Leita í fréttum mbl.is

Eiga menn ekki við leiðréttingu krafna á einstaklinga

Hvernig getur verið að menn séu að afskrifa kröfur á einstaklinga, þegar kröfurnar voru rangar samkvæmt lögum?  Hér eru menn að fara í orðaleik til að fela sannleikann.

Höfum það alveg á hreinu, að eignaleigufyrirtækin buðu upp á ólöglega afurð.  Af þeirri ástæðu kröfðu þeir viðskiptavini sína um of háa upphæð.  Við það að leiðrétta kröfuupphæðina er EKKI verið að afskrifa kröfurnar á einstaklinga.  Það er verið að leiðrétta kröfurnar í samræmi við bókstaf laganna. 

Viðskiptavinurinn hafði ekkert með það að gera að afurðin stæðist ekki lög nr. 38/2001 um vexti og verðbætur.  Það klúður er alfarið á ábyrgð eignaleigufyrirtækjanna.  Að slá upp 27 milljörðum hvað þá 44,5 ma.kr. sem afskrift á einstaklinga er viðlíka vitlaust og kenna mótherja í fótbolta um að hafa tapað 3 - 0 eftir að leikur er dæmdur liði tapaður fyrir að vera með ólöglegan leikmann.

Maður getur ekki annað en vorkennt fjármálafyrirtækjunum að þurfa að fara í svona rökleysu.  Nú eru sum þessara fyrirtækja greinilega að undirbúa eitthvað útspil sem koma mun á næstu dögum.  Ætli það sé gjaldþrot Lýsingar eða SP-fjármögnunar eða einhliða breyting vaxta?  Þau urðu náttúrulega fyrir áfalli í dag við lækkun stýrivaxta Seðlabankans, þar sem óverðtryggðir og verðtryggðir vextir munu lækka í beinu framhaldi af því.  Mér sýnist rekstrargrunnur einhverra af þessum fyrirtækjum vera heldur veiku, svo ekki sé meira sagt.


mbl.is 27 milljarðar afskrifaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

Þessi fétt lýsir vel hrokanum í þessu hyski sem fengu niðurstöðu eftir pöntun frá Hæstarétti þann 16 september.

Svo má passa sig á endurútreikningi bankans líka þar sem er verið að reyna að veiða alla í aðra gildru þar sem reynt er að leika á fáfræði og skilningsleysi lántakandans eins og venjulega.

Það er að koma í ljós að flestir endur-  útreikningar bankana eru rangir og að sjálfsögðu reynt að fá fólk til að skrifa undir ný Ísl lán byggða á röngum útreikningum - of háar upphæðir.

ÞESSI FRÉTT ER MUGSEFJUNNAR BRELLA GERÐ TIL AÐ FÁ FÓLK TIL AÐ TREYSTA Á ÚTREIKNINGA BANKANNA OG SKRIFA UNDIR NÝ LÁN ÁN UMHUGSUNNAR - EN MUNIÐ AÐ TREYSTA ALDREI BANKANUM YKKAR AFTUR!!! 

Jónas Jónasson, 8.12.2010 kl. 13:40

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vitaskuld er þetta LEIÐRÉTTING, en ekki afskriftir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.12.2010 kl. 13:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mætti ekki að sama skapi færa rök fyrir því að með því að færa ólögleg lán á fullu verði í bókhald sitt hafi fjármálafyrirtækin í raun verið falsa efnahagsreikninga sína? Tala nú ekki um þegar þau héldu því áfram eftir að þeim hafði verið bent skilmerkilega á í hverju brotið faldist. Ég upplýsti a.m.k. það fyrirtæki sem ég hef verið í viðskiptum við um lögbrotið meira en ári áður en dómur féll, með greinargerð sem var nánast samhljóða dómsorðinu sem féll ári síðar.) Það væri athyglisvert að skoða þetta út frá lögum um ársreikninga o.sfrv., það getur varla verið í lagi ef fyrirtækin hafa bókfært þetta á fullu verði gegn betri vitund.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.12.2010 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1679457

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband