Leita í fréttum mbl.is

Olíuverðhækkanir verðbóla?

Fyrirsögnin er fengin að láni frá Morgunblaðinu í dag (bls. 13).  Þar er frétt um þann möguleika að olíuverðhækkanir séu fyrst og fremst afleiðing spákaupmennsku.  Mikið er ég feginn að málsmetandi menn eru loksins farnir að tala um þessa hluti opinberlega.  Ég hef haldið þessu fram í nokkrum færslum hér og fengið lítil viðbrögð.  Bara í síðustu viku (blogg 26.5, sjá hér) fjallaði ég um þetta og fékk dræmar undirtektir.  Undirtektirnar voru betri í janúar (sjá hér), en þó einskorðuð við fáeina "sérvitringa".  Ég get ekki betur séð en að flest umræða um olíumarkaðinn beri merki þess að eigendur olíubyrða séu að tala markaðinn upp.  Um þessar mundir er verið að afhenda hráolíu sem keypt var á framvirkum þriggja mánaðasamningum í byrjun mars.  Þá var verðið á tunnunni um 100 USD.  Miðað við verðið í dag upp á rúmlega 125 USD, þá hafa þeir sem keyptu í mars hagnast um 25 USD mínus það sem þeir greiddu fyrir samninginn (líklegast 2 - 4 USD á tunnu).  Hagnaðurinn er samt umtalsverður á ekki lengri tíma.  En til að ná þessum hagnaði, þá hafa menn alveg örugglega verið duglegir við að tala verðið upp.  Svipað og danski blaðamaðurinn sem keypti bréf í fyrirtækjum og skrifaði síðan jákvæða grein um það.

Svo virðist sem verð á olíu á að ráðast af einhverju öðru en grundvallarþáttum þremur: framboði, eftirspurn og verðteygni.  Almennt er reglan sú að hærra verð leiðir til meira framboðs en minni eftirspurnar og síðan snýst þetta við ef verð lækkar.  En hér gilda allt önnur lögmál, sem líklegast má skýra með því að það eru ekki endanlegir kaupendur sem ráða olíuverði, heldur spákaupmenn sem kaupa olíu til að geyma á tönkum út um allan heim í þeirri von að neikvæðar fréttir ýti verðinu ennþá hærra upp.  Þannig búa þeir til eftirspurn sem á sér ekki stoð í olíunotkun á sama tíma og halda því uppi verðinu.  Olían er geymd á tönkum, t.d. í Hvalfirði, þar til umframeftirspurn vegna olíunotkunar myndast á markaði og verð hækkar aftur.  Þá nota menn tækifærið og selja olíu í takmörkuðu magni inn á markaðinn.  Það má svo sem heimfæra þetta upp á leikreglur á frjálsum markaði, en í mínum huga heitir þetta markaðshagræðing eða -stjórnun.

Á sömu síðu í Morgunblaðinu í dag er bent á næstu verðbólu, en það er viðskipti með vatn.  Nú kæmi mér ekki á óvart að spákaupmenn séu búnir að kaupa sig inn í vatnslindir á nokkrum lykilsvæðum og muni nýta sér eignarhald sitt til að draga úr framboði.  Framhaldið er að setja neikvæðar fréttir út í fjölmiðla og skapa panik.  Niðurstaðan verður líklega að vatn verður þyngdar sinnar virði í gulli áður en langt um líður.


Kæra hefði engu breytt

Svona mál hafa áður komið upp og þeim hefur verið vísað frá.  Síðast kom svona mál upp hér á landi nýlega.  Markastaða á ljósaborði er til upplýsinga fyrir áhorfendur og aðra þá sem staddir eru á leikstað.  Vissulega er æskilegt að sú staða sé rétt samkvæmt skráningu ritara og dómara, en mistök verða og ekkert meira um það að segja.  Hafi dómarar skráð hjá sér mörkin, þá hefði það verið í þeirra verkahring að leiðrétta stöðuna, en mér skilst að eftir að hraðinn jókst í handboltanum, þá hafi það verið vonlaust fyrir dómara að skrá mörkin.  (Af sem áður var, þegar dómarar skráðu meira að segja númer leikmannsins sem skoraði.)

Til upplýsinga fyrir þá sem ekki vita, þá var ég landsdómari í handbolta frá 1978 til 1997 og sat nokkur ár í annars vegar dómaranefnd HSÍ og hins vegar mótanefnd HSÍ á 9. og 10. áratugnum.


mbl.is Svíar kvarta en kæra ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíar að valta yfir Argentínu - Lokastaða 33:21

Svíar hafa mikla yfirburði í leik sínum gegn Argentínu og var staðan fyrir skömmu 21:12.  Leikurinn var i beinni á SVT2, en nú er búið að rjúfa þá útsendingu.  Það er því ljóst að Svíar vinna þann leik örugglega og verða ekkert verulega þreyttir eftir hann.

Staðan er orðin 26:13 þegar 12 mínútur eru eftir. 

Bæði lið bæta við marki - 27:14 og 11 mínútur eftir.

Argentína skorar tvö mörk í röð og minnkar muninn í 27:16, en það skiptir varla máli. 

Og rétt í þessu fylgdi það þriðja, en Svíar svara um hæl.  Svíþjóð 28 - Argentína 17, þegar 7 mínútur eru eftir. 

Það er formsatriði að ljúka leiknum, en það væri gott fyrir okkar stöðu að munurinn yrði ekki meiri en 9 mörk.

Þegar innan fjórar mínútur eru eftir er staðan 29:19 og Argentína með boltann. 

3:30 eftir þegar Argentína minnkar muninn í 29:20, en Svíar svara með tveimur mörkum á stuttum tima.  Svíþjóð 31 - Argentína 20.  

Og þegar ein mínúta er eftir skora Svíar enn.  Svíþjóð 32 - Argentína 20. 

Loks kemur mark frá Argentínu, en Svíar eiga síðasta orðið.  Svíþjóð 33 - Argentina 21.

Með þessum sigri koma Svíar sér í þægilega stöðu, þar sem þeir fara upp fyrir Ísland á markatölu, ef löndin verða jöfn á stigum. 

 

Íþróttafréttamenn sænska sjónvarpsins telja leikinn á morgun verða mjög erfiðan, þar sem íslenska liðið sé "veldig, veldig bra" (mjög, mjög gott), en búast samt við tveggja marka sigri! eftir hörkuleik.  Þeir klikktu síðan út með því að segja að íslenska liðið sé betra "en man skal tro".  Svíar líta á leikinn á morgun sem gríðarlega mikilvægan fyrir sænskan handbolta, en sá leikmaður sem rætt var við, hafði ekkert miklar áhyggjur.  Íþróttafréttamenn SVT ræða mikið um Ólaf og Guðjón Val og tala um að stoppa þurfi þá tvo, en einnig tala þeir um að Kim Anderson þurfi að komast í gang.  Við skulum vona að hann haldi bara áfram að vera rólegur (3 mörk í dag og ekkert í gær).

 


Þetta er stórfurðulegt og út í hött

Heimsmarkaðsverð á oliu hefur lækkað um nærri því 10 USD á tunnuna frá því að það náði hæsta gildi fyrir rúmri viku. Bara í dag (samkvæmt BBC Market Data kl. 15:05 GMT) hefur West Texas Intermediate Crude Oil lækkað um USD 4,57 á tunnuna niður í USD...

Fá lið halda uppi meðaltalinu

Það er áhugavert að sjá töfluna yfir skiptinguna milli félagana (sem má t.d. nálgast á BBC sport, sjá hér og fyrir neðan), að það eru fimm félög sem halda uppi meðaltalinu, þ.e. Chelsea (132,8 m GPB), Manchester United (92,3 m. GBP), Arsenal (89,7 m....

Glitnir: Svartsýni fyrir þetta ár, en bjartsýni fyrir það næsta

Það er ekki mikil bjartsýni ríkjandi hjá greiningardeild Glitnis fyrir þetta ár. Meðaltalsgengi (gengisvísitala) upp á 142 á þessu ári og lokagengi um 135. Þetta þýðir vissulega nær 10% styrkingu krónunnar það sem eftir er árs. En skoða verður þessar...

"Það er ekki kreppa"

Þetta sagði Kristján Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum kvöldsins á Alþingi. Rök Kristjáns voru að það væri móðgun að kalla það ástand sem núna er kreppu, þar sem í kreppunni miklu hefði fólk farið svangt að sofa og þúsundir manna hefðu...

Hugleiðingar í lok dags

Jæja, dagurinn á enda og gengið stóð nokkurn veginn í stað eftir að hafa hækkað lítillega framan af degi. Hef ekki ennþá rekist á neinar hálærðar greiningar á verðbólgutölunum, en sé að menn úti í heimi eru sífellt að hafa meiri áhyggjur af verðbólgu...

Hörmungar gera menn auðmjúka

Það er fróðlegt að lesa þessa frétt um breytt viðhorf kínverskra yfirvalda. Hún sýnir svo ekki verður um villst að hinn opni fréttaflutningur af hörmungunum í Sichuan-héraði er farinn að hafa áhrif langt út fyrir það sem nokkrum manni hefði dottið í hug....

Lægri verðbólga en efni stóðu til

Þrátt fyrir fyrirsögn fréttarinnar, þá eru þessar verðbólgutölur jákvæðar fréttir. Verðbólga milli mars og apríl mældist 3,41% en 1,37% milli apríl og maí. Það þýðir mun skarpari lækkun milli mánaða en venjulega hefur fylgt gengisfalli. Þrátt fyrir þetta...

Tvö aðskilin mál - stjórnskipan og fjárhagsstaða Lögreglustjórans á Suðurnesjum

Skýrsla Ríkisendurskoðunar virðist falla bæði dómsmálaráðherra og Samfylkingu í geð, en samt eru þessir aðilar á öndverðum meiði í þessu máli. Annar aðilinn vill ganga strax í að skilja á milli lög-, toll- og öryggisgæslu á...

Vantar almenning og atvinnulíf lánveitanda til þrautavara?

Það er mikið nefnt um þessar mundir að viðskiptabankana, Seðlabankann og þess vegna ríkið vanti lánveitendur til þrautavara. Þetta er talin ein helsta ástæða fyrir lækkandi lánshæfismati og hækkandi skuldatryggingaálagi (þó það hafi lækkað síðustu daga)...

Viðsnúningurinn hafinn?

Seðlabankinn er búinn að ákveða að halda stýrivöxtum óbreyttum. Það þýðir að bankinn ætlar ekki að viðhalda því raunstýrivaxtastigi sem ríkt hefur undanfarin ár og er því í raun að lækka stýrivextina umtalsvert. Þetta verður að skoðast sem yfirlýsing um...

Ætli þetta sé það eina sem Moody's hefur að óttast?

Mér kæmi ekki á óvart, þó fleiri villur leyndust í forritum matsfyrirtækjanna. Ég hef, t.d., oft lýst undrun minni á því hvernig þeim tókst að meta fjármálavafninga með undirmálslánum til jafns við bandarísk ríkisskuldabréf (T-Bonds). Þar var á ferðinni...

Fjölgar brotum við hert eftirlit - ótrúleg rökvilla

Hún er kostuleg fullyrðingin sem sett er fram í þessari frétt um afbrotatölfræði lögreglunnar: Hegningarlagabrotum fækkaði í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en umferðalagabrotum fjölgaði. Rekja má fjölgunina að miklu leyti til hraðakstursmyndavéla....

Efnahagskreppan - Fyrirsjánleg eða ekki?

Það var haft eftir Geir H. Haarde og Davíð Oddssyni um daginn að efnahagskreppan sem dunið hefur yfir þjóðina í kjölfar alþjóðlegu bankakreppunnar hafi ekki verið fyrirséð. Helstu rökin virðast vera að þar sem lausafjárkreppan hafi ekki verið fyrirséð,...

Lækkun vegna hugsanlega-ólíklega-kannski

Þetta er nú með kjánalegri rökstuðningi sem ég hef séð. Hugsanlegir erfiðleikar ef svo ólíklega vildi til að eitthvað ófyrirséð kæmi upp. Það er reynt að draga fram eins marga fyrirvara og hægt er en samt eru þeir notaðir til að réttlæta breytingu. Til...

Eiður Smári með tilboð frá frönsku liði

Samkvæmt slúðri á vefsíðunni tribalfootball.com hefur Eiður Smári Guðjohnsen fengið tilboð frá frönsku liði. Fréttin er höfð eftir DiarioSport, sem segir Eið Smára ánægðan með tilboðið, en mun ekki taka því fyrr en hann hefur rætt við forráðamenn...

Gengisvísitalan aldrei hærri í lok dags

Krónan náði nýrri lægð í dag. Gengisvísitalan endaði í 158,90 stigum. Fyrra met, 157,3 stig, var frá því 14. mars á þessu ári. Þetta er auk þess lægsta gengi krónunnar að minnsta kosti frá því að núllin tvö voru klippt af krónunni fyrir tæpum þremur...

Hagspá greiningardeildar Kaupþings

Hún er áhugaverð lesning Hagspá greiningardeildar Kaupþings fyrir 2008 til 2010 sem kom út í dag. Helstu ályktanir eru: Trúverðugleiki er ekki helsta vandamál Seðlabankans Bankana vantar erlendan lánveitanda til þrautavara Verðbólgan mun fara í 13,5% og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1682117

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband