28.3.2008 | 11:29
Stýrivextir hækka húsnæðisliðinn
Hún er nú ekki öll vitleysan eins. Samkvæmt þessari frétt um hækkun verðbólgu, þá má lesa nokkur atriði sem hljóta að stinga í stúf:
1. Verð húsnæðis hefur hækkað meira en aðrir þættir síðustu 3 mánuði. Þetta virðist vera í mótsögn við það sem fólk er að upplifa á fasteignamarkaðnum og má spyrja sig að því hvernig þetta er fengið úr.
2. Stýrivextir eru að vega tvöfalt í hækkun húsnæðiskostnaðar en hækkun markaðsverðs, þannig að stýrivextirnir sem eiga verða til þess að slá á verðbólguna eru að auka hana. Vissulega eru það vextir húsnæðislána sem eru að valda þessu, en þeir hafa verið að hækka m.a. vegna hækkunar stýrivaxta.
3. Markaðsverð húsnæðis er ennþá að hækka á milli febrúar og mars, sem er með ólíkindum, þó eitthvað hafi dregið úr hækkunum og aðgangur að lánsfé sé mjög takmarkaður.
4. Þessar verðbólgutölur mæla ekki þá miklu lækkun á gengi krónunnar sem hefur orðið undanfarnar vikur og á hugsanlega eftir að verða á næstu dögum. Því má búast við því að verðbólga í apríl mælist talsvert hærri en núna. Getum við alveg búist við að 3 mánaða verðbólga mælist þá 15 - 17 % á ársgrundvelli og verðbólga frá apríl 2007 til apríl 2008 verði nálægt 10%, ef ekki meiri.
Þessar tölur lýsa líklegast best hvers konar skipsbrot peningamálastefna Seðlabankans hefur beðið. Það er blákaldur veruleikinn sem fáir málsmetandi aðilar hér á landi þora að segja, en greiningaraðilar út um allan sjá og skilja.
![]() |
Mesta verðbólga í 6 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2008 | 08:42
Hafa íþróttafréttamenn leik af þessu?
Enn einu sinni kemur arfa vitlaus frétt frá NBA boltanum. Fyrirsögnin "Golden State komið í úrslitakeppnina" er svo á skjön við sannleikann að það er með ólíkindum að mönnum hafi tekist að finna þetta upp.
Það er langur vegur frá því að Golden State sé búið að tryggja sér inn í úrslitakeppnina. Liðið er hálfum leik á undan Denver í vinningshlutfalli, þ.e. GS er 44-27, en DN 44-28, og þessi lið mætast í næsta leik. Liðið er líka hálfum leik á eftir Dallas (45-27) og síðan er stutt í næstu lið. Fyrir utan leikinn gegn Denver, þá á GS 10 leiki eftir og auk Denver getur Portland náð GS fari allt á versta veg. Gangi aftur allt upp, þá getur GS ennþá unnið Vesturdeildina.
Það sem líklega hefur ruglað íþróttafréttamanninn, er að hefði GS spilað í Austurdeildinni, þá hefði sigurinn í gærkveldi tryggt þeim sæti í úrslitakeppninni. Þetta er bara munurinn á þessum tveimur deildum. Úr annarri kemst lið með innan við 45% vinningshlutfall í úrslitakeppnina, meðan í hinni kemst lið með yfir 60% vinningshlutfall ekki í úrslitakeppnina.
![]() |
Þjálfarinn æsti sig og Golden State vann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 13:04
Ólíkt hafast þeir að
![]() |
Credit Suisse gefur út afkomuviðvörun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 14:04
Er verið að gera atlögu að krónunni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
6.3.2008 | 20:32
Hvað er að dómskerfinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.3.2008 | 13:11
Samúð Reynis Traustasonar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
29.2.2008 | 00:52
Rekstraröryggi og stjórnun rekstrarsamfellu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 19:43
Mat byggt á hverju?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2008 | 18:57
Til hamingju Verne Holdings
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2008 | 23:01
Snilldarleg ályktunargáfa
Bloggar | Breytt 14.2.2008 kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
1.2.2008 | 15:54
Stjórnun upplýsingaöryggis - námskeið hjá Staðlaráði Íslands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2008 | 16:21
Hagkerfið í niðursveiflu og Seðlabankinn bíður átektar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2008 | 14:05
Svikapóstur - fjársvik
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2008 | 09:34
Góður árangur í erfiðu árferði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 13:05
Eru svarthol upphaf og endir alheimsins?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.1.2008 | 10:22
SocGen: Ekki við stjórn bankans að sakast!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 16:12
Fátt er svo með öllu illt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.1.2008 | 12:33
Ekki allir með sleggjudóma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2008 | 10:12
Ótrúlegt að þetta sé hægt
Bloggar | Breytt 25.1.2008 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.1.2008 | 23:45
Er leikið um 7. sætið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 1682134
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði