9.10.2008 | 23:38
Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
Þessa daga eru í gangi miklar björgunaraðgerðir til að bjarga íslenska bankakerfinu, en ekki síður íslenska hagkerfinu. Ég, líkt og margir aðrir, hef verið í skotgröfunum og hef vafalaust sett fram alls konar blammeringar, sem ekki standast nánari skoðun, meðan annað stendur traustum fótum. Eitt af því sem mikið hefur verið rætt um hér á blogginu er: Hvernig gat þetta gerst? Það eru örugglega mjög margar ástæður fyrir því og ekki allar augljósar. Ég hef tekið saman hér fyrir neðan nokkrar sem ég tel að skipti máli og síðan sett fram spurningar sem ég tel nauðsynlegt að sé svarað svo við getum lært af þessari bitru reynslu. Auk þess nefni ég nokkur atriði sem gætu stuðlað að betra umhverfi. Ég tek það fram, að ég hef unnið að ráðgjöf á svið upplýsingaöryggismála hjá fjölmörgum fjármálastofnunum og í tengslum við þá vinnu hef ég þurft að kynna mér fjölmargt um rekstrar- og lagaumhverfi fjármálafyrirtækja. Það er þó langt frá því að vera einhver sérfræðiþekking og alveg örugglega ekki á fjármálahliðinni.
Ég held að það sé öllum ljóst að rekja má bankakreppunnar hér á landi til bæði innlendra og erlendar þátta. Sumir af þessum erlendu þáttum voru atriði sem við réðum ekkert við, en annað er hægt að rekja til aðgerða eða aðgerðaleysis ríkisstjórnar, Seðlabanka, FME, bankanna og útrásarmanna. Nú er ég ekki að pikka einhvern einn út og segja að meginsökin liggi hjá einum aðila umfram aðra og er alls ekki að persónugera mistökin í einstaklingum. En atriði sem mér finnst hafa vegið þyngst eru eftirfarandi:
- Regluverk fjármálakerfisins á Íslandi
- Framkvæmd peningamálastefnu Seðlabanka Íslands
- Afmörkun og framkvæmd eftirlits FME með fjármálafyrirtækjum
- Framkvæmd áhættustjórnunar hjá íslenskum bönkum
- Framkvæmd áhættustjórnunar hjá erlendum bönkum
- Ótrúleg afglöp matsfyrirtækjanna við mat á fjármálavafningum með undirmálslánum - sem síðar kom lausafjárkreppunni af stað
- Of skammur aðlögunartími fyrir Basel II regluverk Bank of International Settlements (Alþjóðagreiðslubankinn, BIS) eða að bankar og matsfyrirtæki hófu undirbúning of seint
- Í senn bíræfni, bjartsýni og áræðni íslensku útrásarinnar. Útrásarmenn tróðu líklegast of mörgum um tær á vegferð sinni og sköpuðu sér þannig óvinsældir og láðist að ávinna sér traust nema í þröngum hópi.
(Svo mætti líklegast bæta við takmarkalausri minnimáttarkennd þjóðarinnar sem gerir það að verkum að við þurfum alltaf að vera að sanna okkur.)
Atriði 5 og 6 eru alfarið úr okkar höndum, sem og framkvæmd erlendra aðila á Basel II reglunum.
Nú er ég að leita að frumorsökum, en ekki afleiddum, þannig að lokun lánalína og skortur á lausafé (sem ég tel afleiddar ástæður) eru ekki með. Margar ástæðnanna eru að sjálfsögðu samverkandi og mynda oft einn hrærigraut. T.d. má líklega rekja hluta afglapa matsfyrirtækjanna til þess að bankar byrjuðu of seint að búa sig undir Basel II regluverkið. Þá treystu menn matsfyrirtækjunum og fórnuðu sjálfstæðri gagnrýni eða mati á taphættunni af undirmálslánavafningunum sem varð til þess að menn keyptu þessar eiturpillur. Á sama hátt leiðir slakt regluverk á Íslandi m.a. til þess að afmörkun og eftirlit FME náði líklegast ekki nógu djúpt inn í fjármálafyrirtækin. Hafa skal í huga að FME vinnur mikið eftir forskriftum frá BIS og er ekki síður hægt að gagnrýna BIS þegar kemur að regluverkinu, þ.e. að regluverkið hafi ekki leitt til bestu starfshátta. Ástæðan fyrir því að ég horfi ekki á útlánastefnu eða markaðsleg mál, er að allt slíkt á að fara í gegnum greiningarnet áhættustjórnunar áður en nokkru slíku er ýtt úr vör.
Þegar búið er að ákveða hvaða þætti á að skoða, þá þurfum við að greina hvað fór úrskeiðis. Þar einbeiti ég mér að íslenska hlutanum, enda efast ég um að erlendir aðila séu að velta moggabloggi fyrir sér:
- Af hverju gátu bankarnir vaxið svona og skuldsett sig jafnmikið og raun ber vitni?
- Af hverju veiktist gengi krónunnar svona mikið og hafði Seðlabankinn einhver úrræði til að sporna gegn því sem hann nýtti ekki?
- Hver var hluti viðskiptabankanna í sveiflum á gengi krónunnar?
- Af hverju var styrkur Seðlabankans ekki meiri en raun ber vitni?
- Af hverju var betra að setja Glitni í þrot í staðinn fyrir að lána bankanum?
- Af hverju hefur peningamálastefna Seðlabankans ekki virkað til að halda genginu stöðugu og verðbólgunni niðri?
- Af hverju stóðust bankarnir álagspróf FME en hrundu eins og spilaborg þegar á reyndi?
- Hvaða skilyrði/reglur eru varðandi notkun gjaldeyrisvarasjóðsins? Hefði mátt notað hann til að verja gengi krónunnar eða bjarga bönkum í nauð?
- Hvaða skilyrði þarf banki að uppfylla, þegar hann fær neyðarlán frá Seðlabankanum?
- Hefði verið ástæða til að breyta þessum viðmiðum í ljósi aðstæðan á fjármálamörkuðum?
- Skoðuðu menn í Seðlabankanum hugsanlega breytingu á lánshæfismati ríkissjóðs og hinna stóru bankanna áður en tekin var ákvörðun um að þjóðnýta Glitni?
- Hvernig er staðið að ákvörðunum um stýrivexti?
- Hvers vegna var vísitala neysluverðs með húsnæði notuð fyrir verðbólgumarkmið en ekki samanburðarhæfa vísitalan án húsnæðis eins og í nágrannalöndum okkar?
- Hvers vegna var raunstýrivöxtum haldið jafn háum og raun ber vitni eða þeir hækkaðir í lækkandi verðbólgu?
- Af hverju lækkaði áhættuvægi veðlána við útreikning eiginfjárstöðu í mars 2007, þegar hér var bullandi verðbólga? Tekið er fram í Basel II reglum frá BIS, að þessi breyting sé undir hverju aðildarlandi komið.
- Af hverju stofnaði Landsbankinn ekki dótturfélag í London um IcsSave reikningana?
- Hvernig stóð á því að FME greip ekki inn í, þegar innstæður IceSave reikninganna voru orðnar það háar að ljóst var að ríkið gæti ekki staðið undir skuldbindingum vegna þeirra?
- Skortir Seðlabankann/FME valdheimildir til að grípa inn í, þegar bankarnir stækka of hratt eða skuldsetja sig of mikið?
- Hafa Seðlabanki og viðskiptabankarnir fengið fundi með matsfyrirtækjunum, þar sem farið er ítarlega yfir rökstuðning fyrirtækjanna fyrir mati sínu og fengið frá þeim leiðbeiningar um hvað betur hefur mátt fara?
- Hvers vegna hafa lánalínur frá seðlabönkum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku ekki verið nýttar?
Svona mætti halda áfram endalaust.
En hvað þarf að gera til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur? Þegar stórt er spurt er ekki alltaf mikið um svör. Ég vil þó leggja til nokkrar tillögur:
- Það þarf að breyta lögum og reglum og veita FME, Seðlabanka og ríkisstjórn mun meiri heimildir í að stoppa menn af.
- Það þarf að breyta reglum um eiginfjárhlutfall fjármálastofnana, þannig að 8% séu lágmark sama hvaða lán á við til annarra en opinberra aðila. Einnig mætti hækka eiginfjárhlutfallið í 12 eða 16% og halda áhættustuðlum Basel II óbreyttum. Þó er kannski betra að færa stuðlana aftur til þess sem gilti fyrir 2. mars 2007.
- Innleiða þarf eins og skot nýjar reglur Basel nefndarinnar hjá BIS um stjórnun greiðsluhæfisáhættu/lausafjáráhættu. Setja þarf það skilyrði að allar fjármálastofnanir uppfylli þær reglur frá og með áramótum.
- Endurskoða þarf lög um Seðlabanka Íslands, fækka bankastjórum í einn og setja það skilyrði að hann hafi sérþekkingu á málum peningamálastjórnunar, auk þess að vera með mikla reynslu úr fjármálaheiminum. Helst einhverja alþjóðlega reynslu.
- FME þarf að breyta eftirliti sínu úr því að menn sendi inn skýrslur á netinu yfir í að skýrslum sé skilað á formlegum fundum, þar sem menn þurfa að sýna fram á hlutina. Ég er ekki að gefa í skyn að menn séu ekki að greina rétt frá, en menn verða nákvæmari þegar skýra þarf svörin út jafnóðum. Fyrir vikið þarf að efla og styrkja FME.
- Banna þarf að stofna til reikninga eins og Icesave út frá Íslandi. Vilji menn gera það, skal það gert í erlendum dótturfélögum/systurfélögum.
- Það er ekki hægt að banna útrás, en hún verður að fylgja réttum leikreglum.
Og svo fyrir okkur sem engu ráðum:
- Af nema verðtryggingu lána. Við erum búin að borga þessa verðtryggingu dýrum dómi og nú er tími til kominn að hún hverfi. Án verðtryggingar bíta stýrivextir strax og á stærri hluta útlána. Það má meira að segja gera þá kröfu að stýrivextir hafi vægi inn í vexti erlendra lána, ef menn vilja.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góð færsla hjá þér Marinó, kannski ögn of ítarleg fyrir mig svona fyrir svefninn. Vildi þó bæta við níunda punktinum:
9. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Davíð Oddsson og aðrir sendisveinar frjálshyggjunnar.
Frelsið er gott, svo langt sem það nær. Bankakreppan á Íslandi er hinsvegar skólabókardæmi um það hvað frelsið getur haft í för með sér kunni menn ekki með það að fara. Afsakanir bankastjóra Landsbankans um að Seðlabankinn hafi ekki fylgt eftir þenslu bankanna má líkja við mann sem hefur keyrt á vegg á 190 km. hraða og afsakar glannaskapinn með því að segja að vegurinn hafi ekki verið nógu breiður. Menn verða að haga akstri eftir aðstæðum, fylgja leikreglum og tryggja öryggi annarra í umferðinni. Það gerðu bankastjórarnir ekki og svo fór sem fór!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.10.2008 kl. 23:46
Takk, Ingibjörg. Já, hún er löng, enda er búinn að vera að setja hana saman í nokkra daga. Bút fyrir bút.
Marinó G. Njálsson, 9.10.2008 kl. 23:53
Athyglisverð samantek, margar spuringar og einning svör.
Markaðurinn er harður húsbóndi, og það sem verra er hann hefur ætið rétt fyrir sér. Auðvitað má alltaf eitt og annað er betur mátti fara. ´Það er eitt af lögmálum náttúrunar að veikasta og smæsta dýrið í hjörðinni lendir í gini Ljónsins. Lausafjárskortur verðfall allra eigna, auk vanmáttar Seðlabanka til að gegna lögbundnu hlutverki sínu, ásamt arfavitlausum gerðum Seðlabanka og Ríkistjórnar er skapaði vantraust láveitanda á Ísl. bankanna. Okkar stærsta ólán er að sitja uppi með afdankaða pólitíkusa í stjórnunarstöðum, auk afar veikt stjórnkerfi sem er að verulegum hlutað skipað í stöður sínar eftir pólítízkum leiðum eða frændsemi.
haraldurhar, 10.10.2008 kl. 00:29
Takk fyrir góða og gagnlega grein.
Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 00:53
Marinó... og aðrir. Var að setja inn hjá mér breskan þátt, The Greed Game, sem lýsir aðferðum auðmanna til að græða og skort á regluverki.
Horfið endilega á hann, þetta er stórmerkilegt fyrirbæri. Setti hann inn í 7 hlutum svo það má taka þetta í skrefum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.10.2008 kl. 01:20
Nú er pirraður Breti farinn að framleiða boli til höfuðs íslendingum.
http://352945.spreadshirt.net/en/GB/Shop
Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 01:40
Þetta er eitt af því fáa sem ég hef séð af vitrænum analyseringum á viðfangsefninu.
Netamaðurinn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 04:52
Góð greining hjá þér Marínó. Nákvæmur og vandvirkur.
Það er kannski ekki tíminn að líta í baksýnisspegilinn þegar búið er að keyra fram af hamrinum.
Tel ég að íslenska bankakerfinu hafi í raun aldrei verið hægt að bjarga eins og ástandið var síðasta föstudag, fyrrir nákvæmlega viku síðan. Björgunaraðgerðunum hafi síðan verið gjörsamlega klúðrað af SÍ og Ríkisstjórn. Þetta var þeirra síðasta tækifæri til að koma höndum yfir þetta og skipuleggja undanhaldið og lágmarka skaðann. Ástæðurnar fyrir að þessu var klúðrað tel ég margar, hluthafar bankanna og hagsmunaðilar þeirra hafa haldið uppi linnulausum áróðri og gefið í skyn að staðan hefur verið betri en hún var. Þeir vissu það fyrir víst að þeir myndu missa eignir og eignahluti og vildu bíða í lengstu lög hindra það og tókst það.... í nokkra daga. Sjórnmálamenn höfðu ekki pólítískt þor eða innsýn í ástandið og síðast en ekki síðst hefur SÍ einnig klúðrað málum með yfirlýsingagleði sinni.
Ég myndi taka allar yfirlýsingar ráðamanna nú með varúð. Það er munur á að vilja og geta. Menn vilja margt en hvað koma þeir til að geta gert er það sem kemur til að skipta máli.
Ráðherra lét eftir sér á þá leið að .. "enginn missi vinnuna í bönkunum",... hmmm... og hvað hefur komið á daginn. Eða að "við munum aðstoða fólk í lánaerfiðleikum eða þá sem hefa erlend lán.." ... hmmm.... Sá hér að neðan að þú sjálfur varst nærri farin að faðma "heilaga" Jóhönnu og kannski kjósa Samfylkingunna út á þessi orð). Önnur yfirlýsingen var á þá leið að "enginn mun hrökklast frá heimili sínu" ("heilög" Jóhanna) ... hmmmm. "Íbúðarlánasjóður mun hjálpa fólku", hmmmm....
Held það sé skynsamlegt að segja sem minnst og lofa sem minnstu. Alla vega ekki trúa því eins og ástandið er og ekki fagna þessum yfirlýsingum. Það verða að mestu vonbrigði að ég held.
Vandræði okkar eru núna rétt að byrja.
Sé fyrir mér núna tvo kosti í stöðunni fyrir okkur:
Fyrsti kosturinn er að skrapa botninn árum saman og reyna að komast út úr þessu hægt og sígandi. Fyrir þjóð sem er orðin nær vinalaus og gjörsamlega rýrð lánstrausti er vegurinn langur. Reyna að fara mildu leiðina sem er sú þægilegasta núna en sú versta fyrir langtímahagsmuni þjóðarinnar.
Hinn kosturinn er að segja okkur til sveitar og gangast undir IMF og þau skilyrði er hann setur.
Báðir kostirnir eru afar slæmir. Það er freystandi "að pissa í skóinn sinn" og ætla að minnka höggið með erlendum lánum. Gleymum ekki fjárlögum sem eru afgreidd með minnst 50 í miljarða halla, sem gæti orðið mikið meiri. Verð lyfja og aðfanga á eftir að hækka gríðarlega. Að halda það að í okkar aðstöðu núna að fá erlend lán til að gera þetta auk þess niðurgreiða lán ofan í meginþorra landsmanna er fullkomlega veruleikafyrrt að mínu mati. Það þarf að hafa hallalaus fjárlög og það þarf að velja hvort ríkið við styðja samgöngur við landið, lífsnauðsynlega þjónustu og margir fleirri útgjaldaliðir þar á meðal uppsögnum.
ð
Gunn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 06:22
Guðjón, menn þurfa alls ekki að vera sammála um allt. Það sem skiptir mestu máli er að skapa upplýsta umræðu um málefni og úrlausnir og taka síðan ákvörðun þegar niðurstaða er fengin. Það er að minnsta kosti gjörsamlega vonlaust að tala um einhver svör, nema menn spyrji fyrst réttu spurninganna.
Marinó G. Njálsson, 10.10.2008 kl. 08:03
Góð greining Marínó. Líka hjá þér Gunn--þú hefur margt gott fram að færa og væri gaman að sjá þig stofna þitt eigið blogg.
Kristján (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 06:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.