Leita í fréttum mbl.is

Ég skýrði leikreglur samfélagsins en hótaði engu

Nokkrir bloggarar og dálkahöfundar hafa farið mikinn varðandi það, að ég hafi reynt að ritskoða fjölmiðla landsins í dag.  Eyjan hefur verið dugleg við að setja linka inn með vísan í helst alla sem tala gegn mér og Pressan sló því upp að ég hefði hótað fjölmiðlum siðanefnd BÍ.

Hvernig getur það verið tilraun til ritskoðunar að ætla að vísa máli til siðanefndar BÍ?  Sá sem segir það, er ekki að hugsa rétt.  Ef blaðamenn líta svo á að ekkert sé að hræðast við það að máli sé vísað til siðanefndar, þá halda þeir áfram að birta fréttirnar sem um ræðir.  Ef þeir hræðast vísun málsins til siðanefndarinnar, þá vita þeir upp á sig skömmina.  Þarna er ekki um nema þessa tvo kosti að ræða.  Hvorugur felur í sér ritskoðun.  Annar felur í sér að ég hef rangt fyrir mér að þeirra mati.  Hinn felur í sér að ég hef rétt fyrir mér að þeirra mati.  Ég hef ekkert ritskoðunarvald, heldur eingöngu tilvísu í réttlætiskennd.

Ef menn vilja tala um ritskoðun, þá ættir þeir frekar að líta á dóma héraðsdóms í vændiskaupamálinu.  Það er ritskoðun, þar sem fjölmiðlum er hreinlega óheimilt að nefna mennina á nafn, þó nöfn þeirra séu alveg örugglega á vitorði þeirra allra.

Það sem mönnum sést yfir í þessu máli er kúgunin sem felst í birtingu DV á einkaréttarlegum málefnum mínum.  Sú kúgun hefur haldið áfram hjá a.m.k. einum fjölmiðli í viðbót (þó það sé kannski full fínt að kalla amx fjölmiðil).  Þessi kúgun snýst um berja niður óæskilega aðila í lýðræðisumræðunni.  Að fjölmiðill getur ákveðið að leggja fæð á einhvern einstakling bara af því að hann var orðinn of áberandi.  Ættu fjölmiðlar ekki að hafa áhyggjur af því?  Nei, þeir hafa að áliti þessara penna áhyggjur af því, að ég telji á mér brotið og tilkynni fjölmiðlum að ég muni ekki líða það, þá sé það ritskoðun.

Friðhelgi einkalífs míns er varið af 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar.  Þetta friðhelgi var rofið af DV í dag.  Stjórnarskrár varinn réttur minn var brotinn og menn tala um mig sem hinn brotlega, þegar ég vara aðra fjölmiðla við að brjóta líka á mér.  Til hvers er stjórnarskráin, ef fjölmiðlar mega vaða yfir hana á skítugum skónum, þegar þeim sýnist.

Ég mótmæli þeirri túlkun að ég hafi hótað einum eða öðrum.  Ég setti leikreglu hvað mig varðar og gekk þar í smiðju stjórnarskrárinnar.  Sú leikregla var, að hver sá fjölmiðill sem hnýsist í mín einkamál, sem eru varin af friðhelgisákvæði stjórnarskrárinnar, yrði kærður til siðanefndar BÍ.  Þetta er nákvæmlega, eins og fólk hefur rétt til að kæra hvern þann sem fer inn á þeirra einkalóð fyrir átroðning og hvern þann sem kemur óboðinn inn í húsnæði þess fyrir húsbrot.  Er það ritskoðun á fjölmiðli, ef ég kæri hann fyrir átroðning á minni einkalóð?  Er það ritskoðun á fjölmiðli, ef ég kæri hann fyrir húsbrot ryðjist hann óboðinn inn í húsið mitt? Nei, og það er ekki heldur ritskoðun, ef ég kæri fjölmiðil fyrir að brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti mínum til friðhelgi einkalífs og læt aðra fjölmiðla vita að þeirra bíði sama hlutskipti, ef þeir endurtaka friðhelgisbrotin.  Ég var að benda þeim á hverjar leikreglur samfélagsins eru og að ég ætlaði mér að fylgja þeim.  Ég skýrði fyrir þeim leikreglur samfélagsins,en hótaði þeim engu.


Nokkur frumvörp til skoðunar - Almenningur borgar milljarða meðan bankar borga milljónir

Nú hrúgast inn á Alþingi alls konar stjórnarfrumvörp.  Mig langar að tæpa hér aðeins á efni þriggja, þ.e. mál 200 um ráðstafanir í ríkisfjármálum, 196 um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki og 238 um úttekt á fjárhagsstöðu fyrirtækja og heimila.

Byrjum á þingmáli nr. 200.  Þar er verið að leggja til að heimilin í landinu fái lægri bætur og greiði hærra skatta en áður.  Mismunurinn nemur um 10 milljörðum kr.

Þá er það þingmál nr. 196 um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki.  Þar er lagt til að fjármálafyrirtækin greiði 0,045% skatt af skattstofni sem nær til hluta skulda fyrirtækjanna til að bæta ríkinu upp tjón sem hrunið olli.  Mér telst til að upphæðin nemi núna um 422 milljónum króna.

Það er náttúrulega fáránlegt, að heimilin eigi að bera 10 milljarða vegna tjónsins sem fjármálafyrirtækin ollu, en nýju kennitölur þeirra rétt um 422 milljónir.  Er þetta ekki eitthvað öfugsnúið?  Síðan eiga heimilin auk þess að greiða fjármálafyrirtækjunum það tjón sem heimilin sjálf urðu fyrir.  Hvað er það eiginlega sem kemur í veg fyrir að fjármálafyrirtækin og lánveitendur þeirra beri sjálf þetta tjón?  Hvers vegna geta nokkrir "snillingar" sett fyrirtæki sín á hausinn og sent okkur reikninginn?  Ef þetta hefði verið einkafyrirtæki í öðrum rekstri, þá hefði mönnum aldrei dottið í hug að skattgreiðendur ættu að bera tjónið.  Kröfuhafar eru ábyrgir fyrir sínum útlánum og gjörsamlega kolvitlaust að ríkissjóður sé að hlaupa undir bagga.  Fyrirtækin sem lánuðu íslensku "snillingunum" voru með sína áhættustýringu og hafi hún klikkað, þá er það þeirra mál.  Mistök í útlánum þessara fyrirtækja til íslenskra "snillinga" kemur ríkissjóði og almenningi ekki við.  Því fyrr sem við förum að haga okkur með þetta í huga, því fyrr náum við að rétta úr kútnum.

Loks er það þingmál 238 um úttekt á fjárhagsstöðu fyrirtækja og heimila.  Henni á að vera lokið 1. janúar 2014!  Þarf ég að segja meira.  Það er gott að fara í svona vinnu, en að ætla sér 3 ár í verkið er eiginlega ótrúlegt.  Í frumvarpið vantar auk þess skýringar á því hverjir eiga nákvæmlega að vinna úr upplýsingunum.  Ætlar efnahags- og viðskiptaráðherra að stofna deild innan ráðuneytisins?  Er gerðar menntunarkröfur til þeirra sem eiga að vinna úr upplýsingunum.  Satt best að segja, þá held ég að betra væri að endurvekja Þjóðhagsstofnun eða setja þetta verkefni inn í Hagstofuna.  Síðan geri ég verulegar athugasemdir við það ákvæði laganna sem snýr að öryggi upplýsinganna.  Þar segir að ráðherra skuli gera viðeigandi öryggisráðstafanir án þess að vísa til þess hvaða viðmið skuli nota, þ.e. um að söfnun, vinnslu, varðveislu og meðhöndlun upplýsinganna skuli gilda ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Mætti m.a. hafa hliðsjón af 2. gr. laga nr. 100/2010 um umboðsmann skuldara.


DV birtir úreltar upplýsingar

Ég vil bara taka það fram, að upplýsingar DV um skuldastöðu okkar hjóna eru rangar.  Er snilli þessara mann slík að þeir vita ekki hvað þeir eru að tala um.  Ég benti blaðamanni á það í klukkutíma löngu símtali í gærkvöldi að tala hans væri röng, en það hefur ekki komist til skila.  Ekki er tekið tillit til dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar.  Ég held ég hafi nefnt við hann 6 sinnum í símtalinu að þessi tala væri röng.  En menn láta ekki sannleikann flækjast fyrir sér, þegar hægt er að bera ósannindi á borð fyrir alþjóð.

Annað sem blaðamaður skilur ekki er hvernig framkvæmdalán virka.  Um er að ræða EITT lán, sem greitt er út í hlutum og gefið út veðskuldabréf í hvert sinn.  Fjöldi lána er því líka rangur.

Mál þetta verður kært til siðanefndar Blaðamannafélagsins.   Hver sá fjölmiðill sem tekur þessa frétt upp má búast við sambærilegri kæru.


Héraðsdómur vill álit EFTA-dómstólsins

Fagna ber ákvörðun dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur að leita til EFTA-dómstólsins eftir áliti um vexti áður gengistryggðra lána. Sýnir dómarinn mikinn kjark og réttsýni. Á móti furða ég mig á því að lögmaður Frjálsa fjárfestingabankans vilji kæra þennan...

"Ef þið viljið skrifa ruslfrétt, þá skrifið þið ruslfrétt"

Fyrirsögnin er tilvitnun í breskan biskup, sem var með sjálfstæða skoðun á konungsfjölskyldunni bresku og lét hana í ljós á facebook síðunni sinni. Þegar fjölmiðlar fóru heim til hans til þess að spyrja hann nánar út í þessi ummæli, þá sagðist hann ekki...

Icesave í Hollandi: Þeir vissu ekki neitt Björgvin og Geir!

Ég er nú ekki búinn að verða mér út um bókina hans Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra, en ætli hún verði ekki í jólapakkanum. Ég get samt ekki annað en furðað mig á ummælum upp úr bókinni, sem birt eru í frétt á visir.is í dag. Þar...

Windows 25 ára

Hver hefði trúað því að örverpið sem sýnt var almenningi fyrir 25 árum yrði að því sem það er í dag? Ekkert fer á milli mála að Windowsstýrikerfið er vinsælasta stýrikerfið í dag. Útbreiðsla þess er gríðarleg og tungumálaútgáfur nánast óteljandi. En...

Rangar upplýsingar í frétt Fréttablaðsins - Baráttan heldur áfram

Mig langar að koma á framfæri leiðréttingu við frétt helgarblaði Fréttablaðsins. Þar er fjallað um stuðning þriggja þingkvenna við mig. Stuðning sem ég met mikils. En Fréttablaðið skáldar upp í fréttinni að ég sé stjórnarmaður í Hreyfingunni. Vil ég...

Svartari tölur en áður hafa sést um stöðu heimilanna

Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands sýnir svartari tölur en áður hafa sést um stöðu heimilanna í landinu. Nær undantekningarlaust ástandið í ár mun verra en nokkrum sinnum fyrr. Hafa skal í huga að um úrtakskönnun er að ræða og tók 3.021 heimili þátt í...

Úrsögn úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

Vegna ítrekaðrar hnýsni fréttamanna í mín einkamál, sé ég mig tilneyddan til að segja af mér stjórnarmennsku í Hagsmunasamtökum heimilanna. Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Fréttatímans, hafa ákveðið að mínar...

Greiðsluvandi fólks mun aukast - Vaxtabótakerfið refsar hjónum fyrir að eiga börn

Gangi tillögur fjárlagafrumvarpsins eftir um skerðingu barnabóta og vaxtabóta, mun það eingöngu auka á greiðsluvanda heimilanna. Settur er snúningur á hlutina með því að hvetja fólk til að taka út meiri sparnað sem átti að gera því lífið léttara í...

Guðmundur Franklín hnoðar saman leirburði

Fuglatíst á ónefndum miðli birtir leirburð eftir Guðmund Franklín Jónsson. Hann er svona: Marinó og félagar vilja sameina HH og Borgarahreyfinguna og ætla í pólitík vinstra megin við miðju. Það er alltaf erfitt að hafa bara eitt áhugamál. Það er samt svo...

Bréf frá bankamanni

Mér barst um daginn nafnlaust bréf frá reynslu miklum starfsmanni fjármálastofnunar. Ég veit ekkert hver þetta er, þar sem það barst með almennum pósti. Mig langar til að birta þetta bréf hér, en hef tekið út þá einu vísbendingu sem er í bréfi um...

Mat á áhrifum tillögu HH - úr séráliti mínu

Hér fyrir neðan birti ég kafla 10 úr séráliti mínu, en álitið í heild hef ég hengt við sem pdf-skjal. 10 Mat á áhrifum Sérfræðingahópurinn átti að meta áhrif aðgerða (leiða) á eftirfarandi þætti: Áhrif á efnahagslíf og atvinnustig Áhrif á ríkissjóð í...

Ranghugmyndir hagfræðinema

Ég get eiginlega ekki orðabundist vegna greinar Leifs Þorbergssonar, hagfræðinema, á Pressunni í gær. Þar birtir hann færslu undir fyrirsögninni "Ranghugmyndir um flata niðurfærslu skulda". Ekki það að rökstuðningur hagfræðinemans heldur hvorki vatni né...

Eru bætur of háar eða launin of lág?

Vilhjálmur Egilsson getur stundum gengið fram af manni. Í fréttum á Stöð 2 í kvöld segir hann vandamál að bætur séu orðnar of háar og fólk telji hag sínum borgið með að vera á bótum frekar en að þiggja lágmarkslaun. Nú skora ég á Vilhjálm að lifa á...

Fróðlegt verður að sjá þessa útreikninga

Ég ætla ekki í augnablikinu að bera brigður á þessa útreikninga, en skora á fjármálaráðuneytið að leggja fram upplýsingar sem styðja þessa útreikninga. Vil ég í þessu samhengi benda á, að Hæstiréttur hefur þegar úrskurðað gengistryggingu ólöglega. Það...

Þessi frétt, hvað mig áhrærir, á sér enga stoð í raunveruleikanum

Ég skil ekki svona frétt, þar sem blaðamaður bar hana undir mig í gær og ég þvertók fyrir að hún væri rétt. Ég sagði mig aldrei þessu starfi, þó svo að ég áskilji mér að hafa sjálfstæðar skoðanir. Þegar ég bar spurningu blaðamanns undir Sigurð Snævarr,...

Hækkun vaxtabóta er smáskammtalækning sem litlu breytir

Ég er ekki viss um að Ólöf Nordal átti sig á þeirri gildru sem felst í hugmyndinni um breytingar á vaxtabótum. Vissulega á að hækka þær um 2,1 milljarð eða svo og þær verða heilir 13,1 milljarðar kr. eftir breytingu eða sem svarar til innan við 13% af...

Rangur fréttaflutningur RÚV - Ruglar saman skuldastöðu og greiðsluvanda

Vegna fréttar á RÚV um að tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna nýtist bara 1.500 heimilum í skuldavanda, þá vil ég taka eftirfarandi fram: Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna nýtast yfir 20.000 heimilum í skuldavanda, en bæta stöðu um 1.500 heimilum í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1681263

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband