Leita í fréttum mbl.is

Klúđur Árna Páls - 39% útlána bankanna í vanskilum

Tvćr stórar fréttir eru birtar í dag sem lýsa hinum mikla vanda sem heimili og fyrirtćki í landinu standa frammi fyrir.  Langar mig ađ fjalla um ţćr hér.

Ábyrgđarmenn skulu borga

Fyrra máliđ er dómur Hćstaréttar um ađ lög um ábyrgđarmenn brjóti gegn eignaréttarákvćđi stjórnarskrárinnar.  Ţetta mál er einfaldlega dćmi um illa undirbúna löggjöf og ekkert annađ.  Ţví miđur og ekkert meira um ţađ ađ segja.  Ţađ sýnir bara hversu mikilvćgt er ađ ná samningum um úrlausn á skuldavanda heimilanna.  Ég skil alveg afstöđu Sparisjóđs Vestmannaeyja, en mikiđ hefđi ţađ veriđ gott, ef ţessi lög hefđu stađist.

Eignaréttarákvćđi kröfuhafa er ađ verđa eitt erfiđasta máliđ í endurreisn hagkerfisins.  Á sama hátt sýnir réttleysi lántaka vegna grófra brota hrunbankanna ađ veruleg brotlöm er í íslenskri neytendavernd. Íslensk löggjöf snýst allt of mikiđ um réttindi kröfuhafa og ţarf engan ađ undra, ţar sem fjármálakerfiđ hefur haft ákaflega greiđan ađgang ađ ráđherrum og ţingheimi til ađ koma sínum málum í gegn.  Jafnvel núna, tveimur árum eftir ađ mestu efnahagslegu hryđjuverk á byggđu bóli komu í ljós, ţá eru stjórnvöld ennţá ađ sleikja skó fjármálafyrirtćkjanna. 

Skýrsla rannsóknarnefndar Alţingis bendir til umfangsmikilla lögbrota fjármálafyrirtćkja í undanfara bankahrunsins.  Rannsóknir sérstaks saksóknara ýta enn frekar undir ţetta og til eru ţeir fjölmiđlar sem ţora líka ađ birta gangrýna umfjöllun um meint brot ţessara ađila.  En hvađ svo?  Ţegar Hćstiréttur dćmir ađ fjármálafyrirtćki hafi brotiđ lög međ grófum hćtti, ţá koma Fjármálaeftirlit og Seđlabanki og kyssa á meiddiđ.  Ţađ hófst ekki opinber rannsókn á vegum ţessara ađila á ţví hve umfangsmikil brotin vćru og hver skađi lántaka hefđi veriđ af brotunum.  Nei, FME og SÍ gerđust varđhundar lögbrjótanna.

Fjölmiđlum hefur ítrekađ veriđ sendar upplýsingar um fjölmörg lögbrot fjármálafyrirtćkjanna, en ţeir sýna ţeim ekki áhuga ef um er ađ rćđa starfandi fjármögnunarfyrirtćki.  Skattayfirvöld virđast ekki heldur hafa áhuga á hugsanlegum tug milljarđa undanskotum fjármögnunarfyrirtćkja á virđisaukaskatti. Hvađ er í gangi?  Nei, í stađinn, ţá vćna ţau fólk í hagsmunabaráttu um ađ vera í henni til ađ skara eld ađ sinni köku.

40% útlána bankanna eru í vanskilum

Hitt máliđ er útgáfa skýrslu Seđlabanka Íslands um fjármálastöđugleika.  Ţessa rits er ávallt beđiđ međ eftirvćntingu, ţar sem ţađ segir okkur landslýđ hvađa áhyggjur Seđlabankinn hefur.

Seđlabankinn lýsir ţremur áhćttuţáttum:

Gćđi eigna innlánsstofnana:  Mat á eignum banka og sparisjóđa er enn háđ mikilli óvissu og ójafnvćgi er í efnahagsliđum. Dregiđ hefur úr óvissu er tengist gengisbundnum liđum. Í kjölfar langvarandi samdráttar í ţjóđarbúskapnum er fjárhagsleg stađa fyrirtćkja og heimila veik.

Fjármögnun, lítil virkni markađar:  Innlán eru uppistađan í fjármögnun banka og sparisjóđa. Ţau eru yfirleitt traustari fjármögnun en skammtímalántökur  á markađi en tilfćrslur geta orđiđ milli stofnana. Ţá er fjármögnunin nú varin af gjaldeyrishöftum og yfirlýsingu um ađ innlán séu ađ fullu tryggđ. Markađir fyrir millibankalán, skuldabréf, hlutabréf og gjaldeyri eru veikburđa. Bein erlend fjárfesting og ađgangur ađ erlendum lánamörkuđum er enn takmörkuđ.

Gallar í regluverki og eftirliti: Hruniđ leiddi í ljós ýmsa galla í regluverki og eftirliti. Ţađ tekur tíma ađ bćta úr ţví og eftir er ađ móta hvernig unniđ verđur gegn kerfisáhćttu og hvađa stofnanaleg umgjörđ á ađ vera um ţá starfsemi.

Í sjálfu sér er ekkert nýtt í ţessu, en samt gott ađ sjá Seđlabankann ekki víkja sér undan vandanum.

Stóra fréttin í skýrslu Seđlabankans er aftur upplýsingar um gćđi lánasafnanna.  Hingađ til hafa ţessar upplýsingar eingöngu komiđ fram í skýrslu Alţjóđagjaldeyrissjóđsins, en stígur Seđlabankinná stokk og stađfestir tölur AGS.

Tćp 40% af útlánum bankanna eru í vanskilum eđa greiđslur á gjalddaga taldar ólíklegar. Már segir mikilvćgt ađ heimilin nýti sér úrrćđi stjórnvalda til endurskipulagningu lána. Einungis 35% lána án endurskipulagningar er í skilum og 26% í skilum eftir endurskipulagningu.

Á 8 mánuđum tókst bönkunum ţremur ekki ađ auka hlutfall lána í skilum nema úr 58% í 61% og ţađ af bókfćrđu virđi.  Ef einhver heldur ađ ţetta séu léttvćgar upplýsingar, ţá er svo ekki.  Eiginfjárhlutfall bankanna nam 17,8% í lok annars ársfjórđungs.  Ef stabbinn af ţessum 39% lána sem eru í vanskilum tapast, ţá mun verulega ganga á eigiđ fé bankanna.  Ţađ mun a.m.k. fara vel undir lágmarkiđ sem er 16%.  Ţađ kallar á aukiđ framlag eigenda nema takist ađ snúa ţessari ţróun viđ, en ţađ verđur eingöngu gert međ ţví ađ koma til móts viđ lántaka.


mbl.is Lög um ábyrgđarmenn andstćđ stjórnarskrá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undarleg eru líka ummćli Más í fréttum í gćr sem ég skildi sem svo ađ hann vćri ţeirrar skođunar ađ ástćđan fyrir miklum vanskilum vćri "tregđa heimilanna til ađ nýta sér úrrćđin sem vćru í bođi nú í óraunhćfri von um ađ eitthvađ betra yrđi í bođi seinna"

Mér ţćtti gaman ađ vita hvađan hann hefur ţessar upplýsingar ţví rökrétta skođunin er auđvitađ sú ađ ástćđan fyrir vanskilum séu fjárhagserfiđleikar heimilanna og sú stađreynd ađ úrrćđin eru einfaldlega ekki ađ duga.

Ţá er lífiđ í skjaldborginni alltaf ađ verđa skrítnara og skrítnara. Nú er fyrir Alţingi frumvarp Árna Páls um vexti og verđtryggingu međ ákvćđiđ inni um ađ ofgreiđslur skuldara skuli nýttar til flýtiniđurgreiđslu höfuđstóls. Ég sé ekki betur en ađ ţá sé líklega einfaldlega best ađ hćtta ađ borga strax af gengistryggđum lánum ţví ofgreiđslur í fortíđinni hljóta ađ verđa nýttar til ađ eyđa út vanskilum sem kunna ađ vera til stađar í dag.  Ţetta er eina leiđin til ađ endurheimta ofgreiđslurnar úr hendi bankanna.

Magnús Birgisson (IP-tala skráđ) 26.11.2010 kl. 11:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband