25.2.2009 | 01:22
Það er víst hægt að færa lánin niður
Nú eru menn farnir að rífast um það hvort hægt sé að færa niður lán heimilanna um 20% eins og Framsókn gerir tillögu að. Forsætisráðherra segir slíkt setja Íbúðalánasjóð á hausinn og Henny Hinz hjá ASÍ telur þær of kostnaðarsamar. Mér finnst hvorugur aðili líta á heildarmyndina. Þessi 20% sem Framsókn stingur upp á er u.þ.b. 20% af þeim afskriftum sem Kaupþing og Landsbanki hafa þegar boðað að verði afskrifað af innlendum útlánum bankanna. Þessi 20% eru svipuð tala og ætlunin er að nota til að bjarga Seðlabankanum. Þessi 20% eru vel innan við þá upphæð sem ríkissjóður ætlar að leggja bönkunum til í nýtt eigið fé.
Ég skil svo sem áhyggjur fólks af því að þetta sé há upphæð ein og sér, en mig langar að skoða leiðir til að framkvæma þetta án þess að það kosti ríkið eða skattgreiðendur of mikið til viðbótar við það sem þegar hefur verið ákveðið. Fyrir þessu eru fyrst og fremst tvær ástæður:
A. Gömlu bankarnir eru þegar búnir að ákveða að færa niður lánasöfnin sem færð verða inn í nýju bankana. Fram kemur í gögnum frá Kaupþingi að heildar niðurfærsla lánasafna Nýja Kaupþings muni nema 935 milljörðum til viðbótar þeim 19 milljörðum sem þegar höfðu verið færð á afskriftarreikning. Landsbankinn ætlar að færa sín lánasöfn niður um 1.452 milljarða, auk þess sem "[l]ánasöfnin sem voru færð yfir í nýja bankann hafa líka verið færð heilmikið niður", eins og Morgunblaðið hefur eftir Lárusi Finnbogasyni formanni skilanefndar bankans. Það er svo sem ekki skilgreint hve mikið lánasöfn NBI hafa verið færð niður, en "heilmikið" hlýtur að vera mælt í tugum prósenta.
B. Ríkissjóður ætlar að "kaupa" eitruð skuldabréf að andvirði 345 milljarða af Seðlabankanum fyrir 270 milljarða. Skuldabréfin voru lögð fram af smærri fjármálafyrirtækjum sem trygging vegna lána þeirra hjá Seðlabankanum. Þau eru flest, ef ekki öll gefin út af stóru bönkunum þremur og geng ég út frá því í máli mínu hér á eftir. Ríkissjóður áætlar að afskrifa þessi skuldabréf þegar um 220 milljarða.
Ég legg til að eftirfarandi leið verði farin:
- Ríkissjóður kaupi skuldabréfin af Seðlabankanum eins og fyrirhugað er, en afskrifi þau ekki.
- Ríkissjóður skipti á skuldabréfunum fyrir lán heimilanna hjá smærri fjármálafyrirtækjum að andvirði 345 milljarða í réttu hlutfalli við hlutdeild útlána hvers fjármálafyrirtækis fyrir sig til heimilanna. Verðmæti lánanna fyrir ríkissjóð er 270 milljarðar. Helmingurinn af þessum 270 milljörðum verði afskrifaður, ásamt þessum 75 milljörðum sem fékkst í afslátt. Afgangurinn, 135 milljarðar, verði frystir í 5 til 10 ár á 3% óverðtryggðum vöxtum, en komi þá til innheimtu samkvæmt reglum sem um þetta verða settar. Einnig mætti hugsa sér að þessi upphæð verði afskrifuð smátt og smátt á löngum tíma. Fjármálafyrirtækin eignast skuldabréf frá gömlu bönkunum.
- Nýju bankarnir greiða smærri fjármálafyrirtækjunum upp skuldir sínar, þ.e. greiða 345 milljarða og fá í staðinn skuldabréfin.
- Nýju bankarnir draga úr fyrirhugðum afskriftum sínum sem nemur þessum 345 milljörðum (nemur líklegast um 12% af afskriftum nýju bankanna).
- Næst geri ég ráð fyrir að bankarnir (bæði gömlu og nýju) eigi húsnæðisbréf gefin út af Íbúðalánasjóði. Lagt er til að bankarnir afskrifi hluta af þessum skuldum, t.d. aðra 345 milljarða, og nýti meðal annars þegar fram komnar tillögur um niðurfærslu á skuldum annarra lánastofnana við bankana.
- Nýju bankarnir leyfa öllum lántakendum að njóta strax góðs af niðurfærslu lánasafna, sbr. það sem haft er eftir Lárusi Finnbogasyni að ofan.
- Íbúðalánasjóður færi niður húsnæðislán um 345 milljarða.
Niðurstaðan:
1. Seðlabankinn fær 270 milljarða í nýtt "eigið fé", eins og hann hefði fengið eftir hugmyndum ríkisstjórnarinnar.
2. Breytingar á eignastöðu smærri fjármálafyrirtækja er á núlli. Þ.e. 345 milljarðar inn og 345 út í viðskiputm við ríkissjóð, síðan 345 milljarðar út og 345 inn í uppgjöri við bankana.
3. Breytingar á eignastöðu Íbúðalánasjóðs er á núlli, þ.e. 345 milljarðar í lækkun skulda hjá bönkunum og 345 milljarðar í lækkun útistandandi skulda.
4. Breytingar á eignastöðu nýju bankanna eru flóknari. Þeir hafa greitt 345 milljarða vegna skulda gömlu bankanna, en í staðinn voru fyrirhugaðar afskriftir lækkaðar um 345 milljarða. Þannig að það kemur út á núlli. Þá er spurningin um húsnæðisbréf gefin út af Íbúðalánasjóði. Þar er um að ræða 345 milljarða sem ýmist falla undir fyrirhugaðar afskriftir við fjármálafyrirtæki eða myndu draga lítillega úr afskriftum lána til viðskiptavina. Nettó breyting hjá þeim er því engin.
5. Breytingar á stöðu ríkissjóðs velta á því hve stór hluti af 135 milljörðunum fást greiddir saman borið við 50 milljarðana, sem ekki átti að afskrifa.
6. Skuldir heimilanna hafa verið lækkaðar um 555 milljarða, auk þess sem kemur út úr niðurfærlsu lánasafna bankanna. Það sem meira er þetta kostaði ríkissjóð, Íbúðalánasjóð og smærri fjármálafyrirtæki ekki neitt aukalega og bankarnir hafa eingöngu nýtt hluta af þegar ákveðnum afskriftum. Þessu til viðbótar eru talsverðar líkur á að ríkissjóður geti innheimt stærri hluta af skuldabréfum heimilanna, en gert var ráð fyrir að hægt væri að innheimta af skuldabréfum bankanna.
Ég er viss um að nú koma einhverjir fortölumenn og segja að ekki eigi að bjarga þeim sem fóru of geyst í lántökum eða ekki þarf að bjarga. Ég hef nokkur mótrök við því:
- Flestir sem tóku lán gerðu það í ljósi þeirra spáa sem komu frá fjármálafyrirtækjunum og fjármálaráðuneytinu. Allir þessir aðilar gáfu út spár um nokkuð stöðugt verðlag og að þó svo að gengið væri eitthvað ofmetið, þá væri væntanleg lækkun þess ekki meiri en 10%.
- Það verður ekki öllum bjargað með þessum aðgerðum, en þetta mun duga fyrir mjög marga.
- Öllum innistæðueigendum var bjargað, þó svo að ljóst var að einhverjir hefðu þolað talsverðan skell. Áður en neyðarlögin voru sett, þá voru tryggingar þeirra bara upp á um 3 milljónir en allt var bætt. Með þessu var sparnaðarformum mismunað.
- Verði skuldabyrðin ekki minnkuð, þá mun stór hluti skuldara fara í gjaldþrot og eignir þeirra á nauðungaruppboð. Eftir uppboðin munu kröfuhafar þurfa að afskrifa háar upphæðir sem verða ekki bættar nema hægt verði að elta skuldara til eilífðarnóns.
- Fjölskyldur munu fara á vergang eða eiga þann einn kost að fara á leigumarkaðinn, þar sem eigið fé þess er uppurið. Það mun taka fjölskyldur mörg ár að safna nægilegu eigin fé til að geta fjárfest aftur í hentugu húsnæði. Þetta mun hrekja fólk úr landi í stórum stíl.
- Veltan í hagkerfinu mun minnka, þar sem þeir sem ennþá halda heimilum sínum, þurfa að nota sífellt stærri hluta tekna sinna til að greiða af lánum sínum. Minnkandi velta mun hafa áhrif á stöðu fyrirtækja, atvinnustig og samneysluna. Staða ríkissjóðs mun versna og brestir koma í velferðarkerfið. Kreppan mun dýpka.
Ég geri mér grein fyrir að tillögur mínar þarfnast frekari útfærslu, en tel þær jafnvel í þessari einfölduðu mynd hafa mikla yfirburði yfir aðra kosti.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Marinó, þó eg hafi misst þráðinn í færslu þinni, þá tel ég alveg ljóst að þú sért að segja okkur að þetta sé hægt og það skipftir mestu.
Hvort ég skil eða skil ekki, alla fléttuna er bara aukatriði. Takk einu sinni enn fyrir að veita okkur góðar upplýsingar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.2.2009 kl. 01:48
Hólmfríður, og ég sem var að reyna að brjóta þetta upp í afmarkaða skiljanlega hluta Málið er að þetta er hægt, ef vilji er fyrir hendi.
Marinó G. Njálsson, 25.2.2009 kl. 01:54
Auðvitað er hægt að færa lánin niður. Það er búið að því.
Þórður Björn Sigurðsson, 25.2.2009 kl. 02:05
Ég tel reyndar ekki nógu langt gengið hjá Framsókn og verð sífellt sannfærðari um ágæti tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna.
Þær eru hér: http://www.heimilin.is/varnarthing/index.php?option=com_content&view=article&id=92:tilloegur-um-braeaaegereir-vegna-efnahagskreppunnar&catid=35:samtykktir-ofl&Itemid=69
Þórður Björn Sigurðsson, 25.2.2009 kl. 02:09
Sigmundur var í Speglinum í dag og það var ágætt að heyra hann útskýra þetta.
Mér fannst sérstaklega áhugavert að heyra að það væri verið að verlsa með kröfur á þrotabú gömlu bankana á svona 3% af upprunalegu verði.
Þetta staðfestir bara það sem Marinó var að skrifa um daginn að heimilin eiga að fjármagna nýju bankana með fasteignalánum sínum. Þess vegna berjast stjórnvöld gegn þeim leiðrétttingum sem almenningur á rétt á.
Þórður Björn Sigurðsson, 25.2.2009 kl. 02:12
Ég er alveg sammála þér í því, Þórður, en ég er ekki ennþá viss um að bankarnir ætli að láta lántakendur njóta þess. Mér finnst að það ferli eigi að vera gagnsætt og gert opinbert. Talsmaður neytenda ætti jafnvel að koma að málum til að tryggja jafnræði. Nú eða Hagsmunasamtök heimilanna.
Auðvitað eru okkar tillögur betri.
Marinó G. Njálsson, 25.2.2009 kl. 02:13
Hvort ætli sé betra að láta bæði íbúðalánasjóð og heimilin fara á hausinn eða bara íbúðalánasjóð? É er hrifinn af tilögum framsóknar þótt ég telji 20% niðurfellingu ekki nægjanlegar en ég get allt eins verið of svarsýnn á ástandið.
Þetta er vissulega hægt án þess að setja íbúðalánasjóð á hausinn. En ef heimilin fara á hausinn er allt eins líklegt að íbúðalánasjóður falli með og þá held ég að fallið verði meira en 20%.
Offari, 25.2.2009 kl. 08:51
Í fljótu bragði lýst mér vel á þetta hjá þér Marinó. Hef talað fyrir leiðréttingu skulda eins og margir aðrir.
Þetta er brýnasta verkefnið en er því miður ennþá rúllað áfram án þess að á því sé tekið vegna ákvörðunarfælni.
Haukur Nikulásson, 25.2.2009 kl. 09:27
Mér finnst þetta nokkuð flókið hjá þér en er ábyggileg rétt svona eins og alltaf hefur viðgengist hjá stjórnvöldum að færa til tölur á blaði sem eingin skilur og niður staðan verður bara 0 eins og hjá auðmönnunum og bönkum
Við vitum að verðbætur eru ekki í réttu samhengi við ástandið í landinu og þess vegna gæti húsbankinn lækkað "verðbætur"ekki lánin sem slík og mætti öruglega lækka verðbætur um 50-60% án þess að húsbankinn færi á hausinn enda myndu allir geta borgað af sínum lánum ef það væri gert .Að öðrum kosti fara bara öll heimili á hausinn og húsbankinn líka
Af hverju meiga heimilin ekki fá leiðréttingu eins og fyrirtæki og stofnanir ?svarið er einfalt auðvaldið verður að fá sitt á undan okkur almenningi.Svo ekki flækja hlutina svona mikið þetta er ósköp einfalt og alt mannanna verk til að plata almenning
H.Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:08
H. Pétur, það var einu sinni haft eftir Bill Clinton, þegar hann lagði fram nokkurra þumlunga þykkt frumvarp um almannatryggingar, að réttlætið væri alltaf flókið.
Þetta er í sjálfu sér ekki flókið. Ég er bara að sýna hvernig hægt er að nýta peninga sem eiga að fara í ákveðna hluti (þ.e. niðurfærslu útlána gömlu bankanna) til að greiða úr vanda allra, þ.e. ríkissjóðs, smærri fjármálafyrirtækja og heimilanna. Ég set þetta hugsanlega upp sem flæðirit þegar mér gefst tími til.
Marinó G. Njálsson, 25.2.2009 kl. 11:20
Almennt finnst mér Framsóknarflokkurinn eiga heiður skilinn fyrir að setja fram þessar tillögur. Það er margt mjög áhugavert í þeim.
Hinsvegar sé ég ekki annað en nettóniðurstaðan verði sú að 20% niðurfærslan leiði til aukinnar skuldareigenda eða til skuldsetningar ríkissjóðs ef bæta á skuldareigendum tjónið enda ekki í annan sjóð að venda til að mæta aukinni afskrift. Nýju bankarnir eru búnir að taka við íbúðarlánum frá skilanefndum með afföllum sem eiga að mæta raunverulegum afskriftum. ÍLS, sparisjóðirnir og aðrir sem lánað hafa íbúðalán lenda klárlega í afskriftum að óbreyttu. Flöt niðurfærsla um 20% mun leiða til aukinna afskrifta lána eigenda þeirra, þe. einkum þeirra lána sem yrðu í skilum hvort eð er og þar sem gömlu bankarnir (erlendir kröfuhafar) munu ekki taka hana á sig munu íslenskir skuldareigendur og/eða ríkissjóður þurfa að standa undir þessu á endanum, sama hvaða aðferð er notuð til að dreifa álaginu.
Cicero (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:56
Cicero, ég held að niðurfærslan, hver sem hún verður, mun bara færa lánin niður í raunvirði þeirra. ÍLS fær aldrei allan sinn pening til baka. Mér finnst skynsamlegra fyrir alla, að skuldarar geti staðið undir 80% af lánum sínum, en að lenda í vanskil með 100%.
Annars er í gangi tölvupóstur, þar sem haft er eftir lögmanni að fólk þurfi að kunna að skulda. Trixið er að greiða af fyrri veðréttum, en láta síðari veðrétti fara í vanskil. Nauðungaruppboð teljist nefnilega ógild, ef uppboðsbeiðandinn fær ekki greitt neitt inn á sína kröfu. Nú standi maður í skilum við alla á fyrri veðréttum, þá geti þeir ekki farið fram á nauðungaruppboð. Ég er ekki dómbær um hvað sé rétt í þessu, en þarna er augljóslega leið fyrir fólk að "þvinga" þá sem eru á efri veðréttum til samninga.
Marinó G. Njálsson, 25.2.2009 kl. 12:09
Vildi bara þakka fyrir alla vinnuna sem þú leggur í að upplýsa okkur fólkið Marinó, bæði í þessum pistli og eldri pistlum. Ég las allt að ofan þó ég hafi ekki skilið allt upp á eyri . En það sem ég skildi lýsir því nú að vel sé hægt að lækka skuldir heimilanna. Fólkið og heimilin eiga bara ekkert að hafa allt fallið á herðunum. Það væri glapræði og eins og þú segir mun fólk fara úr landi í stórum stíl. Enda margir farnir og aðrir alvarlega að hugsa um það.
EE elle (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 13:10
Grunnhugmyndin hjá Framsókn um 20% flata niðurfærslu er um margt ágæt. Hún er réttlát gagnvart öllum skuldurum, einföld, og á að tryggja að allir fái sömu meðferð. Fleiri munu geta staðið í skilum. Gallinn við hana er sú að hún kostar gríðarlega fjármuni, ekki síst vegna niðurfellingar skulda þeirra sem geta staðið í skilum, og ekki verður annað séð en á endanum lendi á skuldareigendum eða ríkinu. Hjá þeim sem hvort eð er lenda í vanskilum þrátt fyrir niðurfellinguna þarf að leysa málin hvert fyrir sig, eins og er í dag.
Ég veit ekki hvort framsóknarmenn hafi þessar tölur á reiðum höndum, þ.e. hversu stór hluti þeirra það er sem ekki getur staðið í skilum í dag muni gera það við 20% niðurfellingu, hversu stór hluti lendir í vanskilum hvort eð er og hversu stór hluti getur staðið í skilum án 20% niðurfellingar.
Semsagt, hugmyndin er í sjálfu sér ágæt - en líklega óraunhæf.
Cicero (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 13:43
Vil líka segja að við fólkið ættum ekki að hafa allt fallið á herðunum vegna þess að við tókum ekki þessi lán. Við tókum miklu minni lán og erum nánast þvinguð með valdi til að borga samt. Fólk með venjulegt þak yfir höfuðið og venjulegan fólksbíl sem eyddi kannski litlu. Og ég vil ekki hlusta á fortölumenn sem segja að við fólkið höfum eytt endalaust. Það passar bara ekki við allt fólkið.
EE elle (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 13:44
En hvaða áhrif hefur þetta á lífeyrissjóðina? Veistu hversu stórt hlutfall húsnæðislána er hjá þeim?
Atli Geir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 18:15
Atli Geir, það var í umræðunni um daginn að lífeyrissjóðirnir væru í viðræðum um að semja við eigendur jöklabréfa um skipti á jöklabréfunum og erlendum eignum lífeyrissjóðanna á hagstæðu gengi fyrir lífeyrissjóðina. Þar sá ég að gæti myndast svigrúm fyrir lífeyrissjóðina. Hitt er að sjóðfélagalán lífeyrissjóðanna voru alls að upphæð 165 milljarðar kr. um síðustu áramót eða innan við 10% af heildareignum þeirra (samkvæmt upplýsingum á vef Landssamtaka lífeyrissjóða). 20% niðurfærsla væri því 2% af heildareignum, upphæð sem varla verður tekið eftir innan um allar hinar afskriftirnar. Vissulega eru útlán til sjóðfélaga misjafnlega mikil eftir sjóðum, þannig að þetta kæmi því misjafnlega út.
Þarna kemur samt enn og aftur að því, að betra er að fá greitt skilvíslega af 80%, en ekki neitt af 100%.
Marinó G. Njálsson, 25.2.2009 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.