Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðingar í lok dags

Jæja, dagurinn á enda og gengið stóð nokkurn veginn í stað eftir að hafa hækkað lítillega framan af degi.  Hef ekki ennþá rekist á neinar hálærðar greiningar á verðbólgutölunum, en sé að menn úti í heimi eru sífellt að hafa meiri áhyggjur af verðbólgu þar.

Einhverjir eru að spá að olíuverð nái hámarki innan árs og fari þá hratt lækkandi.  Kannski er bjartari tíð og blóm í haga framundan.  Á hinn bóginn má lesa í erlendum miðlum að í Evrópu ætla menn að taka sér tíma til að kryfja ástæður lánakreppunnar (credit crunch) inn að beini, meðan Kanar ætla að takmarka frelsi fjármálafyrirtækja með meira regluverki.  (Eins og það sé ekki nógu mikið fyrir.)  Um leið og þetta er allt sagt, þá tilkynnir SEC (verðbréfaþingið þeirra í USA) að þeir ætla í heimsókn til Moody's 11. júní næst komandi.  Það væri þó aldrei að mergur málsins finnist þar.

Ég hef það á tilfinningunni, að skortur á þjóðlegu regluverki sé ekki vandamálið sem við erum að kljást við í dag, heldur séu að viðskipti og viðskiptasamráð yfir landamæri sem sé mest til trafala.  Það þarf ekki annað en að horfa á olíuverð til að sjá að það eru víðtækt markaðssamráð í gangi.  Það hefur nákvæmlega ekkert breyst á heimsvísu sem réttlætir að verð á tunnu sé komið í 133 USD.  Skýringarnar eru flóknari en mögnuðustu samsæriskenningar spennusagnahöfunda, en þegar þær eru skoðaðar nánar halda þær ekki vatni.  Málið er að spákaupmenn sáu sér leik á borði, líkt og með hrísgrjónin.  Þeir eru búnir að átta sig á því hvað menn eru gikkglaðir og taugaveiklaðir, þannig að minnsta gára á vatni er túlkuð sem viðvörun um fellibyl.  Ef hægt er að búa til regluverk, sem tekur á þessu, þá er eins gott fyrir menn að drífa sig, því að öðrum kosti höfum við bara séð toppinn á ísjakanum.

En aftur hingað til Íslands.  Í gamla daga var talað um handstýringu efnahagsmála hér á landi.  Þegar maður les að innlánsstofnanir séu hættar í útlánum til fasteignakaupa, þá hefur maður það óneitanlega á tilfinningunni að gamla góða handstýringin sé komin aftur upp á yfirborðið, en nú sé hún undir stjórn innlánsstofnana.  Illt skal með illu út reka.


mbl.is Krónan veiktist um 0,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðjón, ef við værum bara að tala um hækkun olíuverðs frá 35 - 40 USD í 70 USD, þá þurfum við enga samsæriskenningu.  En til að útskýra að olíuverð hafi fjórfaldast á innan við 4 árum með uppbyggingu í Kína er tóm tjara.  Umframeftirspurn er talin vera um 2 milljónir tunna á dag.  Í venjulegu verðteygnilíkani þar sem skoðað er samspil framboðs og eftirspurnar, þá þurrkast slík umframeftirspurn út við innan við 10% hækkun.  Ég er því hræddur um að það þurfi betri skýringu.

Marinó G. Njálsson, 26.5.2008 kl. 19:04

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hugsanlega skiptir það máli að dollarinn hefur veikst, en það hefur almennt ekki verið gefið upp sem ástæða heldur hafa menn talað um væntanlegt óveður, gott sumar, vont sumar, hugsalegar árásir á olíuleiðslur, órói í Kákasus, óvissa í alþjóðastjórnmálum og ég veit ekki hvað.  Síðan lækkaði verðið ekki aftur eftir að atburðirnir voru gengnir hjá án þess að nokkuð gerðist.  Það er þetta sem ég á við.

Ja, hvað er mikið eftir af olíu.  Þegar ég tók kúrsa um þessi mál fyrir 20 árum, þá bjuggust menn við að olíulindir í Saudi Arabíu entust í mesta lagi til 2030.  Síðan hafa menn lengt þetta til 2050 eða 2060.  Ég held að menn ættu að fara alvarlega að hugsa um næstu kynslóð seglskipa nema þróun vetnisiðnaðarins verði komið á það stig í kringum 2050 að skip knúin vetni sigli um heimshöfin.  Og sama á við flugvélabransann. 

Marinó G. Njálsson, 26.5.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Guðjón ertu að tala um þörunga (algae?)

Theódór Norðkvist, 27.5.2008 kl. 15:53

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Theódór, lífeldsneyti úr þörungum (algae) er flokkað undir þriðju kynslóð lífeldsneytis og líta menn þess, þar sem orkunýtingin er miklu meiri og ekki er þörf á ferskvatni við ræktun.

Ég heyrði áhugaverðar umræður um þetta á BBC World Radio um daginn og það mátti skilja það á þeim sem þar ræddu málin að (líkt og Guðjón talar um) hægt sé að rækta þessa þörunga á landi!

Marinó G. Njálsson, 27.5.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1678125

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband