28.12.2010 | 12:56
Atlaga að þeim sem hafa sjálfstæðan vilja
Hún er grimm atlagan að því fólki sem hefur sjálfstæðan vilja. Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason hafa öll fengið að finna fyrir því. Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, ræðst svo á Ögmund Jónasson út af Landeyjarhöfn og er alveg ljóst hvers vegna það er. Samfylkingin er að reyna allt sem hún getur til að grafa undan VG.
Ég ætla ekki að gráta það að þessi stjórn springi, enda hefur stærsta hlutverk hennar verið að endurreisa banka á rústum íslenska hagkerfisins og helst með því að gera allar eigur landsmanna upptækar í leiðinni. Mér skilst að völva Vikunnar spái að allt fari í bál og brand á nýju ári, þannig að búsáhaldabyltingin verði leikur einn.
Þessi atlaga að þeim sem ekki fylgja boðvaldi Samfylkingarinnar og Steingríms J. er stór furðulegt í ljósi málflutnings beggja flokka meðan þeir voru utan ríkisstjórnar. Báðir flokkar ætluðu að breyta ásýnd stjórnmála, báðir gagnrýndu þeir Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn harkalega þegar þeir kröfðust flokkhollustu. Því miður hefur komið í ljós að hvorugur flokkurinn hefur vilja, kjark eða þor til að breyta hlutunum. Hjá báðum snýst allt um að halda völdum og berja fólk til hlýðni dugi ekkert annað.
Atli Gíslason hefur ítrekað bent á gagnrýni í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á vinnubrögð þingsins. Þingnefnd um skýrsluna lagði til fjölmargar breytingar, en þær eiga ekki við "elsku mig" að áliti Samfylkingarinnar, Steingrím J. og fylgismenn hans. Nei, þetta á líklegast bara við um Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Kaldhæðnin í þessu er að þetta mun að öllum líkindum tryggja þessum flokkum völdin eftir næstu kosningar, þar sem Samfylkingin og VG hafa sýnt og sannað að þessi flokkar eru alveg jafn spilltir og hinir tveir. Báðir hafa raðað sínu fólki á jötuna, báðir hafa hunsað vilja landsfunda sinna og hvorugur líður umræðu sem ekki er formanninum þóknanleg.
Sjálfur fann ég fyrir þessu í nóvember. Þá vogaði ég mér að andmæla skoðun Jóhönnu og Steingríms varðandi lausn fyrir heimilin í landinu. Ég vogaði mér að hugsa sjálfstætt og móta eigin skoðun. Ég ætla ekki að hafa áhyggjur af því, þar sem menn eru dæmdir af verkum sínum. Þannig verður að það um alþingismenn eins og aðra.
Ég tek undir orð Ögmundar Jónassonar, að þingflokkur VG verður að þola ólíkar skoðanir og umræðu þar sem ekki eru allir sammála. Þetta eru kallaðar rökræður og þeim hefur verið gerð góð skil í mörgum góðum ritum frá tímum Sókratesar og Platós. Þeir kenndu að rökræður ættu að snúast um málefni, en ekki menn. Að þeir sem ekki gætu gert greinarmun á þessu tvennu væru ekki hæfir til rökræðna. Skora ég á þingmenn VG að sýna það og sanna, að þeir teljist hæfir til rökræðna samkvæmt þessari einföldu reglu.
Í mínu námi var mér kennt að grundvallarspurning við lausn viðfangsefna var efasemdaspurningin "Hvað ef..?" (What if..?). Maður þyrfti að vera tilbúinn til að finna veikleika á öllum lausnum til að styrkja þá niðurstöðu sem að lokum væri komist að. Ég fæ ekki betur séð en að Lilja, Ásmundur og Atli hafi verið að þessu. Pota í veikbletti til að styrkja umgjörðina og koma í veg fyrir að menn falli á andlitið. Viðbrögð Samfylkingarþingmanna sýnist mér benda til að blettirnir hafi verið verulega veikir og veikari en já-kór Jóhönnu og Steingríms vilja viðurkenna. Höfum í huga, að það erum við landsmenn sem sitjum uppi með það sem úrskeiðis fer. Við eigum kröfu um að vandað sé til verka við setningu laga og þar með fjárlaga. Við eigum kröfum um að okkar hagsmunir séu hafðir að leiðarljósi, þar með að farið sé vægt í skattheimtu, að velferðarkerfið sé varið, að stuðlað sé að atvinnuuppbyggingu í landinu. Með fullri virðingu, þá virðast fjárlög næsta árs ekki ná þessum markmiðum. Þetta gagnrýndu Lilja, Ásmundur og Atli og eru menn að meira fyrir vikið.
![]() |
Lilja íhugar úrsögn úr þingflokki VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.12.2010 | 17:12
Steingrímur lætur ekki bágan hag heimilanna trufla sig
Fyrir rúmum tveimur árum varð hér hrun. Það hafði áhrif á allt í þessu landi og ekki minnst á stöðu ríkissjóðs annars vegar og heimilanna í landinu hins vegar. Ólíkt heimilunum þá hefur ríkissjóður þann möguleika að skattleggja allt og alla til að koma sér út úr vandanum, hann hefur möguleika á útgáfu ríkisskuldabréfa, á lántöku frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og erlendum ríkjum og ekki síst hefur hann möguleika á niðurskurði. Sem fjármálaráðherra hefur Steingrímur J. Sigfússon nýtt sér alla þessa möguleika. Skattheimtan hefur þyngst svo um munar og er fyrir löngu komin upp fyrir þolmörk hins vinnandi manns. Niðurskurðurinn hefur verið heiftarlegur þegar kemur að þeim sem minnst mega sín, þ.e. þeim sem þiggja lífeyri úr almannatryggingakerfinu, og velferðarkerfið hefur tekið á sig mikinn skell. Ef það er að velta steinum í götu ríkisstjórnarinnar, að andmæla skattahækkunum á þegar skattpíndan almenning og niðurskurði í velferðarkerfinu, þá bið ég um fleiri slíka steina.
Hafi einhverjum steinum verið velt í götu ríkisstjórnarinnar, þá eru þeir í formi tregðu fjármálafyrirtækja að veita afslætti sem þau fengu frá eldri kennitölum sínum til þeirra sem tóku lánin. Þá er það í form tregðu lífeyrissjóðanna að slá af vaxtakröfu sinni og leiðrétta lán sjóðfélaga. Þá er það í skilningsleysi þeirrar sömu ríkisstjórnar að bæta þarf stöðu heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Þá er það í getuleysi ríkisstjórnarinnar til að hugsa út fyrir kassann í leit að lausnum.
Mér finnst það ómaklegt af Steingrími J. Sigfússyni að kenna þeim um sem vilja hugsa í öðrum lausnum en hann. Við skulum ekki gleyma því að fyrir rétt um 99 vikum sat hann við hlið Jóhönnu Sigurðardóttur á blaðamannafundi í Iðnó, þar sem hann lýsti því yfir að slá ætti skjaldborg um heimilin í landinu. Við vitum öll hvernig fór fyrir þeirri skjaldborg. Hún var slegin um fjármálafyrirtækin.
Því miður hefur margt í starfi núverandi ríkisstjórnar og þeirrar sem á undan henni fór einkennst af því að verja þá sem keyrðu allt í kaf og sjá til þess að fórnarlömb hrunsins tækju á sig nær allar byrðarnar. Um 40.000 fjölskyldur hafa tapað öllu eiginfé sínu í húsnæði og aðrar 32.000 hafa orðið fyrir mikilli skerðingu. Um 50.000 heimili í landinu hafa tekið út sparnað sem átti að gera þeim lífið léttbærara á efri árum til að greiða í botnlausa hít bankanna eða til að mæta tekju missi og/eða skattahækkunum ríkisstjórnarinnar. Svo ótrúlegt sem það er, þá finnst Steingrími J. hið besta mál að skattleggja séreignarsparnað sem tekinn er út, en vill frekar loka nærþjónustu í heilbrigðiskerfinu en að skattleggja þann séreignarsparnað sem ekki hefur verið tekinn út.
Ég hef ekki heyrt önnur rök fyrir því að ekki megi skattleggja séreignarsparnað, en að Sjálfstæðismenn hafi átt hugmyndina og fyrr detti Steingrímur J. dauður niður en að nýta hugmynd frá þeim. Vissulega hafa lífeyrissjóðirnir eitthvað maldað í móinn, en málið er að þeir eiga ekki peninginn. Þetta heitir séreignarsparnaður vegna þess að hann er séreign hvers og eins. Þeir hafa því ekkert með það að segja hvort þetta sé gert eða ekki.
Frá hruni hefur verið ljóst að eina leiðin út úr hruninu væri í formi atvinnuuppbyggingar. Á þeim vettvangi hefur ríkisstjórnin frekar unnið að því að gera fyrirtækjum lífið leitt. Rekstrarumhverfi flestra fyrirtækja er mun lakara í dag, en það var fyrir réttum tveimur árum. Vissulega hafa vextir loksins náðst ofan úr himna hæðum, en fyrir marga er það um seinan. Fyrirtæki hafa þess fyrir utan mátt búa við innheimtuaðgerðir frá fjármálafyrirtækjum sem brutu lög fram og til baka í lánveitingum sínum. Ekki í eitt einasta skipti tóku stjórnvöld stöðu með fórnarlömbum fjármálafyrirtækjanna. Nei, þau flykktu sér í hvert einasta skipti í lið með gerendunum. Nýleg lög um gengisbundin lán er ein birtingarmynd þess.
Ekki ætla ég að gera lítið úr því verkefni sem Steingrímur J. hefur þurft að takast á við. Ég held aftur að hann hafi oft gert sér verkið erfiðara en nauðsynlegt var með því að hlusta ekki á og leita liðsinnis félaga sinna innan VG. Framtíðin á ein eftir að leiða í ljós hvorir voru í raun og veru að velta steinum, Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar og Atli Gíslason eða þá hinir sem ekki töldu sig þurfa að hlusta.
![]() |
Mikil ábyrgð að velta steinum í götuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.12.2010 | 23:43
Hvort er mikilvægara: Völdin eða samviskan?
Ég get ekki annað en furðað mig á þeirri umræðu sem upphófst í síðustu viku við það að þrír þingmenn VG gátu ekki samvisku sinnar vegna stutt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þessir þrír þingmenn hafa, ásamt þremur öðrum, verið mjög opinskáir í gagnrýni sinni á mjög margt í stefnu núverandi stjórnar. Maður hefði haldið að flokkssystkini þeirri hefðu gripið það fegins hendi að reynt væri að koma í veg fyrir að stjórnarsamstarfið litaðist um of af sjónarmiðum hins stjórnarflokksins, en það er öðru nær.
Ég hef fylgst með störfum Lilju Mósesdóttur undanfarna 18 mánuði eða svo. Er hún einn fárra þingmanna sem ég hef átt í samskiptum við, sem ég veit að breytir ekki málflutningi sínum um leið og snúið er baki við manni. (Tekið skal fram að ég hef svo sem ekki verið í samskiptum við nema svona 20 - 30 þingmenn vegna starfa minna fyrir Hagsmunasamtök heimilanna, þannig að fjölmarga þingmenn þekki ég lítið eða ekki neitt.) Í samræðum við hana getur maður alltaf gengið að málefnalegir umræðu og málefnalegir hugsun. Hennar rök hafa vissulega tekið breytingum, en það er fyrst og fremst vegna þess að ný sjónarhorn hafa komið fram og nýjar upplýsingar verið opinberaðar.
En hvers vegna eru viðbrögð einstakra stjórnarliða jafn ofsafengin og raun ber vitni? Hvað fær formann þingflokks VG, formann fjárlaganefndar og fleiri stjórnarþingmenn til að stíga fram með blammeringar og hótanir í garð þess fólks sem vill að stjórnarflokkarnir standi vörð um heimilin í landinu, velferðarkerfið og ekki síst fylgi stjórnarsáttmálanum? Af öllum stjórnarþingmönnum, sem stigið hafa fram, furða ég mig mest á orðum Björns Vals Gíslasonar. Hann lætur eins og enginn megi hafa aðra skoðun en hann. Það sem veldur mér samt mestum áhyggjum varðandi yfirlýsingar hans, er að hann er almennt talinn segja það sem Steingrímur J. getur ekki sagt stöðu sinnar vegna. Að Björn Valur segi að þremenningarnir eigi sér ekki framtíð innan VG verður því að túlkast sem svo að Steingrímu J. telji svo vera og á meðan hann stígur ekki fram og andmælir þessum orð Björns Vals, þá lít ég svo á, að Björn Valur hafi látið þessi orð flakka með samþykki og að beiðni Steingríms.
Þingmönnum Samfylkingarinnar er viss vorkunn. Margir þeirra munu ekki halda þingsætum sínum verði efnt til kosninga á næstu mánuðum. Þeir horfa því upp á að skoðanafrelsi þremenninganna sé að stefna þingmennsku þeirra í voða. Ég held að þessir þingmenn geti helst dregið þann lærdóm af þessu, að betra væri fyrir þá að standa með almenningi í landinu og verja velferðarkerfið, en að keyra allt hér gjörsamlega á kaf.
Mér sýnist sem tvær framtíðarsýnir mínar frá því í fyrra sé að verða að veruleika. Önnur var sú, að Samfylkingin ætlaði að keyra þjóðfélagið svo í gólfið, að fólk hrópaði eftir afskiptum ESB. Hin var að Steingrímur J. myndi nota aðstöðu sína til að refsa landsmönnum fyrir að hafa ekki hleypt honum fyrr að kjötkötlunum.
Nú eru að verða þrjú ár síðan að krónan féll og þar með spilaborg fjármálafyrirtækjanna. Á þessum þremur árum, og sérstaklega síðustu tveimur, hafa tveir hópar þurft að taka út ógurlega refsingu afglapa fjármálafyrirtækjanna, stjórnvalda og embættismanna. Annar er heimili landsins og hinn samanstendur af fyrirtækjum sem á engan hátt tengdust stjórnendum eða eigendum fjármálafyrirtækjanna. Eignir heimilanna og fyrirtækjanna hafa runnið óbættar til fjármálafyrirtækja, sem stofnuð voru á rústum bankanna þriggja. Sýndarmennskuafskriftir hafa átt sér stað, en að nær engu leiti hafa bankarnir gefið eftir annað en það sem hvort eð er var tapað. Krafa AGS um viðeigandi skuldaniðurfellingu til lífvænlegra lántaka hefur verið nær algjörlega hunsuð. Eina sem gert hefur verið, er að afskrifa það sem var óinnheimtanlegt.
Ríkissjóður hefur þegar borið ríflega 1.300 milljarða kostnað vegna bankahrunsins. Þessi kostnaður verður greiddur af komandi kynslóðum, þó eitthvað komi til baka með sölu eigna. Hvað eftir annað hafa stjórnvöld geta farið vægari leiðir í skattheimtu eða innleitt úrræði sem nýttust fjöldanum. Nei, almenningur skal taka eins stóran skell eins og hægt er. Húsnæðiseigendur skulu tapa eignum sínum. Lífeyrisþegar skulu búa við skertar bætur. Þjónusta við landsbyggðarfólk skal skorin við trog. Það er eins og ekki megi hugsa út fyrir kassann og þeir sem voga sér að gera það, eins og Lilja Mósesdóttir, þeir eru sagðir andfélagslegir.
Ég hef fylgst með störfum nokkurra nefnda Alþingis og verð því miður að segja, að fátt er um sjálfstæð vinnubrögð. Röksemdir eiga alls ekki upp á pallborð hjá þeim og komi fyrirmælin ekki beint úr ráðuneytinu, þá þorir engin að hreyfa við breytingum. Kostulegast fannst mér símtalið, sem ég fékk á laugardagsmorgni frá nefndarmanni í efnahags- og skattanefnd, en sú nefnd fjallaði um gengislánafrumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra. Spurningin sem ég fékk var: Skilur þú hvernig þetta er reiknað? Önnur umræða var afstaðin og þingmaðurinn var ekki viss hvort hann skildi innhald frumvarpsins! Ekki skal taka þessu þannig, að ég sé að gagnrýna þingmanninn. Spurningin var skiljanleg, þar sem frumvarpið er óskiljanlegt og þar með lögin. Stjórnarliðar voru að þjösna frumvarpinu í gegn án þess að vinna verk sitt. Og ekki í fyrsta skiptið. Í fyrra voru samþykkt lög nr. 107/2009 um aðgerðir fyrir einstaklinga, heimili og fyrirtæki vegna banka- og gjaldeyrishruns. Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna vöruðum ákaft við því frumvarpi. Ári síðar hafði allt komið fram sem við vöruðum við. Þetta er því miður veruleikinn á Alþingi. Menn eru svo uppteknir við að þóknast ríkisstjórninni og fjármálafyrirtækjunum að menn gleyma réttsýni og rökhyggju. Kannski hafa menn ekki tíma til vinna verk sín af kostgæfni. Kannski skortir þá áhuga eða getu.
Það er inn í þetta umhverfi sem Lilja Mósesdóttir og nokkrir aðrir þingmenn hafa stigið með þá fáránlegu kröfu, að mati fjölda annarra þingmanna, að þingmenn hugsi sjálfstætt og í samræmi við sannfæringu sína. Þessi eðlilega krafa hefur reynst mörgum þingmönnum ofviða. Það er öruggara að samþykkja ruglið, en að rugga bátnum. Þeir sem rugga bátnum fá nefnilega fyrir ferðina.
Lilja, Ásmundur og Atli, við ykkur vil ég segja:
Þið eruð menn að meiru að standa á sannfæringu ykkar. Þið eigið heiður skilinn fyrir þann kjark og þor sem þið sýnduð.
![]() |
Lilja lögð í pólitískt einelti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.12.2010 | 16:20
Forgangsröðun innstæðna er ekki brot á EES-samningnum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.12.2010 | 13:12
Eiga menn ekki við leiðréttingu krafna á einstaklinga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.12.2010 | 10:29
Vextirnir að nálgast samningsvexti gengisbundinna lána - Hvað ætli fjármálafyrirtækin tapi á þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2010 | 16:59
Bankar með undirboð á fasteignamarkaði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
7.12.2010 | 10:21
Taka skal þessum tölum með varúð, þær eiga það til að breytast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.12.2010 | 18:16
Afsláttur af lánum allra notaður í suma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.12.2010 | 15:13
Hvað fátt hefur breyst og margt reynst rétt - Upprifjun á færslum frá því í febrúar 2009
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.12.2010 | 23:49
Búið að vara við þessari leið frá því í júlí 2009
Bloggar | Breytt 4.12.2010 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
3.12.2010 | 13:45
Hvað kostar að afskrifa sokkinn kostnað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.12.2010 | 12:59
Áhugaverður fréttamannafundur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2010 | 10:13
Afstaða PwC til endurskoðunar vekur undrun mína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.12.2010 | 09:37
Tapaðar skuldir afskrifaðar en aðrir sitja að mestu uppi með tjón sitt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2010 | 14:28
Grein frá Hagsmunasamtökum heimilanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2010 | 13:55
Markmið og árangur af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2010 | 12:45
Sök bítur sekan - Nokkrar spurningar sem fróðlegt væri að fá svör við
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2010 | 19:54
Forgangsröðunin á hreinu hjá þessum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði