Leita í fréttum mbl.is

Takmarkanir á skilmálabreytingum

Þetta er áhugaverður punktur sem kemur fram í frétt mbl.is og í skýrslunni Fjármálastöðugleiki:

Samkvæmt gjaldeyrisreglum er ekki heimilt að veita erlend lán en heimilt er að framlengja lán sem veitt voru fyrir setningu þeirra. Framlenging er þó eingöngu leyfileg ef aðeins er um að ræða lengingu lána en ekki aðrar skilmálabreytingar.

Hvað ætli sé búið að brjóta þessu reglu oft?  Bara í mínu nánasta umhverfi og hjá þeim sem ég rætt við, hef ág heyrt af mjög mörgum tilfellum þar sem hróflað var við vöxtum lánanna.  Lán sem voru með 3% vaxtaálagi voru allt í einu látin bera 6-8% álag í kjölfar lánalengingar.

Það er aftur grafalvarlegt að á næstu 12 mánuðum séu 750 milljarða króna gengisbundinna lána á gjalddaga.  Ástandið hjá fyrirtækjum landsins er því mjög slæmt, svo ekki tekið dýpra í árinni.


mbl.is Þriðjungur útlána til fyrirtækja er kúlulán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg tölfræði Seðlabankans - 10,4% í vanskilum, 6.5% í alvarlegum vanskilum

Hún er merkileg kerling, tölfræðin.  Það segir einhvers staðar að til sé lygi, hvít lygi og tölfræði.  Mér sýnast tölur Seðlabankans vera byggðar á tölfræðiólæsi.  Hvernig er hægt að fullyrða að greitt sé með eðlilegum hætti af 85-90% allra fasteignalána í krónum, þegar:

  • 5% eru í greiðslujöfnun
  • 7% eru í frystingu
  • 9% eru í vanskilum, þar af 6% í alvarlegum vanskilum

Mér sýnist þetta vera 21% lána sem ekki er greitt af með eðlilegum hætti.  Það þýðir að greitt sé með eðlilegum hætti af 79% fasteignalána í krónum.  En til að halda því til haga, þá er texti fréttar mbl.is bein tilvitnun í texta á bls 46 í riti Seðlabankans Fjármálastöðugleiki:

Seðlabankinn er að afla upplýsinga meðal viðskiptabanka og eignaleigufyrirtækja um vanskil og notkun greiðsluerfiðleikaúrræða. Upplýsingaöflunin stendur enn yfir en fyrirliggjandi gögn gefa til kynna að greitt sé með eðlilegum og óbreyttum hætti af u.þ.b. 85-90% af heildarfasteignaveðlánum í krónum, 5% þessara lána séu í greiðslujöfnun og um 7% í frystingu. Rétt er að minna á að u.þ.b. 87% fasteignaveðlána voru í krónum miðað við eftirstöðvar íbúðalána í lok síðasta árs. Því er ljóst að greitt er með eðlilegum og óbreyttum hætti af meginþorra allra íbúðalána. Vísbendingar eru um að u.þ.b. 9% heildaríbúðalána í krónum séu í vanskilum, þar af 6% í alvarlegum vanskilum.

Hugsanlega er það túlkun Seðlabankans að með því að nýta sér greiðslujöfnun, þá teljist lántakendur vera að greiða "með eðlilegum hætti" af lánunum, en mér finnst að eingöngu þeir sem greiða af óbreyttum lánum séu að greiða "með eðlilegum hætti".  Og þrátt fyrir að greiðslujöfnuð lán teljist vera í "eðlilegum" farvegi, þá er 9 + 7 = 16% og sú tala dregin frá 100 felur því augljóslega utan 85-90%.

Síðan eru það gengistryggðu lánin.  (Mikið er ég ánægður með að Seðlabankinn noti orðið "gengistryggð", því það ýtir undir þá túlkun að þau séu ekki í samræmi við 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur.)  Þar kemur fram:

  • 20% eru í greiðslujöfnun
  • 15% eru í frystingu
  • 20% eru í vanskilum, þar af 10% í alvarlegum vanskilum
Þetta segir okkur að af einungis 45% gengistryggðra lána heimilanna sé greitt "með eðlilegum hætti".  Þar sem þessi lán teljast um 13% af öllum lánum, þá fáum við að greitt sé "með eðlilegum hætti" af tæplega 75% lána heimilanna.  Reikna má út að 14,6% lána heimilanna hefur verið breytt til að bregðast við efnahagskreppunni og 10,4% í vanskilum, þar af 6,5% í alvarlegum vanskilum.  Vissulega gæti eitthvað af greiðslujöfnuðum lánum verið í vanskilum, sem gerði það þá að verkum að hlutfall þeirra lána sem greitt er af "með eðlilegum hætti" hækkaði eitthvað.

Af þeim lántakendum sem hafa náð að halda lánum sínum þannig að greitt sé af þeim "með eðlilegum hætti", þá má búast við að mjög margir hafi þurft að ganga á sparnað og/eða skera verulega niður önnur útgjöld heimilisins.  Samkvæmt skoðanakönnun Hagsmunasamtaka heimilanna á um 54% heimila í landinu í erfiðleikum með að ná endum sama, þ.e. gera það með naumindum eða gera það alls ekki.  Tölur Seðlabankans, þó svo að ályktanir skýrsluhöfundar dregnar af þeim séu rangar, gera ekkert annað en að styðja niðurstöður könnunarinnar.  En ég verð að viðurkenna, að ég geri meiri kröfu til starfsmanna Seðlabankans, en kemur fram í því, að þegar maður dregur 5 + 7 + 9 frá 100 þá verði útkoman á bilinu 85-90.  Eins og áður segir, geta greiðslujöfnuð lán verið í vanskilum, en fryst lán eru það augljóslega ekki.
mbl.is Greitt með eðlilegum hætti af meginþorra íbúðalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undir hverjum steini er eitthvað nýtt

Maður er eiginlega hættur að vera hissa á nýjum sögum um misferli hjá blessuðum bönkunum.  Hér er enn eitt dæmið um það hvernig menn gátu "keypt" sér lán.  Samkvæmt því sem talsmaður Gertner bræðra segir, þá var nóg, eða nauðsynlegt, að gerast stór hluthafi í Kaupþingi til að komast að peningageymslum bankans.

Það er hins vegar athyglisverður punktur í fréttinni, en það er um tengsl helstu leikenda í gegnum FL Group.  Ég fékk símtal í þar sem viðmælandi minn benti á þessi tengsl.  Hann gekk svo langt að líkja hópi hlutahafa FL Group við nokkurs konar bræðralag (mín orð, ekki hans).  Sá sem rauf samheldni hópsins hann var gerður brottrækur úr himnaríki peningamanna á Íslandi.  Þ.e. fékk ekki að taka þátt í plottinu, fékk ekki aðgang að lánsfé í bönkunum þremur og var jafnvel reynt að leggja snörur fyrir menn. 

Stærsta plottið í kringum FL Group voru framvirkir samningar.  Menn gerðu samninga sína á milli og út fyrir hópinn um viðskipti fram í tímann á föstu gengi.  Markmiðið var að búa til eftirspurn og halda uppi verði bréfanna.  Sá sem var á söluendanum var öruggur með góðan hagnað og kaupandinn bjó svo til nýjan framvirkan samning.  Undir lokin snerist þetta síðan yfir í skortsölur, enda var öllum í bræðralaginu ljóst í febrúar 2008, og jafnvel fyrr, að endanlokin yrðu ekki umflúin í október.  Ég vil bara benda á athugasemd Kolbrúnar Stefánsdóttur á blogg hjá mér við færsluna Játning Davíðs.  Þar segir hún:

Thér er óhaett ad trúa mér. Thad var allt of seint thá. Ég var í Florida í febrúar og tha var thad raett í fullri alvoru ad thetta myndi fara svona í byrjun okt (5) og ad vid aettum ad selja hlutabréfin okkar og taka sparifé út í evrum. Thetta var logmadur hja einum bankanna ad tala um thá sem stadreynd. Thví midur erum vid treg til ad trúa slaemum spádómum en hlaupum hratt á eftir hinum th.e. um gull og graena skóga. Thad er talad um thad hérna úti í Evropu af bankamonnum ad morg lond séu í somu sporum og Island en leyni thví hvad theyr hafi tapad miklu.

Viðmælandinn minn í dag endurtók liggur við orðrétt það sem Kolbrún segir.  Þ.e. mönnum var ráðlagt að selja hlutabréf og taka út úr peningasjóðum.  Þegar hinir fjársterkari tóku út úr peningasjóðunum, þá þurfti að fjármagna þá upp á nýtt.  Og hvað var gert?  Jú, þjónustufulltrúum var uppálagt að hringja í alla sem áttu meira en 5 milljóna kr. innistæður og fá þá til að færa peningana sína í hina vonlausu og í raun gjaldþrota peningasjóði.  Mörgum þjónustufulltrúm ofbauð þetta, en létu sig hafa það.  Aðrir sættu sig ekki við þetta og sögðu upp.  Það hlýtur að vera erfitt að lifa við að hafa blekkt fólk á öllum aldri til að setja hluta af ævisparnaði sínum í gjaldþrota sjóði.  En sökin er ekki fótgönguliðanna heldur hershöfðingjanna og tryggja verður að þeir fái sinn dóm.

En stúkubræður björguðu sínu fé úr peningasjóðunum og komu þeim fyrir út um allt.  Sumt tapaðist síðar.  Það var óumflýjanlegt af þeirri einföldu ástæðu að ekki voru til kaupendur.  Þeir sem fundust hafa reynst hafa verið leppar í gervifyrirtækjum sem stofnuð voru að því virðist til að halda uppi verði hlutabréfa í fyrirtækjum stúkubræðra. 

 


mbl.is Ásakanir um peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verklagsreglur fjármálafyrirtækja um sértæka skuldaaðlögun

Á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna er núna að finna samkomulag fjármálafyrirtækja um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun. Vonandi eru þetta bara drög, sem á eftir að leiðrétta viðskiptavinum fjármálafyrirtækjanna í hag. Við lestur reglnanna, þá...

Svona greiddu þingmenn atkvæði

Svo því sé haldið til haga, þá fannst 28 þingmönnum ekki ástæða til að vera viðstaddir atkvæðagreiðslu um þetta "ómerkilega" mál sem varðar heimilin (og fyrirtækin). Eini þingmaðurinn sem sagði nei var ÞÓR SAARI . Atkvæði féllu þannig: Já 32, nei 1,...

Málið er ekki tilbúið - Óvirðing við lántakendur

Ég vil vara við því að þingmál nr. 69 frumvarp til laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gengishrunsins verði samþykkt í þeirri mynd sem það birtist í áliti félags- og tryggingamálanefndar. Málið er ekki tilbúið til...

Ragna frestar nauðungasölum til 1. febrúar - Bankarnir sýna klærnar

Ragna Árnadóttir hefur lagt fram frumvarp á Alþingi , þar sem gert er ráð fyrir að fresta nauðungasölum til 1. febrúar 2010. Bera að fagna þessari ákvörðun og vonandi rennur frumvarpið hratt og vel í gegnum þingið. Ég lagði til á fundi félags- og...

Enn eitt vígið fallið - Veð á að duga fyrir skuld - Stórskuldugir fá mestu afskriftirnar

Ég er búinn að liggja aðeins yfir frumvarpi félagsmálaráðherra í þingskjali nr. 69 frumvarp til laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gengishrunsins . Þetta er stærra mál en nokkurn hefði grunað, ef marka má...

Fordæmi sett fyrir heimilin í landinu?

Þetta eru áhugaverðar upplýsingar sem koma fram í frétt mbl.is: Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Kaupþing boðið nokkrum fjölda smábátaeigenda 35-45% niðurfærslu á höfuðstól gengistryggðra lána. EF þetta reynist rétt, þá hlítur hér að vera komið...

Sorg og áfall

Þegar ég heyrði af því í hádegisfréttum RÚV að brotist hefði verið inn í steinasafnið að Teigarhorni og þaðan stolið öllum geislasteinum safnsins, þá fann ég fyrir sorg í hjarta. Er virkilega svona komið fyrir landinu, að dýrmætustu gersemar þess eru...

Fjárkröfu Lýsingar vísað frá dómi vegna vanreifunar

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá dómi kröfu Lýsingar á hendur manni, sem hafði haft bíl hjá fyrirtækinu á leigusamningi. Ástæða frávísunarinnar var vanreifun Lýsingar á fjárkröfum sínum í stefnunni. Eða eins og segir í dómnum: Eins og fram hefur...

Verðmætin felast í viðskiptavinunum

Það eru til tvær kenningar um það í hverju verðmæti þjónustufyrirtækis felast. Önnur segir að starfsmaðurinn sé verðmætasta eign hvers fyrirtækis og viðskiptavinurinn komi svo. Hin segir að viðskiptavinurinn sé verðmætasta eignin og starfsmaðurinn komi...

En Vinnumálastofnun segir 7,63%

Samkvæmt upplýsingum á vef Vinnumálastofnunar var atvinnuleysi á þriðja ársfjórungi 8,0% í júlí, 7,7% í ágúst og 7,2% í september. Meðaltalið af þessu er 7,63% eða 27% meira atvinnuleysi en Hagstofan mælir. Munurinn á þessum tveimur tölum er allt of...

Og hvað þýða þessar tölur fyrir Icesave?

Samkvæmt tölum á glærum sem fylgja fréttinni, þá kemur fram að Icesave innstæður í Bretlandi og Hollandi nema 1.311 milljörðum (979 ma.kr. í Bretlandi og 332 ma.kr. í Hollandi). Af þessari tölu erum um 750 ma.kr. (samkvæmt fréttum) lán Breta og...

Reglur sem vantar

Hér eru nokkrar reglur sem vantar: 1. Ráðherra skal segja þjóð sinni satt eða þegja ella. 2. Ráðherra skal ekki blekkja þjóðina með því að segja bara hluta sögunnar 3. Ráðherra sem verður uppvís að því að greina rangt frá eða beita þjóðina blekkingum,...

Hrunið 2: Einkavæðing bankanna

Þetta er annar pistill minn um það sem ég tel vera ástæður fyrir hruni hagkerfisins síðast liðið haust. Menn eru örugglega með skiptar skoðanir um það, hver eru afdrifaríkustu mistökin við einkavæðingu bankanna. Ég hef viljað líta fyrst aftur til síðustu...

Ríkisstjórnin nýtti frestunina illa

Ég verð að lýsa furðu minni á þeim orðum, sem notuð eru í frétt mbl.is, að viðkomandi einstaklingum hafi því ekki tekist að vinna í sínum málum Hvort þetta eru orð blaðamanns eða einhverjum starfsmanni sýslumannsins í Reykjavík, veit ég ekki. Það þarf...

Árni Páll ekki með staðreyndir á hreinu

Ég náði að hlusta á hluta af viðtalinu við Árna Pál Árnason, félagsmálaráðherra, á Bylgjunni áðan. Þar kom hann upp um þekkingarleysi sitt og ótrúlega lélega stærðfræðikunnáttu. Á þeim stutta tíma sem ég hlustaði fullyrti ráðherra m.a. spurður af hverju...

Vandræðaleg uppákoma Magnúsar Orra í Kastljósi

Ég var að hlusta á Magnús Orra Schram, þingmann Samfylkingarinnar, í Kastljóssviðtali. Með honum var Björn Þorri Viktorsson lögmaður. Því miður voru svo margar rangfærslur í málflutningi Magnúsar Orra, að það var virkilega vandræðalegt. Höfum alveg á...

Einkatölvupóstur og fyrirtækjatölvupóstur

Það er kannski að nefna snöru í hengds manns húsi, að skrifa færslu um þetta á Mogga-blogginu. En í þessari færslu ætla ég EKKI að fjalla um mál blaðamannsins heldur þær grundvallarreglur sem gilda út frá þekkingu minni á viðfangsefninu, sem sérfræðingur...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1682121

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband