Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú meiri skáldskapurinn!

Það er merkilegt að skuldatryggingaálagið skuli hækka nokkrum dögum eftir að Kaupþing tekur lán á kjörum sem eru með álagi langt undir 100 punktum.  (Voru það ekki 35 punktar?)  Þessi "markaður" með skuldatryggingaálag er bara skáldskapur og það heldur lélegur.  Hefur það virkilega engin áhrif á markaðinn að Kaupþing fékk lán á góðum kjörum? Eða eru menn svo uppteknir í sínum sýndarveruleika að þeir átta sig ekki á því hvað er að gerast utan hans.  Mér sýnist vera best að hunsa þennan markað bara, þar sem hann hunsar hvort eð er staðreyndir.
mbl.is Skuldatryggingaálag hækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver veldur slysi, "lestarstjórinn" eða sá sem fer fram úr? - Hugleiðing um orsök og afleiðingu

Ástæðan fyrir því að ég spyr þessarar spurningar er ályktun sem höfundar greinargerðar Samtaka atvinnulífsins um þróun húsnæðismarkaðar 2003 - 2008 komast að.  Telja höfundar greinargerðarinnar að stefnumörkun stjórnvalda sumarið 2003 og upptaka 90% lána Íbúðalánasjóðs (ÍLS) sumarið 2004 hafi hrundið af stað atburðarrás sem leiddi til þess vanda sem nú er við að glíma.  Það má alveg taka undir að ákveðin atburðarráð fór í gang, en ég get ekki séð að ábyrgðin á þeirri atburðarrás liggi í ákvörðun um hækkun lánshlutfalla ÍLS.  Hallur Magnússon hefur ítrekað bent á það, að með breytingunni hjá ÍLS, þá hafi þeim í reynd fækkað sem fengu 90% lán, en ekki fjölgað.  Breytingin hjá ÍLS leiddi því líklegast ekki til hærra íbúðaverðs svo neinu nemur.  Málið er að við getum hvorki sannreynt þetta né hrakið, þar sem bankarnir komu með sitt útspil um mánaðarmótin ágúst/september.  Útspil bankanna er vel þekkt.  Allir komu þeir fram með nokkurra daga millibili og buðu fyrst 90% lán og síðan 100% lán. 

Líkja má þessu ástandi sem skapaðist við umferð bíla á einbreiðum þjóðvegi.  Allir eru þeir að stefna á sama stað og aka á jöfnum 70 km hraða.  Sá fremsti ekur nægilega greitt til þess að hinir telja sig geta bara fylgt á eftir.  Allt í einu eykur sá fremst hraðann upp í 90.  Þeir sem á eftir koma ákveða þá að auka hraðann líka, en finnst ekki nóg að draga þann fremsta uppi heldur ákveða að taka fram úr, þar sem þeir vilja keyra á 100 km/klst. Hraði þeirra veldur usla í umferðinni og endar með slysi.  Nú spyr ég, hver olli slysinu sá sem jók hraðann í 90 eða hinir sem tóku fram úr og óku á 100?  Frá mínum bæjardyrum séð, þá eru það þeir sem óku á meiri hraða en þeir réðu við sem eru valdir af slysinu.  Það getur vel verið, að ef hinir hefðu haldið sig við 90, þá hefði ekkert slys orðið.  Það getur líka vel verið að það hefði orðið slys.  Málið er að við vitum það ekki, þar sem aldrei náði að reyna á það.  Síðan má spyrja sig hvort einhver annar beri ábyrgð á slysinu, t.d. yfirvöld sem hafa samþykkt að 100 km hraði sé í lagi, þó hámarkshraði sé 90.

Samtök atvinnulífsins vilja kenna ÍLS um hækkandi fasteignaverð og síðan það ástand sem er í dag.  Það er náttúrulega fráleitt að kenna ÍLS um þetta, þar sem í fyrsta lagi eru allar stefnumótandi ákvarðanir varðandi ÍLS teknar af félagsmálaráðherra, en ekki stjórn ÍLS. ÍLS er því stjórntæki yfirvalda en ekki sjálfstæður hagstjórnaraðili.  Í annan stað, þá er ómögulegt að greina á milli áhrifa af völdu ákvörðunar ÍLS og þeirra ákvörðunar bankanna að vinna sér stærri hlut á húsnæðislánamarkaði. Auk þess eru bankarnir sjálfstæðir í sinni ákvörðunartöku.  Það neyddi þá enginn til að breyta lánskjörum sínum.  Satt best að segja finnst mér sem Samtök atvinnulífsins séu að gera lítið úr því fólki sem kemur að stefnumótun innan bankanna með því að segja að ÍLS taki ákvarðanir fyrir það. ÍLS hvorki þvingaði bankanna eða neyddi þá til aðgerða og ekki var neytt sem benti til þess að hlutdeild þeirra í húsnæðismarkaðinum væri að skerðast að það kallaði á 80, 90 eða 100% lán.  Viðbrögð þeirra voru því fyrst og fremst til að halda stöðu sinni hver gagnvart öðrum og til að vinna sér fastan sess sem fyrsti kostur á húsnæðislánamarkaði.

Ég tek það skýrt fram, að ég er ekki að gagnrýna ákvörðun bankanna að fara í samkeppni við ÍLS.  Hún var ákaflega velkomin á sínum tíma, enda húsnæðismarkaðurinn í talsverðu fjársvelti um þær mundir.  Stórar eignir hreyfðust varla á markaðnum og verðmunur á minni eignum og stærri eignum var orðinn fáránlega lítill. Það eina sem ég er að segja, að ÍLS er ekki einn ábyrgur fyrir atburðarrásinni og það er eingöngu hægt að geta sér til um hvernig húsnæðismarkaðurinn hefði þróast, ef bankarnir hefðu bara haldið sínu striki.  Í raun má segja að atburðarrásin hafi ekki farið fyrir alvöru af stað fyrr en KB banki auglýsti íbúðarlánin sín og hinir bankarnir fylgdu svo á eftir.

---

Viðbót 1. júlí kl. 02:24


Miniputt

Ég var alveg búinn að gleyma þessum leik, þar til ég rakst á hann fyrir tilviljun í kvöld.  Fyrir þá sem hafa gaman af minigolfi.

 



Adebayor ætlar ekki að fara, en er samt ekki viss um að vera

Þær eru nú nokkuð misvísandi fréttirnar um það hvort Adebayor hafi tekið af allan vafa um það hvort hann yrði um kyrrt eða ekki. Samkvæmt frétt Sky Sport, þá mun það ekki koma í ljós fyrr en í næstu viku eða svo hvort hann verður áfram. Þar er haft eftir...

Svona fer þegar stjórnun rekstrarsamfellu er ekki sinnt

Ég hef oft fjallað hér um stjórnun rekstrarsamfellu, en hún snýst um að sjá fyrir það "ófyrirséða" og grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að það gerist. Eins og þessu máli er lýst, þá klikkaði tvennt: 1. Bráðnauðsynlegur útsendingarbúnaður var...

Bankarnir orðnir langþreyttir á úrræðaleysi Seðlabankans?

Mér sýnist sem Kaupþing sé að bresta þolinmæðin á úrræðaleysi Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar. Fyrst er það hátt í 40 milljarða lán á hagstæðum kjör og nú að bjóða út sérvarin skuldabréf vegna íbúðalána. Kannski er bankinn með þessu að sýna ríkinu og...

Sýnir hvers konar rugl er í gangi

Loksins hafa bankarnir gert það sem þeir áttu að gera fyrir löngu, þ.e. sanna það fyrir heiminum að skuldatryggingaálagið er ekki í neinu samræmi við raunveruleg kjör á markaði. Nú er bara að sjá hvort Seðlabankinn og hinir viðskiptabankarnir fylgi ekki...

19. júní dagur kvenna á Íslandi

Í tilefni dagsins, 19. júní, og vil ég óska öllum konum til hamingju með daginn sem markað hefur afgerandi spor í kvenréttindabaráttuna á Íslandi. Það er forgöngukonum þessarar baráttu að þakka að íslenskar konur fóru að taka virkari þátt í stjórnun...

Trúin á aðgerðum engin

Það er greinilegt að markaðurinn hefur enga trú á því að ríkisstjórnin grípi til aðgerða fljótlega eða hafi yfirhöfuð getu á að gera eitt eða neitt. Orð Geirs í gær eru greinilega álitin innantóm og bera þess merki að ríkisstjórnin sé gjörsamlega...

Gagnaleki

Undanfarna mánuði hafa ítrekað birst í fjölmiðlum fréttir um að persónuupplýsingum hafi verið stolið, þær glatast á furðulega hátt eða komist í rangar hendur. Þessi atvik hafa í litlu mæli komið niður á Íslendingum, en í byrjun júní mátti þó sjá frétt...

Hlustar forsætisráðherrann á sjálfan sig?

Forsætisráðherra flutti föðurlega ræðu á Austurvelli á 17. júní. Þegar maður les yfir ræðuna (á vef forsætisráðuneytisins), þá veltir maður því fyrir sér í hvaða fílabeinsturni hann dvelur dagana langa. Mig langar hér að fjalla um nokkur atriði, sem mér...

deCODE komið niður í penny stocks

Það er illa komið fyrir markaðsvirði þess fyrirtækis sem einu sinni var verðmætasta fyrirtæki landsins. Verðmæti á markaði í dag USD 0,96 er ansi langt frá dölunum 60 sem verslað var með á gráa markaðnum fyrir 10 árum eða svo. Vissulega var verðið á gráa...

Aðdragandinn að stofnun Microsoft

20. ágúst 1992 birtist eftir mig grein í viðskiptablaði Morgunblaðsins þar sem ég fór yfir aðdragandann að stofnun Microsoft með fókusinn á þátt Bill Gates. Langar mig að endurbirta úrdrátt úr þessari grein hér af því tilefni að Bill Gates hefur ákveðið...

Bill Gates lætur Steve Ballmer eftir völdin

Þær fréttir eru að berast frá Redwood í Washington að valdabarátta hafi átt sér stað milli Bill Gates og Steve Ballmer í um 8 ár og henni hafi lokið með því að Bill Gates hafi ákveðið að yfirgefa fyrirtækið. Þetta hlýtur að koma flestum í opna skjöldu,...

Í þögninni eftir storminn kemur þroskinn

Á vefsíðu minni www.betriakvordun.is er að finna hugleiðingu um áhættumat og rekstrarsamfellu í skugga jarðskjálftanna á Suðurlandi í síðustu viku. Ber hún yfirskriftina: Í þögninni eftir storminn kemur þroskinn - Hugleiðingar um áhættumat og samfelldan...

Auka reglurnar gengisáhættu?

Fyrst þegar ég skoðaði þessar nýju reglur Seðlabankans, þá sýndist mér sem Seðlabankinn væri með þeim að draga úr gengisáhættu með því að takmarka verulega heimildir til að hafa misræmi milli gengisbundinna eigna annars vegar og skulda hins vegar....

Metútflutningur

Það er forvitnilegt að sjá þessar bráðabirgðatölur um innflutning og útflutning. Það ánægjulega er að jöfnuður er að nást á vöruskiptum við útlönd. Aðeins fjórum sinnum á síðustu 5 árum hefur vöruskiptajöfnuðurinn verið jákvæður og aðeins einu sinni sem...

Er Skagfirðingum illa við sundkappa?

Á Sturlungaöld var síðast tekist verulega á í Skagafirði. Voru þá menn vegnir á báða bóga og stærsta orrusta Íslandssögunnar fór fram við Örlygsstaði. Skagfirðingar eru ákaflega stoltir af sögu sveitar sinnar, enda má segja að hvert strá í firðinum hafi...

Sorgleg niðurstaða

Það er sorgleg niðurstaða, ef satt er, að björninn hafi verið felldur. Menn bera því við að hafa ekki viljað missa hann upp í þokuna. Eftir því sem best er vitað hefur björninn verið á svæði í langan tíma og ekki verið til neinna vandræða. Hverju hefði...

Vonandi fær hann að lifa

Ég vona að menn grípi nú ekki til skotvopna og felli dýrið. Við Íslendingar erum svo sem ekkert vanir að fást við svona stóra fjórfætlinga, en þar sem hann er ennþá utan alfaraleiðar, þá ætti að vera hægt að ná honum lifandi. Eftir það væri hægt að koma...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1682117

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband