Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Verne Holdings

Ég vil óska forráðamönnum Verne Holdings ehf. til hamingju með þennan áfanga.  Vissulega er kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið, en stórt skref hefur verið stigið í átt að byggingu gagnaversins.   Með Vilhjálm Þorsteinsson og Björólf Thor í  brúnni, þá er ég sannfærður um að þetta á eftir að blómstra. 

Ef hægt er að vera með gagnaver í Ástralíu, á Hawaii eða Írlandi, þá er Ísland ekkert verri staður.  Kostirnir eru augljósir í formi landfræðilegs aðskilnaðar, en jafnframt að vera mitt á milli tveggja stórra markaðssvæða.  Þar sem lítinn tíma tekur fyrir gagnaboð að fara heimshorna á milli (t.d. tekur það boð innan við  sekúndu að fara frá Evrópu til Ástralíu þaðan til Hawaii og aftur til Ástralíu með viðkomu á Íslandi), þá skiptir það engu máli hvort gagnaver með upplýsingaveitu er staðsett hér á landi eða í Mið-Evrópu svo fremi sem góð samskiptarás er til staðar.

Enn og aftur, mínar hamingjuóskir til forráðamanna Verne Holdings og ég hlakka til að sjá gagnaverið verða að veruleika. 


mbl.is 20 milljarða fjárfesting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1676920

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband