Leita í fréttum mbl.is

Fjölgar brotum við hert eftirlit - ótrúleg rökvilla

Hún er kostuleg fullyrðingin sem sett er fram í þessari frétt um afbrotatölfræði lögreglunnar:

Hegningarlagabrotum fækkaði í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en umferðalagabrotum fjölgaði. Rekja má fjölgunina að miklu leyti til hraðakstursmyndavéla.

Hvernig hafa menn hugmynd um það hvort hegningarlagabrotum hafi fjölgað eða fækkað?  Eru einhverjir að skoða öll brot á hegningarlögum, hvort sem kært er vegna þeirra eða ekki?  Hið rétta er að kærum/skýrslum/tilkynningum vegna meintra hegningarlagabrota fækkaði í apríl í ár miðað við apríl í fyrra.  Það er í fyrsta lagi dómstóla að ákveða hvort um brot hafi verið að ræða og í öðru lagi þá nær afbrotatölfræðin bara yfir þau atvik sem hafi verið tilkynnt til lögreglu.

Síðan þetta með umferðarlagabrotin.  Ég fjallaði um nokkurn veginn sams konar frétt á bloggi mínu 18. september í fyrra.  Hvernig dettur mönnum í hug að umferðarlagabrotum fjölgi við hert eftirlit?  Í fyrra voru eftirlitsmyndavélarnar í Hvalfjarðargöngunum og á höfuðborgarsvæðinu helsti sökudólgar fjölgunarinnar og nú halda þær áfram að fjölga brotum.  Er ekki eitthvað öfugsnúið við þetta?  Aftur snýst þetta um kærur/sektir vegna meintra umferðalagabrota, því ég er alveg sannfærður um að áður en myndavélarnar voru settar upp, þá keyrðu menn líka of hratt.

Ef fylgt er rökhugsun fréttarinnar, þá er best að hætta öllu umferðareftirliti, þar sem eftirlitið er (samkvæmt fréttinni) aðalástæða umferðarlagabrotanna.  Ég hélt að þessu væri öfugt, þ.e. að hert eftirlit fækkaði brotunum.

Hér kemur svo fréttin í heild, ef Mbl.is myndi nú leiðrétta rökvilluna.

Innlent | mbl.is | 21.5.2008 | 14:27

Hegningarlagabrotum fækkar milli ára

Hegningarlagabrotum fækkaði í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en umferðalagabrotum fjölgaði.  Rekja má fjölgunina að miklu leyti til hraðakstursmyndavéla. Fíkniefnabrot voru 22% færri en í apríl í fyrra. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra fyrir aprílmánuð.

Líkamsárásir að næturlagi en hraðakstur um miðjan dag

Samkvæmt málaskrá lögreglunnar voru flestar líkamsárásir framdar að næturlagi í apríl, eða tæp 60%. Flest hraðakstursbrot voru framin að degi til, milli hádegis og sex síðdegis en eignaspjöll dreifðust hins vegar frekar jafnt yfir sólarhringinn.

Þrjár líkamsmeiðingar á dag

Skráð voru 4363 hraðakstursbrot sem er talsverð fjölgun frá því í apríl síðustu tvö ár. Þjófnaðarbrot og eignaspjöll voru einnig fleiri en síðustu tvö ár. Þá voru 169 innbrot tilkynnt lögreglu sem jafngildir tæplega 6 innbrotum á dag og 97 líkamsmeiðingar sem jafngildir um þremur slíkum brotum á dag. Áfengislagabrot voru 44% færri í ár en í fyrra og það sama átti við um akstur gegn rauðu ljósi.

Skýrslan í heild 

 


mbl.is Hegningarlagabrotum fækkar milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 686
  • Frá upphafi: 1677708

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband