Leita í fréttum mbl.is

Er veriđ ađ gera atlögu ađ krónunni?

Ég er búinn ađ vera ađ fylgjast međ gengisvísitölunni í dag.  Dagurinn byrjađi illa og um kl. 9:30 hafđi vísitalan lćkkađ um 2,35% (samkvćmt stundargengi hjá Glitni).  Klukkutíma síđar hafi hluti lćkkunarinnar gengiđ og hún stóđ í 1,75%.  Um hádegisbil stóđ lćkkunin í um 2,5%, en klukkutíma síđar eđa svo stóđ hún aftur í 1,75%.  Og nú kl. 13:41 hefur aftur sigiđ á ógćfuhliđina og lćkkunin er orđin 2,61%.  Ţetta eru nokkuđ ýktar breytingar á ekki lengri tíma og fćr mann til ađ velta ţví fyrir sér hvort veriđ sé ađ gera atlögu ađ krónunni, ţar sem ekkert hefur gerst undanfarna tvo daga sem skýrir 5% lćkkun krónunnar.  Ţađ ćtti frekar ađ vera í hina áttina, ţar sem lođnukvóti hefur veriđ stćkkađur og Kaupţing var ađ taka stórt lán á mun hćgstćđari kjörum ađilar úti í heimi hafa sagt opinberlega ađ banki hafi átt ađ geta fengiđ.  Ég fć ekki betur séđ en ađ spákaupmenn séu ađ leika sér.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Sćll Marinó.

Ég er á sömu skođun og ţú. Hef einnig veriđ ađ fylgjast međ ţessu. Ţetta eru mjög ýktar og harđar sveiflur.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 7.3.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já...hef líka fylgst međ. Ćtli verđbólgan fari nú ekki úr böndunum?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2008 kl. 14:34

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Alveg örugglega, Anna, og ţá getur Davíđ ekki lćkkađ vextina vegna verđbólgu og svo ţegar verđbólgan er gengin niđur verđur hann ađ hćkka ţá til ađ sporna viđ ţennslu

Marinó G. Njálsson, 7.3.2008 kl. 14:43

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ţetta er vítahringur Ég er alveg á ţví ađ Ísland átti ađ hefja viđrćđur um ESB ađild á undan Austur Evrópuţjóđunum og vćrum viđ ţá ekki í ţessum djúpa skít!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2008 kl. 15:01

5 identicon

Ţađ er víst ástćđa fyrir ţessu, eitthvađ međ ađ gera swappkjör ţeirra sem eru í ţessum jöklabréfum hafa víst versnađ um 30% frá ţví á föstudaginn. Menn nokkuđ stađfastir á ţví núna innan bankageirans ađ krónan sé ađ fara í 150 á nćstu vikum.

stefán (IP-tala skráđ) 7.3.2008 kl. 15:22

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Síđustu mínútur er hćkkunin svo búin ađ sveiflast milli 1,6 og 1,79%!!

Marinó G. Njálsson, 7.3.2008 kl. 15:27

7 identicon

Svo ef ţađ er hvorki fyrirsjáanleg ţensla eđa verđbólga ţá er ekki hćgt ađ lćkka stýrivextina vegna ótryggs ástands.

Ég held ađ Dabbi sé kominn međ brúnt í brćkur hefur enga stjórn á vindganginum

Ţórđur Runólfsson (IP-tala skráđ) 7.3.2008 kl. 16:14

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Davíđ er skítsama...ef ekki hefđi hann upplýst sína ţjóđ betur fyrir löngu síđan. Hann hefur alltaf veriđ í ađstöđu til ađ vita betur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2008 kl. 16:34

9 Smámynd: Púkinn

ég hef ákveđna kenningu, sem tengist jöklabréfunum svokölluđu - sumir sem hafa fengiđ góđan arđ af ţeim eru teknir ađ ókyrrast, vegna yfirvofandi umrćđu um vaxtalćkkun, sem myndi leiđa til gengissigs, sem myndi aftur rýra hagnađ ţeirra.  Ţeir éru ţví byrjađir ađ baktryggja sig - selja krónur núna fyrir evrur - taka neikvćđa stöđu í krónunni međan ţeir sitja á bréfunum.  Ţeir geta ţá tryggt sig gegn gengisfalli krónunnar á ţeim tíma, en vandamáliđ er ţađ ađ ţessi trygging stuđlar sjálf ađ sigi krónunnar, vegna aukins frambođs á krónum.

Sjáum til eftir helgi - ég býst viđ ađ gengissigiđ gangi ađ hluta til baka á mánudag/ţriđjudag, ţví ţađ er meira en efni standa í rauninni til.

HItt er síđan annađ mál, ađ krónan er enn allt of hátt skráđ. Evran ćtti ađ vera á um 120 ef allt vćri međ felldu.

Púkinn, 7.3.2008 kl. 18:37

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Púki, getur ţú skýrt út af hverju ţú heldur ađ krónan sé allt of hátt skráđ og hvers vegna evran í 120?  Ég myndi halda ađ gengisvísitala í á bilinu 122 - 125 vćri rétt mat á krónunni, ef skođuđ er verđbólga hér á landi (án húsnćđisţáttar) og hún borin saman viđ verđbólgu í viđmiđunarlöndum.  Ţađ kemur nefnilega í ljós ađ verđbólga hér (án húsnćđisţáttar) er lćgri á síđustu 10 árum en í ansi mörgum viđmiđunarlöndum og ţví hefđi gengiđ ekki átt ađ lćkka sem nokkru nemur gagnvart ţessum sömu löndum.  Vandamáliđ er ađ inn í verđbólgumćlingar hér kemur húsnćđisţátturinn og hann hefur ýtt ansi mörgu öđru á undan sér og ţar međ eyđilagt allan samanburđ.  Ţó má segja ađ ţađ sé ekki óeđlilegt ađ krónan sigi ađ jafnađi um 0,5 - 1% á ári.  Ef viđ tökum međalgengisvísitöluna í mars 1998, ţá var hún 113,39.  Hćkkum hana um 1% á ári, ţá ćtti hún ađ vera í kringum 125,25 núna sem vćri ţá eđlileg stađa krónunnar.  Mér finnst raunar 1% rýrnun vera full há tala, en ég hef í sjálfu sér ekkert vit á ţessu.

Marinó G. Njálsson, 7.3.2008 kl. 18:56

11 Smámynd: Púkinn

stutta svariđ er "gengdarlaus viđskiptahalli og viđvarandi eyđsla um efni fram", en rekstrarskilyrđi fyrirtćkja (sér í lagi í útflutningsgreinum) koma hér líka inn.

Púkinn, 7.3.2008 kl. 19:43

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ţađ er sitthvađ verđbólga og opinber verđbólga.

Hin raunverulega verđbólga felst í verđfalli peninga (skulda) gagnvart ţví sem hćgt er ađ kaupa fyrir ţá og stafar ađ sjálfsögđu af offramleiđslu peninga (skulda). Ţađ er elementarí. Opinbera verđbólgan er hönnuđ eftir pólitískum hagsmunum og veruleikafirringu ţeirra sem heimta réttar mćlingar á henni. Hagfrćđingar sem klikkuđu á hagtölunum sem Stalín vantađi fóru í Síberíuvist eđa voru skotnir sem vissulega sendi kollegum ţeirra greinileg skilabođ. En ţađ er fariđ fínna í hlutina nú á tímum og menn og stofnanir einfaldlega lagđir niđur ef ţeir kóa ekki međ keisum í ćđstu stöđum. Ţannig lćra menn af reynslunni. Ţađ er fatalt ađ missa vinnuna og síđan verđa mćlingarnar sífellt vitlausari en ţćr geta ekki blekkt markađinn til lengdar og höggiđ verđur enn verra á endanum og núna kostar ein króna minna en eitt evrusent og er ţví komin í hóp skeinipappírsgjaldmiđla.

Baldur Fjölnisson, 7.3.2008 kl. 20:39

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég tek undir međ Marinó, gengisvísitalan er í jafnvćgi um 150 til 120...ef miđađ er viđsíđustu 25 ár! Er ekki ađ fatta hvers vegna ţjóđinni allri á ađ refsa fyrir "gengdarlaus viđskiptahalli og viđvarandi eyđsla um efni fram"...eins og Púkinn réttilega orđar ţađ!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2008 kl. 00:29

14 identicon

Hérna kemur svariđ: viđskipti íslensku bankanna sín á milli og segja má ađ sömu krónurnar hafi ţarna skipt um eigendur mörgum sinnum

Mbl.is í dag. http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/03/08/ahaettuflotti_grefur_undan_gengi_islensku_kronunnar/

Metvelta var á mjög sveiflukenndum gjaldeyrismarkađi í gćr og hélt gengi krónunnar áfram ađ lćkka.

Haft eftir Ingólfi Bender, forstöđumanni greiningardeildar Glitnis.

Ingólfur segir ađ hin mikla velta sem var á millibankamarkađi í gćr hafi ekki komiđ til vegna ţess ađ erlendir ađilar hafi veriđ ađ innleysa svokölluđ krónubréf eđa ađ losa sig viđ krónur í miklum mćli. „Ţetta eru ađ mestu leyti viđskipti íslensku bankanna sín á milli og segja má ađ sömu krónurnar hafi ţarna skipt um eigendur mörgum sinnum.“

karl sigurđsson (IP-tala skráđ) 8.3.2008 kl. 10:22

15 Smámynd: Jón Ađalsteinn Jónsson

Sammála 'Oskari og ţeirrar skođunar ađ ţetta ćtti ađ vera refsivert ţađ er allavega taliđ refsivert ađ hagnast á tölvu villu ´já bönkunum

Jón Ađalsteinn Jónsson, 20.3.2008 kl. 15:04

16 Smámynd: Jón Ađalsteinn Jónsson

Getur ţetta kannski líka veriđ áćtlun til ađ fá okkur til ađ henda kronunni ?

Jón Ađalsteinn Jónsson, 20.3.2008 kl. 15:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1673443

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2023
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband