Leita í fréttum mbl.is

Enn hækkar reikningurinn vegna stjórnenda og eigenda gömlu bankanna

Sveitarfélögin í landinu hafa líkt aðrir lántakar orðið fyrir barðinu á þeirri hringavitleysu sem átti sér stað hér á landi á árunum 2004 - 2008.  Þau eru því í þeirri þvinguðu stöðu að verða annað nýta sína tekjustofna í botn, þrátt fyrir niðurskurð í rekstri.  Einu aðilarnir sem virðast ósnortnir af þessum hremmingum eru slitastjórnir gömlu bankanna.

Ég furða mig sífellt meira á því, að stjórnvöld skuli ekki hreinlega skikka gömlu og nýju bankana til að bæta fyrir það tjón sem stjórnendur og eigendur gömlu bankanna ollu þjóðfélaginu.  Íris Erlingsdóttir talaði í pistli um undirlægjuhátt og er ég gjörsamlega sammála þeim orðum.  Sjálfur talaði ég um það bæði hér og í Silfri Egils um daginn að ég vissi ekki til að það væri eitthvert náttúrulögmál, að þegar bankarnir settu hagkerfið á hliðina, þá ættu skattgreiðendur að borga reikninginn og bankarnir að hirða allar fasteignir af fólkinu í landinu.

Ég mótmæli því, að verið sé að innheimta að fullu lán sem fengust með miklum afslætti við yfirfærslu þeirra frá gömlu bönkunum til þeirra nýju.  Ég krefst þess að nýju bankarnir sýni samfélagslega ábyrgð og bæti fyrir það tjón sem gömlu kennitölurnar þeirra ollu.  Ég krefst þess einnig að fjármálafyrirtækin hætti samningum við þá aðila sem mest höfðu sig í frammi fyrir hrun og yfirtaki í heilu lagi eignir þeirra.  Ég krefst þess að stjórnvöld noti öll þau lög sem hægt er að nota, til að stefna þessum mönnum fyrir íslenska dómstóla, leiti uppi allar þeirra eignir í hér á landi og í útlöndum og taki þær eignarnámi hvar sem til þeirra næst, enda er augljóslega um peningaþvætti að ræða.  Sátt mun ekki nást í þjóðfélaginu fyrr en þetta hefur verið gert. 

Þá krefst ég þess að sett verið lög á Alþingi, sem koma í veg fyrir að einkaaðilar geti nokkurn tímann endurtekið það sem við höfum mátt upplífa.  Að fjármálafyrirtæki verði krafinn um að tryggja sig sjálf fyrir rekstraráföllum og þau sem ekki hafi slíkar tryggingar verði svipt rekstrarleyfi.  Að  mun strangari kröfur verði gerðar til áhættustýringa og það varði sviptingu leyfis til að starfa við fjármálafyrirtæki eða eiga verulegan hlut í því (5% eða meira), ef reglur um áhættustýringu eru brotnar.  Ég gæti bætt ýmsu við þennan lísta, en læt þetta duga.


mbl.is Útsvarshækkanir í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, eins og þú segir Marinó, þá má bæta við þennan lista. Það þarf að fara fram lúsahreinsun á íslenskri löggjöf og taka aftur þær breytingar, sem gerðar voru að undirlagi Halldórs Ásgrímssonar, Finns Ingólfssonar og Davíðs Oddssonar í hinni vanheilugu 12 ára slímsetu þeirra í embættum. Þær breytingar voru fyrst og fremst gerðar til að gera glæpahyski fært að hirða innan úr fyrirtækjum, bönkum og lífeyrissjóðum mestallt fé, sem nurlað hafði verið saman með súrum sveita alþýðunnar í landinu. Nú þarf að gera það sem eftir er af lífeyrissjóðunum upptækt til þess að greiða niður skuldir fólks á aldrinum 25 til 45 ára. Síðan þarf að byrja upp á nýtt með einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, sem allir fái jafna greiðslu úr við starfslok. Þar komi fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hvergi við sögu, því þeir eiga mesta sök með yfirgangi sínum og frekju á því hvernig komið er fyrir þeim sjóðum, sem að nafninu til existera í dag.

Serafina (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 15:16

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 30.11.2010 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband