Leita í fréttum mbl.is

Sök bítur sekan - Nokkrar spurningar sem fróðlegt væri að fá svör við

Mér finnst að eigendur og stjórnendur Skipta verði að svara nokkrum spurningum:

1. Hver þarf að afskrifa þessa 75 milljarða, ef af afskrift verður?
2. Hverjum datt í hug að færa 59,3 milljarða sem viðskiptavild?
3. Hver var tilgangurinn með því að færa þessa miklu viðskiptavild?

Mér sýnist þetta með viðskiptavildina vera dæmi um sjúkdóm sem var viðverandi í íslensku viðskiptalífi.  Þegar fyrirtækin sjálf stóðu ekki undir því verði sem menn vildu að þau gerðu, þá var blásið lofti í óefnislegar eignir.  Með þessu var líka hægt að skuldsetja fyrirtækin meira, en rekstur þeirra stendur undir.

Skipta til málsbótar er líklegt a þessir 75 milljarðar séu í erlendri mynt og hafi því hækkað verulega vegna falls krónunnar.  Kaldhæðnin í því er að eigendur Skipta, Exista, bera ekki síst ábyrgð á hruni krónunnar og þar með stökkbreyttri skuldastöðu Skipta.  Segja má að sök bíti sekan.


mbl.is Þarf að greiða 74 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Ég gat ekki orða bundist um þetta og bloggaði aðeins um þetta á http://arnorbld.blog.is/blog/arnorbld/entry/1121942/  þar sem ég bar þessa skuldsetninu saman við skuldir AT&T hér í Bandaríkjunum, svona upp á grín.  Þessi skuldsetning er svo yfirgengileg! 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 2.12.2010 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1678165

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband