Leita í fréttum mbl.is

Allt er til tjóns

Á vef Viðskiptablaðsins má lesa það álit Paul Rawlins sérfræðings hjá Fitch Ratings matsfyrirtækinu, að erlend lántaka ríkissjóðs eða Seðlabanka upp á 5 - 10 milljarða evra gæti haft veruleg neikvæð áhrif á lánshæfismat íslenska ríkisins.  Það er svo sem alveg rétt að taka láns af svona stærðargráðu ætti almennt að hafa neikvæð áhrif, en í þessu tilfelli þarf það ekki að gerast.  Ástæðan fyrir því er einföld.  Það er verið að taka lánið til að byggja upp varasjóð og þessi varasjóður verður vafalaust ávaxtaður á eins öruggan hátt og hægt er.  Mun slík ávöxtun vega að miklu eða öllu leiti upp árlegan kostnað af láninu og hafa því lítil áhrif á afkomu ríkissjóðs.  Það er ekki eins og verið sé að taka lán til að setja í óafturkræfar framkvæmdir, til að fjármagna rekstur eða brúa fjárlagagat.  Annað sem skiptir máli í þessu samhengi er að íslenska ríkið er að öðru leiti ekki í neinu mæli á lánamörkuðum og er almennt ekki að taka "rekstrarlán".

Hin hliðin á þessu er, að matsfyrirtækin hafa þegar breytt lánshæfismati íslenska ríkisins í neikvæðar horfur, vegna þess að þau telja miklar líkur á að ríkið taki svona lán.  Það er einkennileg staða sem ríkið er komið í, horfum var breytt í neikvæðar vegna þess að ríkið þarf kannski að taka lán (sem matsfyrirtækin hreinlega krefjast að ríkið geri til að auka traustið á bönkunum) og svo á að gera þær ennþá neikvæðari þegar lánið er tekið (til þess að auka traustið á bönkunum).  Mér finnst þetta vera nokkuð vonlaus staða, ef allt sem íslendka ríkið gerir eða gerir ekki hefur neikvæð áhrif á lánshæfismat þess.

Eitt í viðbót.  Fitch breytti horfum á lánshæfismatinu í neikvæðar fyrir nokkrum vikum, enda var skuldatryggingaálag ríkisins og bankanna mjög hátt á þeim tíma.  Nú hefur þetta álag lækkað um einhver 80%, sem gerir það m.a. af verkum að bæði ríki og bönkum bjóðast lánsfé á skikkanlegum kjörum á opnum markaði.  Maður hefði nú haldið að slík breyting ætti að hafa áhrif á mat Fitch á horfur á lánshæfismati íslenska ríkisins, því ef mig brestur ekki minni, þá voru það m.a. ein helstu rök matsfyrirtækjanna fyrir þessum neikvæðu horfum, að vegna hás skuldatryggingarálags gæti það reynst ríkinu erfitt að fá slíkt lán yfir höfuð.  En kannski er þetta bara eins og með olíuna, að það er sama hvað gerist, það er allt hægt að finna eitthvað neikvætt við það og þess vegna er alltaf ástæða til að hækka.  Mér finnst spámenn treysta allt of mikið á gullfiskaminni þeirra sem spámennskan þeirra nær til.


Slóvakar fyrstir til að kasta krónunni

Ef svo fer að Slóvakía tekur upp evru þann 1. janúar 2009, þá verður það fyrsta landið til að láta mynteininguna krónu víkja fyrir evrunni.  Kannski er þetta fordæmið sem aðrir munu fylgja en líklegt er talið að Danir kasti krónunni innan tíðar, Tékkar geta ekki verið eftirbátar frænda sinna og systkina í Slóvakíu, Eistar geta nú varla haft mikla trú á sinni mynt og munu nota fyrsta tækifæri sem gefst til að taka upp evru, en líklegast er lengra í að Svíar gefi krónuna frá sér.  Búast má við því að ákvörðun Dana hafi áhrif á Svía.  Þá eru bara ótalin tvö lönd með krónur:  Noregur með olíukrónu og Ísland með jó-jó krónu.  Það sér hver sem vill að jó-jó krónan er ekki nógu traustur gjaldmiðill.
mbl.is Slóvakía fær aðild að evru-svæðinu 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður 12 mánaðaverðbólga 18 - 20% í haust

Þetta verðbólguskot, eins og það er kallað, sem nú gengur yfir, verður líklegast mun lengra og þyngra en flestir gera sér grein fyrir.  Það veltur þó allt á því hvort og þá hve langan tíma það tekur krónuna að rétta úr kútnum.

Hagstofan birtir verðbólgutölur á nokkra vegu.  Þ.e. sem hækkun milli mánaða, uppreiknuð 12 mánaðaverðbólga miðað við verðbólgu síðasta mánuðinn, síðustu 3 mánuði og síðustu 6 mánuði og loks ársverðbólgu síðustu 12 mánuði.  Í þessu kerfi, þá kemur verðbólgutoppurinn fram misjafnlega hratt eftir svona verðbólguskot, eins og það sem núna gengur yfir.  Verðbólgutoppurinn kemur strax fram þegar eins mánaðarverðbólgan er notuð, á 2 - 3 þegar þriggja mánaðaverðbólga er notuð, á 3 - 4 mánuðum ef notuð er sex mánaðaverðbólga og á allt að 6 - 8 mánuðum þegar notuð er 12 mánaðaverðbólga.  Það er því ljóst að verðbólgutölur sem sáust vegna breytinga á vísitölu neysluverðs milli mars og apríl, eru langt frá því að vera þær hæstu sem eiga eftir að sjást á þessu ári.

Ég hef leikið mér með nokkra möguleika og ef ekki kemur til verðhjöðnun á allra næstu vikum og mánuðum, þá mun 12 mánaðaverðbólgan mjög líklega fara að lágmarki upp í 14% síðsumars og talsverðar líkur eru á 17-18% verðbólgu.  Í fyrra tilfellinu er gert ráð fyrir að mánaðarleg hækkun vísitölu helmingist að jafnaði á milli mánaða fram að áramótum, en í því síðari að lækkun verðbólgu milli mánaða verði hægari en þó stöðug.  Ef skoðuð er þróunin þegar verðbólgan var síðast eitthvað í líkingu við það sem hún er núna (þ.e. árið 1988-89), þá má jafnvel gera ráð fyrir allt að 20% verðbólgu í vetrarbyrjun.  Nú er bara að vona að allir þessir útreikningar séu rangir og verðbólgudraugurinn hverfi á braut sem fyrst.


Í útvarpsviðtal út af bloggi

Það var hringt í mig í morgun frá Rás 2 og ég beðinn um að koma í viðtal út af bloggi mínu um efnahagsmál. Að sjálfsögðu stóðst ég ekki freistinguna og verður viðtalið birt á næstu dögum. [Uppfært kl. 17:54] Það er gagnrýni mín á hagstjórn Seðlabankans...

Aðdáendur Stoke eru þakklátir Íslendingunum

Ég hef tekið eftir því í umræðunni í gær og í dag hér á blogginu og í fjölmiðlum, að sá misskilningur virðist útbreiddur að stuðningsmenn Stoke beri einhvern kala til íslensku fyrrum eigenda liðsins. Ég er búinn að fylgjast með umræðu á spjallvef Stoke í...

Glæsilegt hjá Stoke

Til hamingju Stókarar. Sjá nánar blogg mitt: Stoke upp, Leicester niður

Stoke upp, Leicester niður

Stoke tryggði sér rétt í þessu sæti í Úrvalsdeildinni á næsta ári og sendi Leicester niður í 2. deild í leiðinni. Leikur liðanna endaði 0 - 0, en það var nóg fyrir Stoke. Leicester féll, þar sem Southampton vann Sheff U 3-2 eftir að hafa lent undir 0-1...

Ólíkt hafast menn að

Það er óhætt að segja, að ólíkt hafist menn að. Í Bandaríkjunum er hundruðum milljarða dollara veitt út í efnahagslífið af seðlabankanum, en hér virðist helst að betra sé að sem flestir missi atvinnuna eða fyrirtæki fari á hausinn. Það er eins og menn...

PCI gagnaöryggisstaðallinn - kröfur um uppfyllingu og ISO 27002

Mjög mörg fyrirtæki hér á landi þurfa að uppfylla kröfur gagnaöryggisstaðals greiðslukortafyrirtækjanna VISA og MasterCard eða Payment Card Industry (PCI) Data Security Standard (DSS). Í þessari grein verður farið yfir helstu atriði sem skipta máli....

Spennan í ensku Coca-Cola deildinni mikil

Á sunnudaginn fer fram síðasta umferð í ensku Coca-Cola Football League Championship eða það sem við köllum almennt ensku 1. deildinni. Fyrir þess síðustu umferð eru aðeins 9 lið af 24 liðum deildarinnar viss um að spila í deildinni á næsta...

Var Seðlabankinn undanþeginn aðhaldi?

Það er forvitnilegt að lesa svör Seðlabankans við spurningum þingflokks Framsóknarflokksins. Sérstaklega er það svarið við spurningu nr. 6 sem vekur áhuga minn. Spurt er hvort Seðlabankinn telji að ríkisstjórn Íslands hafi gengið nógu langt í áttina að...

Verðbólga sem hefði geta orðið

Það var í einmánuði 2001 að Seðlabanki Íslands ákvað að setja gengið á flot og taka upp verðbólgumarkmið til að stjórna peningamálum. Af einhverri ástæðu ákvað Seðlabankinn að nota hina séríslensku vísitölumælingu með húsnæðiskostnaði sem viðmið í...

Refir í Heiðmörk

Morgunblaðið fjallar á baksíðu blaðsins í dag um refi í Heiðmörk. Er þar m.a. nefnt að fimm dýr hafi verið drepinn á síðasta ári í Heiðmörk og 20 dýr á öllu starfssvæði meindýraeyðis höfuðborgarinnar. Haft er eftir meindýraeyðinum, að hann telji ,,enga...

Eru matsfyrirtækin traustsins verð - hluti 2

Fyrir tæpum 3 vikum spurði ég hvort að matsfyrirtækin (S&P, Fitch rating og Moody's) væru traustsins verð m.a. vegna klúðurs þeirra í tengslum við bandarísku undirmálslánin. Ég hef aðeins verið að grafa dýpra í heimspressunni og ég furða mig sífellt...

Þegar fortíðin verður nútíðinni yfirsterkari - gamalt bréf til Morgunblaðsins

Ég var að skoða gamlar greinar eftir mig í Morgunblaðinu og rakst á nokkrar sem mig langar að endurbirta hér á blogginu. Þessi fyrsta birtist undir Bréf til blaðsins þriðjudaginn 7. júlí 1992. Eins og oftar voru þá þrengingar í þjóðarbúskapnum, enda...

Af heimilisbókhaldi Jóns og Gunnu og fjármálum ríkisins

Jón og Gunna hafa rekið heimilið sitt af myndarskap í mörg ár. Fyrir rúmu ári eignuðust þau barn, Sigga litla, sem varð til þess að ýmislegt breyttist. Það sem skipti megin máli fyrir þessa sögu var að útgjöldin jukust mikið. Þau höfðu nú ekki miklar...

Blame it on Basel

Það virðist vera sama hvert maður snýr sér alls staðar í hinum vestræna heimi virðast sömu einkennin poppa upp. Fyrst sér maður mikla hækkun húsnæðisverðs og liggur við ótakmarkaðan aðgang að ódýru lánsfé til stórra fjárfestinga á síðustu árum og síðan...

Matarskortskreppan er skollin á

Ég spurði í færslu hér fyrir tæpri viku hvort matvælaskortur væri næsta krísan . Þá átti ég ekki von á að alla vikuna á eftir væri daglegur fréttaflutningur af óeirðum um allan heim vegna matarskorts og hækkandi matarverðs. Spurningin sem nú vaknar er...

Er þetta trúverðugt bókhaldsfiff?

Það er áhugavert að sjá hvernig hægt er að breyta okkur Íslendingum úr stórskuldugum áhættufíklum í skynsama fjárfesta með einu pennastriki. Ég er alls ekki að vefengja útreikninga hagfræðings Seðlabankans, en spyr af hverju var ekki búið að gera þetta...

Bregðast þarf af hörku við söguburði og röngum fréttum í heimspressunni

Ég hef sagt það áður að bregðast þurfi hratt og af hörku við röngum fréttum og söguburði sem birtast í virðulegum erlendum fjölmiðlum. Kaupþing hefur ákveðið að taka þessa stefnu og finnst mér tími til kominn. Hingað til hefur það allt of oft verið...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1682117

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband