Leita í fréttum mbl.is

Snilldarleg ályktunargáfa

Mér finnst hún kostuleg síðasta setningin í þessari frétt um meiðyrðamál unga fólksins gegn Kastljósi.

Kastljós heldur því fram að stefnan feli í sér kröfu um ritskoðun.

Hvernig getur stefna sem líklegast er með tilvísanir í lagatexta verið ritskoðun?  Eru það ekki lögin sem banna tiltekna framsetningu efnis til þess að a) vernda friðhelgi einkalífs og b) vernda æru einstaklingsins?  Lögin setja þær leikreglur sem fara ber eftir hér á landi. Lögin gefa þeim, sem telja brotið á sér í umfjöllun, kost á að kæra þá umfjöllun til lögreglu eða höfða einkamál.  Kastljós verður að gæta þess að halda sinni umfjöllun innan ramma laga og það getur vel verið að í einhverjum tilfellum þýði það að haga verði umfjöllun á minna krassandi hátt en lagt var upp með.  Ef Kastljós telur að lögin stuðli að ritskoðun, þá er eitthvað að á þeim bæ.

Staðreynd málsins er að Kastljós gekk of langt í umfjöllun sinni.  Farið var með staðlausa stafi og verið með dylgjur út í saklaust fólk.  Það heitir ærumeiðing.  Umsækjandi sem átti að njóta persónuverndar, var sviptur þeirri persónuvernd í þeim eina tilgangi að koma höggi á sitjandi þingmann.  Mánaðar gamlar upplýsingar voru dregnar fram í miðri kosningabaráttu til að draga úr trúverðugleika þingmannsins.  Maður hafði á tilfinningunni að atburðarrás hafi verið búin til og orð fólks virtust slitin úr samhengi.  Ferli sem var í alla staði lögum samkvæmt var sagt vera óeðlilegt, líklegast vegna þess að starfsmaður Kastljóss hafði ekki fyrir því að kanna lagagrunninn og verklagsreglur.  Það getur vel verið að allsherjarnefnd Alþingis hefði átt að hafna umsókninni, en hún gerði það ekki.  Það var ekki við stúlkuna að sakast að nefndin hleypti umsókninni í gegn.  Hún var bara að nýta rétt sinn samkvæmt lögum.  Það var heldur ekki við Jónínu Bjartmarz að sakast.  Hún kom ekki nálægt málinu á neinu stigi þessi eftir að það kom til kasta allsherjarnefndar.  Það eina sem stendur eftir er mál sem minnir á galdraofsóknir fyrri tíma, enda fékk Kastljós bágt fyrir í úrskurði Siðanefndar Blaðamannafélagsins.  Var sá úrskurður kannski líka tilraun til ritskoðunar?  Ég býst við að starfsmenn Kastljóss álíti það vera tilraun til að hefta persónufrelsi, ef þeir fá sektarmiða frá lögreglunni fyrir að aka of hratt.  Eða aka þeir kannski allir á löglegum hraða vegna þess að þeir vita að þeir gætu annars átt sekt yfir höfði sér.  Það sama gildir um allt annað í samfélaginu.  Brjóti menn í bága við lög, þá geta menn átt von á kæru.


mbl.is Meiðyrðamál gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Saklaust fólk?...það blasir við heilbrigðri hugsun og reynslu annara útlendinga að hér var maðkur ....ENGINN fær ríksborgararétt á Íslandi svona fljótt (nema Bobby Fisher)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:40

2 identicon

Ég verð að svara þér Anna. Ég bendi á athugasemd sem ég skrifaði við blogg Jennýar Önnu um málið og bendi jafnframt á aðalatriðið sem ég held að skipti sköpum. Það er þjóðerni stúlkunnar. Hún kemur frá Kólumbíu og þar í landi er allt farið í bál og brand.

Jón Kristinn (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 03:13

3 identicon

hún var ekki sú fyrsta frá Kólombíu var það?  en kannski sú fyrsta sem ekki þurfti að bíða

gunnar (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 08:39

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Anna, það getur vel verið að hún hafi notið þess að einhver vildi gera Jónínu greiða, en hvorki stúlkan né Jónína báðu um greiðann.  Þessir aðilar voru því saklausir þátttakendur í þessu ferli og voru bara að nýta sér þann rétt sem lögin veittu þeim.  Vandamál allsherjarnefndar er að hún hefur nú skapað fordæmi sem erfitt verður fyrir nefndina að fylgja.  Vandamál Kastljóss er að þurfa að sætta sig við að haga umfjöllun sinni um menn og málefni þannig að slík umfjöllun sé innan ramma íslenskra laga.  Það er ekki ritskoðun, það eru landslög.

Marinó G. Njálsson, 14.2.2008 kl. 09:25

5 Smámynd: Magnús Björnsson

Ég er kanski aðeins að misskilja hlutina eða að ég hef ekki fylgst nógu vel með á sínum tíma. Fjallaði ekki umfjöllun Kastljóssins um veitingu ríkisborgararétts í þessu tilfelli? Var ekki meginþráður umfjöllunarinnar sá að eitthvað væri (mögulega) gruggugt við þessa veitingu vegna þess að viðkomandi manneskja hafði verið stutt á landinu og væri í fjölskyldu umrædds ráðherra? Eins og ég skildi alla umfjöllun þá var gefið sterklega í skyn að ráðherra hefði eitthvað með þessa fljótu meðferð að gera og því væru það umræddur ráðherra og allsherjarnefnd sem væru að gera eitthvað af sér (mögulega).

Ég man ekki eftir að það hafi verið fjallað um son ráðherra og kærustuna frá Kólumbíu sem gerendur í þessu máli né á nokkurn neikvæðan hátt heldur aðeins um ráðherra og mögulega aðkomu hennar að því hversu fljótt þetta gekk. Ef eitthvað var þá var fjallað um ástandið í Kólumbíu sem er síður en svo gott þannig að áhorfendur ættu frekar að hafa samúð með stúlkunni en hitt (þó þeir gætu verið óánægðir með hugsanlega aðkomu ráðherra að veitingunni).

En ég gæti hafa misst af einhverju eða misskilið (fyrir utan gullfiskaminni oft á tíðum).

Magnús Björnsson, 14.2.2008 kl. 09:51

6 identicon

"einhver vildi gera Jónínu greiða, en hvorki stúlkan né Jónína báðu um greiðann"

Þetta er álitamálið, hvernig getur þú þóst vita hvort Jónína beitti pólítískum áhrifum sínum eða ekki til framgangs þessu máli? Þú veist að fólk, og ekki síður pólítíkusar segja ekki alltaf satt og rétt frá... Staðreyndin situr eftir að þessi umsækjandi hlaut flýtimeðferð, Jónína hefur útskýrt sig frá því ferli, en er hennar útskýring sennilegri en sú sem Kastljós velti upp? Getur þú fullyrt af eða á?

Þorvaldur S. (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 09:57

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já Marinó, ég man ekki að nokkur hafi fjallað meiðandi um skötuhjúin sjálf? Kastljósþátturinn gekk ansi langt, og JB stóð sig vel í honum.  Þetta er hinsvegar ekki meinyrðamál fyrir 5 aura!! Stúlkan naut tengslanna við JB og það á ekki að eiga sér stað í opnu þjóðfélagi, sem við erum að reyna að skapa?  Hún hefði ekki undir neinum kringumstæðum öðrum fengið ríkisborgararétt og það vita allir!

Það að Kólumbía er átakasvæði útskýrir kannski dvalarleyfi, en ekki ríkisborgararétt, veit um alltof mörg dæmi þess að það gæti staðist á nokkurn hátt!

Hafi Jónínu verið gerður "greiði" í þessu máli þá endurgreiðir hún hann ekki með því að rífast við Kastljós endalaust? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 10:24

8 identicon

Það eru mun fleiri fordæmi um hraða afgreiðslu á ríkisborgararétt en Fisher. Það sem ræður slíkum afgreiðslum er hvort viðkomandi sé sérstaklega góður fengur fyrir íslenskt samfélag. Oftast hefur þessu verið beitt þegar í hlut eiga afreksmenn í íþróttum en það er ekkert skilyrði. Afburða námsárangur gæti t.d. verið þáttur sem mælir með einum einstaklingi umfram annan. Árásin á Jónínu var ekki máefnaleg eða sanngjörn heldur réð för sterk löngun til að ata ráðherran saur og slá sig þannig til riddara. Að sjálfsögðu var öll þessi umfjöllun meiðandi fyrir soninn og tengdadótturina þar sem persónum þeirra var blandað með afar ósmekklegum hætti inn í þessa pólítísku aðför. Þau báðu örugglega ekki um að persónur þeirra yrðu dregnar inn í slíka umræðu.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 10:43

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvernig er hægt að fjalla um málið án þess að það fjalli um tengdadóttur?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 10:48

10 Smámynd: Magnús Björnsson

Hvernig var þessi umræða meiðandi fyrir soninn og tengdadótturina? Auðvitað hefur þessi umræða ekki verið þægileg fyrir þau enda sterk tengsl við ráðherra sem umræðan snérist aðallega um. Ég man ekki eftir því að skötuhjúin, annað eða bæði, væru sakað um að hafa gert nokkuð rangt af sér á einn eða annan hátt. Ég man ekki heldur eftir öðru umtali um þau tvö sem gæti hafa verið meiðandi á nokkurn hátt enda snérist málið um hvort ráðherra hefði notað sér vald/tengsl til að flýta fyrir ríkisborgararéttinum. Þetta snérist ekki um það hvort stúlkan hefði eða hefði ekki átt að fá ríkisborgararéttinn heldur hvort eitthvað óeðlilegt hefði verið með afgreiðsluna.

Magnús Björnsson, 14.2.2008 kl. 11:18

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að Stefán Örn segi allt sem segja þarf og segi ég bara ditto.

Marinó G. Njálsson, 14.2.2008 kl. 11:38

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég vil ekki tala meiðandi um persónur þessa máls, enda snýst það ekki um þær??? Hvernig er hægt að halda slíku fram?

Gleymdi þessu með íþróttamennina, þeir hafa líka fengið skyndiafgreiðslu, rétt er það. Af hverju er það? Er það vegna landsleikja?

Allavega er ALLS EKKI LJÓST HVERSVEGNA MYNDAÐIST FORDÆMI Í ÞESSU MÁLI? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.2.2008 kl. 12:10

13 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Góðar vangaveltur  hjá þér Marinó og líka athugasemdir við greininni þinni. 

Það er mín skoðun að við erum alltof oft að skipa okkur sjálf sem "dómara götunnar" yfir hinu og þessu.   Mér finnst oft að blaðamenn ofnoti frasa eins og  "eins og þjóðin vill" eða "það er vilji þjóðarinnar".     

Marinó Már Marinósson, 14.2.2008 kl. 13:12

14 identicon

Guatemala. hún kemur þaðan, ekki kólumbíu.

Ari (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 15:28

15 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þorvaldur, mér yfirsást athugasemdin þín. Þú spyrð hvernig ég geti vitað að Jónína hafi ekki beðið um greiðann.  Ja, ég hef ekkert nema hennar orð, orð formanns allsherjarnefndar og þeirra nefndarmanna sem fóru yfir umsóknirnar.  Ef það er ekki nóg, þá veit ég ekki hvað þarf.

Marinó G. Njálsson, 14.2.2008 kl. 23:00

16 identicon

Athugasemd Þorvaldar er að mínu mati nokkuð dæmigerð um þá lágkúru sem hefur einkennt umfjöllunina um þetta mál. Er ekki venjan að sá ber einhvern sökum skuli útskýra/sanna áburðinn en ekki sá sem er borinn sökum. Í raun er ekkert sem hefur komið fram sem staðfestir ásakanir Kastljós heldur þvert á móti. Þegar ég heyri þessa framsetningu þ.e. að fólk gefi sér að annað fólk notfæri sér aðstöðu sína og völd sér til framdráttar að það mundi gera slíkt hið sama í sömu aðstöðu.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:51

17 Smámynd: Karl Ólafsson

Dómstóll götunnar er náttúrulega oft harður og ósanngjarn, en ég tel álíka miklar líkur á því að nafn Jónínu hafi EKKI skipt máli að neinu leyti við afgreiðslu þessa máls og að Árni M. hafi lesið öll CV umsækjenda um dómarastöðu nýverið.

Karl Ólafsson, 15.2.2008 kl. 16:37

18 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Hvenær hætta fréttaskýringar að vera fréttaskýringar og byrja að vera ofsóknir?

Gísli Guðmundsson, 15.2.2008 kl. 17:29

19 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Karl, nafn Jónínu kom, samkvæmt upplýsingum sem komu fram á sínum tíma, ekki nokkur staðar fram á umsókninni og raunar vissi Jónína ekki af því að umsókninni hefði verið komin til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd Alþingis.  Vissulega bjó/býr stúlkan á heimili Jónínu og hugsanlega hafa einhverjir nefndarmenn áttað sig á því að heimilisfangið á umsókninni væri kunnulegt, en fyrir utan það þá var ekkert sem benti til þess að stúlkan væri tengd Jónínu.

Gísli, þetta var a.m.k. ekki fréttaskýring. 

Marinó G. Njálsson, 15.2.2008 kl. 20:32

20 Smámynd: Karl Ólafsson

Marinó, það er einmitt málið sem fjallað var um og allir sem að komu þræta fyrir.
Hafi einhverjir nefndarmenn áttað sig á tengingunni, hversu líklegt er að sú vitneskja hafi haft áhrif á ákvörðunartöku þeirra um málið? Var ekki nefndin óhæf til að fjalla um umsóknina og hefði hún því ekki átt að leita utanaðkomandi umsagnar? Og hversu líklegt er að afgreiðslan hefði orðið þessi ef nefndarmenn áttuðu sig ekki á tengslunum? Í ljósi sögunnar eru litlar líkur á því miðað við fyrri afgreiðslur, eða er það ekki rétt?
Í raun var Jónína aldrei ásökuð í málinu, heldur spurt hvort nánd nafns hennar við umsækjandann hafi haft áhrif eða ekki. Spurningin var náttúrulega ekki nógu skýrt orðuð í upphafi og því fór sem fór að úr varð skítkast og vitleysa.

Málið er að þetta lítur afar illa út fyrir alla sem að þessu koma, aðra en umsækjandann sjálfan sem ekkert braut af sér og aldrei var ásökuð um neitt misjafnt.

Karl Ólafsson, 16.2.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband