12.1.2011 | 22:27
17% þekkja innihaldið en 47% vilja samþykkja
Ég get ekki annað en furðað mig á niðurstöðu þessarar skoðanakönnunar. 47% þeirra sem gefa svar segjast vilja samþykkja Icesave samninginn, en þó segjast aðeins 17% þekkja innihald samningsins. Er ekki allt í lagi? Hafa stjórnvöld hingað til sagt satt og rétt frá innihaldi þeirra samninga sem hafa verið gerið til þess að fólk treysti þeim í þetta sinn?
Samkvæmt því sem kom fram á blaðamannafundi um daginn, þá er ástæðan fyrir því að þessi samningur kemur betur út en sá síðasti tvíþætt. Annars vegar eru vextirnir lægri og hins vegar er reiknað með betri heimtum úr þrotabúi Landsbankans. Ekkert annað virðist skipta máli svo einhverju nemi. Gott og blessað, vextirnir eru lægri, en það er fyrst og fremst vegna þess að vextir hafa lækkað á heimsvísu. Hækki þeir aftur munu vextirnir á Icesave skuldinni hækka. Hvorugt þessara atriða kemur snilli íslensku samninganefndarinnar við. Önnur atriði sem breyttust frá því síðast eru vissulega jákvæð, þar sem sett er þak á árlegar greiðslur, en ríkissjóður mun samt þurfa að greiða 43 milljarða á þessu ári og næsta, þ.e. 26 milljarða í ár og 17 á því næsta.
InDefense hópurinn hefur sent frá sér álit til fjárlaganefndar. Í því kemur fram að hópurinn telur ennþá vera inni ákvæðið um að fyrir hverjar tvær krónur innheimtar, þá renni 1 kr. til íslenska tryggingasjóðsins og 1 kr. samanlagt til þess breska og hollenska. Það hefur sem sagt ekkert breyst. Mesta óréttlætið er ennþá inni í samningnum. Þetta er það atriði sem ég gagnrýndi strax í júní 2009 og hef alltaf sagt að væri fáránlegasti hlutinn í málinu.
En aftur að skoðanakönnuninni. Ég held að hún sýni hvað fólk er orðið uppgefið í baráttunni fyrir réttlæti. Það áttar sig á því, að stjórnvöld ætla að valta yfir almenning og láta hann borga allan herkostnað af fjárglæfrum bankanna. Stjórnvöld vita, að meðan þau halda völdum, þá geta þau komist upp með hvað sem er. 32-33 þingmenn hafa ákveðið að hvað sem á dynur, þá muni þeir taka þátt í því að gera millistéttina gjaldþrota og eignalausa. 12 þingmenn VG hafa ákveðið að loforðin sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar sé bara froðusnakk sem má láta út úr sér til að komast til valda. Þeir hafa ákveðið að hunsa samþykktir grasrótarinnar í flokknum á landsfundi, enda voru þær andstæðar vilja þingmannanna.
Mikið hlakka ég til næstu kosninga. Vonandi verða þær í síðasta lagi í vor. Þá mun koma í ljós hvort kjósendur eru menn eða mýs. Munu þeir vera svo glaðir yfir getu núverandi þingmeirihluta, að þeir muni kjósa hann yfir sig aftur, verður það gamla spillingarliðið í Sjálfstæðisflokknum sem fær brautargengi eða munu ný öfl komast til valda. Því miður reikna ég með að kjósendur leiti þangað sem þeir eru kvaldastir og kjósi sama ruglið yfir sig aftur.
Tæpur helmingur vill samþykkja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
9.1.2011 | 17:14
Anglósaxneskt fréttamat íslenskra fjölmiðla
Með fullri virðingu fyrir þessum atburði í Tuscon í Arizona, þá skil ég ekki þennan fréttaflutning. Er þetta virkilega mikilvægustu fréttirnar sem hægt er að flytja? Þó svo að bandarískur þingmaður hafi orðið fyrir skotárás og það þyki merkileg frétt þar í landi, þá er ekki þar með sagt að þetta sé einhver stórfrétt hér á landi. Mér sýnist þetta vera fimmta fréttin á mbl.is um þetta mál á innan við sólarhringi. Hvað ætli það sé langt síðan að innanlandsatburður í öðru landi hafi fengið jafn mikla athygli á jafn stuttum tíma eftir að atburðurinn varð? Ég efast um að jarðskjálftinn á Haítí í fyrra hafi fengið jafn mikla umfjöllun fyrsta sólarhringinn, þó svo að vissulega hafi verið fjallað mikið um hann eftir það.
Er það virkilega svo, að fréttamat íslenskra fréttastjóra ráðist af fréttamati alþjóðlegra fréttastofa. Að slá upp sem frétt hér á landi bænastund í Arizona er hreint út sagt kjánalegt. Hvað ætli það séu margar bænastundir haldnar um allan heim út af svipuðum atvikum, slysum, náttúruhamförum o.s.frv.
Mér finnst dapurt hvað íslenskir miðlar láta anglósaxneskt fréttamat stjórna erlendum fréttaflutningi sínum. Það er eins og stærstur hluti allra atburða gerist á breskri eða bandarískri grundu eða hendi borgara þessara ríkja. Það er vissulega sorglegt að sex manns hafi verið myrtir með köldublóði í Arizona, en að það sé fimm frétta virði er út í hött. 15 manns fundust látnir í nágrannaríkinu Mexíkó sama dag og ekki fékk það nema eina frétt. Á föstudaginn kynnti Ben Bernanke áhyggjur sínar fyrir hægum efnahagsbata í Bandaríkjunum og þó það sé virkilega stórfrétt, þá var fjallað um það á 10 línum.
Gallinn við þessa tryggð íslenskra fjölmiðla við Anglósaxneskt fréttamat er skortur á upplýsingum um hina hlið málanna. Ég skora á fólk að skoða myndina The War you don't See sem hægt er að tengjast af færslunni hennar Láru Hönnu Einarsdóttur Sannleikurinn og fjölmiðlarnir. Þar er farið ofan í saumana á því hvernig stjórnvöld í þessum tveimur löndum stjórna fréttaflutningi til að beina athyglinni frá því sem er verið að gera, hvernig fréttir eru lagfærðar og reynt að hafa áhrif á túlkun fréttamanna á atburðum m.a. með hótunum um að fá ekki aðgang að mikilvægum einstaklingum, taka þá með í sviðsetta atburði o.s.frv. Ég skora líka á fólk að hlusta á viðtal við John Pilger höfund myndarinnar, en tengil á viðtalið er að finna hér: John Pilger: Global Support for WikiLeaks is "Rebellion" Against U.S. Militarism, Secrecy.
Mér finnst ógnvænlegt hið gagnrýnilausa mat íslenskra fjölmiðla á þær fréttir sem koma frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Nákvæmlega eins fréttum frá öðrum löndum er tekið með gagnrýnum hætti. Ef þingmaður hefði orðið fyrir skotárás í Rússlandi, þá hefði verið litið á það sem pólitískt uppgjör og dugað í eina birtingu. En þetta var bandarískur þingmaður og þá er þetta tilræði við lýðræðið eða eitthvað þess háttar og nú þegar eru komnar fimm fréttir. Um daginn fannst ung kona myrt í íbúð í Suður-Englandi og það var tilefni til frétta hér marga daga í röð. Ég verð að viðurkenna, að þegar svona óeðlilegur fréttaflutningur verður af einum, mér liggur við að segja, hversdagslegum atburði (þ.e. fjöldamorð í Bandaríkjunum), þá velti ég því fyrir mér hvað er verið að fela? Hverju er verið að halda frá sviðsljósinu? Svo má ekki gleyma því, að á sama tíma og þetta átti sér stað biðu líklega 100 manns bana í bílslysum í Bandaríkjunum, 10 fórust í eldsvoða og ekki færri en 50 voru myrtir í öðrum atvikum.
Beðið fyrir þeim sem létust og særðust í Tucson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.1.2011 | 16:11
Íslensk lög og stjórnarskrá segja til um friðhelgi einkalífs
Merkilegt er að lesa þessa umfjöllun Morgunblaðsins og raunar Fréttatímans og DV. Hér er blaðamannastéttin að verja sjálfa sig og rétt sinn til að brjóta á friðhelgi einkalífsins. Þær reglur hér á landi sem ganga að ég best veit lengst í því að krefja opinbera aðila um að gefa upp fjárhagsleg tengsl sín eru reglur Alþingis um hagsmunatengsl þingmanna. Í þeim vekur sérstaka athygli eftirfarandi setning í 2. gr. reglnanna:
Ekki skal skrá fjárhæð eða verðgildi þeirra þátta sem eru tilgreindir í greininni.
Nákvæmlega. Friðhelgi þingmanna nær til þess, að þó þeir þurfi að greina frá atriðum sem talin eru upp í 11 töluliðum, þá þurfa þeir ekki að greina frá fjárhæðum eða verðgildi.
Opinber persóna eða ekki, þá á einstaklingurinn rétt til friðhelgi einkalífs að því marki sem hann kýs. Það er ekki fjölmiðla að ákveða hvenær slík friðhelgi er rofin. Vilji Eiður Smári eða einhver annar bjóða fjölmiðlum í heimsókn til sín, þá er það hans val, en með því var hann ekki að opna alla skápa í húsinu fyrir hnýsni. Umfjöllun um ferli knattspyrnumannsins Eiðs Smára Guðjohnsen opnar ekki fyrir að hver sem er geti fjallað í óþökk hans um heimilislíf hans, eins og ráða má af málflutningi verjenda.
Ég hef á undanförnum árum fylgst ágætlega með ferli Eiðs Smára Guðjohnsen og ferðalagi hans á milli fótboltafélaga. Aldrei á þessum tíma man ég eftir því að upplýsingar um laun hans eða söluverð hafi komið frá honum sjálfum. Hann hefur raunar reynt að fara leynt með slíkar upplýsingar og þær alltaf byggt á getgátum fjölmiðla. Getgátum sem er hann hefur alltaf kosið að hunsa. Slíkar getgátur, sem ekki er svarað, gefa fjölmiðlum ekki opið skotleyfi á fjármál hans. Það sem meira er að hnýsni í fjármál til opinberrar birtingar er brot á íslenskum lögum.
Ef það væri vilji löggjafans að fjármál "opinberrar persónu" væru opinber, þá væri vafalaust til lagagrein sem fjallaði um það. Svo er ekki. Í staðinn er í stjórnarskrá, lögum um mannréttindasáttmála Evrópu, hegningarlögum og lögum persónuvernd og meðferð persónuupplýsingar lögð áhersla á rétt fólks til friðhelgi einkalífs. Að það eigi rétt á því að halda því leyndu sem eðlilegt er að leynt megi fara. Sé hnýsni í fjármál leyfð, hvað verður þá næst? Hvað fólk borðar, hvernig það talar við maka sinn og börn, kynlíf fólks? Ákvæði um friðhelgi einkalífs væri ekki að finna í íslenskum lögum nema til að vernda einkalíf fólks. Vilji viðkomandi að upplýsingar um hann séu birta, þá er það hans val, en hann hefur líka rétt til að neita því.
Ég tók eftir því um daginn, þegar ég vildi komast hjá því að tilteknar upplýsingar um fjármál okkar hjóna væru birtar, þá glamraði í fréttastjórunum tveimur að ég væri að reyna ritskoðun. Þetta er kunnuglegur frasi hjá þeim sem hafa lélegan málstað að verja. Vilji maður ekki opinbera umfjöllun, þá er maður að brjóta á tjáningarfrelsi viðkomandi blaðamanns. Tjáningarfrelsisákvæði var sett í stjórnarskrá til að verja rétt fólks til að tjá skoðanir sínar, skoðanir sem í leiðinni brytu ekki á rétt annars einstaklings. Tjáningarfrelsisákvæðið hefur ekkert með það að gera, að fréttamaður hafi frelsi til að birta upplýsingar sem lúta að friðhelgi einkalífsins enda eru slíkar upplýsingar ekki skoðun. Hömlur á birtingu slíkra upplýsinga skerða því ekki tjáningarfrelsið.
Hvort það er tilraun til ritskoðunar að vernda einkalífslegar upplýsingar er deila sem seint verður leidd til lykta. Fjölmiðlar verða að fara að lögum. Skerði lög rétt fjölmiðla til að birta upplýsingar, þá er það ekki ritskoðun, það er einfaldlega sá lagarammi sem fjölmiðillinn býr við. Fjölmiðlar eru sífellt að túlka þau mörk sem lögin setja þeim og reyna að teygja þau lengra og lengra. Stundum tekst þeim að fara inn á nýjar slóðir vegna grandvaraleysis þess sem fjallað er um eða einfaldlega vegna þess að viðkomandi hefur ekki kjark, þor eða getu (m.a. fjárhagslega) til að fara með mál sitt fyrir dóm eða siðanefnd Blaðamannafélagsins. Með því myndast fordæmi sem fjölmiðillinn nýtir sér (eða aðrir) til sambærilegrar umfjöllunar um aðra. En loks kemur að því að einhver hefur getuna og viljann til að fara með mál fyrir dómstóla og þá er mikilvægt að dómstólar dæmi eftir lögunum, en ekki því að eitthvað hafi fengið að viðgangast.
Þó Eiður Smári vinni mál sitt gegn DV mun það ekki koma í veg fyrir að fleiri nákvæmlega eins fréttir verði birtar. Það er nefnilega með fjölmiðlafólk, eins og marga aðra, að minni þessi á dóma og lög er ákaflega dapurt. Þetta sýna hin fjölmörgu meiðyrðamál sem fallið hafa fjölmiðlum í óhag. Mörg virðast þau vera keimlík. Ég er ekki hlynntur því að sett verði einhver fjölmiðlanefnd til eftirlits með fjölmiðlum. Hver fjölmiðill verður að kunna að fara með vald sitt. Hann verður að átta sig á því sjálfur hvað er leyfilegt og hvað ekki. Tjáningarfrelsi hefur ekkert með það að gera að setja megi hvað sem er á prent, út á öldur ljósvakans eða á vefinn. Ekki má rugla saman ritfrelsi og tjáningarfrelsi. 73. gr. stjórnarskrárinnar kveður á um tjáningarfrelsi og segir að ekki megi koma á ritskoðun til að hamla tjáningarfrelsi. Þar er líka skilgreint að tjáningarfrelsið felist í þeim rétti að láta í ljós hugsanir sínar, þ.e. skoðun. Í 2.tl. 10. gr. laga nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu segir um tjáningarfrelsi:
Þarna segir að tjáningarfrelsinu megi setja skorður, þ.e. formsreglur, skilyrði, takmörkunum og viðurlögum. Það vill svo til að 73. gr. stjórnarskrárinnar er útfærsla á 10. gr. laga um mannréttindasáttmálans.
Í almennum hegningarlögum 19/1940 er í XXV. kafla fjallað um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þar segir í 229. gr.:
Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári.
Nú spyr ég hvað telst "að nægar ástæður séu fyrir hendi". Þegar kemur að fjölmiðlum, þá snýst málið oftar en ekki um að selja blað eða auglýsingar. Verjendur í máli Eiðs Smára gegn DV óttast að vinni Eiður málið, þá geti "útrásarvíkingarnir" farið í mál við blaðið. Ég verð að viðurkenna að himinn og haf er á milli ástæðu DV til að fjalla um skuldamál Eiðs og þess að fjalla um málefni manna sem settu hagkerfið á hausinn. Þessi málatilbúnaður verjendanna lýsir hve slæmt málefni þeir eru að verja. Hvernig getur mönnum dottið í hug að bera saman stöðu íþróttamanns, sem mér vitanlega hefur ekki gert á nokkurs manns hlut, og manna sem hafa líklega kostað hagkerfið og þjóðarbúið fleiri þúsund milljarða. Síðan má ekki gleyma því, að "útrásarvíkingarnir" eru með lagalega skyldu til að upplýsa opinberlega um fjárhagslega stöðu félaga í þeirra eigu hvort heldur þau eru skráð hér á landi eða öðrum ríkjum Evrópu. Ég vona innilega að fréttamat DV sé ekki jafn dapurt og þessi rökstuðningur lögmanna þeirra DV manna.
Mergur málsins í þessu máli og svo mörgum öðrum er þetta ákvæði 229. gr. hegningarlaga. Ekki má greina frá einkamálefnum annars manns nema nægar ástæður eru fyrir hendi. Þetta ákvæði er búið að vera í lögunum frá upphafi. Túlkun þess hvað telst "að nægar ástæður séu fyrir hendi" eru aðrar í dag en 1940. Það bara skiptir ekki máli. Lögskýringin sem kemur fram í greinargerð/athugasemdum með frumvarpinu gilda og þar er ég alveg handviss um, að hnýsni í skuldastöðu vegna þess að viðkomandi er áberandi í þjóðfélaginu án þess að hafa gert nokkuð annað af sér telst ekki "að nægar ástæður séu fyrir hendi".
Þetta er nú orðin lengri umfjöllun, en ég ætlaði mér. Ástæðan er að fjölmiðlar hafa verið duglegir við að fjalla um málið í dag. Áhugi þeirra á þessu máli er skiljanlegur, þar sem það snýst um hve langt fjölmiðlum er leyfilegt að ganga í hnýsni þeirri um einkamálefni einstaklings. Er það að vera áberandi í umræðu, svo kölluð opinber persóna, næg ástæða til að viðkomandi búi við skerta friðhelgi einkalífs eða hafi jafnvel misst friðhelgina alveg? Sé friðhelgin skert, að hvaða leiti er hún skert? Ræður fjölmiðlafólk því hverjir njóta friðhelginnar og hverjir ekki? Hvenær er einstaklingurinn sviptur friðhelginni og hvaða hluta friðhelginnar er hann sviptur? Eru það fjárhagsleg málefni í dag, kynhegðun á morgun, drykkjusiðir hinn daginn, kækir hans fjórða daginn og fortíðardraugar fimmta daginn? Þetta þarf héraðsdómur skera úr um. Málið snýst ekki um hvaða upplýsingar voru birtar eða hvort þær voru réttar eða rangar. Málið snýst um hver það er sem ákveður hvort Pétur eða Páll skuli njóta friðhelgi einkalífs síns og hvaða þátta einkalífsins friðhelgin nær til.
Verður að sætta sig við umfjöllun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.1.2011 | 23:51
450 milljarðar lánaðir á einum fundi í miðri lausafjárkreppu
Bloggar | Breytt 5.1.2011 kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2011 | 20:40
Neytendavernd á Íslandi í hnotskurn - Hún er engin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.12.2010 | 16:18
Árið 2010 gerði lítið annað en að dýpka kreppuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
30.12.2010 | 11:51
Árið er nú ekki liðið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.12.2010 | 21:05
Eignaupptaka fest í lög - Engir samningar verða öruggir héðan í frá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
28.12.2010 | 12:56
Atlaga að þeim sem hafa sjálfstæðan vilja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.12.2010 | 17:12
Steingrímur lætur ekki bágan hag heimilanna trufla sig
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.12.2010 | 23:43
Hvort er mikilvægara: Völdin eða samviskan?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.12.2010 | 16:20
Forgangsröðun innstæðna er ekki brot á EES-samningnum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.12.2010 | 13:12
Eiga menn ekki við leiðréttingu krafna á einstaklinga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.12.2010 | 10:29
Vextirnir að nálgast samningsvexti gengisbundinna lána - Hvað ætli fjármálafyrirtækin tapi á þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2010 | 16:59
Bankar með undirboð á fasteignamarkaði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
7.12.2010 | 10:21
Taka skal þessum tölum með varúð, þær eiga það til að breytast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.12.2010 | 18:16
Afsláttur af lánum allra notaður í suma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði