlabankans á bindiskyldu bankanna úr 4% í 2%. Þessi tvö atriði virkuðu bæði í öfuga átt við tillögur Seðlabankans um aðhald. Til að bæta gráu ofan á svart lækkaði Seðlabankinn svo áhættustuðulinn aftur með reglum Seðlabankans nr. 215/2007 um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja frá 2. mars 2007.
![]() |
Engin rök fyrir örvandi aðgerðum ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.3.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1673443
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- IT Governance Ltd. Einn staður fyrir allt vegna stjórnunar upplýsingatækni
- ISO 27001
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
- Fjármálaeftirlit
- Póst- og fjarskiptastofnun
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Áhugavert.
En varðandi áhættustuðulinn: Er það ekki FME sem setur þessar reglur?
Og varðandi seðlabankann: Ég ætla rétt að vona að bindiskyldan sé inntaksbreyta í líkanið sem gerir stýrivaxtaspána. Þannig að ef þeir breyta henni þá hljóta "réttu" stýrivextirnir að breytast á sama tíma.
thorvaldur (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:47
Það er misjafnt eftir því hvaða gögn maður skoðar hvort menn tala um að reglurnar séu reglur Seðlabankans eða Fjármálaeftirlitsins. Satt er að Fjármálaeftirlitið gefur þær út og forstjóri FME undirritar þær. Útfærsla Basel Capital Accord hér á landi er á ábyrgð Seðlabankans og þó svo að gert sé ráð fyrir að FME sjái um einstök atriði regluverksins. Reglurnar eru því gefnar út með vitund og samþykki Seðlabankans. Í mínu starfi er það grundvallaratriði að eigandinn sé ábyrgðaraðili, þó forsjáin geti verið í höndum annarra. En vissulega er nákvæmara að segja að þetta séu reglur FME, þó ég hafi leyft mér að kalla þær reglur Seðlabankans af framangreindum ástæðum.
Marinó G. Njálsson, 29.4.2008 kl. 23:51
Já Seðlabankinn hefur gert mörg mistök (eins og til dæmis stafsetningarvillu í orðinu einhlítt). Seðlabankamenn virðast vera að játa þessi mistök af ásettu ráði. Ég held að það sé vegna þess að þá er hægt að segja að það þurfi ekkert að ganga í ESB og stærra myntbandalag, það þarf bara að forðast að gera sömu mistök aftur.
Og þá komum við að stóru spurningunni. Er hægt að vera með fljótandi ör-krónu (eins og var ákveðið 2001 var það ekki?) þegar kreppur utan úr heimi skella á?
Eða verðum við að vera í stærra myntbandalagi (ESB)? Jafnvel þó að bestu hugsanlegu ákvarðanir væru teknar hverju sinni af Seðlabankanum af ríkisstjórninni (og öðrum)? Mér virðist af þessum pistli (og öðrum nýlegum) að þú sért að færa rök fyrir því að það sé hægt.
Er það rétt?
Takk fyrir góða pistla um þessi mál.
Guðmundur Karlsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 15:14
Ég hef lengi talið, að það hafi verið rangt að setja krónuna á flot eins og gert var. Fyrsta rúmlega árið fórum við í gegnum miklar sveiflur, þar sem krónan veiktist og styrktist á víxl með öfgakenndum hætti sem helst hefur mátt sjá hjá japanska jeninu í gegnum tíðina. Mér fannst sem íslenska þjóðin væri að hluta að greiða fyrir menntunarkostnað gjaldeyrismiðlara, þ.e. þeir hreinlega voru að læra að versla með gjaldeyri á frjálsum markaði. Það sama gerðist þegar krónan hækkaði upp úr öllu valdi. Það var bara eins og það væri ekki til neinn meðalvegur. Ég held að málið hafi verið að það voru bara hreinlega of fáir gjaldeyrismiðlarar á markaðnum sem voru að skipta með íslenskar krónur og því varð aldrei til raunhæf verðmyndun. Gjaldeyrismarkaðurinn hafði og hefur enn öll merki fákeppni. Bara af þeirri ástæðu er ekki hægt að vera með flotkrónu. Annað atriði er að magn króna í umferð er svo lítið miðað við gjaldmiðla landanna í kringum okkur, að viðskiptin geta aldrei orðið nægilega marktæk þar sem menn eru alltaf að velta sömu krónunum fram og til baka. Þetta er eins og með mörg íslensk hlutafélög. Þau eru hreinlega ekki nógu stór og þeir sem versla með bréfin er of þröngur hópur til að marktækt verð hlutabréfa myndast. Því hefur það verið eina leiðin fyrir mörg fyrirtæki, sem voru á markaði, að afskrá sig. Þess vegna gat Kauphöllin ekki staðið ein. Hún varð að sameinast stærri kauphöllum til að vera tekin af alvöru.
Ég get ekki séð nema tvennt í stöðunni varðandi íslensku krónuna. Annar kosturinn er að tengjast öðrum gjaldmiðli og fylgja honum með einhverjum vikmörkum. Hinn kosturinn er að taka upp annan gjaldmiðli. Ég er ekki viss um að evran sé endilega besti kosturinn, en ef við ætlum inn í Evrrópusambandið (sem mér virðist allt stefna í) þá er evran samt eini kosturinn. Við þurfum ekki annað en að líta til Finnlands og Spánar til að sjá það kraftaverk sem evruvæðingin hafði í för með sér. Ég hef alla tíð verið harður andstæðingur inngöngu í ESB, en nú er bara svo margt sem mælir með inngöngunni að það er hreint og beint fásinna að skoða hvað stendur til boða. Vissulega munum við tapa ákveðnu frelsi, en í staðinn munum við fá stöðugleikann.
Marinó G. Njálsson, 30.4.2008 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.