28.12.2010 | 21:05
Eignaupptaka fest í lög - Engir samningar verða öruggir héðan í frá
Stundum sést stjórnmálamönnum ekki fyrir í asanum. Það er mín skoðun, að lögin um meðferð gengistryggðra lána sé dæmi um slíkt. Með þessum lögum er verið að bjarga því klúðri Gylfa Magnússonar, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, þegar þessir herramenn ákváðu að hunsa þann möguleika að gengistrygging lána væri í andstöðu við 13. og 14 gr. laga nr. 38/2001 um vextir og verðbætur. Leiddi það til þess, að nýju bankarnir voru stofnaðir á röngum forsendum sem nam fleiri hundruð milljörðum.
Menn hafa bent á alls konar mistök sem gerð voru í undanfara hrunsins. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki síður gert sig seka um mistök í eftirleik hrunsins. Icesave samningarnir tveir frá síðasta ári eru mjög góð dæmi, skortur á uppbyggingu atvinnulífsins er eitt til viðbótar, en dýrasta og, mér liggur við að segja, aumingjalegasta var þetta með að hunsa aðvaranir um að gengistryggingin kynni að vera ólögleg.
Til þess að bjarga stjórnmálamönnunum út úr klípunni, þá gáfu Fjármálaeftirlit og Seðlabanki Íslands fyrst tilmæli um meðferð gengistryggðra lána, þar sem brotið var á skýran hátt á neytendavernd lántaka. Hæstiréttur lagði sig í líma við að finna lagarök til að bakka tilmæli FME og SÍ og nú hefur núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra bitið höfuðið af skömminni og sett lög, þar sem neytendavernd er fótum troðin.
Ég var í hópi þeirra sem kom fyrir efnahags- og skattanefnd. Í mínu máli skorðaði ég á nefndina að leita eftir áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á þessu máli. Áleit ég mikilvægt að fá álit stofnunarinnar á þessu máli, þar sem það snerti rétt neytenda og ekki síður heimild löggjafans og dómstóla til að grípa inn í samninga mörg ár aftur í tímann. Er ég ennþá þeirrar skoðunar, að það sé skýrt brot á neytendarétti að endurreikna lán allt að 7 - 8 ár aftur í tímann og breyta forsendum greiðslu lántaka í óhag vegna þess að lánveitandinn braut lög.
Með þessum lögum er sett mjög hættulegt fordæmi. Í þeim fellst í raun, að neytandi getur ekki verið öruggur með samning sem hann hefur gert. Jafnvel þó samningurinn hafi verið uppgerður í samræmi við greiðsluseðla, innheimtutilkynningar og greiðslufyrirmæli sem samþykkt voru af báðum aðilum samningsins, þá getur neytandinn átt von á því að löggjafinn gjörbreyti samningnum með geðþótta ákvörðun.
Alvarlegasti hlutinn varðandi þessi lög er að eignaupptakan sem fellst í stökkbreytingu lána vegna fjárglæfra stjórnenda og eigenda hrunbankanna er staðfest. Stjórnvöld hafa ákveðið að slá skjaldborg um fjármálakerfið og bjarga því á kostnað stórs hluta lántaka. Sumir koma vissulega mjög vel út úr þessu, en sá hópur er fámennur. Flestir sitja uppi með stökkbreytta greiðslubyrði lána sinna sem er auk þess umtalsvert umfram greiðslugetu. Séu lögin síðan skoðuð í samhengi með samkomulagi stjórnvalda og lánveitenda frá því í nóvember, þá kemur í ljós að verið er að tryggja að fjármálafyrirtækin fái allt til baka sem þau hugsanlega veita í afslátt til lántaka. Svo dæmi sé tekið af 10 m.kr. láni tekið í mars 2004 til 30 ára, þá væru heildargreiðslur af því, samkvæmt upprunalega lánasamningnum með ólöglegu gengistryggingunni, kr. 29,6 m.kr., væri lánið óverðtryggt með að meðaltali 6,75% vöxtum út lánstímann, þá er heildargreiðslan 40,0 m.kr., en 51,2 m.kr. miðað við 4,8% verðtryggða vexti og um 3,5% ársverðbólgu það sem eftirlifir lánstímann. Upprunalega greiðsluáætlun hljóðaði upp á 16,7 m.kr. Vissulega getur lántaki valið að halda láninu í erlendri mynt, en munurinn á 16,7 m.kr. og 29,6 m.kr. er 77,2%. Stjórnvöld ætlast sem sagt til að lánþegi taki kinnhestinum sem hrunverjar fjármálakerfisins veittu honum. Nú vilji hann ekki sætta sig við 77,2% hækkun, þá býðst honum náðarsamlegast að fá 140% hækkun heildargreiðslubyrði eða 207% hækkun heildargreiðslubyrði. Lánþeginn getur sem sagt valið hvaða leið hann fer í eignarupptökuna. Þessi lög eru ljótur hrekkur og ekkert annað.
Ég get ekki farið frá þessum dæmalausu lögum án þess að minnast á upphafsorð fréttarinnar:
Lánastofnanir hafa nú 60 daga frest til útreikninga á ólögmætum gengisbundnum bíla- og fasteignveðlánum.
Og hvað ef lánastofnanir virða ekki þessi tímamörk? Fellur lánið þá niður, þurfa þær að greiða sektir eða skiptir þetta kannski engu máli? Samkvæmt mínum skilningi, þá skiptir þessi frestur engu máli. Takist fjármálafyrirtæki ekki að endurútreikna lán innan tímafrests, þá segja lögin ekkert til hvað skuli gert. Hins vegar segja lögin, að fjármálafyrirtæki megi einhliða ákveða frest fyrir lántaka til að ákveða hvort hann samþykkir útreikningana og hvaða leið hann velur. Einnig er tilgreint að lántaki hafi síðan í mesta lagi 30 daga til að ákveða að gera lánið að annars konar stökkbreyttu láni, nú með löglegri gengisbindingu.
Þessi lög eru fáránleg og þeim er ekki ætlað neitt annað en að yfirfæra eignir lántaka til fjármálafyrirtækja sem ýmist tóku þátt í ruglinu eða eru afsprengi fjármálafyrirtækja sem tóku þátt í því. Ekki er gerð nein tilraun til að leiðrétta það ranglæti sem riðið hefur yfir lántaka. Í lögunum ásamt og með hækkun verðtryggðra lána felst stærsta eignarupptaka Íslandssögunnar, tilfærsla eigna heimilanna til fjármálafyrirtækja á grundvelli einhverrar grófustu og svæsnustu markaðsmisnotkunar sem átt hefur sér stað hér á landi. Og þetta er gert í skjóli stjórnvalda og Alþingis. Sé ævarandi skömm þeirra 27 þingmanna sem greiddu þessum lögum atkvæði sitt.
Lög um gengisbundin lán taka gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Heill og sæll Marinó, æfinlega !
Þarna; kemur þú að kjarna málsins, sem oftar.
Hugsanlegir samningar; einstakilinga og fyrirtækja, við fjármála stofnanir komandi ára, eru marklaus plögg - og engin trygging; fyrir lántakendur, að ekki geti komið til eftirá breytinga, sem þarna er einmitt verið að lögleiða - ólöglega; vel, að merkja.
Jafnvel; Guðfeður Sikileysku Mafíunnar, myndu fyrirverða sig, fyrir svona vinnubrögð, og er þá langt til jafnað, Marinó.
Með kveðjum góðum - sem þökkum fyrir varðstöðu þína, úr Árnesingi utanverðu, ritað /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 21:25
Sæll Marinó og kærar þakkir fyrir virkilega góðan pistil.
Er það ekki rétt skilið hjá mér að lántakandi geti enn farið með þetta mál fyrir ESA ef hann kýs svo?
Halldór
Halldór (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 23:39
Samkvæmt stjórnarskránni eru þingmenn einungis bundnir við sannfæringu sína. Af þeim sökum á ég bágt með að trúa því að þessir 27 sem greiddu þessu makalausa frumvarpi atkvæði sitt hafi haft fyrir því að kynna sér innihald þess eða afleiðingar.
Svo hlýtur maður að lyfta brúnum all rækilega yfir því að formaður efnahags- og skattanefndar (sem fjallaði um frumvarpið) skuli deila borði og sæng með lögmanni Lýsingar sem rak hið "fordæmisgefandi" mál sem frumvarpið byggir á. Hefði ekki verið smekklegra að víkja sæti í ljósi þess?
Sigurður Hrellir, 28.12.2010 kl. 23:52
Væntingar um réttlæti á Íslandi eru fallegur draumur, en svi kemur morguninn. Ég spyr mig hver viðbrögð léikbrúðanna á Austurvelli hefði orðið ef álit ESA hefði verið að samningsvextir stæðu ? Brúðumeistararnir hefðu kippt harkalega í spottana. Allt hefði verið lagt undir til að tryggja að allir hefðu það a.m.k. jafnslæmt, því að næsta skref hefði verið frá hendi neytenda að leiðrétta hið grófa ofbeldi sem verðtryggingin er.
Haraldur Baldursson, 29.12.2010 kl. 08:15
Sæll
Takk fyrir góðan pistil. Sammála þér með þetta og finnst ótrúlegt (og sárgrætilegt) hvernig Árni Páll ætlar núna að ganga á milli bols og höfuðs á saklausu fólki.
Ein stutt spurning. Sendi HH ekki kæru til ESA varðandi neytendaverndarþáttinn í gengislánadómunum ? Veistu hvenær von er á úrskurði ? Er hægt að fara fram á flýtimeðferð ?
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 09:57
Það er grundvallaratriði að bankarnir komu óheiðarlega fram, brutu lög og samninga. Höfðu bein áhrif á þann grunn sem allir lánasamningar byggðust á.
Rökstuðningurinn er hér: http://www.svipan.is/?p=19898
Rétturinn er lántakans en bankinn hefur rofið samninginn.
Baldvin Björgvinsson, 29.12.2010 kl. 10:09
sæll Marino eg veit ekki hvað segja skal en eitt veit eg að Arni Pall er ekki með gafur eða getu til að hugsa svona djuft það hljota að vera skrattans dyrin i Raðuneitinu sem eru i þvi að uthugsa svona rugl þettað minnir mig alltaf betur og betur a þættina JA raðherra sem þeyr hja sjonvarpinu voru að sina um arið þegar raðuneitinu varð a i messuni þa var raðherranum hent ut en eitt veit eg eg er buinn að gefast upp eg se ekki að það verði nein breiting a næstu arum ef eg væri 30 arum yngri væri eg farinn fra þessari nyju Sikiley
Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 10:57
Hvað líður því að staðið sé við samkomulag við fjármálastofnanir um úrræðið vegna skuldavanda heimilanna. Í dag er það bara Arionbanki einn sem vitnar í samkomulagið á heimasíðu sinni, en viðskiptaráðherra segir á heimasíðunni um gengislögin:
"Lög þessi eiga líka að vera grundvöllur þess að takast á við vanda lántakenda í samræmi við nýlegt samkomulag ríkisstjórnar, lánastofnana og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna"
Það hefur ekki heyrst hósti né stunda frá stjórnvöldum og lánastofnunum út af þessu máli. Hvað á fólki að þurfa að bíða lengi, því ætli þetta hafi ekki farið í gang pr. samstundis ? Er verið að bíða eftir því að vandinn verði ennþá meiri ? Eina sem búið er að gera eru breytingar á vaxtabótum, en ekkert bólar á lækkun niður í 110%
Ekki það að þessi svokölluðu úrræði eru náttúrulega ekki úrræði. Hvaða gagn er að því fyrir heimili að eiga fasteign sem er veðsett fyrir 10% meira en söluverðmæti. Þetta fólk getur alls ekki selt og minnkað við sig, né flutt sig nær atvinnu eða á ódýrara búsetusvæði. Ég sé allavega ekki hvernig fólk á að geta greitt 10% með húsnæðinu auk kostnaðar við söluna sjálfa. Eðlilegra hefði verið að fara niður í 90-95% af fasteignaverðmæti og koma þannig hreyfingu á markaðinn með jákvæðum áhrifum fyrir hagkerfið.
Jón Óskarsson, 29.12.2010 kl. 11:15
Þetta er einn allra sterkasti pistill þinn, Marinó. Takk fyrir það.
Það er morgunljóst að Steingrímur er að verja gerspillt peningakerfi: (http://skrekkur.blog.is/blog/skrekkur/entry/1128969/)
Billi bilaði, 29.12.2010 kl. 11:20
Sigurður Hrellir, við skulum hafa það sem sannara reynist. Álfheiður Ingadóttir er núverandi varaformaður nefndarinnar og ég man ekki eftir því að hún hafi verið viðstödd þann nefndarfund sem ég sat, heldur var Lilja Mósesdóttir á þeim fundi. Líklegast var þetta sameiginlegur fundur efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar. En eins og þú veist þá eru þingmenn bara bundir af samvisku sinni og þurfa ekki að víkja þó þeir fjalli um mál þeim mjög tengd.
Magnús, varðandi ESA þá höfum við verið að safna gögnum og síðan vorum við að bíða eftir lögunum. Annars eru tvö mál á leiðinni út. Annað fer líklegast til ESA og hitt til EFTA-dómstólsins. Ég veit ekki betur en að HH ætli að halda sínu striki, en þar sem ég sit ekki lengur í stjórn samtakanna, þá hef ég ekki aðgang að þeirri umræðu.
Marinó G. Njálsson, 29.12.2010 kl. 11:47
Marínó, þetta er rétt hjá SIgga Hrelli. Helgi Hjörvar sagði sig frá málinu sem formaður efnahags- og skattanefndar í orði vegna þess að hann sagðist hafa hagsmuna að gæta sem lánþegi en þó grunar mig að það hafi aðallega verið vegna þess að hann var ósammála þessari aðferðarfræði. Álfheiður var því starfandi formaður við afgreiðslu þessa frumvarps eins og sjá má á nefndarálitum, og keyrði það í gegn með meirihlutaofbeldi en málið var tekið út úr nefnd í óþökk minni hlutans. Ef einhver væri vanhæfur til að vinna þetta mál hlýtur það að vera maki lögmannsins sem rekið hefur flest málin fyrir fjármögnunarfyrirtækin.
Margrét Tryggvadóttir, 29.12.2010 kl. 15:20
Þetta setur ennþá áhugaverðari snúning á þetta mál, Margrét. Mér datt ekki í hug að fólk væri svona, mér liggur við að segja, vitlaust. Helgi sagði sig frá málinu vegna "eigin hagsmuna", en Álfheiður sem hefur 100 sinnum meiri hagsmuni undir keyrir málið í gegn með yfirgangi. Eru VG-liðar alveg búnir að selja sál sína fyrir völdin. Ef einhver var vanhæf til að fjalla um málið, þá var það Álfheiður, þar sem maðurinn hennar hafði lagt fyrir bæði héraðsdóm og Hæstarétt kröfugerð sem er í raun og veru uppistaðan í frumvarpi Árna Páls. Kann fólk ekki að skammast sín?
Marinó G. Njálsson, 29.12.2010 kl. 16:07
Lokaatkvæðagreiðslan um málið er einnig athyglisverð. Helgi situr hjá einn stjórnarþingmanna. Aðeins þrír þingmenn sögðu nei, getið hverjir ...
Sjá nánar: http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=43879
Margrét Tryggvadóttir, 29.12.2010 kl. 17:03
Marínó, lán á einum af mínum bílum var að hluta til í íslensku og hluta til í gengistryggðu.
Gengistryggði hlutinn fékk á sig seðlabanka vextina þrátt fyrir að í samningnum sé kveðið á um óverðtryggða íslenska vexti.
Dómurinn er því túlkaður ansi vítt í þessum lögum Árna Páls. Því er þá helst að skipta að ég borga alls ekki af láninu og bíð eftir að Lýsing stefni mér.
Þegar þeir svo vísa í þessa lagaheimild hans Árna Páls þá einfaldlega verða lögin dæmd ógild og bankarnir aftur komnir í þá stöðu að mega ekki innheimta lán og þá væntanlega búnir að innheimta öll lán ólöglega í ár þegar þar verður við komið.
Ég veit ekki hvað Árni Páll var að hugsa með þessari lagasetningu og afhverju í ósköpunum enginn innan bankakerfisins hefur gert athugasemdir við þá augljósu galla sem bíða kerfisins. Ætli það verði ekki enn eitt bullið til að hlunfæra borgara þessa lands á ný.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 18:19
Fínn pistill. Ég er reyndar með aðra kenningu um málatilbúnað Gylfa og SJS en þú Marínó.
Ég held að þeir hafi allan tímann vitað að það væri líklegt að lánin myndu dæmast ólögleg en að þeir hafi hins vegar lagt nokkuð kapp á að ekki yrði gert ráð fyrir slíku í samningum við kröfuhafa.
Á þeim tíma sem Gylfi Magnússon svarar fyrirspurninni í þinginu um lögmæti lánanna spilaði hann í svari sínu á mismuninn á lánum í erlendri mynt og gengistryggðum lánum í íslenskum krónum. Það var á tímapunkti þegar munurinn á þessu tvennu var hvorki ljós almenningi né þeim þingmönnum sem spurðu. Hann hefði aldrei getað svarað með þessum hætti nema að vita nákvæmlega hvað mátti og mátti ekki í þessu samhengi sem bendir eindregið til þess að hann hafi verið búinn að sjá hið margfræga lögfræðiálit SÍ þegar fyrirspurninni var svarað eða fá aðra lögfræðilega ráðgjöf.
Tilgangur stjórnvalda með þessu leikriti er hugsanlega tvíþættur:
Annars vegar að forða ríkinu og seðlabankanum frá hugsanlegum skaðabótakröfum vegna þess að þessi lánastarfsemi var látin viðgangast gegn betri vitund bankans (sjá athugasemdir Gunnars Tómassonar um 2800 milljarða gjaldeyrisójöfnuð sem hann sendi öllum þingmönnum fyrir nokkrum mánuðum).
Hins vegar til þess að hámarka innheimtur af lánasafni Landsbankans til þess að eiga meira upp í Icesave hítina. Ef ég man rétt þá lagði nýji Landsbankinn inn 300 milljarða skuldabréf inn í þrotabú gamla bankans og þá peninga þarf væntanlega að búa til með einhverjum hætti.
Samningarnir við kröfuhafana og hundakúnstir FME, SÍ, SJS, Gylfa og núna Árna Páls, virðast ætið miðast við það að kröfuhafarnir fái einfaldlega alla þá peninga til baka sem greiðslugeta lántaka leyfir. Þá má í raun einu gilda fyrir kröfuhafana hvort lánin eru lögleg eða ekki. Kröfuhafar myndu alltaf eiga í brasi með að sanna að ríkið/SÍ hafi valdið þeim tjóni ef þeir fá hvort eð er inheimt allt sem hægt er að inheimta hjá skuldaranum.
Þetta er mín þriggja centa kenning sem sjálfsagt á sér enga stoð í raunveruleikanum. En ég hefði gaman af því ef að Margrét Tryggvadóttir gæti upplýst okkur um það hvort að hún viti til þess að fyrirspurn frá þingmönnum um athugasemdir Gunnars Tómasonar við starfsemi SÍ sé á leiðinni til viðeigandi ráðherra.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 22:24
Miklar eignatilfærslur frá almenningi til sérhagsmunahópa hafa alla tíð verið ær og kýr íslenskra stjórnmálamanna. Lengst af til útgerðarinnar en nú hefur bankakerfið tekið við bikarnum.
Ketill Sigurjónsson, 31.12.2010 kl. 10:49
Sæll Marinó og gleiðilegt nýtt ár.
Athyglisvert með tengsl lögmanns Lýsingar hf. og formanns Efnahagsnefndar Alþingis. En það er fleira merkilegt sem komið hefur upp í hugann í framhaldi af þessu. Yfirlögfræðingur Lýsingar, Lilja Dóra Halldórsdóttir deilir borði og sæng með fyrrum forstjóra FME, Jónasi Fr. Jónssyni, sem á að flestra áliti hvað mesta sök á sofandahætti og vanhæfni í starfi, með því að láta þessi gengistryggingarlögbrot óátalin á sinni vakt í Fjármálaeftirlitinu.
Núverandi forstjóri samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson (Páls Péturssonar frá Höllustöðum) hefur með formlegri heimild, veitt lögbrjótunum (fjármálafyrirtækjum) heimild til að hafa með sér ótakmarkað samráð um viðbrögð vegna gengistryggingardómanna. Þau viðbrögð ganga að vonum útá það, að komast upp með að skila til baka sem allra minnstu af ránsfengnum frá einstaklingum og fyrirtæjum landsins. Þessi sami Páll Gunnar var áður forstjóri FME og fóru lögbrotin einnig fram á hans vakt þar!
Samningsform Lýsingar hf. um 50% hluta láns í Ikr. er gallað, enda er grunnvísitala hvergi tilgreind í samningnum. Engu að síður hefur félagið innheimt verðtryggingu ofan á samningsbundna vexti árum saman. Úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að innheimta verðtryggingu á þessum hluta samninganna enda fari sá háttur gegn ákvæðum laga um neytendalán. Halldór Jörgensen forstjóri Lýsingar laug því blygðunarlaust að nefndinni, að um væri að ræða eitt og afmarkað mál, "mistök" sem komið hafi í ljós í því tiltekna máli. Vitandi að allir samningar félagsins eru sama merki brenndir. Svo rukkar kappinn kinnroðalaust viðskiptavini félagsins með samskonar samninga og hefur nú platað efnahags- og viðskiptaráherra (já og Alþingi allt) til að draga sig að landi í þessu dæmalausa klúðri, með því að fá lögbundna heimild til að endurreikna ALLAN samninginn skv. niðurstöðu Hæstaréttar frá í sept. sl. Slíkt getur að sjálfsögðu ekki staðist og er brot á stjórnarskrárvörðum eignarrétti lántakenda.
Þessir fyrirsvarsmenn fjármálafyrirtækjanna eru blygðunarlaust að fremja fjársvik í skilningi 248. gr. Almennra hegningarlaga (þar er talað um að ýta sér ranga og/eða óljósa hugmynnd tiltekinna aðila, í þeim tilbangi að hafa af þeim fé). Allt í skjóli opinberra starfsleyfa og undir eftirliti frá opinberum aðila (FME). Úr þeirri átt er ekki mikils að vænta, enda liggur fyrir að núverandi forstjóri FME hefur unnið ýmis skringileg verk fyrir fjármálaglæponana í tengslum við Tortóla félög og annað sem ekki þykir góð latína. Slapp fyrir horn, þar sem málin eru að líkindum fyrnd minnir mig.
Verst er að stjórnkerfið allt, já og nú meira að segja sjálf löggjafarsamkundan, dansar með glæpamönnunum og allsstaðar gengur maður undir manns hönd í þeim tilgangi að skeina af þeim skammirnar og reyna að halda lífi í þessum glæpafyrirtækjum.
FME hefur hreykt sér af því að hafa nú sett MJÖG strangar reglur um hæfi stjórnenda fjármálafyrirtækja, sem er gott ef satt væri. Hvað hefur FME vikið mörgum af þeim mönnum sem berir hafa orðið að lögbrotum gegn gengistryggingarbanninu frá störfum? ENGUM einasta! Þetta eru allt taglnýtingar hvors annars, spillingin er svo innmúruð og innvígð, að manni verður óglatt!
4runner (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 18:00
Og þarna er dómur í Lýsingarmálinu:
Lýsing ber ábyrgð á mistökum
Getur það verið að stórir erlendir kröfuhafar í bönkunum séu farnir að stjórna ríkisstjórninni, ríkisstjórn banka og peningaafla, og hafi ráðið að hluta eða öllu leyti ómannsæmandi niðurstöðunni gegn skuldendum ólöglegu gengislánanna? Kannski með hjálp AGS? Farið að minna á ICESAVE. Og takk fyrir pistilinn, Marinó. Merkilegir hlutir um níðingsskap gegn neytendum koma fram í þessum þræði.
Elle_, 4.1.2011 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.