15.12.2010 | 16:20
Forgangsröðun innstæðna er ekki brot á EES-samningnum
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur kveðið upp þann úrskurð að Alþingi hafi verið heimilt að setja þau ákvæði í neyðarlögin frá 6. október 2008, að innstæður væru forgangskröfur í fjármálastofnunum og þar með í þrotabúum slíkra stofnana. ESA tók fyrir mál nokkurra kröfuhafa og ályktar að gera skuli greinarmun á innstæðueigendum og lánadrottnum. Staða almenns innstæðueiganda (depitors) sé frá upphafi önnur en lánadrottins (creditors), þar sem innstæðueigandi geti ekki varið sig með sama hætti og lánadrottinn.
Ekki er í ákvörðun ESA tekið á álitamálum sem uppi eru varðandi Icesave eða aðra netreikninga erlendra aðila, en sé ég fyrir mér að Kaupþingi verði samkvæmt þessu ekki stætt á því að vísa vaxtakröfum vegna slíkra reikninga í almenna kröfuröð. Einnig gæti verið að lögaðilar sem lögðu inn á innstæðureikninga gætu allt í einu átt kröfu á bankana um útgreiðslu á innstæðum sínum.
Áhugavert er að sjá, að ESA telur neyðarlögin auka á löglegan hátt við innstæðutryggingar. Almenn lög um slíkar tryggingar veiti lágmarkstryggingu en ekkert banni að við þá tryggingu sé aukið. Þetta styður við ályktanir mínar að ofan um að ekki verið hægt að mismuna innstæðueigendum eftir stöðu þeirra, þ.e. einstaklingar, lögaðilar, stofnanir, góðgerðarfélög, sveitarfélög, o.s.frv., og hvort innstæðan sé innlögn eða vextir.
ESA færir m.a. þau rök fyrir því að innstæðueigendur eigi að njóta meiri verndar út frá því að innstæður séu almennt skammtíma innlán og eigendur þeirra geti nálgast peninga sína fyrirvaralaust. Það sé því nauðsynlegt að verja þær til að koma í veg fyrir áhlaup sem gætu sett rekstur fjármálafyrirtækis á hliðina og þannig í reynd stefnt kröfum lánadrottna í voða (án þess að ESA segi þetta síðasta beint út).
ESA kveður úr um í úrskurði sínum að lánadrottnum hafi ekki verið mismunað við aðskilnað gömlu bankanna og þeirra nýju, þar sem kröfuhafar hafi í reynd orðið eigendur nýju bankanna í gegn um kröfur sínar í gömlu bankana. Ekki hafi verið brotið gegn frjálsu flæði fjármagns við uppgjörið á milli gömlu og nýju bankanna.
Áhugavert er að ESA fer síðan í að réttlæta niðurstöðu sína, þó svo að stofnunin segi fyrst að hún þurfi þess ekki. Nefnir ESA að bankakerfi sé svo mikilvægt ekki bara hagkerfinu heldur einnig almannaöryggi, þar sem greiðslukerfi þjóðar treysti á bankakerfið. Áhlaup á banka myndi ekki leiða til neins annars en hruns fjármálakerfisins. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi verið eðlileg aðgerð til að endurvekja traust innlendra innstæðueigenda á öryggi innstæðna þeirra. Og ESA heldur áfram með því að benda á, að neyðarlögin hafi verið sett með virkni hagkerfisins í huga, en ekki hag einstaka innstæðueigendur. Bendir stofnunin á mikilvægi bankanna þriggja fyrir hagkerfið, þar sem nánast hver einasta fjölskylda og fyrirtæki í landinu hafi átt í viðskiptum við bankana. Að veði hafi verið stór hluti innstæðna í landinu, fyrirtæki hefðu ekki getað greitt fyrir vöru og þjónustu, borgað út laun, innflutningur hefði stöðvast, neytendur hefðu ekki getað nálgast peningana sína og þar með velta nánast stöðvast. Fólk hefði ekki getað staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar o.s.frv.
Í punkti 104 er viðurkennt að íslensk stjórnvöld hafi gert fjölmörg mistök í aðdraganda hrunsins, en það breyti ekki lögmæti neyðarlaganna.
--
Ég held að íslensk stjórnvöld geti ekki kvartað undan þessu áliti ESA. Raunar fá neyðarlögin, að þessu leiti, hæstu einkunn. Ég velti því samt fyrir mér hvort þessi úrskurður opni ekki á að erlendir innstæðueigendur gætu átt meiri rétt á gömlu bankana sem gæti að lokum fallið á skattgreiðendur. Þá er ég að vísa til þess að allar innstæður voru tryggðar upp í topp með tilfærslu þeirra í kröfuröð. Lendi erlendir innstæðueigendur í því að fá ekki innstæður sínar greiddar upp í topp, þá gæti myndast krafa á íslenska ríkið, þar sem ekki hafi verið gætt jöfnuðar milli innlendra og erlendra innstæðueigenda. Á þetta líklegast eingöngu við í tilfelli Landsbankans og síðan hvað varðar vexti á innstæðum hjá hinum bönkunum.
Neyðarlögin ekki brot á EES-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 1679974
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Bæði Bretar og Danir mismunuðu innistæðueigendum við fall banka og það ekki undir neinum neyðarlögum. Bretar hunsuðu rétt innistæðueigenda í Gurnesey og Isle of Man en tryggðu umfram skyldu innistæður á Icesave og greiddu út af ótta við áhlaup heimafyrir. Þær bráðræðisákvarðanir eigum við nú að vera neydd til að taka óumbeðið lán til að greiða fyrir þetta panikk.
Ég tel af og frá að það sé hægt að senda okkur reikninginn á grunni þessarar óræðu mismununnar við sértækar aðstæður og finnst þessi dómur í raun undirstrika það. Í versta falli eigum við að deila tjóninu með bretum og Hollendingum en aldrei að viðurkenna ábyrgð, sem ekki var til. Það fordæmi eitt fríar glæframenn bankanna frá afleiðingum áhættusækni sinnar um alla framtíð og menn geta rétt ímyndað sér hvort það fordæmi er til bóta til frambúðar.
Það hefur einnig komið í ljós að hér var líklega um hreinræktaða glæpastarfsemi að ræða, þar sem efnahagsreikningar og eiginfjárstaða var fölsuð með hjálp bókhaldsfyrirtækja. Það er ekki á ábyrgð okkar. Þetta verður að rannsaka til hlytar áður en nokkur ákvörðun er tekin um Icesave. Reikningur, sem enginn veit hvað er hár, sama hvað hver segir. Óútfylltur víxill.
Það er vel hugsanlegt að Bretar og Hollendinga geti átt kröfu á glæponana sjálfa og vitorðsmenn þeirra hjá stóru endurskoðunarfyrirtækjunum og jafnvel matsfyrirtækjunum, sem gleymast furðanlega oft í þessari umræðu. Þeir eiga enga kröfu á okkur og þaðan af síður kröfu um að við breytum landslögum til að meiga innbyrða þennan eiturbikar.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.12.2010 kl. 17:31
Jón Steinar er með þetta nokkurnveginn á hreinu.
Bretar og Hollendingar mismunuðu sjálfir innstæðueigendum á grundvelli þjóðernis, með því að setja mismunandi hámark á tryggingafjárhæðir (bretar 50þús pund og Hollendingar 100þús evrur). Nú er komið í ljós að Danir mismunuðu líka innstæðueigendum í sænskum útibúum dansks banka, dönsku viðskiptavinirnir fengu 100% tryggingu en þeir sænsku aðeins lágmarkstrygginguna.
Íslendingar mismunuðu hinsvegar engum á grundvelli þjóðernis heldur á grundvelli viðskiptasambands við tilteknar starfsstöðvar sem voru með meirihluta sinna skuldbindinga í gjaldmiðlum sem voru ófáanlegir á Íslandi á þeim tíma, ekki síst vegna aðgerða Breta gegn íslenskum þjóðarhagsmunum. Það má því segja að meint mismunun hafi einungis verið af tæknilegum ástæðum, eða á grundvelli gjaldmiðils frekar en þjóðernis, og verið Bretum sjálfum að kenna umfram allt.
Innstæðutryggingar ná heldur ekki yfir tjón af völdum bankaráns, enda eru bankar almennt tryggðir fyrir slíku sérstaklega. Það hefur því aldrei verið til staðar greiðsluskylda á innstæðutryggingum vegna IceSave þar sem það var einfaldlega fjársvikamylla. Hinsvegar er sjálfsagt og eðlilegt að íslensk stjórnvöld geri það sem í þeirra valdi stendur til að endurheimta þýfið að því marki sem hægt er, og koma því í hendur þeirra sem urðu fyrir tjóni. Persónulega finnst mér að það ættu einfaldlega að láta PwC borga IceSave reikninginn! Þeir kvittuðu undir falsað heilbrigðisvottorð og hljóta að bera ábyrgð á því. Svo ætti auðvitað að henda ræningjunum sjálfum í fangelsi og týna lyklinum.
Að þvinga íslensk stjórnvöld til að lögfesta ríkisábyrgð á tjóninu er ekkert annað en óvinveitt aðför að sjálfstæði Alþingis, og þáttaka íslenskra ríkisborgara í slíkum gjörningi er landráð, skv. X. kafla almennra hegningarlaga. Það þarf ekki landsdóm til að úrskurða um það, almennir dómstólar geta dæmt í sakamálum sem þessum.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.12.2010 kl. 19:24
Sæll Marinó,
Ég er sammála Jóni Steinari og Guðmundi. Hvar eru nú allir mennirnir sem þurftu að fá hundrað milljónir á mánuði vegna þess að þeir báru svo mikla ábyrgð? Það ber enginn ábyrgð á þessu bankadæmi, hvorki á Íslandi né neins staðar annarsstaðar. Ábyrðinni hefur verið komið algjörlega yfir á skattgreiðendur. Hvar hafa ábyrgðir á Northern Rock og Royal Bank of Scotland endað? ÉG man ekki betur en að breska ríkið tæki á sig milljarða punda til að tryggja innistæður í þessum bönkum. Bankarnir, sem og önnur stórfyrirtæki, eru baktryggð ef að stjórnendur þeirra "fucked up"! Pardon my French;)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 15.12.2010 kl. 20:30
Nákvæm skoðun ESA, leiðir í ljós að bæði forsendur Neyðarlaganna og framkvæmd þeirra undir stjórn Fjármálaeftirlitsins voru í samræmi við þær kröfur sem Evrópuríkið gerir. Fullyrða má því að Icesave-málið er komið á beinu brautina og hagsmunir almennings á Íslandi eru tryggðir, svo framarlega sem ríkisstjórnin verður gerð aftur-reka með Icesave-samning III.
Fyrir þá sem vilja skoða forsöguna, set ég inn færslu um niðurstöðu ESA frá 17.12.2009:
http://altice.blogcentral.is/blog/2010/12/15/neydarlogin-standast-skodun-eftirlitsstofnunar-efta/
Umræður um færsluna er hægt að finna hér:
http://www.zimbio.com/Iceland/articles/KqqC-EEFxf0/Ney+arl+gin+standast+sko+un+Eftirlitsstofnunar
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.12.2010 kl. 20:36
SKÚBB: leyniskjölin sem fylgja ekki með nýja IceSave frumvarpinu
Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2010 kl. 05:04
Ég held að ESA með því að undirstrika að neyðarlögin standist út frá forsendum neyðarrétar sbr. að innistæðu eigendur séu svo mikilvægir fyrir stöðugleika endurreists bankakerfis vs. að mjög mikilvægt sé einnig að sannfæra þá um að þeirra eign sé örugg, svo þeir taki ekki unnvörpum út sína peninga; svo að skv. því eins og þeir taka beinlínist fram sjálfir, geti mismunun verið réttlætanleg ef hún þjónar lögmætum markmiðum að létta af krýsu sem sé alvarleg ógn við samfélagslegt öryggi.
En, skv. þessu ættu erlendir aðilar, ekki að eiga kröfu á Ísland, vegna þess að þeir hafi verið órétti beittir.
Auðvitað getur þetta einungis átt við innistæðu eigendur hérlendis, þ.s. einungis þeir hafa þetta mikilvægi fyrir endurreisn bankakerfis hérlendis.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.12.2010 kl. 11:57
Ég tek undir með öllum 5 mönnum sem skrifuðu að ofan, Marinó. Ekki nokkur ríkisábyrgð hefur verið á ICESAVE og getur ekki verið krafist gegn lögum. Lögmenn hafa fært rök gegn fullyrðingum um mismunun. ICESAVE bankinn var með fasta starfstöð í bæði Bretlandi og Hollandi og með skyldutryggingar þar fyrir upphæðum yfir lágmarki TIF.
Elle_, 16.12.2010 kl. 12:56
Elle, ég hef hvergi sagt að einhver ríkisábyrgð væri á þessu, en hafi hluti innstæðueigenda fengið hærri hluta innstæðna sinna en aðrir, þar sem ekki reynast nægar eignir eftir í gömlu bönkunum, þá gæti þeir vissulega reynt að sækja mismuninn til íslenska ríkisins fyrir hönd Fjármálaeftirlitsins, þar sem jafnræðis hafi ekki verið gætt. Í því felst ekki ríkisábyrgð heldur skaðabótaréttur vegna mismununar.
Marinó G. Njálsson, 16.12.2010 kl. 13:28
Nei, ég hélt ekki að þú hefðir meint eða sagt að það væri ríkisábyrgð, Marinó, og fyrirgefðu ef það hljómaði þannig, var bara að ítreka hvað allar kröfur Breta, Hollendinga og ICESAVE-STJÓRNARINNAR um ríkisábyrgð væru fjarstæðukenndar og ranglátar og vegna þess hvað þau og stuðningsmenn hafa endalaust verið að tengja mismunun við ríkisábyrgð á ICESAVE. Hinsvegar óttast ég ekki skaðabótakröfur vegna mismununar og alls ekki eftir útskýringar Lárusar Blöndals og Stefáns Más Stefánssonar. Og þó það yrðu skaðabótakröfur samt, væri það skárra en nokkur kúgun.
Elle_, 16.12.2010 kl. 15:10
Breskir innistæðueigendur þurfa þó að hafa verið nokkuð loðnir um lófana, þ.s. það var viðbótar trygging í Bretlandi í gildi.
Getur ekki annars verið snúið að beita þeim rétti, ef það fer svo að dómur fellur Íslendingum í hag, og ljóst verður að aðgerðin var lögleg?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.12.2010 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.