Leita í fréttum mbl.is

Hæstiréttur gaf fordæmið - Forsendur lánveitanda sem skipta máli ekki lántaka

Lýsing er að bregðast við úrskurði Neytendastofu á sama hátt og Hæstiréttur gerði.  Rétturinn velti því ekkert fyrir sér að fjármálafyrirtækin hafi brotið lög heldur hvernig væri hægt að bæta þeim upp tekjumissinn af lögbrotinu.  Hæstarétti tókst að gera það sjálfgefið að svína eigi á neytendum.

Þeir sem hafa lesið dóm Hæstaréttar nr. 471/2010 frá 16. september sjá að rétturinn leggur sig í líma við að finna út forsendur fjármálafyrirtækisins fyrir lánveitingunni, en lét í léttu rúmi liggja forsendur lántakans fyrir lántökunni.  Lýsing gerir nákvæmlega það sama.  Fyrirtækið bendir (með sömu rökum og Hæstiréttur) að þrátt fyrir að fyrirtækið hafi klúðrað samningnum með því að tiltaka ekki að samningurinn hafi verið verðtryggður, þá skipti það ekki máli, þar sem það var forsenda fyrirtækisins fyrir lánveitingunni að samningurinn væri að hálfu verðtryggður.

Þessi farsi í kringum gengisbundnu lánin er sífellt að verða furðulegri.  Eða raunar öll þessi lán.  Meðan að það er meðaljóninn sem er að taka lánið, þá skal svínað á honum eins og hægt er.  En sé það hluti af elítunni, sem fékk lánið, þá skal helst allt gefið eftir og viðkomandi fær að halda eigninni sem um ræðir.

Ég hef fylgst með þessu tiltekna máli frá því í september 2009.  Það hefur farið marga króka og oftar en ekki leit út fyrir að það fengi ekki meðferð hjá Neytendastofu.  Nú er niðurstaðan komin og stóridómur Lýsingar að auki.  Ekkert hafðist upp úr málarekstrinum, þrátt fyrir að Lýsing hafi augljóslega sýnt algjöra vanhæfni við gerð lánaskjalanna.  Raunar hefði Lýsing alveg eins mátt skrifa samningin á bréfþurrku, það hefði engu máli skipt, þar sem Hæstiréttur kvað upp þann úrskurð í september, að það eina sem skipti máli voru forsendur Lýsingar fyrir lánveitingunni.  Engu máli skiptir að Lýsing hafi gert illilega á sig, Hæstiréttur segir að lántakinn eigi að þrífa buxurnar vegna þess að forsendur Lýsingar gerðu ráð fyrir að buxurnar væru hreinar.

Þannig er það því miður með stöðu heimilanna og fyrirtækjanna í landinu.  Lögbrot og klúður fjármálafyrirtækjanna skipta þau sem lánveitendur engu máli, þar sem Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að það er forsenda þeirra sem skiptir máli.  Forsendur lántaka skipta engu máli.  Þeir eru réttlausir í þessu landi.  Skýrasta dæmið um þann fáránleika er þegar eiginkona lögmanns Lýsingar sér ekki sóma sinn í að víkja sæti í meðferð nefndar Alþingis um mál sem skiptir gríðarlega miklu máli varðandi tekjur heimilis hennar.  Nei, það skal traðkað á réttindum neytenda og lántaka, Hæstiréttur er búinn að veita fordæmið um það hvernig á að fara að því.  Það er gert með því að halda á lofti rétti hins sterka gegn rétti hins veika.  Það er gert með því að verja þá sem keyrðu hagkerfið á kaf svo þeir komi sem best út úr því, en almenningur og þá sérstaklega þeir sem minnsta áhættu tóku eiga að tapa öllu sem þeir höfðu eignast og borga reikninginn með tekjum sínum um ókomin ár.  Er nema von að fólk sé búið að fá upp í kok og flýi land í stórum hópum.


mbl.is Verðtrygging forsenda vaxtakjaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyra má ég erkibiskups boðskap... Ótrúlegur hroki frkvstj. LÍN í Fréttablaðinu í dag vekur vægast sagt undrun! Þar lýsir hún yfir því að LÍN- OG ráðuneitið - ætli að halda áfram að brjóta lög, þrátt fyrir úrskurð í máli Þorbjargar Ingu. Var hún beðin um að taka að sér að stjórna menntamálaráðuneitinu? Eða er hún einfaldlega ekki starfi sínu vaxin?

Stúdentinn (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 18:10

2 identicon

Já víst leggja stjórnvöld allt kapp á að koma í veg fyrir að almenningur nái vopnum sínum. Setja jafnvel ólög (Árna Páls) til að hysja brækurnar upp um krimmana. Það er fátt annað eftir en alvöru bylting.

Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 18:26

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ o ~

http://www.youtube.com/watch?v=VCYr8TWAGn0&feature=player_embedded#!

Vilborg Eggertsdóttir, 5.1.2011 kl. 18:41

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Alvöru bylting virðist vera það eina sem þetta glæpa hyski skilur, og nú fer að styttast í hana sýnist mér, miðað við kviksögur sem eru á lofti. maður einn átti að vera að spyrjast fyrir um hvernig hægt væri að losa þjóðfélagið við þetta lið fyrir fullt og allt,ég vona að það gangi nú ekki svo langt, það fer hrollur um mann við þessa tilhugsun.

Eyjólfur G Svavarsson, 5.1.2011 kl. 21:04

5 Smámynd: Billi bilaði

Og lágtvirtur* fjármálaráðherra reynir að túlka umræður um VG sem fáfengilegar. Þegar Helgi Seljan sýnir honum svo fram á annað, þá hringsnýst hann í málflutningnum. Þetta er maðurinn sem allt allt of margir treystu til að hugsa um hag fólksins í landinu.

* Ætli hann nái upp í níu prósentin sem alþingi þó hefur.

Billi bilaði, 6.1.2011 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1678150

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband