Leita í fréttum mbl.is

Hvað fátt hefur breyst og margt reynst rétt - Upprifjun á færslum frá því í febrúar 2009

Ég var að leita að færslu frá febrúar 2009 og renndi því í gegn um allt sem ég skrifaði í þeim mánuði.  Mig eiginlega hryllir við hvað lítið hefur breyst á þessum u.þ.b. 22 mánuðum.

2.2.2009 Aðgerðir fyrir heimilin:  Hér ræði ég um það sem þurfi að gera og í reynd hefur sáralítið áunnist ennþá.

3.2.2009 Heimilin eiga að fjármagna bankana með fasteignalánum sínum:  Líklegast hef ég aldrei verið sannspárri.

6.2.2009 Greiðsluaðlögunarfrumvörp missa marks:  Þetta hefur sýnt sig vera hárrétt, enda ekki búið að breyta lögunum nema tvisvar og þau eru enn ekki að virka.

10.2.2009 Vandi heimilanna:  Tilraun til greiningar:  Hér er held ég ein raunsannasta greining á vandanum, áhrifum og afleiðingum.  Synd að stjórnvöld hafi ekki nýtt sér þessa greiningu til að taka á vandanum strax.

10.2.2009 Taka á sig tapið hjá þeim stóru, en hvað með litlu aðilana?:  Sjaldan held ég að mér hafi ratast eins rétt á sannleikann.

13.2.2009 Ekki spyrja um kostnað heldur ávinning:  Menn byrjuðu snemma að horfa í vitlausa átt og því miður eru menn enn fastir í að horfa á brunarústir gömlu bankanna, en neita að viðurkenna að þar er minnsti skaðinn.

13.2.2009 Er hægt að ógilda verðtryggða og gengistryggða lánasamninga?:  Þetta er upphafið að því að gengistryggingin var dæmt ólögleg.  Ætli verðtryggingin fari sömu leið þegar á hana verður reynt?

15.2.2009 Eftirlitið ber ekki sök á glannaskap bankanna, bara á að hafa ekki stoppað hann: Í sjálfu sér ekkert meira um þetta að segja, en skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis staðfesti þetta í grófum dráttum.

16.2.2009 Game over - Gefa þarf upp á nýtt: Ég held stundum að þetta sé eina leiðin.

19.2.2009 Að ósi skal stemma: Leynifélög á Tortola afhjúpa galla í lögum: Ég held ennþá að það sem ég legg til í þessari færslu sé eina rétta.  Gera þarf eigur Tortolafélaga upptækar og láta eigendurna sækja rétt sinn.

19.2.2009 Hagsmunir heimilanna eru hagsmunir þjóðarinnar: Hverju orði sannara og ekkert meira um það að segja.

20.2.2009 Verð- og gengistrygging böl heimilanna - 760 milljarða skattur á 8 árum:  Menn eru smátt og smátt að opna augun fyrir þessu.

21.2.2009 Stöndum vörð um heimilin - Ræða flutt á Austurvelli 21.02.2009: Hélt ekki að til þess kæmi að ég héldi ræðu á kröfufundi.  En engin veit sína ævi fyrr en öll er.

25.2.2009 Það er víst hægt að færa lánin niður:  Þessi færsla lýsir einu af mörgu tækifærum sem stjórnvöld misstu af.  Hægt hefði verið að búa til keðju viðskipta sem hefði nýst mörgum.

26.2.2009 Saga af venjulegum manni: Þetta er hinn grákaldi raunveruleiki sem stjórnvöld eru ekki ennþá að ná að skilja.

Bæði eru færslurnar fróðleg lesning og ekki síður margar þeirra frétta sem þær eru hengdar við.

 


Búið að vara við þessari leið frá því í júlí 2009

Í störfum mínum fyrir Hagsmunasamtök heimilanna hef ég rekist á alls konar dæmi sem sýna það og sanna, að hin svo kallaða 110% leið bankanna er óréttlát.  Hún skilur hina sem varlega fóru eftir með tjón sitt, en þá sem tóku líklegast mestu áhættuna eftir í betri málum en þeir voru í fyrir sín íbúðarkaup. 

Nú er ekki svo að Hagsmunasamtök heimilanna hafi ekki varðað við þessu fyrr.  Nei, það er öðru nær.  Þegar Nýja Kaupþing kynnti svona hugmynd fyrir stjórnarmönnum HH 24. júní 2009, þá sendu samtökin frá sér greinargerð um aðferðina.  Ég læt greinargerðina fylgja með þessari færslu svo fólk geti séð gagnrýni samtakanna í heild.  Helstu niðurstöður eru þó sem hér segir:

Almennt má gera ráð fyrir því að þeir sem áttu hlutfallslega lítið eigið fé til íbúðakaupa við lántöku séu flestir yngri lántakendur sem hafi verið að festa kaup á sinni fyrstu eign og eru jafnvel nýkomnir út á vinnumarkaðinn.  Á hinn bóginn má gera ráð fyrir að fjölskyldur sem áttu meira eigið fé hafi verið búnar að vinna fyrir því á lengri tíma þar sem fyrirvinnur þeirra heimila hafi verið lengur á vinnumarkaði en fyrstu kaupendur. Tap þeirra (heimili A) vegna efnahagshrunsins er því í raun mun meira en fyrstu kaupenda (heimili B).  Þar sem þessi  lausn nýtist fyrst og fremst yngra fólki, sem við lántöku var með lítið eigið fé til íbúðakaupa og með verðtryggð lán en alls ekki þeim sem tóku gengistryggð lán, eða þeim sem áttu meira eigið fé við lántöku, má spyrja hvaða úrræði verða í boði fyrir þau heimili.  Ef þessi leið er ætluð til að skapa friðþægingu fyrir stjórnvöld til að gera ekki neitt varðandi leiðréttingu á lánum heimilanna, þá er að lokum mikilvægt að komi fram að þetta úrræði felur ekki í sér neina leiðréttingu, og enn síður afskrift,  og skapar jafnvel óásættanlegt ójafnræði milli lántakenda.

Hagsmunasamtök heimilin telja að þessi úrræði Nýja Kaupþing nýtist fyrst og fremst þeim sem tóku lán með háum upphaflegu lánshlutfalli (70-100%), hvort heldur verðtengd eða gengisbundin.  Fyrir þá eru þessi úrræði ásættanleg skammtímalausn uns í ljós kemur hvað gerist með biðlánin eftir 2-3 ár.  Samtökin geta ekki mælt með þessari lausn fyrir þá sem eru með gengisbundin og lægra upphaflegt lánshlutfall.  Þá sjá samtökin ekki að þetta úrræði nýtist mörgum með undir 70% lánshlutfall við lántöku og tóku verðtryggt lán.

(Með heimili A er átt við heimili með háu eiginfjárhlutfalli meðan heimili B átti nánast ekkert eigið fé.)

Í meðfylgjandi grein er miðað við að lán hafi verið færð niður í 80% af markaðsverði eignar, en upp á það hljóðaði upphaflega hugmynd Nýja Kaupþings.  Að þetta hlutfall sé 110% gerir ekkert annað en að skekkja myndina enn frekar.  Niðurstaðan er einfaldlega sú að verið er gera upptækan stóran hluta þess eiginfjár sem fólk lagði í fasteignir sínar.  Verst fer út úr þessu fólk sem er komið yfir fertugt og má segja að það lendi í stórfelldri eignaupptöku.  Get ég ekki annað en velt fyrir mér hvort ekki sé verið að brjóta eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar á þessu fólki.

Það er staðreynd, að þau úrræði sem kynnt voru í dag sniðganga gjörsamlega vanda stórs hóps húsnæðiseigenda.  Þetta fólk keypti á þeim tíma, þegar ekki var hægt að fá 100% lán og geyma peningana sína annars staðar vegna þess að það gaf betri ávöxtun.  Nei, það varð að leggja fram 30 - 40% eigið fé við fasteignakaup.  Það fór heldur ekki í bankann til að skuldsetja húsnæðið sitt upp í topp, þegar peningarnir flutu út úr bönkunum.  Nú er verið að refsa því fyrir ráðdeildina.

Það er mjög ánægjulegt, að bankarnir ætli að staðfesta að sokkinn kostnaður er tapað fé, en ég er ekki svo viss um að öll yfirskuldsetning sé tapað fé.  Nú er fasteignaverð í lágmarki og því er skuldsetning sem hlutfall af íbúðaverð almennt mjög hátt.  Það á bæði við um þá sem skuldsettu sig hátt í upphafi og líka hina sem sýndu ráðdeild.  Þegar fasteignaverð hækkar aftur, þá mun eiginfjárhlutfall beggja hópa aukast.  Þrátt fyrir að báðir hópar hafi orðið fyrir viðlíka tjóni við hrun hagkerfisins, þá er það svo að annar hópurinn á að fá tjón sitt bætt, en hinn á að sitja uppi með það.  Ég tek það skýrt fram, að ég hef alltaf talað fyrir því að hækkun lánanna skipti meira máli en lækkun fasteignaverðs.  Raunar tel ég lækkun fasteignaverðs ekki skipta máli nema skuldsetning hamli fasteignaviðskipti.  Þess vegna hef ég alltaf talað fyrir því að almenn lækkun lána skipti meira máli, en að koma stöðu láni niður í eitthvað hlutfall af fasteignaverði.  Ég var vændur um að það væri vegna þess að það kæmi mér svo vel, en ástæðan er sú að mér finnst almenn lækkun lánanna hin réttláta niðurstaða.

Nú er sem sagt búið að ákveða að sniðganga vanda fólks á miðjum aldri, hvar sem það er í stétt.  Verkamaður á miðjum aldri er líklegast búinn að tapa stærri hluta af ævisparnaði sínum en háskólamenntaði maðurinn á sama aldri.   Það getur vel verið að greiðslugetan sé fyrir hendi, en tíu ár af afborgun lána hefur verið þurrkuð út, ef ekki meira.  Varla telst það sanngjarnt.  Eina sem bankarnir og stjórnvöld segja er:  Þeir skulu borga sem geta borgað!  Meira að segja formaður Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn hefur sótt mest fylgi sitt til þessa hóps, hann er glaður með niðurstöðuna.  Ástæðan er líklegast, að hann sér að ríkisstjórnin er að grafa sína eigin gröf og það styttist í að hrunverjar Sjálfstæðisflokksins eygja það að komast til valda á ný.  Ég sé ekki fyrir mér að fólk sem er búið að tapa milljóna tugum á efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins hafi geð í að kjósa flokkinn aftur til valda.  Ég ofmet kannski pólitískt minni kjósenda og síðan má ekki gleyma að þangað sækir klárinn sem hann er kvaldastur.

Ekki vil ég gera lítið úr þeim úrræðum sem kynnt voru í dag, en ég óttast að þau hafi skilið mjög margar fjölskyldur frammi fyrir ókleifum hamrinum.  Þessi úrræði er a.m.k. ekki þau tækifæri til þjóðarsáttar sem stjórnvöld og bankarnir gátu gripið.


mbl.is Hinir ráðdeildarsömu tapa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hvað kostar að afskrifa sokkinn kostnað?

Á háskólaárum mínum í Bandaríkjunum fékk hópur, sem ég var í, einu sinni það verkefni að meta kostnað við lagfæringu á biluðu kerfi.  Viðkomandi fyrirtæki stóð frammi fyrir því að mjög dýr vél var ekki að virka og meta átti kosti aðgerða.  Einn var að gera við vélina, annar að skipta henni út fyrir nýja.  Við skoðun reyndist síðari kosturinn hagkvæmari, þar sem breytingin á vélinni myndi kosta meira en ný vél sem uppfyllti skilyrði.  Þessi niðurstaða fór fyrir brjóstið á yfirmönnum, þar sem með því væri að þeirra mati verið að kasta háum upphæðum út um gluggann.  Við bentum þeim á að það væri hreinlega rangt.  Peningarnir sem fóru í að kaupa vélina væru löngu farnir og því skiptu þeir ekki máli.  Þetta væri sokkinn kostnaður.  Það eina sem skipti máli væri því kostnaður í framtíðinni.

Þessi saga hefur rifjast aftur og aftur upp fyrir mér á undanförnum 30 mánuðum eða svo.  Staða fjármálafyrirtækja er nefnilega sú, að þau standa frammi fyrir sokknum kostnaði.  Ákveðinn hluti lána í lánasöfnum þeirra er glatað fé, sokkinn kostnaður.  Það skiptir því engu máli hvaða brögðum fjármálafyrirtækin beita, þessi peningur mun ekki rata inn á reikninga þeirra.  Þetta vita þau mjög vel, enda er bókfært virði þessara lána mun lægra en innheimtuvirði.  Það skiptir heldur ekki máli, að bankarnir hafi ekki þegar notað afsláttinn í eitthvað annað, sokkni kostnaður vegna annarra lána hverfur ekki, þó menn hafi notað allan afsláttinn.  Í þeim tilfellum verða bankarnir annað hvort að bera þennan kostnað sjálfir eða snúa sér til kröfuhafa og gera þeim grein fyrir stöðunni.

Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin og fjármálafyrirtækin kynntu í dag snerust að miklu leiti um að viðurkenna sokkinn kostnað.  Það má því með sanni segja, að þær kosti ekki neitt, ef notuð er röksemdarfærslan að ofan um biluðu vélina.  Kostnaður bankanna vegna lánanna er allur löngu fallinn til.  Ok, hugsanlega er eitthvað smávegis að bætast við.  Arnar Sigurmundsson viðurkenndi að það væru vanskil og útlánatöp og þar með væri þar sokkinn kostnaður.  Íbúðalánasjóður viðurkennir að sokkinn kostnaður hans sé a.m.k. 25 ma.kr. 

Út frá því að sokkinn kostnaður eigi ekki að kostnaðarmetast í nýrri ákvörðun, þá er "kostnaður" fjármálafyrirtækjanna, lífeyrissjóðanna og Íbúðalánasjóðs af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vel innan við 40 ma.kr., þar af eru 16 ma.kr. vegna hærri vaxtabóta.


mbl.is Kostar banka og sparisjóði 90 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverður fréttamannafundur

Ég var að hlusta á fréttamann fund ríkisstjórnarinnar, fjármálafyrirtækjanna og lífeyrissjóðanna. Margt áhugavert koma fram, en skemmtilegast var þó að fylgjast með því hvernig þau tipluðu í kringum tölur eins og þær væru baneitraðar. Guðjón Rúnarsson...

Afstaða PwC til endurskoðunar vekur undrun mína

Ég get ekki annað en furðað mig á því viðhorfi PwC til ytri endurskoðunar, að hlutverk fyrirtækisins sé eingöngu að skoða gögn sem lögð eru fram án þess að sannreyna að þau séu rétt. Raunar trúi ég því ekki að fyrirtækið hafi almennt viðhaft slík...

Tapaðar skuldir afskrifaðar en aðrir sitja að mestu uppi með tjón sitt

Verði þessi aðgerðapakki stjórnvalda og fjármálafyrirtækja hins vegar að veruleika, þá ber því að fagna. Ég hefði viljað sjá aðra útfærslu, en ætla ekki að láta eins og frekur krakka með því að fara í fýlu. Virða verður allt sem gert er. Í frétt...

Grein frá Hagsmunasamtökum heimilanna

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna hafa farið þess á leit við mig að ég veki athygli á grein á vef samtakanna. Ég tek það fram að ég kom ekki að ritun hennar, þó vísað sé í mína vinnu. Ég hvet fók til að lesa greinina svo það geti kynnt sér málflutning...

Markmið og árangur af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin er að velta fyrir sér aðgerðapakka fyrir heimilin í landinu. Eitthvað hefur kvissast út um hvað á að gera, en ég ætla í þessum pistli fyrst og fremst að skoða þær hugmyndir sem fengu mesta athygli í "sérfræðingahópi" ríkisstjórnarinnar....

Sök bítur sekan - Nokkrar spurningar sem fróðlegt væri að fá svör við

Mér finnst að eigendur og stjórnendur Skipta verði að svara nokkrum spurningum: 1. Hver þarf að afskrifa þessa 75 milljarða, ef af afskrift verður? 2. Hverjum datt í hug að færa 59,3 milljarða sem viðskiptavild? 3. Hver var tilgangurinn með því að færa...

Forgangsröðunin á hreinu hjá þessum

Vandinn við niðurskurð er forgangsröðunin. Flestir vilja komast hjá því að skera niður og því velja að skera niður þjónustu sem þeir telja að veki mikla athygli, ef hún verði slegin af. Er þetta heldur ljótur leikur. Ég er viss um að Sjúkratryggingar...

"Snillingarnir" voru í yfirhylmingu

Hann er áhugaverður punkturinn sem kemur fram í máli Herdísa Hallmarsdóttur: ..slitastjórnin telji meðal annars að skráning bankans á eigin hlutum hafi verið röng, og þar með hafi opinberar tölur um eiginfjárhlutfall bankans verið rangar. Jafnvel hafi...

Öllum brögðum beitt

Nú væri fróðlegt að vita hverjir voru svona svakalega heppnir að losna við hlutabréf sem urðu verðlaus nokkrum dögum síðar og skuldabréf sem féllu niður í ekki neitt í virði. Hugsanlega hefur ekkert grunsamlegt átt sér stað, en einhvern veginn grunar mig...

Stjórnvöld skilja ekki vandann

Mér finnst það stórmerkilegt, að þegar Seðlabankinn og Hagstofan eru nýbúin að birta upplýsingar um mjög alvarlega skuldastöðu heimilanna í landinu, þá flýtur ríkisstjórnin sofandi að feigðarósi. Ég hef haft ávæning um hluta af þeim ráðstöfunum sem...

Enn hækkar reikningurinn vegna stjórnenda og eigenda gömlu bankanna

Sveitarfélögin í landinu hafa líkt aðrir lántakar orðið fyrir barðinu á þeirri hringavitleysu sem átti sér stað hér á landi á árunum 2004 - 2008. Þau eru því í þeirri þvinguðu stöðu að verða annað nýta sína tekjustofna í botn, þrátt fyrir niðurskurð í...

Rétt skal vera rétt - villandi spurning og villandi fyrirsögn

Fyrirsögn fréttarinnar er ekki í samræmi við innihaldið. Í könnuninni er spurt: Hversu fylgjandi eða andvígur ert þú því að lífeyrissjóðir taki þátt í skuldaniðurfellingu húsnæðislána, þó það þýði að lífeyrisgreiðslur myndu mögulega skerðast? Hér er...

Leitað að skít með stækkunargleri

Ónefndur fjölmiðill heldur að hann finni einhvern skít um Hagsmunasamtök heimilanna. Blaðamaður hans forvitnaðist í dag um ársreikning samtakanna, sem er öllum opinn á heimasíðu samtakanna, og spurði svo í leiðinni hvort fólk væri ekki á kaupi eða fengi...

Klúður Árna Páls - 39% útlána bankanna í vanskilum

Tvær stórar fréttir eru birtar í dag sem lýsa hinum mikla vanda sem heimili og fyrirtæki í landinu standa frammi fyrir. Langar mig að fjalla um þær hér. Ábyrgðarmenn skulu borga Fyrra málið er dómur Hæstaréttar um að lög um ábyrgðarmenn brjóti gegn...

Ríkið ætlar í innheimtuaðgerð fyrir bankakerfið - Vaxtabætur fyrir skilvísa gera lítið fyrir þá verst settu

Í vinnu "sérfræðingahóps" forsætisráðuneytisins voru vaxtabætur mikið ræddar. Hafði ég á tilfinningunni, að búið væri að ákveða að hækkun vaxtabóta ætti að vera helsta framlag ríkisstjórnarinnar til að taka á skuldavanda heimilanna. Það hefur verið...

Hver er staða heimilanna, hver er vandinn og hvað þarf að gera?

Eftirfarandi er hluti af efni því sem er í séráliti mínu frá því um daginn í framhaldi af vinnu "sérfræðingahóps" forsætisráðherra. Fyrst er byrjað á inngangi sem ekki er í sérálitinu. Inngangur Á undanförnum vikum hafa komið fram alls konar upplýsingar...

Það er nú gott betur en tvíburakreppa á Íslandi

Ef mér skjátlast ekki þá er hér á landi bankakreppa, gjaldmiðilskreppa, skuldakreppa, atvinnuleysi, lánsfjárkreppa (þ.e. við fáum ekki erlend lán) og ætli það sé ekki líka tilvistarkreppa. Síðan mætti bæta við þetta glatað traust á fjármálakerfið, glatað...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband