Leita í fréttum mbl.is

Halelúja samkunda með engin tengsl við raunveruleikann

Eftir lestur tveggja frétta af landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þá sýnist mér fundargestir þar vera á kafi í meðvirkni.  Tveir fyrrverandi formenn flokksins stíga í pontu og lýðurinn ærist af fögnuði.  Engir tveir einstaklingar innan opinberar stjórnsýslu bera eins mikla ábyrgð á hruninu og þessir tveir menn.  Það getur verið að einhverjar réttar aðgerðir hafi verið teknar EFTIR hrun, en málið er allt það sem var gert rangt FYRIR hrun.

EF ríkisstjórnin og Seðlabankinn hefðu haft efni á því að bjarga bönkunum, þá hefði það verið reynt.  Sem betur fer hafði hvorugur aðili burði til þess, þannig að við URÐUM að fara þá leið sem var farin.  Þetta er staðreynd sem við skulum ALDREI gleyma.  Það var okkar happ að hvorki Seðlabankinn né ríkisstjórnin höfðu efni á að bjarga bönkunum.  Annars værum við í stöðu Íra að vera búin að þjóðnýta alla banka landsins eða því sem næst og sjá ekki út um augu fyrir skuldum.

EF ríkisstjórnin og Seðlabankinn hefðu gripið í taumana í nóvember 2007, eftir fræga ræðu seðlabankastjóra, þá hefði kannski farið betur.

EF ríkisstjórnin og Seðlabankinn hefðu sagt sannleikann í febrúar og mars 2008 í staðinn fyrir að fara í skrumherferð í fjölmiðlum og til annarra landa, þar sem logið var til um styrk ríkissjóðs og bankanna, þá hefði tjónið örugglega orðið minna.

EF Seðlabankinn hefði ekki keypt "ástarbréf" af bönkunum upp á hundruð milljarða sumarið 2008, þá hefði bankinn ekki orðið gjaldþrota.

EF Seðlabankinn hefði ekki fengið lánalínu hjá einum helsta lánveitanda Glitnis, þá hefði bankinn ekki misst sína lánalínu.

EF seðlabankastjóri hefði kunnað sér hóf í fjölmiðlum og látið stjórnmálmenn um stjórnmál, þá hefðu bresk stjórnvöld kannski sleppt því að nota ákvæði hryðjuverkalaga gegn íslensku þjóðinni.

Nei, Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, héldu uppi berum ósannindum, neituðu að þiggja ráð eða hlusta á ábendingar nágranna okkar, höfnuðu aðkomu AGS um sumarið 2008 og svona mætti lengi telja, vegna þess að það gat ekki verið að þetta væri að gerast á þeirra vakt.  Svo voga þessir menn sér að kenna slökkviliðinu um afleiðingar eldanna sem þeir sjálfir kveiktu eða báru í eldmat svo þeir löguðu betur.  Og undir þetta taka með lófataki landsfundargestir sem eru greinilega illa haldnir af meðvirkni.

Það sorglega við þetta, er að stór hluti landsmanna virkilega heldur að þjáningarnar sem þjóðin er að ganga í gegn um núna séu Steingrími og Jóhönnu að kenna.  Þau hefðu alveg örugglega getað gert meira til að lina þjáningarnar, en ástandið núna er vegna þess að hér varð hrun og tveir af þeim mönnum sem verulega ábyrgð bera á því hruni eru Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra.  Að þessir tveir menn séu hylltir með lófataki sem einhverjar hetjur eða mikilmenni er móðgun við þjóðina.


mbl.is Þrennt bjargaði Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef verið á svona landsfundi, stundum fannst mér fólk líta meira á þá sem skemmtikrafta.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2011 kl. 20:07

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Marinó, að þú gerir hugleiðingar þínar að rödd þjóðarinnar, er móðgun við meirihluta þjóðarinnar. "Þjóðin" er ofnotað orð.... merkingarlaust, þökk sé ofbeldisskríl Austurvallar og öfgasinnuðum náttúruverndarmönnum. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 20:26

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gunnar, hvergi geri ég hugleiðingar mínar að "rödd þjóðarinnar".  Hvernig þú færð það út er mér hulin ráðgáta. Það er alfarið mín skoðun að þessi hylling þeirra tveggja á fundinum sé móðgun við þjóðina.  Ég er ekki að segja að það sé skoðun þjóðarinnar og því er það hvorki merkingarlaust né ofnotað.  Annars dæma orð þín sig sjálf með því að kalla þá, sem ekki sætta sig við spillingu og vanhæfi, "ofbeldisskríl".  Það er nefnilega þessi "ofbeldisskríll" sem hefur þó fengið það til leiðar að farið var í umtalsverðar (en ófullnægjandi) aðgerðir fyrir einstaklinga, heimili OG fyrirtæki í landinu.

Marinó G. Njálsson, 19.11.2011 kl. 20:34

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Marinó, flottur!

Aðalsteinn Agnarsson, 19.11.2011 kl. 20:55

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég hef alltaf haft nokkra samúð með Geir. Ég  efast um réttmæti þess að draga menn fyrir dóm fyrir það eitt að vera bláeygir aular.  Karlgreyið Davíð reynir auðvitað að klóra yfir skítinn sinn og það er kannski bara mannlegt.  En sauðkindurnar sem sitja í salnum og ærast af fögnuði  yfir ruglinu í honum get ég ómögulega skilið.   Þeim væri hollt að lesa þennan pistil þinn Marinó.

Þórir Kjartansson, 19.11.2011 kl. 20:59

6 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Marinó nú fórstu alveg með þig,bera þessir menn ábyrgð á fjármálkreppunni í heiminum, rændu þeir bankana að innan? bull

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 19.11.2011 kl. 21:04

7 identicon

Hárrétt hjá þér Marinó. Ég held að öllum sé hollt að rifja upp fréttaviðtöl við þá Geir og Davíð á árinu 2008. Algjör afneitun á stöðu bankana og ákvarðanafælni af verstu gerð.

Núna halda þeir því fram að þetta sé einhverjum öðrum að kenna en þeim sjálfum og aularnir á landsfundinum eru að sjálfsögðu sammála.

Enn furðulega er að 36% landsmanna vill fá þá aftur til valda.  

Eyþór Einarsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 21:17

8 identicon

Góð og þörf upprifjum. Þeir treysta á gullfiskaminni fólks og það sorglegasta er að það virðist virka! Manni verður flökurt að sjá myndir frá þessum sirkus fáránleikans þar sem fólk er bókstaflega dýrkað í algjörri blindni. Eða þannig lítur það út utanfrá.

HA (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 21:30

9 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Herferðin gegn Sjálfstæðisflokknum nær hingað inn, þar sem þráðareigandi þykist vera hlutlægur þjóðfélagsrýnir. Hann hefur að sönnu sýnt að hann kann heilmikla stærðfræði. En hann missir sig í sama ruglið og menn hafa verið að vasla í síðustu þrjú árin til að draga athyglina frá öðrum stjórnmálaflokkum sem komu að stjórn landins á fyrstu árum 21. aldarinnar. Þeirra hlutur er nokkur og skjólstæðingar þeirra notfærðu sér allt það svigrúm sem samningurinn um evrópska efnahagssvæðið veitti.

Fyrir átta árum stóð stjórnmálamaður keikur upp á fundi úti á landi og hældi samherjum sínum fyrir allt það góða sem gerst hefði í efnahagslífi Íslendinga næstu árin á undan vegna undirritunar áðurnefnds samnings undir forystu Alþýðuflokksins eða Samfylkingarinnar.

Því miður hefði ekki náðst betri árangur vegna þess að "sumir" hefðu staðið gegn því að "sumir" hefðu náð að gera það sem þá langaði til . Hinir síðarnefndu, sem téður stjórnmálamaður í Samfylkingunni  ræddi um, eru núna landflótta og eiga erfitt um vik að fara um á Íslandi vegna afreka sinni í atvinnuuppbyggingu á Íslandi á 21. öldinni. Þeir hafa verið dæmdir fyrir fjársvik eða skattsvik og í einhverjuum tilvikum, mega þeir vænta þess að verða sóttir til saka fyrir "aðgerðir til atvinnuuppbyggingar" á Íslandi!

Það kemur manni ekki á óvart að Framsóknarmenn og Samfylkingar vilji klína skít á sómamennina Davíð og Geir, enda eru þeir tákngervingar alls þess besta sem finna má meðal íslenskra stjórnmálamanna.  Öfundin hefur aldrei þótt vænlegur samherji í pólitík til langframa; ekki heldur gremja og/eða hefnigirni.  Hvað menn athugi :-)

Flosi Kristjánsson, 19.11.2011 kl. 21:35

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Marinó, þegar þú segir:

 "Að þessir tveir menn séu hylltir með lófataki sem einhverjar hetjur eða mikilmenni er móðgun við þjóðina. "

þá alhæfir þú að af því að þú ert móðgaður, þá sé "þjóðin" það líka. Með þessu ertu að gera hugleiðingar þínar að "rödd þjóðarinnar".

Auk þess reiknaðir þú skakkst út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 21:42

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Flosi, þetta er ekki herferð gegn Sjálfstæðisflokknum.  Hér er heldur ekki verið að draga athyglina frá öðrum stjórnmálaflokkum, þar sem þeir eru ekki að halda landsfund.  Þeir voru ekki viðstaddir í dag. Það er verið að fjalla um viðtökur og lófaklapp undir og eftir ræður manna, sem neita að viðurkenna mistök sín.  Eins og sá írski sagði um daginn, að engum írskum stjórnmálamanni sem var þátttakandi á þingi eða í stjórn þegar allt fór í bál og brand þar, dettur í hug að láta á sér bera núna.  Mikið væri gott, ef sama gilti hér á landi.

Ef ekki má gagnrýna Geir án þess að gagnrýna aðra, þá verður þú að þola að Geir sé gagnrýndur um leið og aðrir.  En því miður, Flosi, ég skil muninnn á þvi að gagnrýna það sem fór fram í dag og að gagnrýna allt sem gerðist í aðdraganda hrunsins.  Mér þykir leitt að þú skiljir það ekki.

Marinó G. Njálsson, 19.11.2011 kl. 21:44

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gunnar, ég hef aldrei reiknað út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar.  Ég reiknaði einhvern tímann út hagkvæmni Fljótsdalsvirkjunar miðað við uppistöðulón við Eyjabakka og benti á að sú virkjun stæði ekki undir sér.  Það var Hörður Arnarson sem upplýsti okkur um hitt.

Marinó G. Njálsson, 19.11.2011 kl. 21:47

13 Smámynd: Atli Hermannsson.

Að vanda afar raunsönn greining hjá þér Marinó. Þá er einhver súrelískur viðbjóður í gangi þarna inni í Laugardalshöll -  sem fyllir mann efasemdum um að nokkuð muni breytast - til batnaðar.

Og auðvitað ætti frekar að taka "skuðgoðin" og hengja upp á afturlöppunum þar til þau líktust skérpukjöti frekar en nokkru öðru.

Atli Hermannsson., 19.11.2011 kl. 21:49

14 identicon

Heill og sæll Marinó; æfinlega - og sælir, aðrir gestir, hér á síðu !

Gunnar Th. og Flosi !

Ómaklega; ferst ykkur, niðurtalið, til Sóma mannsins Marinós, piltar.

Í öngvu; hefir Marinó dregið af sér, í réttlátri; og, raunar, allt of hógværri gagnrýni sinni, á þau Jóhönnu og Steingrím, sannarlega.

En; um leið og hann dirfist, að nefna þessar Mél- Ráfur, sem þið fylgið að málum, umhverfist þið, í fáránlegri og óverðskuldaðri reiði, í garð Marinós.

Lítið ykkur nær piltar !

Sannleikanum; verður oftlega jú, hver sárreiðastur, Gunnar Th. og Flosi.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 22:03

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Um hvað "hitt" upplýsti Hörður?  Tap?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 22:20

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það að hann hafi staðið sig vel í einu, gefur honum ekki frítt spil að bulla í öðru.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 22:23

17 Smámynd: Dexter Morgan

Þessi skrípasamkoma inn í Laugardalshöll minnir mann óneitanlega á þýskaland um og uppúr 3ja tug seinustu aldar. Það er alveg með ólíkindum að við búum í landi þar sem u.þ.b. 30% af landsmönnum er svona illa á sig kominn. Algjörlega blindaður af einhverri (fyrrum)- foringjahylli. Og manni rennur kalt vatn milli skins og hörunds við þá tilhugsun, eina, að þessi flokkur komist til valda aftur. Þá fékk maður hroll, svona aulahroll, þegar haft var efir BB í ræðu á landsfundi að "íslendingar hreinlega BIÐU eftir því að færa SjFl. aftur völd". Svo heimsk er þessi þjóð ekki.

Dexter Morgan, 19.11.2011 kl. 22:26

18 identicon

Frá árinu 1991 til 2004 sat á stóli forsætisráðherra þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Frá 2004 til 2006 sat þáverandi formaður Framsóknarflokksins semForsætisráðherra, eftir að hafa gert "heiðursmannasamkomulag" við þáverandi formann Sjálfstæðisflokksins. Frá 2006 til 2008 tók þávernadi formaður Sjálfstæðisflokksins við embætti þar til hann var hrakin úr embætti.

Þeir sem eru að gagnrýna skrif síðuhöfundar hljóta að þjást af Alsheimer.

thin (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 22:37

19 identicon

Takk fyrir þennan þarfa pistil Marinó.  Við sem höfum fylgst með pólitík síðustu áratugina getum öll vitnað um réttmæti skrifa þinna og erum þakklát fyrir rökfestuna í því sem þú hefur sett fram.  Hluti Sjálfstæðisflokksins hefur ekki jarðsamband og kýs að halda sig í fortíðarþoku þar sem lifað er í lygi gærdagsins. 

Jon Vidar Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 22:40

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður ekki upp á vinstra pakkið logið

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 23:00

21 Smámynd: kallpungur

Nei Gunnar, þetta pakk sér ekkert fyrir bjálkanum í eigin auga.

kallpungur, 19.11.2011 kl. 23:30

22 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Gunnar Th. !

Seint; mun ég, til ''vinstri'' teljast, enda hefir gagnrýni mín, ekkert með Höfuðáttir / né önnur sérstök viðmið, að gera, ágæti drengur.

Því miður; verður þú að eiga það algjörlega, við þína eigin samvizku, hvort þér sé stætt á, að verja ósóma öflin - hvaðan; svo sem þau bera að, svo sem.

Rætni; sem svívirða flokkanna 4ra, er ekki heiðvirðs fólks að réttlæta, á nokkurn handa máta, Gunnar Th., mætur Austfirðingur.

Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 23:41

23 identicon

Ég held ég taki nú undir orð Marínós að þessi hylling sem meðlimir þessara trúarsamkomu frömdu með lófataki sínu, þessum mönnum til heiðurs, sé móðgun við þjóðina. Og það sem meira er, þetta er ögrun.

Einar Marel (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 23:42

24 identicon

Hverjir eru það hér sem ráðast á Marinó fyrir það að þora segja sannleikan ?

Jú, sjálfhverfa hægri öfgaliðið sem til heyrir sjálfstæðisflokknum !

Takk fyrir að skrifa um þetta sjálhverfalið !

JR (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 23:51

25 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta er út fyrir allt þessari umræðu. Það er hrollur í okkur öllum, bæði þeim 60 % sem vilja aðra en Sjálfstæðisflokkinn og þeim 40% sem eru að reyna að skilja þá sem eru í flokki 60%entanna.

Gefum okkur það að 50% í hvorum hluta vilji réttlæti og fá nýja Ríkisstjórn, þá þyrfti einungis 10% af þessum 6o að sjá að sér, og þá kæmu breytingar í kjölfarið frá núverandi ástandi. 

Þannig að það er áskorun til stærri meirihlutans að knýja fram breytingar með Sjálfstæðisflokki, þ.e. ef það vill breytingar.

Eggert Guðmundsson, 20.11.2011 kl. 00:07

26 identicon

"Það verður ekki upp á vinstra pakkið logið" .................

Rök ráðþrota manns ..............

thin (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 00:08

27 Smámynd: hilmar  jónsson

"Halelúja samkunda með engin tengsl við raunveruleikann" segir í raun allt sem segja þarf um þessa grátbroslegu samkomu sem kölluð er, landsfundur Sjálfstæðisflokksins.

hilmar jónsson, 20.11.2011 kl. 00:31

28 identicon

Já mörg voru mistökin hjá þessum mönnum. Það mætti halda að þeir hafi ekkert vit á hagfræði. Þá væri kannski líka gaman að rifja upp rifrildið milli Davíðs og Birgirs Ísleifs þáverandi seðlabankastjóra. En ekkert gat stoppað gengdalausa eyðslu í þjóðfélaginu. Að lækka skatta í þeirri mestu uppsveiflu sem átt hefur sér stað á Íslandi er einfaldlega fáránlegt.

Hordur Valdimarsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 02:34

29 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þó við séum ósammála, þá má alveg gæta orða sinna.

Í þessari færslu er ég að fjalla um undirtektir og lófaklapp vegna ræðu tveggja manna, sem mér heyrðist ekki viðurkenna að þeir hafi gert neitt rangt í aðdraganda hrunsins.  Rannsóknanefnd Alþingis fjallaði um málið í 9 bindum og hefur allt aðra sögu að segja.  Ef þetta hefði verið flokkráðsfundur Framsóknar og þar hefði verið klappað fyrir Halldóri, Finni og Valgerði, þá hefði ég líka gagnrýnt það og þá hefði Gunnar Th. líklega líka verið gagnrýninn.  Sama hefði verið gagnvart Samfylkingunni.  Þetta snýst ekki um pólitíska flokka heldur viðbrögð við mönnum í afneitun.  Þetta snýst ekki einu sinni um afneitun þeirra.  Þeir mega túlka hlutina alveg eins og þeim sýnist, en það á að vera hluti af naflaskoðun Sjálfstæðisflokksins að viðurkenna mistök þessara manna og meðan hann gerir það ekki, þá held ég áfram að gagnrýna sjálfstæðisfólk fyrir skort á þeim þætti.   Vilji Sjálfstæðisflokkurinn fá ræður frá gömlum formönnum, þá ættu þeir kannski að tala við Þorstein Pálsson.  Hann er saklaus af hruninu, að því ég best veit.

Marinó G. Njálsson, 20.11.2011 kl. 02:52

30 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má margt og mikið gagnrýna hjá Sjálfstæðisflokknum, bæði fyrir og eftir hrun. Þá er hægt að gagnrýna þessa tvo fyrrverandi formenn hans fyrir margt. En að segja þá höfunda hrunsins er nokkuð langt seilst.

Þeir hefðu vissulega getað gert betur, en við skulum ekki gleyma þeirri staðreind að bankarnir voru einkafyrirtæki, einkafyrirtæki sem höfðu hæðstu einkun erlendra álitsstofnana. Þó vissulega hægt sé að segja nú að íslenskir stjórnmálamenn hafi vitað betur, voru hendur þeirra nokkuð bundnar. Almenningur hafði litla hugmynd um það á þeim tíma að stjórnmálamenn vissu meira en þeir vildu viðurkenna, eða að bankar stæðu á brauðfótum. Fjölmiðlar voru duglegir að útvarpa góðri stöðu bankanna og bentu þá gjarnan á mat erlendu álitsstofnana.

Hvernig hefði þjóðfélagið orðið ef stjórnvöld hefðu farið að skipta sér af einkareknum fyrirtækjum vorið 2008, eða jafnvel fyrr, einkareknum fyrirtækjum sem höfðu hæðstu einkun erlendra álitsstofnana?

Það er hætt við að sá eða þeir stjórnmálamen sem slíkt hefðu gert hefðu átt erfitt uppdráttar og alveg öruggt að þeir hefðu fengið á sig herskara lögfræðinga og síðan dómsmál. Það hefði kannski mildað hrunið, en þó er það alssendis óvíst. Eigendur og stjórnendur bankanna, hinir eiginlegu hrunhöfundar, hefðu hugsanlega getað tafið þau afskipti fyrir dómstólum þar til þeir voru búnir að ná tilgangi sínum, tæma bankanna.

Höfundar og gerendur hrunsins voru eigendur og stjórnendur bankanna. Það er síðan hægt að telja stórann hóp manna, stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila sem voru meðvirkir.

Þáttur sjálfstæðisflokks liggur fyrst og fremst í því að hafa ekki gert lagaumhverfið betra, en aðrir flokkar eru jafn sekir á því sviði. Aftur komum við að höftum, þeim höftum sem stjórnmálamenn eru gjarnan bundnir. Reglugerðir sem við höfðum tekið upp og ættaðar voru frá Brussel voru ekki nógu skýrar og reyndar er ekki enn búið að fá botn í sumar þeirra. Þetta hefti stjórnmálamenn, þeir vissu ekki hversu langt var hægt að ganga gegn þeim og vita ekki enn. Að minnsta kosti hafa ekki enn verið gerðar breytingar á lagaumhverfi banka svo þetta geti endurtekið sig. Reyndar er ekki annað að sjá en bankarnir séu komnir langt í þá fyrrri stefnu sem þeir unnu eftir og enn virðast þeir stjórna stjórnmálamönnum eins og strengjabrúðum!

Að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn er sjálfsagt, eins og aðra stjórnmálaflokka. Sú gagnrýni sem helst brennur núna, eftir hrun, er hversu arfa slöpp stjórnarandstaðan er. Það er engu líkara en að vísvitandi sé hún að leifa stjórnvöldum að draga þjóðfélagið niður. Það vita allir að betra er að taka við slæmu búi en góðu. Þá getur leiðin vart legið nema uppá við.

Það er eðlilegt að það fari á geð margra að Davíð Oddson skuli fá að reyta af sér fimmaurabrandar, fái að Matthildast svolítið eða jafnvel Gnarrast, í ræðustól á einni helgustu samkomu Sjálfstæðisflokksins. Hann var alla tíð umdeildur stjórnmálamaður, einnig innan eigin flokks.

En ef það fer á geð manna, hvernig líður þeim þá að horfa upp á tvo af lykilráðherrum hrunstjórnarinnar í tveim helstu ráðherraembætum þjóðarinnar í dag, forsætirráðherra og utanríkisráðherra? Það hlýtur að taka vel á!

Það þarf að losa Alþingi við alla þá stjórnmálamenn sem voru þar fram til vors 2009, sama hversu hæfir þeir eru. Hendur þeirra eru litaða og hjá þeirri staðreynd komast þeir aldrei. Þá er ljóst að sumir þeirra sem komu ferskir inn vorið 2009 eru engir aukvisar í gömlu stjórnmálahefðinni og mega vissulega missa sig líka!

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2011 kl. 07:32

31 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Flott umfjöllun hjá þér Marínó. En ég held að þú reynir of mikið að svara heittrúuðum sjálfstæðismönnum sem tilbiðja á flokkinn eins og trúarbrögð. Þeir munu aldrei viðurkenna ábyrgð FLokksins. Aldrei nokkurn tímann.

Baldvin Björgvinsson, 20.11.2011 kl. 07:33

32 identicon

Davíð Oddson var lagður í einelti af fjölmiðlum sem voru gegnumsýrðir af áróðri "óreiðumannanna" sem að settu í raun og veru landið okkar á hausinn. Það var ekki Davíð að kenna að þessir menn misnotuðu frelsið sitt. Fyrsta tilraun Davíðs til að stöðva þessa menn var með fjölmiðlafrumvarpinu. Þau áform hjá vinsælasta stjórnmálamanni Íslands (og oft á tíðum einum gagnrýndasta) voru send í þjóðaratkvæðagreiðslu af fyrrum kommúnistanum, hinum annars ágæta forseta Íslands.

Baugur hf. Jón Ásgeir Jóhannesson og viðskiptafélagar hans og þeirra fáránlegu ákvarðanir eru helstu örsök bankahrunsins. Ekki heimska Davíðs Oddssonar. Landinu var á síðustu árunum fyrir hrun ekki stjórnað af Alþingi eða ráðherrum. Því var stjórnað af fjölmiðlum sem heilaþvoðu flest ykkar sem hafa verið að segja ykkar skoðun á þessu máli.

Fjölmiðlar á Íslandi eru nánast allir hlynntir aðild Íslands að sósíalistaparadísinni ESB og þegja oftar en ekki þegar almennileg gagnrýni kemur á ríkisstjórn landsins. Eini fjölmiðillinn sem gefur aðeins hlutlausari mynd á málunum er Morgunblaðið.

Þó svo að 16 af 17 bloggum um þessa frétt gera lítið úr Davíð og Sjálfstæðisflokknum, þá þýðir það ekki að 16 af hverjum 17 Íslendingum eru sama sinnis.

Ég er enginn Sjálfstæðismaður. Ég er ekki á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og ég er ekki skráður í Sjálfstæðisflokkinn. Hinsvegar er ég algjörlega sannfærður um það að Davíð Oddsson er enginn djöfull. Þvert á móti. Hann skapaði frjálsara samfélag í þessu landi og leyfði einstaklingnum að njóta sín. Hann lækkaði skatta og gaf fyrirtækjum möguleika á að blómstra.

Það voru nefnilega sum fyrirtæki sem gerðu einmitt það. Það voru ekki öll íslensk fyrirtæki sem misnotuðu það frelsi sem Davíð stuðlaði að. Það voru ekki öll íslensk fyrirtæki sem skuldsettu sig langt yfir velsæmismörk, og það voru íslensk fyrirtæki sem fóru í útrás og gerðu það vel og hafa eftir hrun staðið við sitt.

Mér finnst leiðinlegt að sjá svona mikið af örugglega annars ágætu fólki tala illa um hluti sem eru bara alls ekkert slæmir. Vanþekking og biturleiki skín af flestum ykkar og gremja gagnvart fólki sem var ekki að gera neitt annað en sitt besta.

Davíð orðaði það sem ég hef hér verið að reyna að segja mjög vel í Kastljósi skömmu eftir hrun:

,,Ég ber auðvitað ábyrgð á því að ég opnaði þjóðfélagið og gerði það frjálsara. Þar með fengum við tækifæri til að láta ljós okkar skína. Og ég held að það hafi verið rétt ákvörðun, og ég held að næst munum við njóta þess. Hinsvegar get ég ekki borið endalausa ábyrgð á því að menn misnoti þetta frelsi."

p.s.

Kapítalisminn hrundi ekki með bönkunum. Þvert á móti þá hrundi Sósíalisminn. Það er enginn kapítalismi að bankar séu ríkistryggðir. Það er SÓSÍALISMI!!!

jhb (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 10:29

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sjálfstæðismenn viðurkenna þá ábyrgð sem þeim ber, en þeir bera ekki ábyrgð á ábyrgðarleysi einstaklinga í bankakerfinu og þeir bera ekki ábyrgð á heimskreppunni. Minnimáttarkennd vinstrimanna gagnvart Davíð Oddssynu kristallast í persónulegum árásum þeirra á hann. Hrein lítilmennska og loddaraskapur.

Samfylkingarfólk er hins vegar á harðahlaupum undan sinni ábyrgð, ekki síst á aðgerðaleysi eftir hrun og vinstriflokkarnir báðir bera ábyrgð á hinu helfrosna atvinnu og efnahagslífi. "Helferðarstjórnin" er réttnefni á þessu skelfilega stjórnarsamstarfi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2011 kl. 10:32

34 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég tek heils hugar undir innlegg jhb.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2011 kl. 10:34

35 identicon

Ég er skráður í sjálfstæðisflokkinn og hef kosið hann nokkrum sinnum í gegnum tíðinna.

 Núna í síðustu kosningum vildi ég gefa skilaboð um að ég færi virkilega ósáttur hverning Þessi flokkur afhúpaði sjálfann sig: Hann lifir á því að fegra stöðunna-það er ekki hægt að leysa vandamál nema að finna þau fyrst.   Vandamál verða óviðráðanlegri því meira er reynt er að fela þau (skoðið t.d. Hönnu Birnu og Or í þessu samhengi)

Því sá ég þann eina kost að kjósa Steingrím í síðustu kosningum.           Og ef ekki fer að sjást til sólar þarna á hægri vængnum mun                  Ég Kjósa Steingrím Aftur!

Rúnar Ingi Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 10:48

36 identicon

Leiðinlegt að sjá þig leggjast í lágkúru vinstri elítunnar og finnast það heiðarlegur og sanngjarn rógburður að drullumalla um Davíð og Geir. Það veit auðvitað engin hvernig sagan hefði orðið ef hitt og þetta hefði verið öðruvísi.Það var auðvitað ekkert að því að reyna að bjarga bönkunum frá hruni ef það hefði haft góð áhrif. Vandálið var auðvitað að innviðir bankana voru rotnir og öll gæðavottorðin voru bara plat. Þegar menn áttuðu sig á þessu , var aðeins um eitt að velja.

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 10:50

37 identicon

JHP þú segir:

Kapítalisminn hrundi ekki með bönkunum. Þvert á móti þá hrundi Sósíalisminn. Það er enginn kapítalismi að bankar séu ríkistryggðir. Það er SÓSÍALISMI!!!

Hverjir eru þá sósíalismar í þessu dæmi hjá þér?    Hvað voru Davíð og Geir að hugsa þegar þeir notuðu skattfé til að bjarga vinum sínum hjá bönkunum  (ég vil minna á þá staðreynd að Björgúlfur Eldri var kosningastjóri Davíðs á sínum tíma!)

Rúnar Ingi Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 10:52

38 identicon

Fór ekki Björgólfur á hausinn? misstiru af því?

jhb (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 11:17

39 identicon

Það sem ég var að meina að kerfið á Íslandi er Sósíalískt. Ekki endilega fólkið sem að stjórnaði. Þess vegna er vitlaust að segja að kapítalisminn hafi hrunið.

jhb (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 11:23

40 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Áhugavert að lesa sumar athugasemdir hér.  Menn fara margir í þá skýringu að ég hefði átt að gagnrýna Samfylkinguna (sem á fyllilega skilið þá gagnrýni), Framsókn, bankamenn og eigendur bankanna.  Má ég þá ekki gagnrýna bankamenn nema að ég gagnrýni Geir í leiðinni?

Ef Geir og Davíð hefðu nú komið fram og fjallað um sinn þátt gagnrýnum orðum, þá hefði ég hrósað þeim og þá líklegast landsfundinum fyrir hans viðbrögð.  En þeir voru að senda eigin ábyrgð annað.  Ef barnið mitt verður fyrir bíl vegna þess að það leikur sér á götunni, þá ber bílstjórinn vissulega  mikla ábyrgð, en ég ber líka ábyrgð vegna þess að ég kenndi barninu mínu ekki að hættulegt væri að leika sér á götunni og fylgdi þeirri kennslu eftir með því að tryggja að það léki sér ekki á götunni. 

Ég bið fólk um að halda sig við efni færslunnar og vera með aðra umræðu annars staðar.  Ef ekki verður orðið við þeim kurteisu tilmælum, þá mun ég eyða út athugasemdum sem ekki eru  um efni færslunnar.

Marinó G. Njálsson, 20.11.2011 kl. 12:21

41 identicon

Meðlimir þessa safnaðar eru frábrugðnir heilbrigðu fólki á þann hátt að geta ekki dregið rökréttar áliktanir af staðreyndum. Þess vegna er sjálfstæðisFLokkurinn trúfélag en ekki stjórnmálaflokkur.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 13:01

42 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Davíð varaði við stöðu bankanna, en af því það var HANN sem varaði við stöðunni, þá kom Samfylkingin, (Ingibjörg Sólrún) í veg fyrir að að hlustað væri á hann. Geir Haarde átti auðvitað að styðja Davíð en hann þorði því ekki vegna þrýstings frá Samfylkingunni.

Það má vel gagnrýna Geir fyrir það en í ljósi þessa er "Landsdómsmálið" auðvitað regin hneyksli, þ.e. að ef einhver ætti að sitja á sakamannabekk, er það Ingibjörg og fleiri úr Samfylkingunni.

Geir og Davíð voru hylltir á Landsfundi sem fyrrum forystumenn, samherjar og vinir fundarmanna. Að "þjóðin" eigi að móðgast vegna þess, af því pólitískur andstæðingur flokksins segir það, er auðvitað bara spreng hlæilegt, en lýsir þó e.t.v. mest dómgreindarleysi síðuhöfundar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2011 kl. 13:43

43 Smámynd: Starbuck

Í síðustu valdatíð Sjálfstæðisflokksins voru skattar ekki lækkaðir, þeir voru hækkaðir (nema hjá þeim tekjuhæstu)!  Þetta kemur fram í þessari skýrslu: http://www.bsrb.is/files/Islenska-skattkerfid-samkeppnishaefni-og-skilvirkni_1201802312.pdf     Skoðið t.d. töflu 7.1, mynd 7.1, töflu 7.2 og mynd 3.2 

Á sama tíma þurftu landsmenn að borga sífellt meira úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu og menntun.

Starbuck, 20.11.2011 kl. 13:57

44 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gunnar, klappað var fyrir þeim þegar þeir sóru af sér afglöp sín og kenndu öðrum um.  Um það snýst gagnrýni mín og reyndu nú að skilja það.  Þú gerir lítið úr sjálfum þér að skilja ekki svo sáraeinfaldan málflutning.  Ennþá fáránlegra er að tala um að þeir hafi verið að tala þarna sem fyrrverandi formenn.  Hvar er þá ræða Þorsteins Pálssonar?  Annað hvort flutti hann enga ræðu eða fjölmiðlar fjölluðu ekki um hana.  A.m.k. hefur sú umfjöllun farið framhjá mér.

Ég vil bara sjá þessa tvo menn koma fram og segja við almenning í landinu:

Ég biðst afsökunar á mínum þætti í hruninu.  Á aðdraganda þess urðu mér á ýmis mistök, sem urðu til þess að bankakerfið óx meira en það hefði átt að fá að gera, tók áhættur sem ég hefði átt að draga úr og hugsaði um eigin hag en ekki hag þjóðarinnar og það var m.a. mitt hlutverk að koma í veg fyrir það.  Á þessu biðst ég afsökunar.  Ég axla þá ábyrgð sem tilheyrir mínu starfi á þeim tíma.  Þó ég viti að ábyrgðin liggi hjá fleiri einstaklingum, þá mun ég ekki nota það til að afneita því sem að mér snýr.

Þetta er það sem ég vil að ekki bara Geir og Davíð lýsi yfir heldur einnig Ingibjörg, Jóhanna, Björgvin, Össur, Árni Matt og aðrir ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, Sigurjón Þ. Árnason, Halldór J. Kristjánsson, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor og fleiri og fleiri.

Það er mín skoðun að rangt sé að draga Geir einn fyrir Landsdóm, en það var ákvörðun Alþingis að sleppa Árna, Ingibjörgu og Björgvin.  Auðvitað áttu þau annað hvort að fara öll eða ekkert.  Ég tek ekki afstöðu til þess á hvorn veginn það átti að falla.

Marinó G. Njálsson, 20.11.2011 kl. 14:19

45 identicon

Frá 1991 til 2008 var Sjálfstæðisflokkurinn við völd. Til ársins 2004 var Davíð Oddsson Forsætisráðherra og frá árinu 2006 var hann Seðlabankastjóri. Davíð Oddsson mærði útrásina í bak og fyrir þegar hann var Forsætisráðherra. Veitti Björgúlfsfeðgum viðurkenningu þegar þeir voru kosnir viðskiptamenn ársins. Geir Haarde talaði um á sínum tíma þegar Davíð var skipaður Seðlabankastjóri að betri maður væri vanfundinn.

Eftir hrun er það Steingrími að kenna hvernig allt fór.

Eru menn ekki að vaða í einhverri þoku?

Sjálfstæðismenn eru ekki búnir að gera upp sínmál eftir hrun.Nærtækasta dæmið eru mál Guðlaugs Þórs og Þorgerðar Katrínar. Meðan þau sitja áþingi fyrir þennan flokk þá er hann að sýna almenningi lítilsvirðingu.

Þá er ég hjartanlega sammála MGN þar sem hann bendir á að rangt hafi verið að draga Geir EINAN fyrir landsdóm.

thin (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 14:42

46 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér Marinu sem oftast fyrr. Skil þessa grein þína þannig að þér finnist að þeim skorti auðmykt gagnvart sínum þætti í þeim atburðum sem að hér urðu. Það er í mínum huga morgunljóst að þetta er ekki þeim að kenna en þetta er als ekki heldur alfarið ekki þeirra sök heldur. Það breytir því ekki að betra væri að þeir og allir þeir sem tengdust hruninu syndu smá auðmykt og tala nú ekki um smá vilja til að gera eitthvað til að laga málin. Þú notaðir umferð sem dæmi ég myndi vilja segja að frá mér séð er þetta svona eins og að einhver myndi í barnaafmæli hleypa barni í postulín skápin og horfa á það brjóta verðmætasta vasan. Myndi síðan bera af sér alla sök og kannski það sem verst væri neita að hjálpa til við að sópa upp brotin og líma vasan saman og sína þannig smá iðrun og yfirbót.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.11.2011 kl. 15:07

47 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góð lýsing Marinós á þessari furðulegu samkundu. Það hefði helst þurft að nota tækifærið sem gafst um þessa helgi til að læsa öllum hurðum á Laugardalshöllinni og breyta henni í fangelsi.

Hví ekki? Þarna voru helstu hrunmeistararnir saman komnir á einum stað. Það þarf ekkert að rannsaka málin meira eins og köttur í kringum heitan graut. Þeir sem síðan fylgja þeim eiga ekkert annað betra skilið en að vera lokaðir inni með átrúnaðargoðum sínum. Er það ekki það sem þeir eru hvort eð er að sækjast eftir, að vera með goðunum sínum sem mest?

Eini gallinn er að maður myndi sjá eftir Laugardalshöllinni sem húsnæði fyrir merka íþróttaviðburði, tónleika og ýmiskonar aðrar samkomur.

PS. 99 like komin á greinina. Ætli það sé met?

Theódór Norðkvist, 20.11.2011 kl. 15:42

48 Smámynd: Theódór Norðkvist

102 like, búið að fjölga á fáeinum mínútum, voru 87 þegar ég byrjaði að lesa.

Theódór Norðkvist, 20.11.2011 kl. 15:44

49 identicon

Það eru 707 sem líkar við fréttina sjálfa.

jhb (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 17:02

50 Smámynd: Marinó G. Njálsson

jhb, vegna innleggs frá því kl. 10.29.  Ég er sannfærður um að Davíð Oddsson á mikinn heiður af þeirri uppbyggingu sem varð í samfélaginu í forsætisráðherratíð hans.  Hann stuðlaði að mörgu góðu.  Sama á við um aðra ráðamenn þjóðarinnar.  Ég er ekki að tala um þá hluti núna.   Ég er að fyrst og fremst að tala um þá afneitun sem er í gangi hjá flestum ef ekki öllum helstu áhrifavöldum hrunsins og í þessu tilfelli GHH og DO.  Eins og ég segi í athugasemd við facebook færslu hjá Láru Hönnu, þá fer ég ekki fram á meira en "að menn biðjist opinberlega afsökunar og axli sinn hluta ábyrgðarinnar án þess að benda alltaf á aðra".  Um það snýst málið og nákvæmlega ekkert annað.

Marinó G. Njálsson, 20.11.2011 kl. 17:14

51 Smámynd: Theódór Norðkvist

jhb, ég meinti á blogginu. Það lesa miklu fleiri fréttir en blogg.

Theódór Norðkvist, 20.11.2011 kl. 17:27

52 identicon

Þetta er svo hárrétt hjá þér Marinó, það er augljóslega ekki mikill lærdómurinn af hruninu, fullkomin afneitun og hroki, því miður.

Niðurstaðan er að Bjarni er kosin með rétt yfir meirihluta atkvæða og sigurvegararnir eru Davíð og Geir fyrverandi leiðogar flokksins.

Flokkurinn er ekki einu sinni með neinar alvöru efnahagstilögur, því miður.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 18:27

53 identicon

Þó þú sér klár Marínó, þá ertu ekki Guð og ákveður ekki hverjir eru sekir og hverjir saklausir.

Þú getur ekki ætlast til þess að allir sem þér finnast ljótir og leiðinlegir biðjist fyrirgefningar bara af því þér finnst það réttlátt.

Myndir þú biðjast fyrirgefningar á einhverjum glæp sem þú værir sannfærður um að þú hefðir ekki framið.

Auðvitað er hægt að biðjast fyrirgefningar eftir ískalt hagsmunamat svona til að redda málum.

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 19:07

54 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Richard Úlfarsson !

Skattyrði þín; Marinó til handa, missa algjörlega marks.

Draslarar- sem glæpalýður íslenzkra stjórnmála, hefir verið fullfær um, að dæma sig sjálfan úr leik, án aðkomu Marinós, eða annarrs heiðursfólks, á umliðnum misserum - árum, sem ára tugum.

Reyndu; að jarðtengja þig, ögn betur Richard, áður en þú hyggst leggja, til enn einnar atlögunnar, að Heiðursmanninum Marinó, ágæti drengur.

Með; fjarri því, lakari kveðjum - en öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 19:28

55 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Óskar Helgi, ég er alveg fær um að verja mig og kýs að hafa slíka vörn aðeins hógværari en þá sem þú velur.

Richard, ekki hef ég nokkru sinni talið mig Guð og hvaða dóma þú ert að tala um veit ég ekki.  Myndi ég biðjast fyrirgefningar á glæp sem ég væri sannfærður um að ég hefði ekki framið?  Nei, ég myndi ekki gera það, en í þessu máli er það á hreinu að hagkerfið hrundi á vakt þessarra ágætu manna.  Þeirra hlutverk var að varðveita fjármálalegan stöðugleika þjóðarinnar.  Þeir báru ábyrgð á því með öðrum.  Í því hlutverki klikkuðu þeir (og meðreiðarlið þeirra) illilega.  Munurinn á þeim tveimur og hinum, er að þeir tveir koma ítrekað fram og lýsa sig saklausa, þrátt fyrir að rannsóknanefnd Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að afglöp þeirra væru veruleg.  Skýrslan er það sem ég byggi á og engu öðru.  Því er ég ekki að fella dóma, heldur voru það skýrsluhöfundar. 

Marinó G. Njálsson, 20.11.2011 kl. 20:00

56 identicon

þetta er svo satt ...... og trúlega halda þeir að allir séu með falkar minningar!

Grátur og þessi fögnuður! þá  þótti mér frekar óhuggulegt að sjá hvernig fólkið fagnaði þessum delum, sem lugu upp í opið geð fólksins sem fagnaði enn og aftur og til að bæta gráu ofan á svart byrjaði Geir að væla um peninga, sem hann á nóg af, .....

takk fyrir gott blogg

Tóti Ripper

Þórarinn Andrésson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 20:29

57 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mjög góð færsla hjá Marinó. Ég skil vel að einhverjir vilji bera blak af Sjálfstæðisflokknum en maður gerir það ekki með því að drepa málinu á dreif og alls ekki með því að ráðast á persónu bloggarans. Málið snýst bara um þennan landsfund og þá furðulega stemmingu sem hefur myndast þar.

Gísli Ingvarsson, 20.11.2011 kl. 20:29

58 identicon

Hvar stendur það í skýrslunni að Davíð og Geir beri verulega ábyrgð hruninu?

Hvar stendur það í skýrslunni að Davíð og Geir séu lygarar og brennuvargar?

Ertu að halda því fram að sú sekt sem þú lest úr skýrslunni sé næg ástæða til þess að hengja menn.

Eru réttarhöldin yfir Geir þá ekki óþörf ef þú ert þegar búinn að dæma hann sekan?

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 20:41

59 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Marinó !

Reyndar; gekk mér gott eitt til, í andsvörum mínum, Richard til handa, svo sem.

En; er ekki tími hógværðarinnar, löngu liðinn, í okkar samfélagi, Marinó ?

Liðin eru; liðleg þrjú ár, frá mestu manngerðu hamförum Íslands sögu, án þess að landsmenn hafi upp risið, gegn gerendum, á þann máta, sem viðunandi væri.

Í millitíðinni; eru : Túnismenn - Egyptar og Líbýumenn, . til dæmis, búnir að steypa illa þokkuðum valdhöfum; þar, í plássum - en hérlendis, ríkir loðmullan ein.

Og; í Jemen og Sýrlandi, stefnir á sömu lund, sem hjá þeim áður nefndum nágrönnum, þar syðra og eystra.

Er þetta ástand; hér heima fyrir, með nokkru réttlætanlegt lengur, Marinó - og þið önnur, sem hér komið við, til lestrar eða skrifa ?

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri, öngvu, að síður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 20:43

60 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Richard, af því að þú spyrð þá segir á bls. 46 í fyrsta bindi skýrslunnar:

Á grundvelli atvika og sjónarmiða sem rakin eru nánar í einstökum köflum í skýrslunni telur rannsóknarnefndin að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008 í aðdraganda falls íslensku bankanna með því að láta hjá líða að bregðast á viðeigandi hátt við hinni yfirvofandi hættu fyrir íslenskt efnahagslíf sem leiddi af versnandi stöðu bankanna. Nefndin telur einnig að annars vegar Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og hins vegar Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, þáverandi bankastjórar Seðlabanka Íslands, hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008 í tilteknum störfum sínum við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi og eftirlit með henni.

Síðan er kafli 21.5 lagður undir þetta efni, en hann er í bindi 7.  Er kaflinn alveg sérlega áhugaverð lesning og hvet ég þig, Richard, til að lesa hann.  Síðan er líka mjög áhugavert viðtal DO við fréttamann Channel4 í Bretlandi sem var sýnt 3. mars 2008, þannig að það er tekið einhverjum dögum fyrr eða um þann mund sem Davíð sendi frá sér "minnismiða" um ótrúlega bágborna stöðu íslenska fjármálakerfisins (má m.a. lesa um þann fund í kafla 21.5 í skýrslu RNA). Frétt Channel 4 er að finna hér og viðtalið við DO er m.a. þegar 5:20 er komið inn í fréttaskýringuna og síðan aftur 8:02.

Marinó G. Njálsson, 20.11.2011 kl. 21:33

61 identicon

Æi, þetta er eitthvað svo vonlaust, maður er farinn að kenna í brjóst um þjóðina. Skynsemi, “reason”, virðist vanta hjá stórum hóp Íslendinga. Fólk er að fela erfðaprinsum spillingar og helmimgaskipta að stýra þjóðarskútunni inn í ókomna tíð. Ótrúlegt, fenomenal, sorglegt, ég bara skil þetta ekki. Ok, eftir rúmt ár reynir á dómgreind kjósenda. Sjáum hvað gerist. En burt séð frá þeirri útkomu, hver ég alla unga Íslendinga að reyna fyrir sér erlendis, í skemmri eða lengri tíma. Hættið að strita myrkranna á milli, svo fáeinar Sjalla- og hækjufjölskyldur geti lifað í vellystingum á mölinni fyrir sunnan og í Florida. Nú er nóg komið. Period.    

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 21:53

62 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Flottur pistill að venju Marinó en ég hnaut um eina setningu: "Það sorglega við þetta, er að stór hluti landsmanna virkilega heldur að þjáningarnar sem þjóðin er að ganga í gegn um núna séu Steingrími og Jóhönnu að kenna. "

Að mínu viti er þetta að hálfu leiti satt.  Eftir hrun er það ICESAVE, skattastefna,atvinnustefna, orkustefna og innganga í ESB sem eru algerlega á móti fólkinu í landinu.  Ef við tölum bara um þessa þjóðaratkvæðagreiðsla með ICESAVE þá hefði sérhver ærukær þingmaður/ráðherra sagt af sér.

Jón Á Grétarsson, 20.11.2011 kl. 21:58

63 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þó ég sé ekki næstum alltaf sammála þér Marinó þá er ég sammála þér varðandi þessa færslu. Og þegar þú talar um að hylling þessara mann sé móðgun við þjóðina þá er furðulegt hvernig menn flækja sig í grein þinni. Ég get sagt að þetta og hitt finnist mér móðgun við þjóðina án þess að spyrja alla hvort ég tali fyrir þeirra hönd. Þetta væri þá mín skoðun og á að skoðast sem slík. Alveg eins og hér í þessu pisli. Marinó finnst þetta vera móðgun við þjóðinna að menn sem voru við völd allan tímana frá því fyrir bóluna og síðan hrunið og gerðu ekkert nema að bæta í hana þangað til hún hvellsprakk séu hylltir á fundi. Og ég er bara alveg sammáa. Minni menn á að Davið vildi ekki að við leytuðum aðstoðar 2007 og 8. Taldi það móðgun og lítillækkandi fyrir okkur.  Hann ætlaði að leysa þetta sjálfur. En minni menn líka á að þetta hrun var í nærri áratug í undirbúningi með vitlausum ákvörðunum reglulega. Menn vissu alltaf að það kæmi niðursveifla t.d. í kjölfar þess að Kárahnjúkar og Reyðaráls dæminu væri lokið og talað um að hér þyrftu að verða miklar aðhaldaðgerðir til að mæta því en ekkert var gert. Eins að umbætur fyrir öryrkja og lífeyrisþega voru látnar sita á hakanum þar til 2006. Þegar ríkði hefði frekar átt að draga úr. Ef bætur hefðu verið leiðréttar fyrr þá hefðu þær ekki valdið útþennslu á þessum tíma. Skattar voru hér um 40% um árið 2000. Ef það hefði ekki verið farið í skattalækkanir í hæsta stigi bólunar hefðu ríkið staðið mun betur þegar hrunið varð. Og ekki þurft að hækka skatta eins mikið nú. Þannig að það eru fullt af aðgerðum sem þessir ágætu menn eru ábyrgir fyrir ásamt fleirum og vekur spurningar um hvort það þurfi að hylla þá á hverjum Landfundi.  Ingibjörg mætti þó á Landsfund Samfylkingar og baðst afsökunar að hafa brugðist fólkinu í flokknum sem treysti á hana og hætti stjórnmálaþátttöku.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.11.2011 kl. 22:05

64 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sorry, hér er tengillinn á fréttaskýringu Channel 4.

Marinó G. Njálsson, 20.11.2011 kl. 22:10

65 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Magnús, það sem mér fannst vera einn alvarlegasti afleikurinn í stjórn efnahagsmála hér á landi fyrir hrun er, þegar FME breytti stuðli vegna Basel II skilyrða fyrir útreikningi á áhættu vegna eiginfjár.  Þó svo að FME hafi að forminu til gefið reglurnar út, þá hefði þessi breyting aldrei komið til framkvæmda nema Seðlabankinn hafi lagt blessun sína.  Því miður eru fáir sem hafa gefið þessu gaum.

Marinó G. Njálsson, 20.11.2011 kl. 22:13

66 identicon

Hvernig verða menn farsæll og vinsæll forsætisráðherra?

Er hægt að neita því að ef menn eru valdir trekk í trekk í lýðræðislegum kosningum til, þá hljóti hinn sami að vera vinsæll og menn álíti farsælast að viðkomandi fari með valdið.

Davíð Oddsson hefur aldrei leint því hver stefnan er og ekki er hægt að segja annað en góður hluti fólksins í landinu hafi líka það vel hvert stefnt var með því að gefa Sjálfstæðisflokki atkvæði sitt.

Afhverju er það þá móðgun við þjóðina þó klappað sé fyrir honum á landsfundi, það var jú þessi sama þjóð sem valdi hann aftur og aftur.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 23:44

67 identicon

Ragnar Th. Það var ekki þjóðin, sem klappað fyrir fyrverandi forsætisráðherra á landsfundinum. Það var fámennur hópur fávísra fulltrúa. Þjóðin er löngu búinn að átta sig á því, að afglapinn Dabbi er einhver versti forsætisráðherra (minnumst ekki á hans starf sem seðlabankastjóri) sem þjóðin hefur alið, og ætti eiginlega að vera á bak við lás og slá fyrir afglöp í starfi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 00:01

68 identicon

Kæri Marinó

Ég veit að þetta er erfitt fyrir þig og þú sérð eftir þessum ógætilega rógburði.

Það sem ég er að benda þér á, er að það ert þú sjálfur sem dregur þessar ályktanir á meira og minna góðum grunni og dæmir þá seka.

Það að skýrsluhöfundar telji Davíð og Geir hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi er ekki þar með sagt að þeir „beri verulega ábyrgð á hruninu“.
 
Þess vegna er spurningu minni ennþá ósvarað.
Hvar stendur það í skýrslunni, berum orðum, að Davíð og Geir beri verulega ábyrgð hruninu?

Einnig vantar svör við hinum þremur spurningunum:
Hvar stendur það í skýrslunni að Davíð og Geir séu lygarar og brennuvargar?
Ertu að halda því fram að sú sekt sem þú lest úr skýrslunni sé næg ástæða til þess að hengja menn.
Eru réttarhöldin yfir Geir þá ekki óþörf ef þú ert þegar búinn að dæma hann sekan?

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 08:54

69 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Richard, ekki gera mér upp skoðanir.

Varla væru menn að tala um vanrækslu nema sú vanræksla hafi haft afleiðingar.  Þú getur stungið hausnum í hvaða sandhrúgu sem þú vilt, en það breytir ekki þeirri staðreynd að hrunið varð á þeirra vakt og sá sem er á vakt ber ábyrgð. 

Lestu skrif mín, ég ætla ekki að endurtaka það sem ég hef þegar sagt um Landsdóm.

Marinó G. Njálsson, 21.11.2011 kl. 09:05

70 identicon

Það er hreint skelfilegt að lesa sum ummælin hér á síðunni, t.d. frá Richard. Þeir virðast vera þeirrar skoðunar að ráðherrar eða aðrir háttsettir embættismenn beri enga ábyrgð, barasta als enga, Núll. Frábært!!!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 10:42

71 identicon

Er okkar ágæti Jónas ekki bara með þetta:

Of flókið fyrir landsfund
Þótt kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu margir heimskir, eru þeir ekki svo heimskir, að þeir geti ekki sett x við D á kjördegi. Þeir eru hins vegar of heimskir til að geta merkt við lengri orð. Af 1600 fulltrúum á landsfundi gátu aðeins 1010 tekið afstöðu til viðræðuslita við Evrópu, með eða móti. Og aðeins 1323 gátu tekið afstöðu til annars hvors formannsefnisins. Stórmunur er líka á niðurstöðu eftir handauppréttingu eða skriflegri kosningu. Sýnir, hversu illa þeim gengur að fóta sig á flókinni hugsun. Enda er þar flokkur, sem notar atkvæði fávísra fátæklinga til að hlaða undir auðróna og greifa

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 11:16

72 identicon

Marinó, v. innleggs frá kl. 17:14.

Ég hef aldrei skilið hvers vegna fólk vill að DO biðjist afsökunar og axli ábyrgð á hruninu. Því að hans ábyrgð var einungis fólgin í því að hann gerði kerfið opnara og frjálsara; rétt eins og hann segir í Kastljósviðtalinu sem ég vitna í.

Á annan endann þá tel ég að GHH beri ákveðna ábyrgð á hvernig allt saman fór. Hann hlustaði ekki á viðvaranir frá mönnum eins og Davíð og gerði ekkert til að reyna að hægja á þenslu bankanna.

Hinsvegar, og ég vona að flestir séu sammála mér, þá finnst mér alrangt að draga GHH fyrir dóm. Það er eiginlega bara fáránlegt. Menn geta velt ástæðunum fyrir sér. Ég ætla ekki að nefna þær.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá tel ég að fólk þurfi að slaka á í gagnrýni sinni gagnvart DO. Ég held því ekki fram að hann hafi verið gallalaus stjórnmálamaður; enda væri það erfitt. Hinsvegar held ég að eitt af fáu mistökunum sem hann gerði var að halda í góðri trú að allir væru jafn heiðarlegir og hann.

Davíð er enginn djöfull.

jhb (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 11:34

73 identicon

Kæri Marinó

Við erum þá allavega sammála því að það stendur hvergi í skýrslunni, berum orðum, að Davíð og Geir beri verulega ábyrgð hruninu og að þeir séu lygarar og brennuvargar.

Við erum ekki sammála því að ég stingi höfðinu í sandinn og ég veit ekki hvaða skoðanir ég á að vera að gera þér upp.

Að lokum vil ég þakka þér fyrir yfirleitt góða pistla og stundum frábæra.

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 11:43

74 Smámynd: Marinó G. Njálsson

jhb, bíddu við.  Varð ekki hrunið á vakt DO sem seðlabankastjóra?  Ég er a.m.k. ekki að tala um vakt hans sem forsætisráðherra í þessari færslu.  Færðu þig aðeins nær í tíma, jhb.  Þá kannski áttar þú þig á ábyrgð DO og annarra seðlabankastjóra frá þessum tíma.  RNA talar um vanrækslu í starfi.

Marinó G. Njálsson, 21.11.2011 kl. 11:45

75 identicon

Það hefur marg oft komið fram að sem seðlabankastjóri varaði Davíð oft við því að það þyrfti að breyta einhverju varðandi bankana. Seðlabankastjóri heyrir undir forsætisráðherra.

Hvað hefðir þú viljað að Davíð hefði gert ?

jhb (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 11:51

76 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þið tveir eruð ótrúlegir, jhb og Richard.  Skiljið þið hvorugir hlutverk Seðlabanka Íslands?  Ykkur er ekki við bjargandi, enda svo sem ekki mitt hlutverk að breyta skoðun ykkar.

Seðlabanki Íslands ber ábyrgð á fjármálastöðugleika.  Hafi Seðlabankinn klikkað í því hlutverki, þá bera bankastjórar hans ábyrgð á þeim þætti.  Hrunið er dæmi um skort á fjármálastöðugleika.

Richard, lestu bara skýrsluna sjálfur.  Ég þarf ekkert að gefa þér upp blaðsíðutölin, þar sem lýst er fjölmörgum atriðum sem að mati skýrsluhöfunda eru í besta falli vafasöm og önnur eru sögð dæmi um vanrækslu.

Þetta eru mín síðustu orð við þessa færslu, nema eitthvað atriði komi fram sem ég tel mjög brýnt að svara.

Marinó G. Njálsson, 21.11.2011 kl. 12:03

77 identicon

Marinó.

Ég veit vel hvert hlutverk Seðlabankans er.

Ég bara sé ekki hvað hann hefði getað gert öðruvísi.

Þess vegna, fyrst að þú hefur svona mikla óbeit á starfsháttum Seðlabankans í kringum hrunið, langaði mig að spurja þig hvað þú heldur að hefði verið réttara að gera.

Þeirri spurningu svaraðir þú ekki.

Með kveðju,

jhb (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 12:26

78 identicon

Er ekki best að við flokkum kerfishrunið og gjaldþrot seðlabankans undir náttúruhamfarir. Enginn ábyrgur, allir "happy".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 16:44

79 Smámynd: Páll Blöndal

Marinó, flottur pistill hjá þér. Tek undir hvert orð

Páll Blöndal, 21.11.2011 kl. 18:22

80 identicon

Góður og glöggur pistill Marinó, sem jafnan frá þér.  En menn skiptast hér í athugasemdum í karpi út frá 4-flokka pólitískum skotgröfum.

En er ekki kominn tími til að rjúfa skarð í samansúrraða skjaldborg alls 4-flokksins?  Með stofnun öflugrar breiðfylkingar heiðarlegra manna og kvenna?  Öðru vísi gerist fátt, nema hjaðningarvíg og skærur, engum til hagsbóta, nema 4-flokka skinhelginni. 

Hvað segist um það Marinó að vinda sér í baráttuna með Lilju og að skapa nýjan grundvöll réttmætra krafna í stað 4-flokka hjaðningarvíga?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 20:28

81 identicon

Komdu sæll Marinó,

Aldrei þessu vant ætla ég mér að leyfa mér að gagnrýna þig í minni athugasemd, og þá sérstaklega fyrir fyrirsögnina um að þetta hafi verið Halelúja samkunda með engin tengsl við raunveruleikan og þeirri fullyrðingu að fundargestir hafi verið á kafi í meðvirkni. 

Þú af öllum mönnum veist að það á ekki að dæma heilan fund af tveimur fréttum og tveimur ræðum sem fluttar voru á fundinum. Í þessu samhengi vil ég hvetja þig að lesa ályktun fundarins um fjármál heimilina og bera þá ályktun saman við þau drög um ályktun um fjármál heimilina sem lágu frammi fyrir fundinn. Ég get fullvissað þig að það var engin hallelúja samkoma í nefndinni um fjármál heimilina og þar var mjög mikið tekist á og hreinskipt skoðanaskipti. Sú ályktun um fjármál heimilina sem að lokum var samþykkt gengur mun lengra en upphaflegu drögin og er í átt við það sem þú og HH hafa verið að berjast fyrir. Því er ekki að neita að margir nefndarmenn vildu ganga mun lengra í orðalagi ályktunarinnar, en þegar að stór hópur fólks með áherslumunn í skoðunum kemur saman þarf oft að fallast á málamiðlanir. Og hafa ber í huga að stundum er betra að komast á áfangastað í smærri og öruggum skrefum en í stóru stökki sem kann að mistakast.

Sigurbergur (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 22:00

82 Smámynd: Dexter Morgan

Með vísan í fyrirsögnina; "Halelúja samkunda með engin tengsl við raunveruleikan" þá er Jón Magnússon búinn að sanna algjörlega þessa kenningu. Á blogginu hans hafa komið hver greinin á fætur annari með roslegum fyrirsögnum s.s. "Skuldir heimilanna. Tillögur á Landsfundi", "Höfuðstólar húsnæðislána færðir niður" og "Hagkvæm lán til húsnæðiskaupa". Ekkert af þessu á sér nokkurn stað í raunveruleikanum og kemur reyndar engum við, svona innanhúss ályktanir FLokksins. Allt sem þarna kemur fram eins og afnám verðtryggingar og fl. hefði Jón og félagar geta gert einmitt þegar þeir voru í stjórn og Jón á Þingi, og meira að segja Góðæri þá. Nú á að plata kjósendur með svona stríðsfyrirsögnum og láta í veðri vaka að þetta sé allt klappað og klárt. Eina sem kjósendur þurfa að gera er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Svo vitlaus er þjóðin ekki, trúi ég.

Dexter Morgan, 22.11.2011 kl. 23:49

83 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þverskurður þjóðarinnar var á Landsfundinum, dexter og þar eru meðal annarra skuldugir launaþrælar. Sjálfstæðisflokkurinn fer eftir ályktunum landsfundar, ólíkt t.d. VG.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2011 kl. 07:13

84 Smámynd: Haraldur Haraldsson

SÉ ÞAÐ BETUR OG BETUR AÐ ÞESSI SÓSIALISTAR!!!! ERU AÐ TAKA VÖLDIN Á ALLAVEGU,ÞAÐ KEMUR ALLAVAGA VEL HÉRNA FRAM!!!/KVEÐJA

Haraldur Haraldsson, 24.11.2011 kl. 02:07

85 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Marínó  burtséð hvað þér finnst um landsfundinn þá langar mig að vita hvað þér finnst um ályktanir hans varðandi heimilin. Þar náðist einhugur um að verið væri að ganga á rétt almennings og hann bæri að verja.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 25.11.2011 kl. 11:20

86 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Adda, þessi tilvísun í halelúja samkunduna er eingöngu um móttökurnar sem Geir og Davíð fengu þegar þeir afneituðu ábyrgð sinni.  Ekki var verið að dæma fundinn í heild.

Ályktunin um skuldamál heimilanna er fín og einnig ályktunin um verðtrygginguna.  Mér finnst eins og við, sem höfum staðið í þessari baráttu undanfarin ár, höfum verið sem hrópandi rödd í eyðimörkinni þegar kemur að Sjálfstæðisflokknum og hefur hann verið engu skárri en Samfylkingin.  Nú þarf að láta verkin tala.  Orð eru til alls vís, en breyta engu nema hugmyndunum sé hrint í framkvæmd.

Marinó G. Njálsson, 25.11.2011 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband