Leita í fréttum mbl.is

Neytendavernd á Íslandi í hnotskurn - Hún er engin

Ég verð að viðurkenna, að mér kemur þetta nákvæmlega ekkert á óvart.  Hér er enn eitt dæmið um það að neytendavernd er besta falli til í skötulíki hér á landi.  Hvernig í ósköpunum getur einstaklingur sem er tryggður gegn slysum samkvæmt (að ég reikna með) kjarasamningi átt að bera ábyrgð á því hvort fyrirtækið sem hann vinnur hjá er í skilum eða ekki? 

Þetta mál sýnir þann litla rétt sem einstaklingar hafa í þessu samfélagi.  Undanfarin ár hafa lántakar mátt upplifa það, að réttur þeirra er enginn þegar fjármálafyrirtæki settu allt á hausinn. "Borgið upp og þegið", eru skilaboðin sem fólk fær frá fjármálakerfinu og stjórnvöldum.  Eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar eru til að vernda kröfuhafa þó kröfur þeirra séu byggðar á svikum, lögbrotum og prettum.  Rannsóknarskýrsla Alþingis er ekki næg sönnun fyrir þeim rangindum sem almenningur var beittur, nei, stjórnvöld skulu hjálpa lögbrjótunum með því að setja lög til að verja þá.

Varðandi þetta mál Sjóvár gegn starfsmanni, sem varð fyrir líkamstjóni, þá fatta ég ekki hvernig þriðji aðili (þ.e. sá tryggði) getur verið ábyrgur fyrir því að fyrirtækið, BM-Vallá, hafi verið í vanskilum með greiðslur iðgjalda.  Í slíku tilfelli höfum við vexti og dráttarvexti, vanskilagjöld og hvað það er nú annað sem innheimtulögfræðin snýst um.  Ég get líka skilið, að hafi fyrirtækið orðið fyrir tjóni, sem tryggingarfélagið var að bæta, þá megi draga vanskilin frá greiðslunni.  Í þessu tilfelli varð þriðji aðili fyrir tjóni og það kemur honum ekki hót við hvort vanskil voru á greiðslu iðgjaldanna.  Hafi tryggingin verið í gildi, þá ber tryggingarfélaginu að greiða og það undanbragðalaust.

Þó svo að fyrirtækið hafi verið í vanskilum, þá varð maðurinn fyrir líkamstjóni sínu í apríl 2009.  Voru iðgjöldin í vanskilum á þeim?  Ef svo var, eigum við að trúa því að iðgjöldin hafi verið í vanskilum allan þann tíma?

Ég held að kominn sé tími til, að stjórnvöld taki til í neytendaverndarákvæðum íslenskra laga.  Það gengur ekki að réttur neytenda sé ítrekað fyrir borð borinn stórfyrirtækjum til hagsbóta.


mbl.is Fær ekki bætur að fullu vegna vanskila atvinnurekanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Sammála og þá þýðir ekki að fara í einhvern prjónaskap og reddingar til að bjarga andlitinu til skemmri tíma eins og yfirvöldum hættir svo til.

Það þarf að setjast yfir þessi mál frá A til  Ö, skoða til dæmis smáa letrið í ábyrgðarákvæðum í sölu og þjónustusamningum, innheimtuaðferðir, útreikninga á gjaldskrám og svo mætti lengi telja.

Hingað til virðist fyrirtækjum og stofnunum hafa verið nokkuð í sjálfsvald sett hvernig þau haga sínum málum og það er sjaldnast neytendum í hag, nema síður sé.

Neytendalög þarf að endurskoða frá grunni og gera á þá kröfu að jafnræðis sé gætt milli neytenda og þessara aðila.

Hjalti Tómasson, 2.1.2011 kl. 21:15

2 identicon

Sögur eru sagðar af starfsmönnum Ístaks í Noergi og Grænlandi, þar sem einn hefur látist og annar stór slasast  , en engin trygging hefur verið á starfsfólki !

Fyrirtæki virðast komast upp með allt, í boði lélegs regluverks og spilltra valdhafa , og handónýtra stjórnsýslu ! 

JR (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 21:25

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það sem meira er Sjóvá fór líka á hausinn en gat skuldajafnað með kröfu í eigu ÞrotaSjóvár  upp í skuldbindingu Nýsjóvár.

Einar Guðjónsson, 2.1.2011 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband