Leita í fréttum mbl.is

Hvað kostar að afskrifa sokkinn kostnað?

Á háskólaárum mínum í Bandaríkjunum fékk hópur, sem ég var í, einu sinni það verkefni að meta kostnað við lagfæringu á biluðu kerfi.  Viðkomandi fyrirtæki stóð frammi fyrir því að mjög dýr vél var ekki að virka og meta átti kosti aðgerða.  Einn var að gera við vélina, annar að skipta henni út fyrir nýja.  Við skoðun reyndist síðari kosturinn hagkvæmari, þar sem breytingin á vélinni myndi kosta meira en ný vél sem uppfyllti skilyrði.  Þessi niðurstaða fór fyrir brjóstið á yfirmönnum, þar sem með því væri að þeirra mati verið að kasta háum upphæðum út um gluggann.  Við bentum þeim á að það væri hreinlega rangt.  Peningarnir sem fóru í að kaupa vélina væru löngu farnir og því skiptu þeir ekki máli.  Þetta væri sokkinn kostnaður.  Það eina sem skipti máli væri því kostnaður í framtíðinni.

Þessi saga hefur rifjast aftur og aftur upp fyrir mér á undanförnum 30 mánuðum eða svo.  Staða fjármálafyrirtækja er nefnilega sú, að þau standa frammi fyrir sokknum kostnaði.  Ákveðinn hluti lána í lánasöfnum þeirra er glatað fé, sokkinn kostnaður.  Það skiptir því engu máli hvaða brögðum fjármálafyrirtækin beita, þessi peningur mun ekki rata inn á reikninga þeirra.  Þetta vita þau mjög vel, enda er bókfært virði þessara lána mun lægra en innheimtuvirði.  Það skiptir heldur ekki máli, að bankarnir hafi ekki þegar notað afsláttinn í eitthvað annað, sokkni kostnaður vegna annarra lána hverfur ekki, þó menn hafi notað allan afsláttinn.  Í þeim tilfellum verða bankarnir annað hvort að bera þennan kostnað sjálfir eða snúa sér til kröfuhafa og gera þeim grein fyrir stöðunni.

Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin og fjármálafyrirtækin kynntu í dag snerust að miklu leiti um að viðurkenna sokkinn kostnað.  Það má því með sanni segja, að þær kosti ekki neitt, ef notuð er röksemdarfærslan að ofan um biluðu vélina.  Kostnaður bankanna vegna lánanna er allur löngu fallinn til.  Ok, hugsanlega er eitthvað smávegis að bætast við.  Arnar Sigurmundsson viðurkenndi að það væru vanskil og útlánatöp og þar með væri þar sokkinn kostnaður.  Íbúðalánasjóður viðurkennir að sokkinn kostnaður hans sé a.m.k. 25 ma.kr. 

Út frá því að sokkinn kostnaður eigi ekki að kostnaðarmetast í nýrri ákvörðun, þá er "kostnaður" fjármálafyrirtækjanna, lífeyrissjóðanna og Íbúðalánasjóðs af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vel innan við 40 ma.kr., þar af eru 16 ma.kr. vegna hærri vaxtabóta.


mbl.is Kostar banka og sparisjóði 90 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Vantar ekki eitthvað í þessa mynd, hvar er samþykki skuldaranna

Þetta er allt á sömu bókina lært, það er samið við "hagsmunaaðila" en hvergi sést í skuldarana sem eru nú beinir hagsmunaaðilar að þessu dæmi og Hagsmunasamtökum heimilanna er haldið utan við málið með pólitík og það ljótri. Talað er um að þetta hljómi upp á 100 milljarða "afskriftir" fjármálastofnanna og ríkissins. Það er gert ráð fyrir að fara niður í 110 prósent veðsetningu, þannig að skuldarar standa eftir með 10 % yfirveðsetningu. Hver borgar þetta fyrir bankana því ekki gera þeir það sjálfir. Tökum dæmi: Tvær fjölskyldur keyptu sér sitt hvora íbúðina í sama húsinu 2007 á 25 milljónir. Önnur fjölskyldan tók 100 % lán og skuldar í dag um 33,2 milljónir. Hin fjölskyldan átti 10 milljónir og tók því 15 milljónir að láni og skuldar í dag um 20 milljónir. Gefum okkur að íbúðirnar kosti í dag um 20 milljónir og lánin hafi hækkað um c.a. 33 % samkvæmt verðtryggingu. Samkvæmt leið ríkisstjórnarinnar þá fær fyrri fjölskyldan sem tók 100 % lánið afskrifað niður í 110 % og skuldar því 22 milljónir og hefur engu tapað þó hún skuldi 2 milljónir umfram verðmæti. Hin fjölskyldan fær enga leiðréttingu, skuldar 20 milljónir og er búin að tapa þeim 10 milljónum sem hún lagði fram í upphafi þannig að hún er búin að borga fyrir leiðréttingu hins aðilans í þessu dæmi og gott betur. Þetta kostar ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður og ef þeim tekst að fá fólk til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðissins síns og sinnar fjölskyldu.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 3.12.2010 kl. 15:18

2 identicon

Þessar aðgerðir sem stjórnin kynnti í dag eru RUGL og aftur RUGL! Enn og aftur er EKKERT gert fyrir millistéttina!! Við skulum bera hrunið!

Sjá lið 1 A ( http://img.eyjan.net/2010/12/Viljayfirl%C3%BDsing-vegna-skuldavanda-heimilanna_3.-des.pdf ). Þar segir að þeir sem eru með greiðslubyrði hærri en 20% af tekjum FYRIR skatta geti fengið leiðréttingu niður í 110% af virði fasteignar. Hér virðist gleyma að mesti hluti tekna millistéttar fara í SKATTA og því oft ekki mikið eftir af RÁÐSTÖFUNARTEKJUM!

Þetta þýðir að til þess að fá hjálparhönd þá þarftu annaðhvort að vera með mjög lág laun í hlutfalli við afborgun íb lána. Eða með mjög háá afborgun m.t.t. afborgun íb. lána. Ég hefði átt að kaupa mér stórt einbýlishús á 100% láni til að byrja með,  þá væri ég í fínum málum!

Ég er í millistétt og rétt tóri mér í skilum en ég uppfylli ekki þessar kröfur. Er með meðallaun m.t.t. háskólamenntun minnar. Er yfirveðsett í 80 fm íbúð sem ég keypti árið 2005 á 80% láni. En þar sem ég fór varlega með því að kaupa mér ekki stærri eign á meira láni þá fæ ég enga hjálp. Ég sit föst í minni litlu kompu með mín börn og sef inni í stofu með kallinum! #$/#)($/Q%&

DD (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 15:50

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það sem er skelfilegast við þessar "aðgerðir" er að ríkisstjórnin er enn og aftur að byggja á stöðu lánafyrirtækjanna.

Ég get ekki séð að nein skuldamál heimilanna séu leiðrétt nema þau sem voru (og verða) vonlaus hvort sem er.

Kolbrún Hilmars, 3.12.2010 kl. 16:45

4 identicon

Eitt það fyrsta sem maður lærir í viðskipafræðinni er einmitt hugtakið, sokkinn kostnaður.

Yfirvöld, fjármálastofnanir og lífeyrissjóðir hljóta að hafa heyrt hugtakið.

Reyndar er auðvelt að tiltaka sokkinn kostnað sem eignir í bókhaldi,  en það gengur ekki endalaust.

Hjartanlega sammála DD..ég upplifi það sama!

runar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 16:54

5 identicon

Sjáip aftur lið 1 A þar sem farið er ofan í saumana á 110% leiðinni. Er þetta rétt skilið að þetta úrræði nær aðeins yfir erlend íbúðalán sem á nú að breyta ísl vertryggð skv. frumvarpi árna páls? Ég get ekki séð að nefnt sé að þetta úrræði sé fyrir aðrar skuldir en þessar.

"Séu áhvílandi íbúðarskuldir að endurmetnum gengisbundum lánum umtalsvert hærri en

nemur verðmæti veðsettrar eignar býðst skuldara að fá eftirstöðvar láns færðar niður að

110% af verðmæti fasteignar, enda uppfylli hann önnur skilyrði þessa úrræðis"

DD (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 18:44

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. einfalt að sjá hvaðan hagnaður bankanna er fenginn. Eftirfarandi er tekið beint af vef Seðlabankans:

Fjármálastöðugleiki 2010/2

  • "Samanlögð arðsemi eigin fjár samstæðna stærstu viðskiptabanka nam um 16% á fyrri árshelmingi 2010." -
  • "Á tímabilinu voru umtalsverðar tekjur af metinni virðishækkun útlánasafnsins sem nýju bankarnir tóku yfir af þeim gömlu. Samanlögð tekjufærsla viðskiptabankanna vegna metinnar virðishækkunar yfirtekinna útlána nam þannig 33 ma.kr. eða 33% af hreinum rekstrartekjum." - bls. 11.


Takið eftir, 33% af hreinum rekstrartekjum kom ekki fyrir nokkurn annan hlut en þann, að þeir fengu lánin færð yfir á segjum 75% og ákveða að rukka 100%. Mismuninn kalla þeir tekjur.

Hagnaðar hlutfall var 16% á fyrri hl. 2010 sem segir, að ef þú dregur frá þessi 33% að allur hagnaðurinn og gott betur, sé búinn til með þessari hópus pókus aðferð.

Eins og hann Hallur sagði. Hreinn þjófnaður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.12.2010 kl. 22:59

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

DD (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 15:50

Góður punktur hjá þér. Ef þú ert með 600þ. brúttó tekjur. Þá eru 20% 120þ. Svo, ef þú ert með einungis 110þ. í aborgun, þá færðu enga leiðréttingu skv. þessum reglum.

Mjög góð ábending. En, Seðlabankinn hefur miðað við 30% af brúttótekjum, og kallað þá sem eru undir, þá sem geta borgað eða ráða við að borga - og allur Samfóa kórinn hefur sungið að ekki megi aðstoða fólk sem geti borgað.

En, þarna kemur þú með það, að meira að segja 20% viðmiðið sé mjög krefjandi. Það sannarlega sýnir, hve 30% viðmiðið er út úr korti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.12.2010 kl. 23:06

8 identicon

Baunateljararnir eru svo fyrirsjáanlegir greyin að það er ekki hægt annað en hlæja að þeim.

Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 23:07

9 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Ég er í millistétt og rétt tóri mér í skilum en ég uppfylli ekki þessar kröfur. Er með meðallaun m.t.t. háskólamenntun minnar. Er yfirveðsett í 80 fm íbúð sem ég keypti árið 2005 á 80% láni. En þar sem ég fór varlega með því að kaupa mér ekki stærri eign á meira láni þá fæ ég enga hjálp. Ég sit föst í minni litlu kompu með mín börn og sef inni í stofu með kallinum! #$/#)($/Q%&"

Sorrý, DD. Þú fórst varlega þegar þú hefir átt að fara fram með óráðsíu.

"Íslendingar hafa því miður lært slæma siði í fjámálum undanfarna áratugi.

Það er betra að eyða en spara.

Það er ekkert að því að skulda mikið.

Ef eitthvað bjátar á, þá reddast það.

Fyrir ekki ýkja löngu var það verðbólgubálið sem sá um að halda þessum hugsunarhætti gangandi. Ef þú áttir einhverja peninga, þá skruppu þeir bara saman og hurfu. Bankainnistæður báru háa neikvæða raunvexti. Betra var að eyða þeim strax, í skemmtanir, utanlandsferðir og nýja bíla. Auðvitað var líka þjóðráð að fjárfesta í steinsteypu.

Núna hefur íslendingum aftur verið kennd þessi lexía en þó með öðrum hætti. Þeir sem spöruðu fyrir útborgun í húsnæði geta nú litið á þann sparnað sem tapað fé. Enginn virðist ætla að leiðrétta það tap sem orðið hefur vegna þess að húsnæðisverð hrundi og að ævisparnaðurinn sem notaður var í útborgunina er nú glataður. Hins vegar er þeim reddað sem spöruðu ekki neitt og tóku 100% lán. Í raun og veru eru það þeir sem ekki voru á sífelldum ferðalögum til útlanda, keyptu ser ekki dýra bíla og stunduðu ekki veitingastaði og skemmtanlíf grimmt að borga brúsann fyrir þá sem gerðu það.

Vonandi skilja allir lærdóminn. Það er betra að eyða en spara. Sóun og sukk er betri en sparnaður og hófsemi. Ef einhver rugludallur heldur öðru fram má benda á reynslu undanfarinna áratuga á Íslandi. Hún sýnir ótvírætt hvor kosturinn er betri."

Hörður Þórðarson, 3.12.2010 kl. 23:42

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings fjölskyldnanna í landinu, fela í sér glatað tækifæri til þess að koma hjólum atvinnulífsins af stað!

Ég fæ ekki betur séð - en að þetta sé allur kostnaður ríkisins af aðgerðunum, þ.e. 2 ma.kr. á ári.

  • Kostnað bankanna tel ég engan af niðurfellingu skulda frá því sem þeir gera kröfu um - sjóðirnir meta sinn kostnað 10-15 ma.kr. En þeir fengu engin lán yfirfærð gagnvart afslætti.
  • Ef kostnaður af viðbótar vaxtabótum skiptist jafnt milli banka og sjóðanna, þá er kostnaður bankanna 3 ma.kr.

Samanlagt því kostnaður: 15 - 20 ma.kr.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.12.2010 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1678150

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband