9.12.2011 | 13:07
Fátækt er raunverulegt og stækkandi vandamál
Mikil umræða er í nokkrum vefmiðlum um einstæða móður, sem hafði ekki efni á að kaupa kludaflík á 7 ára dóttur sína. Eins hræðilegt og þetta er, þá ætti þetta ekki að koma nokkrum manni á óvart. Lífskjararannsókn Hagstofnunnar, sem birt var um daginn, sýnir að staða einstæðra foreldra er mjög erfið og stór hluti þeirra, 78,4%, eiga erfitt með að ná endum saman. Tala sem hefur farið hækkandi undanfarin ár. Því miður hafa stjórnvöld lítið sem ekkert hugsað fyrir neyð þessa hóps og látið sem allt snúist um skuldavanda. Ég hef aftur ítrekað bent á að:
Skuldvandi er ekki vandamál nema honum fyldi greiðsluvandi, meðan greiðsluvandi er alltaf vandamál hvort sem honum fylgir skuldavandi eða ekki.
Stjórnvöld verða að átta sig á þessum sannindum og fara að bregðast við þeim.
Fátækt er raunverulegt vandamál
Í september í fyrra var haldinn fundur í Ráðhúsi Reykjavíkur um fátækt. Ég var einn af þeim sem sátu fyrir svörum á fundinum. Þar kom margt áhugavert fram, en fyrst og fremst hversu veikburða félagslega kerfið er hér á landi. Markmið þess virðist vera að skera allt við nögl og vísa síðan fólki á hjálparstofnanir. Ég skrifaði færslu um fundinn og hvet ég fólk til að lesa hana, þar sem mér sýnist að því miður hafi minna áunnist á síðustu 15 mánuðum en efni hafa verið til. Raunar sýnist mér, sem við séum sífellt að færast fjær markinu.
Staðreyndin er að fátækt er raunverulegt og vaxandi vandamál. Er svo sem þekkt að slíkt gerist í kjölfara skuldakreppu, eins og þeirrar sem við erum að kljást við hér. Í vinnu minni fyrir svo kallaðan sérfræðingahóp um skuldamál heimilanna fyrir rúmu ári þá settum við tölur í alls konar samhengi. Skrifaði ég færlsu um máli í byrjun nóvember í fyrra sem ég byrja á eftirfarandi orðum:
Eftir að hafa setið yfir tölum í nokkrar vikur um afkomu heimilanna, greiðslugetu og skuldastöðu, þá finnst mér einsýnt að hér munu hlutirnir ekki færast í samt lag nema kaupmáttur aukist með hækkandi tekjum. Slík hækkun tekna verður að ná til allra hópa með undir 450 þús.kr. í laun á mánuði.
Því miður er staðan sú, að tiltekinn hópur fjölskyldna hefur ekki tekjur til að standa undir lágmarksneyslu, hvað þá að hafa eitthvað afgangs til að greiða fyrir húsnæði. Þetta er vandamál sem nær til allra fjölskyldugerða, en þó síst hjá barnlausum hjónum.
Lokaorð færslunnar voru síðan:
Allt virðist þetta bera að sama brunni: Stór hópur landsmanna hefur ekki efni á því lífi sem þeir lifa, hver svo sem ástæðan er.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar frá því fyrir ári um fjölda heimila sem áttu ekki fyrir neyslu, samkvæmt neysluviðmiðum sem Umboðsmaður skuldara notaði. Viðmiðin eru annars vegar margfölduð með 1,5 og hins vegar 2,0 þar sem inn í þau vantar gríðarlega háa útgjaldaliði, eins og dagvistun, símkostnað, tryggingar og fleira svona "smávægilegt".
Eiga ekki fyrir neyslu | ||
ney*1.5 | ney*2 | |
Einst. | 977 | 1.744 |
Einst. For. | 1.004 | 2.289 |
Hjón | 1.670 | 3.064 |
Alls | 3.651 | 7.097 |
Taflan sýnir að ríflega 7.000 heimili eiga ekki fyrir almennri neyslu miðað við naumhyggju neysluviðmið sem leiðrétt eru með tilliti til þátta, sem skoðaðir eru sérstaklega í hverju tilfelli. Þetta er eitthvað um 5% heimila í landinu og þegar kemur heimilum þar sem foreldrar eru einstæðir, þá er hlutfallið mun hærra.
Fyrir þessi heimili dugar ekki að hækka vaxtabætur eða koma með smávægilega hækkun barnabóta. Eina sem dugar er veruleg hækkun launa, meðlags og barnabóta. Þessir hópar þurfa að vinna upp kaupmáttarskerðingu undanfarinna ára. Fyrir þá sem þetta dugar ekki, þá þurfa sveitafélögin að grípa inn í á mun meira afgerandi hátt.
Ég geri mér alveg grein fyrir að fjölmargir einstaklingar misnota sér kerfið, eru í óreglu eða hafa ekki getu til að stjórna sínum fjármálum. Varnir gegn slíku mega ekki bitna á þeim sem eru ekki í þannig málum.
Efnahagsmál | Breytt 6.12.2013 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.12.2011 | 00:28
Glæsilegur sigur og áhugaverð staða
Óhætt er að segja að stórsigur Íslands í kvöld hafi verið jafn óvæntur og hann var sanngjarn. Eftir sterka byrjun Þjóðverja, þá átti maður von á endurtekningu á Noregsleiknum, en kraftaverkin gerast. Ekki er hægt segja neitt annað en að það hafi verið stórkostlegt að breyta stöðunni úr 4:11 í 13:12 á aðeins 11 mínútum. Síðan endurtók liðið leikinn í síðari hálfleik, þar sem stelpurnar breyttu stöðunni úr 17:18 í 26:20 á 12 mínútum. Með svona varnarleik, þá geta þær lagt allar þjóðir, svo mikið er víst. Höfum í huga að Þjóðverjar lögðu Norðmenn í fyrsta leik.
Staðan í riðlinum er einkar áhugaverð. Tvö efstu liðin eru með 6 stig, þá koma 3 lið með 4 stig og loks Kína með ekkert. Sigur á Kínverjum á föstudag gæti farið svo langt að fleyta liðinu í 2. sæti riðilsins, en liðið gæti líka endað í 4. sæti, þó það vinni.
Leikirnir sem eru eftir eru Angóla - Þýskaland, Noregur - Svartfjallaland og Ísland - Kína í þessari röð. Íslenska liðið mun því vita þegar það labbar inn á völlinn á föstudag hvaða úrslit eru nauðsynleg til að ná hagstæðustu riðilsstöðu eða hvort úrslitin skipta yfirhöfuð máli. Vinni Angóla Þýskaland, þá fer Ísland áfram þó stelpurnar tapi fyrir Kína og það sem meira er að þær lenda alltaf í 4. sæti sama hvað gerist í öðrum leikjum. Verði einhver önnur úrslit í leik Þjóðverja og Angóla, þá þurfa þær einnig jafntefli
Til einföldunar má segja, að vinni Svartfjallaland Noreg eða það verði jafntefli, þá kemst Ísland hæst í 3. sæti. Vinni Norðmenn og Angóla vinnur ekki Þýskaland, þá lendir Ísland í 2. sæti riðilsins með sigri á Kína.
Samantekt á þessu er:
- Angóla vinnur Þýskaland - Ísland lendir alltaf í 4. sæti sama hvernig aðrir leikir fara.
- Angóla og Þýskaland gera jafntefli:
- Ísland tapar fyrir Kína: Ísland situr eftir í 5. sæti
- Ísland gerir jafntefli: Ísland lendir í 4. sæti, Angóla í 3. sæti og Þýskaland í 5. sæti
- Ísland vinnur Kína: Þá eru tveir möguleikar:
- Noregur vinnur Svartfjallaland: Ísland lendir í 2. sæti
- Noregur vinnur ekki Svartfjallaland: Ísland lendir í 3. sæti
- Þýskaland vinnur Angóla:
- Ísland tapar fyrir Kína: Ísland situr eftir í 5. sæti, Angóla tekur 4. sæti
- Ísland gerir jafntefli: Ísland lendir í 4. sæti, Angóla í 5. sæti og Þýskaland í 2. eða 3. sæti, eftir því hvernig leikur Noregs og Svartfjallalands fer.
- Ísland vinnur Kína: Þá eru þrír möguleikar:
- Noregur vinnur Svartfjallaland: Ísland lendir í 2. sæti, Svartfjallaland í því 3. og Þýskaland í því 4.
- Noregur og Svartfjallaland gera jafntefli: Ísland lendir í 3. sæti og Þýskaland í því 4.
- Svartfjallaland vinnur Noreg: Ísland endar í 4. sæti, Þýskaland í 3. og Noregur í 2.
Út frá þessu væru draumaúrslitin á föstudaginn, að Ísland, Þýskaland og Noregur vinni sína leiki. Þá verður mótherjinn í 16 liða úrslitum sigurvegarinn úr leik Suður Kóreu og Hollands, en Hollendingar ef leikurinn endar með jafntefli.
Hafa skal varann á að Kína er sýnd veiði en ekki gefinn. Liðið tapaði með einu marki fyrir bæði Angóla og Þjóðverjum, þannig að hitti þær á góðan dag, þá þarf íslenska liðið virkilega að leggja sig fram. Svo náttúrulega getur kínverska liðið verið hroðalegt. Málið er að annar hver leikur hefur verið góður hjá Kínaverjum, en þriðji hver hjá íslenska liðinu. Úrslitin eru því langt frá því að vera ákveðin fyrir fram.
Loks má benda á, að lendi íslenska liðið í 5. sæti, þá keppir það við Kazakhstan í leik um 17. - 20. sæti. Leikjaplanið má finna hér.
(Allt er þetta sagt með fyrirvara um að IHF hafi ekki breytt reglum sínum um röðun í sæti, ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum.)
Glæsilegur sigur á Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2011 | 14:04
Næsta fórnarlamb er fundið - Hófleg nýting tekjustofna best!
Ætla menn ekki að læra. Nú hefur fjármálakerfið og spákaupmenn þvingað fram tvö ótrúlega stórtæk inngrip stjórnvalda í fjármálamarkaðinn á 3-4 árum. Árið 2008 greip bandaríski seðlabankinn og bandarísk stjórnvöld til þess að dæla í sameiningu um 8,4 billjörðum (trillions) USD (7,7 billjarða frá Seðlabanka Bandaríkjanna og 700 ma. frá ríkisstjórninni, sjá $7.7 Trillion to Wall Street - Anything to Keep the Banksters Happy! | Truthout) inn í ofurstór bandaríks fjármálafyrirtæki sem voru of stór til að falla og gerðu þau í leiðinni ennþá stærri. "Lán" voru veitt á lágum vöxtum sem notuð voru til að kaupa ríkisskuldabréf á aðeins hærri vöxtum og niðurstaðan var meiri hagnaður hjá þessum fyrirtækjum en meira segja á mestu uppgangsárunum. Vextina borga skattgreiðendur, en peningarnir voru prentaðir hjá Ben frænda. Á sama tíma austan ála Atlantshafsins dældu írsk, bresk og þýsk stjórnvöld háum upphæðum inn í fjármálastofnanir og sitja skattborgara þessara landa uppi með reikninginn. USA 0 - Vogunarsjóðir 3 og ESB 0 - Vogunarsjóðir 2.
Stjórnendur stóru fjármálafyrirtækjanna á Wall Street eiga í stökustu vandræðum með að fela brosið á vörum sínum, enda mala þeir gull. Lehman Brothers varð að vísu fórnarlamb, en með réttu hefðu þau átt að vera mun fleiri.
Já, bragðið heppnaðist fullkomleg. Mikill vill meira og það reyndu þeir vestanhafs, en þá sagði Obama nei. Til að bæta gráu ofan á svart, þá var hann svo ósvífinn, að krefjast þess að menn borguðu ekki bónusa, þannig að "lánunum" var skilaði í snarhasti.
Menn voru greinilega komnir með blóðbragð í munninn. Leitin að veikasta hlekknum hófst. Gerð var atlaga að Portúgal og Spáni, en bæði löndin stóðust áhlaupið í bili. En það gerði Grikkland ekki. Yfirstjórn ESB og Seðlabanki Evrópukomu í veg fyrir að Grikkir færu íslensku leiðina, þ.e. gefa kröfuhöfum langt nef. Búið er að dælan hundruð ef ekki þúsundum milljarða evra inn í evrópskar fjármálastofnanir, svo síhungraðir úlfar fjármálakerfisins fá sitt. Allt er þetta vegna þess að vogunarsjóðir og bandarískir stórbankar hafa lagt stórar upphæðir undir í afleiðum og hætt við að sú spilaborg hrynji, ef í ljós kemur að þeir hafi veðjað á rangan lit. Til að halda stjórnvöldum við efnið hefur áhlaup verið gert að hverju fórnarlambinu á fætur öðru. Grikkland er fallið, Ítalía er komin í gjörgæslu, frönskum stórbanka var bjargað með þögulli neyðaraðgerð aðfararnótt þriðjudags í síðustu viku, 1.400 milljarða evru björgunarsjóður hefur verið stofnaður. ESB 0 - Vogunarsjóðir 5 og USA 0 - Vogunarsjóðir 4.
Það er alveg með ólíkindum hvernig menn geta hagað sé eins og hálfvitar með peninga, án allrar alvöru áhættustýringar, og síðan greiða skattborgara reikninginn.
Nú eru menn búnir að átta sig á því, að ekki er meiri pening að fá frá Evrópu. Vogunarsjóðirnir tapa líklegast mest á því að evrusamstarfið liðist í sundur, þar sem þá geta þeir ekki þvingað Þýskaland til að bjarga Grikklandi. Markmiðið var jú alltaf að komast í þýska ríkiskassann, enda eftir mestu að sælast þar. Þetta er eins og með aðra nytjastofna. Menn verða að nýta þá af skynsemi svo þeir gefi vel af sér á hverju ári. Rányrkja leiðir til hruns.
Þá er um að gera að leita á önnur mið. Nytjastofnar Asíu hafa ekki verið nýttir í um 20 ár, þannig að þar sjá menn tækifæri. Ekkert er varið í þá í Afríku og Suður-Ameríka er ekki eins stór og Asía. Spurningin er hvort við munum á næstu mánuðum og kannski 2 - 3 árum lesa um hrun á Indlandi, Malasíu, Indónesíu, Kóreu, Filippseyjum og öðrum öflugum löndum á svæðinu og í framhaldi af því í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Ég læt mér ekki detta í hug að hrægammar fjármálakerfisins verði nokkru sinni saddir. Þeir munu halda áfram að leita að fórnarlömbum svo lengi sem ríkisstjórnir og seðlabankar halda sig það að einstakar fjármálastofnanir séu of stórar til að falla, að allar ríkisskuldir skuli greiddar og menn ráðast ekki að meinsemdinni sem er óábyrg útlánastarfsemi fjármálageirans.
Stærstu mistök stjórnmálamanna og stjórnenda seðlabanka um allan heim er ekki að hafa sofið á verðinum í aðdraganda þess hildarleiks sem núna er í gangi. Vissulega voru það alvarleg mistök og verðskulda að allir sem hlut eiga að máli fari launalausir á eftirlaun. Nei, stærstu mistökin eru að reyna að breiða fyrir mistökin sín. Það er gert með því að gera stöðutöku vogunarsjóðanna áhættulausa. Í hvert sinn sem stefnir í tap þeirra sem höguðu sér á óábyrgan hátt, þá er þeim nóg að hóta einhverjum minni máttar og Ben frændi eða Angela reiða fram svívirðilega háar upphæðir. Ef ég gerði þetta, þá væri ég kærður fyrir fjárkúgun, en þar sem þetta er gert í nafni fjármálastarfsemi, þá telst þetta ekki bara löglegt heldur eðlileg viðskipti! Eina leiðin til að stoppa þetta er að gera mönnum grein fyrir að þeir bera sjálfir ábyrgð á sinni áhættustýringu.
Evrópa gæti dregið Asíu niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 6.12.2013 kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.12.2011 | 15:23
Rétta fjallið - Langtímahagsmunir ofar skammtímaávinningi
Endurreisn | Breytt 6.12.2013 kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2011 | 14:38
Hér eru raunverulegar niðurstöðurnar úr skoðanakönnun Capacent
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Lánamál | Breytt 6.12.2013 kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.11.2011 | 00:06
37 af stærstu bönkum heims lækka í lánshæfismati
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.12.2013 kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.11.2011 | 23:45
Stjórnin stendur tæpt - Vill Samfylkingin kosningar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2013 kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2011 | 02:18
Nubo má ekki kaupa landið en má hann byggja?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.11.2011 | 00:42
OECD og BIS: Gallaðir stjórnhættir og áhættustjórnun fjármálafyrirtækja orsök fjármálakreppunnar
HRUNIÐ | Breytt 6.12.2013 kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2011 | 17:29
Stórfrétt: Íslandsbanki tapar stofnfjármáli
Lánamál | Breytt 6.12.2013 kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.11.2011 | 08:53
Vandamál sem vitað hefur verið af í rúm 2 ár
Snjóhengjur | Breytt 6.12.2013 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2011 | 11:11
Skuldakynslóðin og áhrifin á hagvöxt framtíðarinnar
Endurreisn | Breytt 6.12.2013 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.11.2011 | 19:40
Halelúja samkunda með engin tengsl við raunveruleikann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (86)
17.11.2011 | 22:51
Stundum ratast manni allt of vel á - Endurbirtar glefsur úr gömlu bloggi
Skuldamál heimilanna | Breytt 6.12.2013 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2011 | 18:35
Áhugaverð lesning þessi dómur - Dæmi um klassíska íslenska spillingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2011 | 14:45
Á íslensku takk! Er verið að færa hluta afsláttarins til baka?
HRUNIÐ | Breytt 6.12.2013 kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2011 | 00:21
Eigi að breyta, þarf að líta inn á við
Endurreisn | Breytt 6.12.2013 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.11.2011 | 01:42
Vitað um lélega arðsemi í áratugi
Efnahagsmál | Breytt 6.12.2013 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2011 | 15:26
Mótbárur sendar fjármálastofnun
Lánamál | Breytt 6.12.2013 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 1681256
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði