8.5.2008 | 10:26
Allt er til tjóns
Á vef Viðskiptablaðsins má lesa það álit Paul Rawlins sérfræðings hjá Fitch Ratings matsfyrirtækinu, að erlend lántaka ríkissjóðs eða Seðlabanka upp á 5 - 10 milljarða evra gæti haft veruleg neikvæð áhrif á lánshæfismat íslenska ríkisins. Það er svo sem alveg rétt að taka láns af svona stærðargráðu ætti almennt að hafa neikvæð áhrif, en í þessu tilfelli þarf það ekki að gerast. Ástæðan fyrir því er einföld. Það er verið að taka lánið til að byggja upp varasjóð og þessi varasjóður verður vafalaust ávaxtaður á eins öruggan hátt og hægt er. Mun slík ávöxtun vega að miklu eða öllu leiti upp árlegan kostnað af láninu og hafa því lítil áhrif á afkomu ríkissjóðs. Það er ekki eins og verið sé að taka lán til að setja í óafturkræfar framkvæmdir, til að fjármagna rekstur eða brúa fjárlagagat. Annað sem skiptir máli í þessu samhengi er að íslenska ríkið er að öðru leiti ekki í neinu mæli á lánamörkuðum og er almennt ekki að taka "rekstrarlán".
Hin hliðin á þessu er, að matsfyrirtækin hafa þegar breytt lánshæfismati íslenska ríkisins í neikvæðar horfur, vegna þess að þau telja miklar líkur á að ríkið taki svona lán. Það er einkennileg staða sem ríkið er komið í, horfum var breytt í neikvæðar vegna þess að ríkið þarf kannski að taka lán (sem matsfyrirtækin hreinlega krefjast að ríkið geri til að auka traustið á bönkunum) og svo á að gera þær ennþá neikvæðari þegar lánið er tekið (til þess að auka traustið á bönkunum). Mér finnst þetta vera nokkuð vonlaus staða, ef allt sem íslendka ríkið gerir eða gerir ekki hefur neikvæð áhrif á lánshæfismat þess.
Eitt í viðbót. Fitch breytti horfum á lánshæfismatinu í neikvæðar fyrir nokkrum vikum, enda var skuldatryggingaálag ríkisins og bankanna mjög hátt á þeim tíma. Nú hefur þetta álag lækkað um einhver 80%, sem gerir það m.a. af verkum að bæði ríki og bönkum bjóðast lánsfé á skikkanlegum kjörum á opnum markaði. Maður hefði nú haldið að slík breyting ætti að hafa áhrif á mat Fitch á horfur á lánshæfismati íslenska ríkisins, því ef mig brestur ekki minni, þá voru það m.a. ein helstu rök matsfyrirtækjanna fyrir þessum neikvæðu horfum, að vegna hás skuldatryggingarálags gæti það reynst ríkinu erfitt að fá slíkt lán yfir höfuð. En kannski er þetta bara eins og með olíuna, að það er sama hvað gerist, það er allt hægt að finna eitthvað neikvætt við það og þess vegna er alltaf ástæða til að hækka. Mér finnst spámenn treysta allt of mikið á gullfiskaminni þeirra sem spámennskan þeirra nær til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2008 | 14:59
Slóvakar fyrstir til að kasta krónunni
![]() |
Slóvakía fær aðild að evru-svæðinu 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.5.2008 | 19:27
Verður 12 mánaðaverðbólga 18 - 20% í haust
Þetta verðbólguskot, eins og það er kallað, sem nú gengur yfir, verður líklegast mun lengra og þyngra en flestir gera sér grein fyrir. Það veltur þó allt á því hvort og þá hve langan tíma það tekur krónuna að rétta úr kútnum.
Hagstofan birtir verðbólgutölur á nokkra vegu. Þ.e. sem hækkun milli mánaða, uppreiknuð 12 mánaðaverðbólga miðað við verðbólgu síðasta mánuðinn, síðustu 3 mánuði og síðustu 6 mánuði og loks ársverðbólgu síðustu 12 mánuði. Í þessu kerfi, þá kemur verðbólgutoppurinn fram misjafnlega hratt eftir svona verðbólguskot, eins og það sem núna gengur yfir. Verðbólgutoppurinn kemur strax fram þegar eins mánaðarverðbólgan er notuð, á 2 - 3 þegar þriggja mánaðaverðbólga er notuð, á 3 - 4 mánuðum ef notuð er sex mánaðaverðbólga og á allt að 6 - 8 mánuðum þegar notuð er 12 mánaðaverðbólga. Það er því ljóst að verðbólgutölur sem sáust vegna breytinga á vísitölu neysluverðs milli mars og apríl, eru langt frá því að vera þær hæstu sem eiga eftir að sjást á þessu ári.
Ég hef leikið mér með nokkra möguleika og ef ekki kemur til verðhjöðnun á allra næstu vikum og mánuðum, þá mun 12 mánaðaverðbólgan mjög líklega fara að lágmarki upp í 14% síðsumars og talsverðar líkur eru á 17-18% verðbólgu. Í fyrra tilfellinu er gert ráð fyrir að mánaðarleg hækkun vísitölu helmingist að jafnaði á milli mánaða fram að áramótum, en í því síðari að lækkun verðbólgu milli mánaða verði hægari en þó stöðug. Ef skoðuð er þróunin þegar verðbólgan var síðast eitthvað í líkingu við það sem hún er núna (þ.e. árið 1988-89), þá má jafnvel gera ráð fyrir allt að 20% verðbólgu í vetrarbyrjun. Nú er bara að vona að allir þessir útreikningar séu rangir og verðbólgudraugurinn hverfi á braut sem fyrst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 16:11
Í útvarpsviðtal út af bloggi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2008 | 09:32
Aðdáendur Stoke eru þakklátir Íslendingunum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2008 | 15:30
Glæsilegt hjá Stoke
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2008 | 15:08
Stoke upp, Leicester niður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 14:04
Ólíkt hafast menn að
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2008 | 11:35
PCI gagnaöryggisstaðallinn - kröfur um uppfyllingu og ISO 27002
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2008 | 10:34
Spennan í ensku Coca-Cola deildinni mikil
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2008 | 20:03
Var Seðlabankinn undanþeginn aðhaldi?
Bloggar | Breytt 29.4.2008 kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2008 | 12:07
Verðbólga sem hefði geta orðið
Bloggar | Breytt 29.4.2008 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.4.2008 | 15:21
Refir í Heiðmörk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.4.2008 | 00:49
Eru matsfyrirtækin traustsins verð - hluti 2
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2008 | 22:09
Af heimilisbókhaldi Jóns og Gunnu og fjármálum ríkisins
Bloggar | Breytt 23.4.2008 kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 00:35
Blame it on Basel
Bloggar | Breytt 23.4.2008 kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.4.2008 | 22:59
Matarskortskreppan er skollin á
Bloggar | Breytt 23.4.2008 kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.4.2008 | 13:26
Er þetta trúverðugt bókhaldsfiff?
Bloggar | Breytt 23.4.2008 kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1682117
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði