Leita í fréttum mbl.is

Gengisvísitalan aldrei hærri í lok dags

Krónan náði nýrri lægð í dag.  Gengisvísitalan endaði í 158,90 stigum.  Fyrra met, 157,3 stig, var frá því 14. mars á þessu ári.  Þetta er auk þess lægsta gengi krónunnar að minnsta kosti frá því að núllin tvö voru klippt af krónunni fyrir tæpum þremur áratugum.

Spurningin er hvernig staðan verður eftir helgi.  Munum við sjá gengisvísitöluna rjúfa 160 stiga múrinn á þriðjudag (markaðir lokaðir á mánudag annan í hvítasunnu) og jafnvel 170 stiga múrinn síðar í mánuðinum?  Ég vona að þróunin verði frekar í hina áttina, en í augnablikinu er útlitið ekki gott.  Þetta eykur auk þess líkurnar á því að verðbólga í maí verði svipuð verðbólgunni í apríl og 12 mánaðaverðbólga verði þá jafnvel í kringum 14%, ef ekki meiri.  Ætli Geir og Davíð sofi vært yfir þessari þróun?


mbl.is Krónan veiktist í dag um 1,86%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei verið lægri segirðu, slæmt mál vissulega en þessar upplýsingar hef ég skráð niður á hverjum degi sýna annað, hún hefur farið í 160 stig áður, það var 19.mars síðastliðinn, þar af leiðandi er ekki rétt það sem kom frammí einhverri frétt áðan að hún hefur aldrei verið lægri en nú. 

10-Mar-08137.21.52
11-Mar-08136.7-0.33
12-Mar-08138.21.17
13-Mar-08141.42.35
14-Mar-08143.51.61
   
17-Mar-08153.67.18
18-Mar-08155.41.33
19-Mar-08162.94.96
20-Mar-08 Markaðir lokaðir
21-Mar-08 Markaðir lokaðir
   
24-Mar-08 Markaðir lokaðir
25-Mar-08152.5-2.85
26-Mar-08150.6-0.59
27-Mar-08152.31.28
28-Mar-08157.62.95


7-May-08152.6-0.62
8-May-08155.92.13
9-May-08158.91.92

Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Atli, samkvæmt skráningu Glitnis hefur gengisvísitala aldrei endað lægra, en hún hefur verið lægri innan dags.  Sama á við ef skráningar Seðlabankans eru skoðaðar.

Marinó G. Njálsson, 9.5.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1678110

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband