Leita í fréttum mbl.is

Stýrivextir hækka húsnæðisliðinn

Hún er nú ekki öll vitleysan eins.  Samkvæmt þessari frétt um hækkun verðbólgu, þá má lesa nokkur atriði sem hljóta að stinga í stúf:

1.  Verð húsnæðis hefur hækkað meira en aðrir þættir síðustu 3 mánuði.  Þetta virðist vera í mótsögn við það sem fólk er að upplifa á fasteignamarkaðnum og má spyrja sig að því hvernig þetta er fengið úr.

2.  Stýrivextir eru að vega tvöfalt í hækkun húsnæðiskostnaðar en hækkun markaðsverðs, þannig að stýrivextirnir sem eiga verða til þess að slá á verðbólguna eru að auka hana.  Vissulega eru það vextir húsnæðislána sem eru að valda þessu, en þeir hafa verið að hækka m.a. vegna hækkunar stýrivaxta.

3.  Markaðsverð húsnæðis er ennþá að hækka á milli febrúar og mars, sem er með ólíkindum, þó eitthvað hafi dregið úr hækkunum og aðgangur að lánsfé sé mjög takmarkaður.

4.  Þessar verðbólgutölur mæla ekki þá miklu lækkun á gengi krónunnar sem hefur orðið undanfarnar vikur og á hugsanlega eftir að verða á næstu dögum. Því má búast við því að verðbólga í apríl mælist talsvert hærri en núna.  Getum við alveg búist við að 3 mánaða verðbólga mælist þá 15 - 17 % á ársgrundvelli og verðbólga frá apríl 2007 til apríl 2008 verði nálægt 10%, ef ekki meiri.

Þessar tölur lýsa líklegast best hvers konar skipsbrot peningamálastefna Seðlabankans hefur beðið.  Það er blákaldur veruleikinn sem fáir málsmetandi aðilar hér á landi þora að segja, en greiningaraðilar út um allan sjá og skilja. 


mbl.is Mesta verðbólga í 6 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa íþróttafréttamenn leik af þessu?

Enn einu sinni kemur arfa vitlaus frétt frá NBA boltanum.  Fyrirsögnin "Golden State komið í úrslitakeppnina" er svo á skjön við sannleikann að það er með ólíkindum að mönnum hafi tekist að finna þetta upp. 

Það er langur vegur frá því að Golden State sé búið að tryggja sér inn í úrslitakeppnina.  Liðið er hálfum leik á undan Denver í vinningshlutfalli, þ.e. GS er 44-27, en DN 44-28, og þessi lið mætast í næsta leik.  Liðið er líka hálfum leik á eftir Dallas (45-27) og síðan er stutt í næstu lið.  Fyrir utan leikinn gegn Denver, þá á GS 10 leiki eftir og auk Denver getur Portland náð GS fari allt á versta veg.  Gangi aftur allt upp, þá getur GS ennþá unnið Vesturdeildina.

Það sem líklega hefur ruglað íþróttafréttamanninn, er að hefði GS spilað í Austurdeildinni, þá hefði sigurinn í gærkveldi tryggt þeim sæti í úrslitakeppninni.  Þetta er bara munurinn á þessum tveimur deildum.  Úr annarri kemst lið með innan við 45% vinningshlutfall í úrslitakeppnina, meðan í hinni kemst lið með yfir 60% vinningshlutfall ekki í úrslitakeppnina. 


mbl.is Þjálfarinn æsti sig og Golden State vann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkt hafast þeir að

Hér er stutt frétt um erfiðleika tveggja stórra svissneskra banka og hún endar á klausu um að svissneski fjármálaráðherrann hafi ekki áhyggjur af stöðu bankanna.  Þetta er í mikilli mótsögn við það sem tíðkast hér á landi.  Ráðherrar í viðskipta-, fjármála- og forsætisráðuneytum þegja þunnu hljóði dögum saman og úr munni Seðlabankastjóra hnjóta bara ónot.  Ég held að það sé tími til kominn að þessir menn tjái sig á röggsaman hátt um það að þeir annað hvort treysti íslenskum fjármálafyrirtækjum eða komi með haldgóð rök fyrir því að þeir treysti þeim ekki.
mbl.is Credit Suisse gefur út afkomuviðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að gera atlögu að krónunni?

Ég er búinn að vera að fylgjast með gengisvísitölunni í dag. Dagurinn byrjaði illa og um kl. 9:30 hafði vísitalan lækkað um 2,35% (samkvæmt stundargengi hjá Glitni). Klukkutíma síðar hafi hluti lækkunarinnar gengið og hún stóð í 1,75%. Um hádegisbil stóð...

Hvað er að dómskerfinu?

Í fréttum annarrar sjónvarpsstöðvarinnar í kvöld var frétt þess efnis, að maður hafi fengið 30 daga skilorðsbundinn dóm til tveggja ára fyrir að "buffa" sambýliskonu sína, þannig að stór sá á henni. Á dv.is er frétt þess efnis að annar maður hafi fengið...

Samúð Reynis Traustasonar

Reynir Traustason vottar á DV.is Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni samúð sína vegna þess að Jón Ólafsson vill verja mannorð sitt. Samúð Reynis nær fyrst og fremst til þess að Jón er svo ríkur, en Hannes Hólmsteinn er launamaður og þar með ekki ríkur. Af...

Rekstraröryggi og stjórnun rekstrarsamfellu

Þriðjudaginn 19. febrúar hélt Skýrslutæknifélagi Íslands hádegisverðarfund þar sem fundarefnið var rekstraröryggi og stjórnun rekstrarsamfellu. Fjallað var "um faglega rekstrarstjórnun með beitingu staðla til að ná fram öryggi og til að tryggja...

Mat byggt á hverju?

Vissulega er ýmislegt sem breyst hefur til hins verra í rekstrarumhverfi íslensku bankanna, en það er ekkert sem bendir til þess að rekstur þeirra standi eitthvað veikari fótum en fyrr. Þannig er lausafjárstaða Kaupþings mjög sterk. Raunar svo sterk að...

Til hamingju Verne Holdings

Ég vil óska forráðamönnum Verne Holdings ehf. til hamingju með þennan áfanga. Vissulega er kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið, en stórt skref hefur verið stigið í átt að byggingu gagnaversins. Með Vilhjálm Þorsteinsson og Björólf Thor í brúnni, þá er...

Snilldarleg ályktunargáfa

Mér finnst hún kostuleg síðasta setningin í þessari frétt um meiðyrðamál unga fólksins gegn Kastljósi. Kastljós heldur því fram að stefnan feli í sér kröfu um ritskoðun. Hvernig getur stefna sem líklegast er með tilvísanir í lagatexta verið ritskoðun?...

Stjórnun upplýsingaöryggis - námskeið hjá Staðlaráði Íslands

Dagana 7. og 8. febrúar nk. verður haldið hjá Staðlaráði Íslands námskeið þar sem kynntir verða alþjóðastaðlarnir ÍST ISO/IEC 17799 Starfsvenjur fyrir stjórnun upplýsingaöryggis og ÍST ISO/IEC 27001 Stjórnkerfi upplýsingaöryggis - Kröfur. Námskeiðið er...

Hagkerfið í niðursveiflu og Seðlabankinn bíður átektar

Það verður bara að viðurkennast að peningamálastjórnun Seðlabankans er ekki að virka. Meðal þess sem ég lærði í hagfræði í háskóla var að aðhaldsaðgerðir eiga að hefjast áður en uppsveiflan er orðin of mikil og þennsluvekjandi aðgerðir áður en kreppir of...

Svikapóstur - fjársvik

Ég fékk póst áðan frá hinum mjög svo "nafntogaða" hr. George Garang sem segist vera sonur hr. John heitins Garand, fyrrverandi varaforseta í Súdan. Eru mér boðið gull og grænir skógar, ef ég aðstoða hann við að nálgast USD 32.000.000 sem eru bundnir inni...

Góður árangur í erfiðu árferði

Nú eru allir stóru bankarnir þrír búnir að skila uppgjörum sínum. Eins og við var að búast dróst hagnaður þeirra eitthvað saman á milli ára. Helsta ástæðan er líklega sú bankakreppa sem fór af stað á seinni hluta ársins. Það jákvæða við uppgjörin er að...

Eru svarthol upphaf og endir alheimsins?

Sífellt eru að finnast fleiri og stærri svarthol í alheiminum með hjálp öflugra stjörnusjónauka. Þetta nýjasta sem hefur verið uppgötvað virðist vera svo stórt og öflugt að heilu sólkerfin eru gleypt í einu lagi. Önnur svvarthol eru talin vera í miðju...

SocGen: Ekki við stjórn bankans að sakast!!

Hún er merkileg yfirlýsing framkvæmdarstjóra bankans, Daniel Bouton, að halda því fram að ekki sé við stjórnendur bankans að sakast. Auðvitað gerist ekki svona nokkuð nema stjórnendur hafi sofið á verðinum. Miðlarinn á ekki að geta verið með einhver...

Fátt er svo með öllu illt

Fyrri hálfleikur var góður, en svo kom í ljós hvort liðið hafði meira úthald. Það var sláandi að sjá, þegar Alfreð tók leikhlé í síðari hálfleik hvað vonleysið skein út úr andlitum leikmanna. Það sást hvort liðið hafði fengið meiri hvíld og síðan...

Ekki allir með sleggjudóma

Það er gaman að sjá, að til eru greiningaraðilar sem leita upplýsinga áður en dómar eru felldir. Mér finnst allt of mikið af því að settir eru fram sleggjudómar sem ganga út á það að sé skotið nógu mörgum skotum, þá hljóta einhver að hitta. Þessi...

Ótrúlegt að þetta sé hægt

Verðbréfamiðlari franska bankans Societe Generale svíkur út 4,9 milljarða evra með röð viðskipta sem áttu sér stað á síðasta ári og fyrstu dögum þessa. Maðurinn, sem var áður einn af yfirmönnum bankans, kemst framhjá öryggisráðstöfunum vegna þess að hann...

Er leikið um 7. sætið?

Ég hélt að samkvæmt reglum mótsins væri ekki leikið um 7. sætið. Í staðinn lendir það lið í 7. sæti sem er með betri árangur í 4. sæti í riðlunum tveimur. Sjá reglur mótsins á vef EHF.com: Places 7 to 12 The teams ranked fourth (4) to sixth (6) in each...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1682134

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband