Leita í fréttum mbl.is

"Efnahagsráðgjafi" Egils vísar í mín skrif

Ég tók eftir því á eyjan.is að ónefndur "efnahagsráðgjafi" Egils Helgasonar vísar í skrif mín um mál tengd Seðlabanka Íslands.  Ég hef að vísu skrifað eitt og annað um þessi efni, en hef aldrei sett neitt á blað sem tengist nákvæmlega því sem rætt er í áliti "efnahagsráðgjafans" og geri mér ekki grein fyrir af hverju hann vitnar í mig í þessu tilfelli.  En til að auðvelda fólki leitina að greinum um efnahagsmál, þá eru hér tenglar í þær hér fyrir neðan.  Ég viðurkenni það fúslega, að margt sem ég skrifaði var argasta bull, en annað stendur óhaggað.  Til þess að vera ekki með neinn hvítþvott, þá setti ég inn vísun í allar greinarnar:

2007

Júní:

Er Seðlabankinn stikkfrí?

Júlí:

Er þá verðbólgan lægri hér á landi?

Ágúst:

Láglaunalandið Bandaríkin

2008

Janúar:

Spákaupmennska og ævintýramennska stjórna efnahagsmálum heimsins

Skiljanleg andstaða, en er leikurinn ekki tapaður?

Góður árangur í erfiðu árferði

Hagkerfið í niðursveiflu og Seðlabankinn bíður átektar

Febrúar:

Mat byggt á hverju?

Mars:

Ólíkt hafast þeir að

Stýrivextir hækka húsnæðisliðinn

Apríl:

S&P að þvinga fram aðgerðir

Eru matsfyrirtækin traustsins verð?

Er þetta trúverðugt bókhaldsfiff?

Blame it on Basel

Eru matsfyrirtækin traustsins verð - hluti 2

Verðbólga sem hefði geta orðið

Var Seðlabankinn undanþeginn aðhaldi?

Maí:

Ólíkt hafast menn að

Í útvarpsviðtal út af bloggi

Verður 12 mánaðaverðbólga 18 - 20% í haust

Allt er til tjóns

Hagspá greiningardeildar Kaupþings

Efnahagskreppan - Fyrirsjáanleg eða ekki?

Júní:

Auka reglurnar gengisáhættu?

Hlustar forsætisráðherrann á sjálfan sig?

Trúin á aðgerðum engin

Bankarnir orðnir langþreyttir á úrræðaleysi Seðlabankans?

Hver veldur slysi, "lestarstjórinn" eða sá sem fer fram úr? - Hugleiðing um orsök og afleiðingu

Júlí:

Evra eða ekki, það er spurningin

Matsfyrirtækin fá ákúru frá SEC og ESB

Hvað þurfa raunstýrivextir að vera háir?

Verðbólga í takt við væntingar

Slæm ákvörðun getur gefið góða útkomu

Ágúst:

Ótrúlegur Geir

Ekki á að bjarga þeim sem "fóru of geyst", en hvað með hina?

Hvað geta Seðlabankinn og ríkisstjórnin gert?

Verðbólgutoppnum náð

Bankarnir bjóði upp á frystingu lána

Treysta lífeyrissjóðir á verðtryggingu?

September:

Sökudólgurinn fundinn! Er það?

Innviðir bandaríska hagkerfisins að molna?

Október:

Ábyrgð Seðlabanka Íslands

Hvaða spennu var létt?

Basel-nefndin gefur út reglur um lausafjáráhættu

Innlegg í naflaskoðun og endurreisn

Geta þeir ekki hætt þessari vitleysu?

Aðstæður á fjármálamarkaði felldu bankana

Löngu tímabær aðgerð

 

Eins og ég segi að ofan, er margt af þessu óttalegt vitlaust, þegar maður les það í ljósi þess sem síðar gerðist, en annað hefur, ef eitthvað er, fengið byr í seglin.

Síðan vil ég nefna að ég hef á þessum sama tíma hvatt fyrirtæki til að huga að áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu, þ.e. að búa sig undir hið óvænta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Takk fyrir þetta, Marinó.

En mér finnst að þú ættir að setja hauskúpu eða eitthvað við það sem þú vilt meina að sé óttaleg vitleysa - það sparar manni tíma við yfirferðina. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.10.2008 kl. 18:18

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Góð ábending hjá Láru Hönnu. Sjálf hef ég lesið töluvert af þessu og það hefur hjálpað mér við að skilja ýmis hugtök sem pöplinum er framandi.

Takk fyrir.

Kristjana Bjarnadóttir, 21.10.2008 kl. 20:05

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég ákvað að henda þessu upp í snarhasti, þannig að ég las nú ekki í gegnum þetta.  (Ég er sko að vinna líka!)  Margt af þessu verður hljómar öðruvísi í ljósi atburða undanfarinna vikna.  Við megum svo sem ekki gleyma því, að önnur beygja einhvers staðar á leiðinni hefði hugsanlega leitt okkur á allt aðra stoppustöð.  Hvort sú hefði verið eitthvað betri, er svo engin leið að segja neitt um.

Marinó G. Njálsson, 21.10.2008 kl. 21:36

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Helv. ertu öflugur drengur. Gott hjá þér!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.10.2008 kl. 21:46

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Já, þetta er slatti, samt vel innan við ein á viku .  Auðvitað er þetta náttúrulega brjálæði, þegar haft er í huga, að engar hefur maður tekjur af þessu og borin von að einhver taki mark á þessu.

Marinó G. Njálsson, 21.10.2008 kl. 23:04

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þrymur, það er gott að hafa svona gamla nemendur til að hughreysta mann.  Ég þakka traustið, en geri mér nú ekki miklar grillur um að ráðamenn sæki fólk úr blogg-samfélaginu til að fara yfir stöðuna.  Ég fer nú ekki fram á meira núna, en að menn sjái fótum sínum forráð í framtíðinni.  Það fyrsta sem ég vil sjá er að öll fjármálafyrirtæki verði skikkuð til að útbúa raunhæfa áætlun vegna stjórnunar rekstrarsamfellu og að þau skilji á milli rekstrar, áhættustjórnunar og innri endurskoðunar.  Það er gamaldags hugsunarháttur að stjórnun rekstrarsamfellu sé UT-mál og því þarf að breyta.  Það er stórhættulegt að blanda saman skilgreiningu á öryggiskröfum, hvort heldur vegna rekstrarlegra þátta eða lánaáhættu, og síðan að framfylgja áhættustýringunni.  Nýju bankarnir hafa tækifæri til að breyta þessu frá byrjun og FME á að gera slíka kröfu til þeirra.

Marinó G. Njálsson, 22.10.2008 kl. 00:46

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ekki það, Þrymur, að telji einhverjir innan stjórnkerfisins, að þekking mín og reynsla komi að notum, þá mun ég að sjálfsögðu taka slíkt til athugunar.

Marinó G. Njálsson, 22.10.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband