Leita í fréttum mbl.is

S&P að þvinga fram aðgerðir

Mér finnast þær einkennilegar athugasemdir S&P og Fitch Ratings sem birtust í gær.  Taka á lánshæfiseinkunn Íslands til endurskoðunar með möguleika á lækkun vegna þess að Seðlabanki og ríkisstjórn hafi ekki sagt til um hvað á að gera.  Hvenær var það samþykkt að matsfyrirtæki, sem hafa verið sem blaktandi strá í vindi varðandi mat sitt á ríkissjóði og íslensku bönkunum undanfarið ár, gætu þvingað fram efnahagsráðstafanir á Íslandi?  Ég kannast ekkert við að þessi fyrirtæki hafi slíkt vald.  Ég raunar kannast heldur ekkert við það að þessi fyrirtæki njóti þess trausts á alþjóðamarkaði, eftir háðung þeirra gagnvart bandarískum undirmálslánum, að þau gætu eitthvað verið að setja sig á háan hest gagnvart aðgerðum (eða aðgerðaleysi) Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnarinnar.  Auk þess veit ég ekki betur en að Seðlabankinn hafi þegar tilkynnt talsvert umfangsmiklar aðgerðir, en þær virðast hafa farið framhjá matsfyrirtækjunum. 

Þess fyrir utan kemur einn talsmaður fyrirtækjanna ítrekað fram í fjölmiðlum og fer með fleipur um stöðu mála á Íslandi.  Heldur því fram að bankarnir og ríkið geti bara tekið lán með ofurkjörum, þegar raunveruleikinn sýnir allt annað.  Hann heldur því fram að Seðlabankinn hafi enginn úrræði, þegar til er samningur milli seðlabanka á Norðurlöndum um gagnkvæma aðstoð ef þörf er. Ég held að þeim sé nær að hætta að hlusta á slúður og vogunarsjóði og skoða raunverulega stöðu bankanna og þjóðarbúsins.  Hætta að taka þátt í Hrunadansi þeirra sem tala upp skuldatryggingarálag ríkisins og bankanna og fjalla um það hvernig standi á því að skuldatryggingarálag íslensku bankanna sé komið í flokk með bönkum í Zimbabve.  Það var furðulegt tilsvar herra Rowlins í gær þegar fréttamaður spurði hann hvort þeir væru ekki í raun að koma með sjálfuppfyllandi spádóma (spurning var orðuð öðru vísi).  Hann svaraði neitandi, þeir væru bara að endurspegla skuldatryggingarálagið.  Hann bara gleymdi að segja að álagði væri aftur að endurspegla matið, sem var að endurspegla fyrra álag, sem var að endurspegla fyrra mat, sem endurspeglaði álagið þar á undan o.s.frv.  Allt fór þetta af stað þegar þeir ákváðu að setja íslensku bankana í flokk með flottustu og best reknu bönkum í heimi í sama bjartsýniskasti og þegar þeir sögðu undirmálslánin í Bandaríkjunum vera jafn góð og ríkisskuldabréf, þrátt fyrir að nær öll lánin væru með klausu sem kvæðu á um að vextir myndu hækka úr 3 - 4% í 11% á fyrri hluta síðasta árs og ólíklegt væri að nokkur skuldari hefði efni á slíkum vöxtum.  Fyrir þetta mat sitt mokaði S&P inn háum upphæðum í þóknun.  Því segi ég aftur:  Hafa S&P eða Fitch Ratings traust og leyfi til að krefjast skjótra efnahagsaðgerða á Íslandi?  Er það ekki frekja og ábyrgðarleysi hjá þessum fyrirtækjum að tala um möguleika á lækkun og þar með ýta undir neikvæðar horfur í stað þess að segja bara að ástandið sé til skoðunar?  Mér finnst þetta vera eins og úttektarmaður sem kemur í fyrirtæki og er búinn að ákveða fyrirfram að hann finni eitthvað neikvætt.  Slíkur úttektarmaður getur ekki verið hlutlaus og af sama skapi getur skoðun matsfyrirtækjanna ekki verið hlutlaus, þar sem þau munu hunsa allar jákvæðar vísbendingar af þeirri einu ástæðu að þau eru að leita að neikvæðum vísbendingum.  Það hlýtur að vera hægt að gera þær kröfur til matsfyrirtækjanna, að þau séu hlutlaus og kveði ekki fyrirfram upp dóm sinn.  Mér finnst vinnubrögð þeirra bera vott um hroka og ófagmennsku.  (Ég tek það fram að mér hefði líka þótt það hroki og ófagmennska, ef þau hefur nefnt að skoða ætti lánshæfi með möguleika á hækkun.)

Vissulega hefðu ríkisvaldið og Seðlabankinn átt að hafa tilbúna aðgerðaráætlun sem hægt hefði verið að grípa til ef í óefni stefndi.  Ég aðstoða fyrirtæki gjarnan við að útbúa slíkar áætlanir.  Í slíkum áætlunum eru skoðuð þau atriði sem geta ógnað rekstrarsamfellu fyrirtækja, innleiddar ráðstafanir til að styrkja innviði þeirra og skjalfestar viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til, ef/þegar áfall ríður yfir.  Vandamálið er að fæst fyrirtæki hafa farið út í slíka vinnu og fyrirtækið Ísland virðist enginn undantekning á því.  (Fjallaði ég nýlega um rekstraröryggi og stjórnun rekstrarsamfellu hér á blogginu mínu.)  Ef áhugi er fyrir því hjá stjórnarráðinu að fræðast nánar um stjórnun rekstrarsamfellu, þá er ég til í að halda námskeið fyrir starfsmenn þess gegn hæfilegri þóknun Smile.


mbl.is „Gildra fyrir birni verður að koma á óvart"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband