Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2015

Upplýsingar í gögnum Víglundar

Í tćp 6 ár hef ég haldiđ ţví fram og lagt fram gögn ţví til sönnunar, ađ nýju bankarnir hafi fengiđ lánasöfn sín á mjög miklu afslćtti.  Ţetta er svo sem eitthvađ sem allir vita.  En jafnframt hef ég bent á ađ samiđ hafi veriđ viđ slitastjórnirnar um ađ ţessi afsláttur ćtti ađ fćrast til kröfuhafa í formi arđs. Vegna Landsbankans var reyndar gengiđ lengra og starfsmönnum umbunađ fyrir ađ vera harđir í innheimtu á skuldum lítilla og međalstórra fyrirtćkja međ ţví ađ "gefa" ţeim hlutabréf sem voru í eigu slitastjórnar bankans.

Fyrir tćpum tveimur árum, ţá sneri sér til mín ađili međ ţau gögn sem mér sýnist Víglundur Ţorsteinsson nú hafa gert opinber.  Ekki eru ţau gögn sem ég skođađi ađ öllu leiti ţau sömu og Víglundur er ađ birta, bćđi er ađ Víglundur birtir í einhverjum tilfellum meira en ţađ sem ég hef undir höndum og stundum ekki eins mikiđ.  Bađ viđkomandi mig um ađ greina gögnin og bera saman viđ upplýsingar sem ég ţegar hafđi undir höndum.

Niđurstađa greiningar minnar var mjög einföld.  Í grunninn stađfestu gögnin ţađ sem ég og Hagsmunasamtök heimilanna höfum veriđ ađ halda fram um ađ nýju bankarnir vćru ađ taka til sín gríđarlegar upphćđir í virđisaukningu lána sem ţeir fengu til sína međ miklum afslćtti.  Ţessar upplýsingar komu fyrst fram í stofnefnahagsreikningum bankanna, nćst mátti lesa um ţetta í skýrslum til kröfuhafa hrunbankanna, ţá kjaftađi Alţjóđagjaldeyrissjóđurinn af sér í októberskýrslu sinn hausitđ 2009 (var birt í byrjun nóvember), skýrsla Steingríms J. Sigfússonar um endurreisn viđskiptabankanna í mars 2011 var mjög upplýsandi, ráđherrar hafa nokkrum sinnum veriđ spurđir um máliđ á ţingi og loks hafa nýju bankarnir veriđ ađ birta ţessar upplýsingar (eftir dúk og disk) í uppgjörum sínum.

Víglundur nefnir í sínu bréfi ađ 3-400 ma.kr. hafi veriđ sviknir af lántökum.  Ég held ađ upphćđin sé hćrri, en látum ţađ liggja á milli hluta.  Skođum frekar afleiđingarnar af ţessari háttsemi og ákvörđunum (sem Steingrímur J hlýtur ađ bera ábyrgđ á):

 1. Yfirskuldsetning heimila og fyrirtćkja
 2. Hćgari endurreisn hagkerfisins
 3. Fólk og fyrirtćki hafa misst eignir og/eđa veriđ sett í ţrott
 4. Úrvinnsla skuldamála hefur dregist á langinn
 5. Atvinnuleysi hefur haldist hćrri en ţörf var á
 6. Lausn fjármagnshafta hefur dregist

Ţađ er nánast kaldhćđni, ađ miđađ viđ ţćr hugmyndir sem nýlega komu fram, um ađ ríkiđ eignađist Íslandsbanka og Arionbanka, ađ bankarnir hafi veriđ svona harđir í virđisaukningu sinni á lánum viđskiptavina sinna.  Hagnađurinn sem ţannig hefur myndast mun miđađ viđ ţađ renna til ríkisins.  En um leiđ var ţetta ljótur leikur, ţví hann bjó til samningsstöđu fyrir slitastjórnirnar.  Harkan í innheimtunni bjó til innlendar eignir sem hćgt var ađ nota í pókerspili slitastjórnanna viđ stjórnvöld.  Enn ţá fáránlegra er ađ Steingrímur J lagđi slitastjórnunum til spilin.

Í međfylgjandi skjali er úttekt mín á öllum ţeim gögnum sem ég nefni ađ ofan.  Ţađ var upprunalega samiđ fyrir ţann sem bađ mig um ađ skođa "leyniskjölin", en er birt hér í örlítiđ styttri útgáfu.  Ég sé engan tilgang međ ţví ađ nefna fyrirtćki á nafn, enda gćti ţađ varđađ viđ lög ađ gera slíkar upplýsingar opinberar.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Stefnumótun fyrir Ísland

Eftir hrun bankanna í október 2008, vonuđust margir eftir breytingum.  Ţćr hafa ađ mestu látiđ bíđa eftir sér og margt sem fariđ var af stađ međ endađi í sviknum loforđum.  Núna ríflega 6 árum síđar er stjórnarskráin óbreytt, fiskveiđikerfiđ er óbreytt, ofríki fjármálakerfisins meira en nokkru sinni fyrr, heilbrigđiskerfiđ er í molum, möguleikar fólks til menntunar hafa veriđ skertir, aldrei hafa fleiri búiđ viđ langtímaatvinnuleysi, biđ hefur veriđ á fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu.  Ekki dettur mér í hug ađ segja ađ ekkert hafi veriđ gert, en árangurinn er minni en fyrirheitin gáfu til kynna.

Ef Ísland vćri fyrirtćki á markađi, ţá hefđu hlutabréf ţess falliđ allskarpt á undanförnum árum.  Raunar má velta fyrir sér hvort búiđ vćri ađ fara fram á gjaldţrotaskipti, ţví fyrirtćkinu Íslandi hefur gengiđ frekar illa ađ standa viđ skuldbindingar sínar.  Hvort heldur gagnvart viđskiptavinum sínum, ţ.e. ţjóđinni, eđa lánadrottnum.

Ef Ísland vćri fyrirtćki, vćri fyrir löngu búiđ ađ kalla til lćrđa sérfrćđinga til ađ endurskipuleggja reksturinn.  Búiđ vćri ađ fara í stefnumótunarvinnu, endurgerđ verkferla, greiningu á tekjustreymi, leggja pening í vöruţróun og endurskođa öll útgjöld.  Máliđ er bara, ađ Ísland er ekki fyrirtćki og ţví er ekki búiđ ađ gera neitt af ţessu.  (Eđa í mjög takmörkuđu mćli.)

Hver er stefna Íslands í menntamálum, heilbrigđismálum, velferđarmálum eđa náttúruvernd?  Hver utanríkisstefna Íslands, stefna í ţróunarmálum, mannúđarmálum eđa málefnum innflytjenda?  Hvernig atvinnulíf viljum viđ hafa, hvađ má kosta ađ örva atvinnulífiđ?  Hvernig viljum viđ nýta auđlindir ţjóđarinnar?  Hvernig fáum viđ sem mest út úr auđlindum ţjóđarinnar?  Vissulega er hćgt ađ lesa eitt og annađ út úr stefnulýsingu ríkisstjórna hverju sinni, en máliđ er ađ fćstar ríkisstjórnir ná ađ fylgja slíkum skjölum.  Og fljótt skipast veđur í loft á pólitískum vettvangi.

Hluthafar fyrirtćkisins Íslands kusu voriđ 2013 nýja stjórn vegna fyrirheita um breytingar.  Ţađ sem viđ höfum hins vegar séđ lofar enn ekki nógu góđu.  Sama fátiđ og skipulagsleysiđ blasir viđ og áđur.  Stjórnarformanninum gengur illa ađ skilja ábendingar sem til hans er beint og áttar sig alls ekki á ţeim tćkifćrum sem felast í gagnrýni á störf hans og annarri í stjórninni.  Vćri Ísland fyrirtćki, ţá myndu menn skilja ađ kvartanir og gagnrýni er besta uppspretta hugmynda fyrir endurbótavinnu sem hćgt er ađ hugsa sér.

Ég held ađ ríkisstjórn Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar verđi ađ fara ađ líta á störf sín sem einmitt stjórnarstörf fyrir fyrirtćkiđ Ísland.  Fyrirtćki, sem varđ fyrir áfalli, og nú ţurfum viđ samhentan hóp allra til ljúka endurreisninni.  Góđa, hćfa leiđtoga til ađ leiđa starfiđ, fjölbreyttan hóp í hugmyndavinnuna.  Móta ţarf skýra stefnu til framtíđar, stefnu sem ţjóđin velur, en síđan verđur ţađ ríkisstjórnar, ţings og embćttismanna ađ framfylgja stefnunni.  Ţetta ţýđir ađ stefna getur ekki veriđ til nokkurra ára, heldur langs tíma.  Stefnan má ekki markast af stjórnmálaskođunum, heldur á hún ađ vera skilgreining á ţví Íslandi sem viđ viljum hafa til framtíđar.  Hver ríkisstjórn hefur síđan svigrúm til ađ ákveđa leiđir til ađ fylgja stefnunni, en hún má ţví ađeins víkja frá markmiđum hennar ađ um ţađ sé víđtćk sátt og ný markmiđ hafi veriđ skilgreind og samţykkt.

Svona stefna gćti haft svipađ vćgi og stjórnarskráin.  Ég tel hana ţó ekki eiga ađ vera hluti af stjórnarskránni.  Stjórnarskráin er grunnlög samfélagsins og henni á ađeins ađ breyta í undantekningartilfellum.  Stefnuskrá Íslands verđur hins vegar ađ taka reglulegum breytingum, ţví ţannig og ađeins ţannig verđur fyrirtćkiđ Ísland samkeppnishćft, eftirsóknarvert til búsetu og skilar eigendum sínum ţeim ávinningi sem nauđsynlegur er til frekari uppbyggingar.

Ég ćtla ekki ađ leggja ađrar línur hér um hver ţessi stefna ćtti ađ vera en ađ segja ađ ég tel ćskilegt ađ tekiđ sé miđ af norrćna velferđarlíkaninu, eins og ţađ hefur veriđ útfćrt í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíţjóđ.  Ekki eru allar ţjóđirnar međ nákvćmlega sömu útfćrslu, en áherslurnar eru mjög líkar.


Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.6.): 19
 • Sl. sólarhring: 32
 • Sl. viku: 190
 • Frá upphafi: 1678912

Annađ

 • Innlit í dag: 19
 • Innlit sl. viku: 186
 • Gestir í dag: 19
 • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júní 2024
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband