Leita í fréttum mbl.is

OECD og BIS: Gallađir stjórnhćttir og áhćttustjórnun fjármálafyrirtćkja orsök fjármálakreppunnar

Eftir hruniđ í október 2008 greindi ég í stuttu máli orsakir hrunsins og taldi ég ţćr vera eftirfarandi:

 1. Regluverk fjármálakerfisins á Íslandi
 2. Framkvćmd peningamálastefnu Seđlabanka Íslands
 3. Afmörkun og framkvćmd eftirlits FME međ fjármálafyrirtćkjum
 4. Framkvćmd áhćttustjórnunar hjá íslenskum bönkum
 5. Framkvćmd áhćttustjórnunar hjá erlendum bönkum
 6. Ótrúleg afglöp matsfyrirtćkjanna viđ mat á fjármálavafningum međ undirmálslánum - sem síđar kom lausafjárkreppunni af stađ
 7. Of skammur ađlögunartími fyrir Basel II regluverk Bank of International Settlements (Alţjóđagreiđslubankinn, BIS) eđa ađ bankar og matsfyrirtćki hófu undirbúning of seint
 8. Í senn bírćfni, bjartsýni og árćđni íslensku útrásarinnar.  Útrásarmenn tróđu líklegast of mörgum um tćr á vegferđ sinni og sköpuđu sér ţannig óvinsćldir og láđist ađ ávinna sér traust nema í ţröngum hópi.

Núna er ég búinn ađ átta mig á ţví ađ ţađ var ekki eingöngu íslenska regluverkiđ sem var gallađ heldur var sama stađa uppi nánast alls stađar, sama átti viđ um afmörkun og framkvćmd fjármálaeftirlits um allan heim, ţađ var í skötulíki. (Svo komst ég, eins og öll ţjóđin, ađ ţví ađ spilling, vanhćfi, svik, lögbrot og prettir hafđi viđgengist árum saman innan fjármálafyrirtćkjanna og ţađ eitt hefđi líklegast hvort eđ er fellt ţau, ţó ekkert af hinu hefđi komiđ til.) En eftir ţví sem dýpra hefur veriđ kafađ, ţá kemur í ljós ađ vilji manna til ađ sniđganga eđa leika á eftirlitiđ var og er líklegast helsti vandi fjármálakerfis heimsins um ţessar mundir.

Góđir stjórnhćtti sniđgengnir

OECD og BIS (Bank of International Settlement, Alţjóđagreiđslubankinn) hafa veriđ í farabroddi viđ stefnumótun annars vegar varđandi hagstjórn og hins vegar fjármálastjórnun.  Ríkisstjórnir út um allan heim hafa treyst í blindni á ráđgjöf og tillögur ţessara stofnana.  Báđar ţessar stofnanir eiga ţví sinn ţátt í hruninu og verđa ađ axla sinn hluta af ábyrgđinni af fjármálakreppunni.  Ţćr hafa reynt ađ gera ţađ, en mér sýnist samt ţađ gert međ ţví ađ benda á ţađ sem ţćr áttu ađ hafa bent á fyrir löngu.

Í skýrslu OECD frá febrúar 2010 er bent á ađ bćta ţurfi stjórnhćtti fyrirtćkja og áhćttustjórnun ţeirra.  Kaflar í skýrslunni bera heiti eins og "governance of renumeration and incentives", "improving the governance of risk management", "improving board practices", "promoting competent boards", "risk management and incentive systems".  Af ţessu má sjá ađ OECD horfir mikiđ til innri starfsemi fyrirtćkja sem ástćđu fyrir hruninu.  BIS hefur gefiđ út tvćr skýrslu sem taka á innri stjórnun, ţ.e. Principles for the Sound Management of Operational Risk frá júní í ár og Principles for enhancing corporate governance frá ţví í október í fyrra.  Of langt mál er ađ telja upp kaflaheiti í ţeim.  Báđar leggja áherslu á ábyrgđ stjórnar og ţátt áhćttustjórnunar í innra eftirliti. Ţá er ný komin út skýrsla frá European Banking Authority um Internal Governance.

Fyrir mig er ákaflega áhugavert ađ sjá ţessa áherslu á stjórnhćtti fyrirtćkja.  Ég hef nefnilega lengi haldiđ ţví fram ađ ţeir hafi veriđ vandamáliđ, ţ.e. skortur á ţeim, undanbrögđ frá ţeim og svo ţeim sem voru einfaldlega rangir.  Áhugi minn á stjórnháttum fyrirtćkja má rekja til starfa minna síđustu 14 ár eđa svo.  Ţó svo ađ ég hafi ađ stórum hluta einblínt á áhćttustjórnun, öryggisstjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu, ţá er enginn munur á ţví og gćđastjórnun, ferlastjórnun, breytingastjórnun o.s.frv.  Einn ţáttur í viđbót sem ég hef mikiđ unniđ ađ, er úttektir, enda er ekkert stjórnkerfi marktćkt sem ekki er tekiđ út og ekki hćgt ađ taka út sem ekki er skjalfest.  Ţannig ađ stjórnkerfiđ og úttektir eiga ađ vera samofin.

En ekki er sama stjórnkerfi og stjórnkerfi.  T.d. ćtla ég ekki ađ láta mér detta í hug, ađ flestir ef ekki allir bankar í heimi hafi haft stjórnkerfi međ skilgreindum ferlum.  Ferlarnir voru bara ýmist ekki réttir, ţ.e. tryggđu ekki bestu hagsmuni fyrirtćkisins, eđa voru sniđgengnir af ţeim sem áttu ađ fara eftir ţeim ýmist samkvćmt eigin ákvörđun eđa fyrirmćlum ađ ofan.  Ferlar vilja nefnilega oft ţvćlast fyrir, eins og mýmörg dćmi sanna.  Af skýrslu rannsóknarnefndar Alţingis má ráđa, ađ t.d. regluverđir bankanna hafa veriđ meira til stađar ađ nafninu til, en sem mikilvćgur ţáttur í innra eftirliti bankanna.

Horfa verđur bćđi langt og skammt

Áhćttustjórnun er gríđarlega mikilvćgur ţáttur í ferlagerđ.  Ţessu gera ekki allir sér grein fyrir.  Sama á viđ um stjórnun rekstrarsamfellu.  Hiđ fyrra skiptir máli viđ ađ meta hćttuna af ferlinu sjálfu, en ţađ síđara setur ţađ í samhengi viđ langtímamarkmiđ um framtíđ fyrirtćkisins.  Og ţađ var einmitt ţetta síđara sem yfirleitt vantađi á árunum fyrir hrun og ţađ vantar enn.  Ef viđ notum hagfrćđilega nálgun, má segja ađ áhćttustjórnun glími viđ skammtímajađaráhrif á rekstur fyrirtćkis međan stjórnun rekstrarsamfellu skođi langtímajađaráhrif á rekstur fyrirtćkis.  Ég veit ţađ fyrir víst, ađ gömlu bankarnir voru í nokkuđ góđri stöđu gagnvart áhćttustjórnun, en međ allt niđurumsig gagnvart stjórnun rekstrarsamfellu.  Ţví miđur voru ţeir ekkert einir um ađ.  Ţetta var frekar reglan en undantekningin hjá íslenskum fyrirtćkjum og veit ég um sárafá sem innleitt hafa stjórnun rekstrarsamfellu samkvćmt forskrift viđurkenndra stađla.  Ennţá fćrri fyrirtćki hafa skjalfest og innleitt endurreisnaráćtlun.

Tilhneiging flestra fyrirtćkja er ađ líta til skammtímaáhrif af ţví sem gert er.  Ţannig er skjótfenginn gróđi gripinn án ţess ađ hugsa um áhrif til lengri tíma.  Hugsunin er ađ fara inn og ná í allt sem hćgt er og koma sér út áđur en eitthvađ fer úrskeiđis.  Ţetta er ekki ósvipuđ hugsun og hjá innbrotsţjófi.  Mönnum er ţannig alveg sama um ţann skađa sem ţeir sem ekki sleppa út verđa fyrir og hugsa ekki um tjóniđ sem ţeir sjálfir verđa fyrir komist ţeir ekki á brott í tćka tíđ.  Fjármálakerfiđ virkar í stórum dráttum svona og er sorglegt frá ađ segja.  Allt vogunarsjóđakerfiđ er í ţví ađ ná í skjótfenginn gróđa og ţeim er algjörlega sama um afleiđingarnar.

Sök bítur sekan

Fjármálakreppan ćtti ađ kenna mönnum ađ oft bítur sök sekan.  Fjármálafyrirtćki sem hafa keppst viđ ađ hala inn skjótfengnum gróđa eru nú í óđaönn ađ vinda ofan af tapinu sem ţessi gróđi olli annars stađar í kerfinu.  Sá sem skortseldi hlutabréf í AIG hagnađist kannski á ţví, en síđan átti viđkomandi skuldabréf á fyrirtćki sem tapađi á lćkkun hlutabréfaverđsins.  Skuldabréfin urđu hugsanlega verđlaus og ţar međ var hagnađurinn af skortsölunni rokinn út í vindinn.  Nú íslenskt dćmi um ţetta er kaup Bakkavararbrćđra á gjaldeyri sem varđ til ţess ađ krónan hrundi.  Ţeir áttu mikil verđmćti í Exista en eignir fyrirtćkisins nánast ţurrkuđust út í hruninu.  Kannski ná ţeir ađ innheimta nokkra tugi milljarđa í gengishagnađ á gjaldeyriskaupunum, en tap ţeirra á Exista nemur hugsanlega 200 milljörđum, ef ekki meira.  Áhćttugreiningin á gjaldeyriskaupunum reyndist rétt, en rekstrarsamfellan gleymdist.  Íslenski málshátturinn "í upphafi skal endinn skođa" á vel viđ í ţessu samhengi.

Lífsnauđsynlegt ađ sinna stjórnun rekstrarsamfellu

Eins og ég hef oft greint frá, ţá vinn ég ađ ráđgjöf um áhćttustjórnun, öryggisstjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu og hef unniđ međ einu fyrirtćki nćr óslitiđ frá 2004.  Ţar var búiđ ađ fara í gegn um árlegt áhćttumat ţrisvar eđa fjórum sinnum fyrir hrun, innleiđa öryggisstjórnkerfi og stjórnun rekstrarsamfellu, enda fór svo ađ gripiđ var til skjalfestra viđbragđsáćtlana ţegar mest á reyndi dagana 7. til 10. október 2008.  Vissulega var engin áćtlun sem lýsti nákvćmlega ástandinu sem hafđi skapast, en ţćr gerđu ţađ nćgilega vel til ađ hćgt var ađ halda öllu gangandi.  Ţetta var svo hvorki í fyrst né síđasta sinn sem gripiđ hefur veriđ til áćtlanna, en í ţetta sinn var ástandiđ upp á líf eđa dauđa.  Ef ţetta fyrirtćki hefđi ekki fariđ út ţessa vinnu, hvort sem ég kom ađ henni eđa ekki, ţá get ég fullyrt ađ skellurinn hefđi orđiđ mun alvarlegri fyrir ţjóđfélagiđ en ţađ sem gerđist.  Ţess vegna eiga stjórnvöld ađ skylda öll lykilfyrirtćki í landinu til ađ hafa skjalfesta stjórnun rekstrarsamfellu til viđbótar áhćttustjórnun og öđrum stjórnkerfum sem fyrirtćkin telja sig ţurfa.

Verđi ţessi skrif til ţess ađ einhverjir fá áhuga á ađ skođa ţessi mál nánar, ţá er bara ađ hafa samband.  Netfangiđ er oryggi@internet.is og menn geta veriđ vissir um ađ ég segi ţeim hreint út hvađ má betur fara Grin


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (3.3.): 3
 • Sl. sólarhring: 7
 • Sl. viku: 50
 • Frá upphafi: 1676917

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 36
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband