1.7.2008 | 10:36
Þetta er nú meiri skáldskapurinn!
![]() |
Skuldatryggingaálag hækkar enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2008 | 16:07
Hver veldur slysi, "lestarstjórinn" eða sá sem fer fram úr? - Hugleiðing um orsök og afleiðingu
Ástæðan fyrir því að ég spyr þessarar spurningar er ályktun sem höfundar greinargerðar Samtaka atvinnulífsins um þróun húsnæðismarkaðar 2003 - 2008 komast að. Telja höfundar greinargerðarinnar að stefnumörkun stjórnvalda sumarið 2003 og upptaka 90% lána Íbúðalánasjóðs (ÍLS) sumarið 2004 hafi hrundið af stað atburðarrás sem leiddi til þess vanda sem nú er við að glíma. Það má alveg taka undir að ákveðin atburðarráð fór í gang, en ég get ekki séð að ábyrgðin á þeirri atburðarrás liggi í ákvörðun um hækkun lánshlutfalla ÍLS. Hallur Magnússon hefur ítrekað bent á það, að með breytingunni hjá ÍLS, þá hafi þeim í reynd fækkað sem fengu 90% lán, en ekki fjölgað. Breytingin hjá ÍLS leiddi því líklegast ekki til hærra íbúðaverðs svo neinu nemur. Málið er að við getum hvorki sannreynt þetta né hrakið, þar sem bankarnir komu með sitt útspil um mánaðarmótin ágúst/september. Útspil bankanna er vel þekkt. Allir komu þeir fram með nokkurra daga millibili og buðu fyrst 90% lán og síðan 100% lán.
Líkja má þessu ástandi sem skapaðist við umferð bíla á einbreiðum þjóðvegi. Allir eru þeir að stefna á sama stað og aka á jöfnum 70 km hraða. Sá fremsti ekur nægilega greitt til þess að hinir telja sig geta bara fylgt á eftir. Allt í einu eykur sá fremst hraðann upp í 90. Þeir sem á eftir koma ákveða þá að auka hraðann líka, en finnst ekki nóg að draga þann fremsta uppi heldur ákveða að taka fram úr, þar sem þeir vilja keyra á 100 km/klst. Hraði þeirra veldur usla í umferðinni og endar með slysi. Nú spyr ég, hver olli slysinu sá sem jók hraðann í 90 eða hinir sem tóku fram úr og óku á 100? Frá mínum bæjardyrum séð, þá eru það þeir sem óku á meiri hraða en þeir réðu við sem eru valdir af slysinu. Það getur vel verið, að ef hinir hefðu haldið sig við 90, þá hefði ekkert slys orðið. Það getur líka vel verið að það hefði orðið slys. Málið er að við vitum það ekki, þar sem aldrei náði að reyna á það. Síðan má spyrja sig hvort einhver annar beri ábyrgð á slysinu, t.d. yfirvöld sem hafa samþykkt að 100 km hraði sé í lagi, þó hámarkshraði sé 90.
Samtök atvinnulífsins vilja kenna ÍLS um hækkandi fasteignaverð og síðan það ástand sem er í dag. Það er náttúrulega fráleitt að kenna ÍLS um þetta, þar sem í fyrsta lagi eru allar stefnumótandi ákvarðanir varðandi ÍLS teknar af félagsmálaráðherra, en ekki stjórn ÍLS. ÍLS er því stjórntæki yfirvalda en ekki sjálfstæður hagstjórnaraðili. Í annan stað, þá er ómögulegt að greina á milli áhrifa af völdu ákvörðunar ÍLS og þeirra ákvörðunar bankanna að vinna sér stærri hlut á húsnæðislánamarkaði. Auk þess eru bankarnir sjálfstæðir í sinni ákvörðunartöku. Það neyddi þá enginn til að breyta lánskjörum sínum. Satt best að segja finnst mér sem Samtök atvinnulífsins séu að gera lítið úr því fólki sem kemur að stefnumótun innan bankanna með því að segja að ÍLS taki ákvarðanir fyrir það. ÍLS hvorki þvingaði bankanna eða neyddi þá til aðgerða og ekki var neytt sem benti til þess að hlutdeild þeirra í húsnæðismarkaðinum væri að skerðast að það kallaði á 80, 90 eða 100% lán. Viðbrögð þeirra voru því fyrst og fremst til að halda stöðu sinni hver gagnvart öðrum og til að vinna sér fastan sess sem fyrsti kostur á húsnæðislánamarkaði.
Ég tek það skýrt fram, að ég er ekki að gagnrýna ákvörðun bankanna að fara í samkeppni við ÍLS. Hún var ákaflega velkomin á sínum tíma, enda húsnæðismarkaðurinn í talsverðu fjársvelti um þær mundir. Stórar eignir hreyfðust varla á markaðnum og verðmunur á minni eignum og stærri eignum var orðinn fáránlega lítill. Það eina sem ég er að segja, að ÍLS er ekki einn ábyrgur fyrir atburðarrásinni og það er eingöngu hægt að geta sér til um hvernig húsnæðismarkaðurinn hefði þróast, ef bankarnir hefðu bara haldið sínu striki. Í raun má segja að atburðarrásin hafi ekki farið fyrir alvöru af stað fyrr en KB banki auglýsti íbúðarlánin sín og hinir bankarnir fylgdu svo á eftir.
---
Viðbót 1. júlí kl. 02:24
Bloggar | Breytt 1.7.2008 kl. 03:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.6.2008 | 20:45
Miniputt
Ég var alveg búinn að gleyma þessum leik, þar til ég rakst á hann fyrir tilviljun í kvöld. Fyrir þá sem hafa gaman af minigolfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2008 | 15:50
Adebayor ætlar ekki að fara, en er samt ekki viss um að vera
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 16:13
Svona fer þegar stjórnun rekstrarsamfellu er ekki sinnt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 11:48
Bankarnir orðnir langþreyttir á úrræðaleysi Seðlabankans?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
24.6.2008 | 18:34
Sýnir hvers konar rugl er í gangi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.6.2008 | 10:17
19. júní dagur kvenna á Íslandi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 16:37
Trúin á aðgerðum engin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.6.2008 | 13:21
Gagnaleki
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 00:50
Hlustar forsætisráðherrann á sjálfan sig?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.6.2008 | 14:55
deCODE komið niður í penny stocks
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2008 | 17:48
Aðdragandinn að stofnun Microsoft
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2008 | 12:20
Bill Gates lætur Steve Ballmer eftir völdin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
5.6.2008 | 00:36
Í þögninni eftir storminn kemur þroskinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 19:01
Auka reglurnar gengisáhættu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2008 | 13:45
Metútflutningur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 00:18
Er Skagfirðingum illa við sundkappa?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 11:59
Sorgleg niðurstaða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.6.2008 | 10:41
Vonandi fær hann að lifa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1682117
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði