31.5.2008 | 17:06
Svíar að valta yfir Argentínu - Lokastaða 33:21
Svíar hafa mikla yfirburði í leik sínum gegn Argentínu og var staðan fyrir skömmu 21:12. Leikurinn var i beinni á SVT2, en nú er búið að rjúfa þá útsendingu. Það er því ljóst að Svíar vinna þann leik örugglega og verða ekkert verulega þreyttir eftir hann.
Staðan er orðin 26:13 þegar 12 mínútur eru eftir.
Bæði lið bæta við marki - 27:14 og 11 mínútur eftir.
Argentína skorar tvö mörk í röð og minnkar muninn í 27:16, en það skiptir varla máli.
Og rétt í þessu fylgdi það þriðja, en Svíar svara um hæl. Svíþjóð 28 - Argentína 17, þegar 7 mínútur eru eftir.
Það er formsatriði að ljúka leiknum, en það væri gott fyrir okkar stöðu að munurinn yrði ekki meiri en 9 mörk.
Þegar innan fjórar mínútur eru eftir er staðan 29:19 og Argentína með boltann.
3:30 eftir þegar Argentína minnkar muninn í 29:20, en Svíar svara með tveimur mörkum á stuttum tima. Svíþjóð 31 - Argentína 20.
Og þegar ein mínúta er eftir skora Svíar enn. Svíþjóð 32 - Argentína 20.
Loks kemur mark frá Argentínu, en Svíar eiga síðasta orðið. Svíþjóð 33 - Argentina 21.
Með þessum sigri koma Svíar sér í þægilega stöðu, þar sem þeir fara upp fyrir Ísland á markatölu, ef löndin verða jöfn á stigum.
Íþróttafréttamenn sænska sjónvarpsins telja leikinn á morgun verða mjög erfiðan, þar sem íslenska liðið sé "veldig, veldig bra" (mjög, mjög gott), en búast samt við tveggja marka sigri! eftir hörkuleik. Þeir klikktu síðan út með því að segja að íslenska liðið sé betra "en man skal tro". Svíar líta á leikinn á morgun sem gríðarlega mikilvægan fyrir sænskan handbolta, en sá leikmaður sem rætt var við, hafði ekkert miklar áhyggjur. Íþróttafréttamenn SVT ræða mikið um Ólaf og Guðjón Val og tala um að stoppa þurfi þá tvo, en einnig tala þeir um að Kim Anderson þurfi að komast í gang. Við skulum vona að hann haldi bara áfram að vera rólegur (3 mörk í dag og ekkert í gær).
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 1679457
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Er gamla góða Krýsuvíkurleiðin fær, eða er hún lokuð vegna skjálftavirkni?
Alltaf tekst blessuðum strákunum okkar að komast í þá stöðu að þurfa að fara hana. Illfær verður hún í þetta sinnið, ef hún er þá fær.
Theódór Norðkvist, 31.5.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.