Leita í fréttum mbl.is

Skuldakynslóđin og áhrifin á hagvöxt framtíđarinnar

Á viđskiptavef visir.is er myndband um skuldakynslóđina, ţar sem David Malone, einn ţekktasti heimildarmyndagerđarmađur breska ríkisútvarpsins BBC, heldur ţví fram ađ heil kynslóđ vćri skuldum vafin eftir glórulausar ákvarđanir bankamanna. Hér á landi erum viđ ađ upplifa ţetta.

Í gćrkvöldi var fundur hjá Samtökum lánţega og eins á fyrri fundum samtakanna, ţá kemur sífellt betur í ljós hve breiđur hópur aldurslega ţađ er, sem er í vanda.  Tölur úr lífskjararannsókn Hagstofunnar stađfesta ţetta einnig.

Ţađ sem veldur mér mestum áhyggjum er ekki endilega hve margir eru skuldum vafnir, heldur hvađa hópur stendur verst.  Ţekkt er ađ um 20% ţjóđarinnar er vel skuldsettur.  Ţannig hefur ţađ veriđ frá ţví ađ ég fór fyrst ađ fylgjast međ slíkum tölum og greining Seđlabanka Íslands á ţessu hefur sýnt ađ á árunum fyrir hrun, í mesta góđćrinu, ţá voru 20% heimila verulega skuldsett.  Nei, áhyggjur mínar lúta frekar ađ ţví ađ hópurinn sem venjulega stendur ađ baki nýsköpun og uppbyggingu, er í vanda.

Ég er ađ tala um fólk undir 40 ára og ţá helst frá 30 - 39 ára.  Ţetta er sá hópur sem er búinn međ sitt nám á háskólastigi, hefur byrjađ ađ vinna í almennri launavinnu, en hefur alla jafna veriđ tilbúinn ađ taka nćsta skrefiđ.  Hópurinn međ ferskustu hugmyndirnar en nógu mikla reynslu til ađ vita ađ ekki gengur hvađ sem er.  Hópurinn sem er nógu ungur til ađ vilja taka stökkiđ vitandi um áhćttuna sem ţví fylgir, en nógu efnađur til ađ ţola högg sem mögulega kćmi.  Hópurinn sem bankarnir hafa treyst vegna ţess ađ hann hefur átt eignir til ađ veđsetja og framtíđartekjur til ađ greiđa niđur lánin.  Samkvćmt tölum Hagstofunnar á 60% af ţessum hópi í vanda, ţ.e. á í erfiđleikum međ ađ ná endum saman.

Ef hópurinn, sem á ađ vera helsta uppspretta vaxtar í ţjóđfélaginu, er geldur fjárhagslega, ţá mun hann ekki geta sinnt ţessi hlutverki sínu.  Margir munu fara leiđ gjaldţrots sem mér sýnist vera bara ágćtlega skynsamt val, međan ađrir fara út úr landi og freista gćfunnar handan viđ hafiđ.  Vissulega verđur sá hópur, sem sér tćkifćri í kreppunni eđa sér sig knúinn til sjálfshjálpar, en ţau áform verđa ađ öllum líkindum mun smćrri í sniđum en hjá ţeim sem fetađ hafa sömu slóđ undanfarna áratugi.

Vel getur veriđ, ađ versta kreppan verđi yfirstađinn eftir 3 - 5 ár, jafnvel fyrr.  Áhrifa hennar mun gćta mun lengur, ef ekki verđur gengiđ lengra í endurskipulagningu og leiđréttingu skulda heimilanna. 

Ég hvatti til ţess strax í lok september 2008 ađ fariđ yrđi í róttćkar ađgerđir til ađ létta undir greiđslubyrđi heimilanna.  Síđan höfum viđ fariđ í gegn um tímabil smáskammtalćkninga og tekist ţannig ađ "bjarga" hluta ţeirra sem verst stóđu og létta undir međ mörgum.  Gríđarlega stórir hópar eru ennţá í vanda.  Samkvćmt tölum Hagstofunnar á ríflega helmingur heimila, 51,5%, í erfiđleikum međ ađ ná endum saman.  Ţessi tala stóđ í 36,8%áriđ 2005.  Sé eingöngu litiđ til barnafólks, ţá hefur tala fariđ úr 39,4% í 60,1% á ţessum 6 árum.  Ţetta er ríflega 50% aukning.  (Breytingin er enn meiri, ef 2007 er notađ sem viđmiđunarár.)

Tími smáskammtalćkninga er liđin.  Stjórnvöld verđa ađ ganga fram fyrir skjöldu og knýja fjármagnseigendur og lándrottna ađ samningaborđinu.  Ţessir ađilar grćđa ekkert á ţví ađ halda kröfum sínum til streitu.  Hagsmunasamtök heimilanna lögđu ţađ til í fyrra ađ lífeyrissjóđirnir gćfu eftir hluta af kröfum sínum á Íbúđalánasjóđ og skerđingin sem kćmi á áunnin lífeyrisréttindi vćri dreift á sjóđfélaga ţannig ađ ţeir sem ćttu lengstan starfsaldur framundan tćkju á sig mesta skerđingu međan ţeir sem hafa hafiđ töku lífeyris fengju enga skerđingu á sig.  Hagnađur bankakerfisins sýnir ađ ţar er borđ fyrir báru.

Í mínum huga er ţetta sáraeinfalt og hefur alltaf veriđ ţađ.  Annađ hvort verđur fariđ í ţessar ađgerđir međ heimilunum og ţau studd til uppbyggingar eđa fjármálafyrirtćkin halda sínu til streitu og ţurfa ađ afskrifa ţessar skuldir síđar.  Fyrri kosturinn leiđir til ţess ađ viđ vinnum okkur vonandi hratt og vel út úr kreppunni, en sú síđari dregur hana á langinn.  Eins og ég sagđi í fćrslu haustiđ 2009:  Leiđréttingar strax eđa afskriftir síđar.  Menn nýttu ekki tćkifćriđ ţá og ţví sitjum viđ nánast í sömu sporum, ef viđ höfum ekki fćrst nokkur skref aftur á bak.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hvar vćrum viđ millistéttaularnir ef erlend lán hafi ekki veriđ dćmt ólögmćt?

Haraldur Haraldsson, 22.11.2011 kl. 11:57

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Viđ vćrum á fullu ađ lögsćkja fjármálafyrirtćkin eđa búnir ađ lýsa okkur gjaldţrota.  Pćldu í ţví, Halli, ef 30.000 lántakar gengistryggđra lána hefđu látiđ úrskurđa sig gjaldţrota og síđan flutt úr landi.  Ţá vćri nú bankakerfiđ fyrst á brauđfótum.

Marinó G. Njálsson, 22.11.2011 kl. 12:24

3 identicon

Ég tek heilshugar undir ţennan góđa pistil ţinn Marinó.  Elja ţín og dugnađur viđ ađ upplýsa okkur hin, sem erum ekki alveg jafn talnafróđ og ţú, er okkur ómetandi mikils virđi. 

Hér verđur ađ fara fram skuldaleiđrétting í stíl ţess sem HH hafa lagt til, ţví ţađ óréttlćti - ekki síst milli kynslóđa - sem ríkir hér og hefur ríkt undanfarin ár og áratugi vegna verđtryggingar lána heimilanna er ólíđandi og hreint út sagt lífshćttulegt fyrir framtíđ ţessarar ţjóđar okkar.  Grćđgi Frankenstein kynslóđarinnar - og sér í lagi hin ríkisverđtryggđa til lífeyrisins - er orđin jafn vitfirrt og Krónusar sem vildi borđa börnin sín.   

Í síđasta pistli ţínum skrifađir ţú réttilega um hallelúja samkundu međ engin tengsl viđ raunveruleikann.  Í mínum huga er vandinn hins vegar sá, ađ allur 4-flokkurinn er ein samansúrruđ hallelúja samkunda, sem endalaust ber sér á brjóst eins og farísear og tollheimtumenn, međan almúginn er og hefur veriđ rćndur miskunnarlaust undangengin ár og áratugi.

Ţar hefur valdakerfi 4-flokksins í formi löggjafar-, fjármála-, framkvćmda-, dómsmála-, trúmála-, menntunarmála-, menningarmála- og fjölmiđlunarvalds allt stađiđ samansúrrađ í blindum hroka skinhelgi sinnar - fyrir HRUN og eftir HRUN í einni sápu-frođu-sátt yfirbyggđar međ valdakerfi atvinnulífsins í samtökum fursta og greifa í heilagri sambúđ međ forustu ASÍ. 

Ţetta er stađan Marinó, sem ţú veist örugglega jafnvel og ég.  Viđ stöndum á krossgötum.  Que Vadis?

Ţví spyr ég ţig, líkt og í athugasemd viđ síđasta pistil ţinn:

Er ekki kominn tími til ađ rjúfa skarđ í samansúrrađa skjaldborg alls 4-flokksins?  Međ stofnun öflugrar breiđfylkingar heiđarlegra manna og kvenna?  Öđru vísi gerist fátt, nema hjađningarvíg og skćrur, engum til hagsbóta, nema 4-flokka skinhelginni. 

Ég er ţess fullviss ađ mjög margir myndu treysta ţér og vilja sjá ţig í forustusveit slíkrar breiđfylkingar til baráttu fyrir hagsmuni heimila og smáfyrirtćkja og til hagsbóta fyrir allan hinn óbreytta almenning ţessa lands.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráđ) 22.11.2011 kl. 15:09

4 identicon

    Mer finnst thu vera bjartsyn ad vid seum komnir kannski utur thessu eftir 5 ar. Astandid er ekki osvipad og i Japan i lok sidustu aldar. Storu munurinn liggur i mun hćrra  vaxtastigi og vixitolubundu lanunum , sem allt annad ćtti ad vera erfidara komast utur thessu eitrada astandi ...i raun einsasta sem folk getr gert er hreinlega ad flyja landid ....

Helgi (IP-tala skráđ) 22.11.2011 kl. 19:15

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Helgi, ég segi ađ versta kreppan veriđ yfirstađinn eftir 3 - 5 ár.  Ég er einmitt ađ tala um ţađ í fćrslunni ađ afleiđingarnar eigi eftir ađ vara lengur vegna höggsins sem kom á ţá sem venjulega fara fyrir vextinum.

Marinó G. Njálsson, 22.11.2011 kl. 19:44

6 identicon

   Las hratt yfir greinina, en vil koma thokkum a framfćri fyrir malefnalega barattu um framtid landsins og serstaklega ung folks, sem var fyrir thvi olani ad fjarfesta i sinni fyrsu eign i einhverru verstu eignabola a Islandi , med banneitrudum lanum.

Helgi (IP-tala skráđ) 22.11.2011 kl. 22:06

7 identicon

Alltaf jafn góđur Marinó og ótrúlegt hvađ ţú hefur sýnt ţessum málaflokki mikkla ţolinmćđi í ţínum bloggfćrslum. Tek heilshugar undir ţađ sem Pétur Örn segir og hef áđur skorađ á ţig ađ stíga fram og koma međ frambođ til höfuđ ţessum fj... fjórflokkum. Ţú fćrđ mitt atkvćđi og miklu fleiri sem ég veit um ađ myndu greiđa ţina götu.

Sigurđur Kristján Hjaltested (IP-tala skráđ) 23.11.2011 kl. 17:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband