Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin nýtti frestunina illa

Ég verð að lýsa furðu minni á þeim orðum, sem notuð eru í frétt mbl.is, að

viðkomandi einstaklingum hafi því ekki tekist að vinna í sínum málum

Hvort þetta eru orð blaðamanns eða einhverjum starfsmanni sýslumannsins í Reykjavík, veit ég ekki.

Það þarf tvo í tangó.  Kröfuhafar þurfa líka að sýna vilja til samninga.  Fólk horfir upp á að bankarnir afskrifi milljarða skuldir fyrirtækja til hægri og vinstri, en því er ætlað að greiða stökkbreyttan höfuðstól sinna lána upp í topp.  Það sem meira er bankarnir virðast helst vera með mikið samráð sín á milli.  Svo furðulegt sem það virðist vera, þá lítur helst út að þeir skiptist á um að neita að semja.   Og ekki bara það, þeir eru líka búnir að koma sér saman um hver kaupir eign sem er á uppboði og á hvaða verði.

Mér finnst ómaklega vegið að fólki með þeim orðum sem ég vitna í.  Staðreyndir málsins, að á þeim tíma sem liðin er frá frestun nauðungarsölu, þá hafa ekki komið fram nein alvöru úrræði sem eiga að mæta kröfu almennings um niðurfærslu skulda. Félagsmálaráðherra kom með tillögur fyrir viku, en í þær vantaði sértæk úrræði.  Íslandsbanki kom með tillögu sem leysir ekki skuldavandafólks, þar sem eftirgjöf skulda er bara færð inn í vextina.  Nú ætlar Landsbankinn að lepja þetta upp eftir Íslandsbanka.  Eina hugmyndin, sem á einhvern hátt getur flokkast undir úrræði til hjálpar þeim verst settu var kynnt fyrir stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna af Finni Sveinbjörnssyni, bankastjóra Kaupþings, en þegar þær voru síðan kynntar almenningi, þá var búið að þynna þær út.

Fólk getur ekki unnið úr málum sínum, ef annar samningsaðilinn er ekki tilbúinn í samninga.  Fólk getur ekki unnið úr sínum málum, ef það er sífellt að bíða eftir útspili stjórnvalda.  Nei, er það nema vona að fólki hafi ekki tekist að vinna úr málum sínum, þegar ríkisstjórnin nýtti tímann jafn illa og raun ber vitni.

Annars hef ég frétt að framlengja eigi bann við nauðungarsölu tilviljunarkennt.  Fólk fái frest í einn til þrjá mánuði.  Þann tíma eigi kröfuhafar og skuldarar að nýta til að forða nauðungarsölunni.  Nú er spurning hvort kröfuhafar kom með samningsvilja og samningsumboð til þeirra viðræðna.


mbl.is Frestur ekki lengdur óbreyttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Sorglegt að sjá þetta svona. Skuldarar búnir með tímann en ríkisstjórnin er rétt að byrja með fyrstu hugmynd um aðstoð.

Hvernig er hægt að halda því fram að menn hafi ekki nýt tímann þegar þeir hreinlega gátu það ekki.

Carl Jóhann Granz, 9.10.2009 kl. 15:08

2 Smámynd: Offari

Það er stutt síða boðið var upp raðhús á Reyðarfirði hver íbúð fór á 1,5 miljón. Leigan á þessum íbúðum var 120þ á mánuði og voru þær allar í útleigu þegar raðhúsið var boðið upp.

Bankinn byrjaði á að henda öllum leigendum út svo varla er bankinn að hugsa um að hala inn á þessa nýju fjárfestingu.  Ef ég hefði fengið þessar íbúðir á 1.5 miljón stikkið hefði ég leyft leigjumdum að vera áfram (jafnvel lækkað leiguna) og látið leigendur um að borga fjárfestinguna.

Offari, 9.10.2009 kl. 15:36

3 identicon

Offari, hver útvaldur hafði forgangsrétt og kannski þann eina til að bjóða í?  Ríkisbanki?  Hvað varð af útrýmingu spillingar?  Nei, mesti spillingarflokkur landsins er enn við völd, í gegnum fall bankanna og lengi þar á undan.  Og leyfir enn bankaspillingu, pólitík og vinavæðingu í bönkum og skilanefndum. 

Fólk á ekki að komast til valda yfir heilu landi bara af því það komst inn með pólitískum flokki.   Það þarf að hafa staðla fyrir lærdómi og þekkingu þeirra sem fá að stýra landinu.   Það þarf alvarlega að fara að koma þeim frá völdum og skoða svona svindl.   Það er niðurdragandi að horfa á endalausar blekkingar þeirra og óstjórn.  

ElleE (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 20:30

4 Smámynd: Maelstrom

Nú hefur verið stungið upp á því að skattleggja greiðslur Íslendinga í lífeyrissjóði til að auka skatttekjur.  Það myndi því miður kalla á tvöfalt lífeyrissjóðskerfi, skattfrjáls við útgreiðslu og tekjuskatt við útgreiðslu, sem ég held að sé mjög flókið í framkvæmd.

Ég spyr því:  Er eitthvað því til fyrirstöðu að skattleggja alla lífeyrissjóði landsins núna og hafa svo allar lífeyrissjóðsútgreiðslur í framtíðinni skattfrjálsar.  Þeir sem ekki nýti síðan persónuafslátt sinn í framtíðinni, eftir að lífeyrisaldri er náð, fái hann greiddan út sem tekjutryggingu ríkisins.

M.v. 1800 milljarða eignir lífeyrissjóða myndi ríkið taka núna 650 milljarða til að greiða niður skuldir.  Eignir lífeyrissjóðanna myndu lækka niður í 1100 milljarða sem væru skattfrjálsir við útgreiðslu.

Þetta myndi gerbreyta lífeyrissjóðskerfi landsmanna en ég sé ekki að þetta kerfi væri neitt verra en núverandi kerfi.  Lífeyrissjóðirnir munu segja að eignirnar séu allar langtímafjárfestingar og ekki sé hægt að selja þær núna.  Það er þó skárra vandamál við að glíma en að fá ekki lánað og vera undir hælnum hjá AGS því við höfum ekki annað val.

Maelstrom, 10.10.2009 kl. 12:28

5 identicon

Mikið er ég feginn að hafa ekki tekið lán í 25 ár eða þar um bil og þar af leiðandi algerlega skuldlaus með öllu. Óhjákvæmilegt hrunið kom þó um það bil 4 árum seinna en ég hafði reiknaði með.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:34

6 identicon

Sæll Marínó.

 Já þessar skuldir, sem við ekki tókum skulu ofan í kok á okkur.  Það lítur út fyrir að það sé ekki leyfilegt að fella niður skuldir og gildir þá einu hvað það er kallað, afskriftir, eða leiðrétting.  Það virðist sem menn hafi lagt heilann í bleyti til að finna leið til að láta svo virðast að einhverjar lagfæringar séu gerðar.  En í raun er verið að halda sömu skuldasúpunni á herðum almennings nema að greiðslubyrða röðinni er aðeins breytt. Niðurstaða skuldafangelsi. En er það ekki bara svo að yfirvöld hafa enga heimild til að fella neitt niður og því er farið í einhverja sýndarmennsku.  Var ekki gerður samningur við AGS þar sem stjórnvöld mega ekki bæta við skuldir ríkisins.  Gildir þá einu þótt bankarnir hafi fengið afskriftir við yfirtöku lánanna. Það getur ekki verið að þeir aðilar sem fara með völdin sjái ekki eins og almenningur það óréttlæti og eymd, sem blasir við.  Allt hefur hækkað nema launin, sem eiga nú að duga í miklu meira en áður.  Á einhver peninga með teygju? Það er ótilokað að yfirvöld séu bara svona grimm og blind á stöðu almennings. 

Það verður að finna lausnir óháð pólitík.  Til þess þarf fagfólk. Bylgja gjaldþrota er handan við hornið.  Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við.

Og af hverju ættu einhverjir að vilja lána okkur þegar þjóðin situr á gildum sjóði, sem má ekki nota. 

Svanborg (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 10:00

7 identicon

Sæll Marinó! Þú att hrós skilið fyrir að standa vaktina í sambandi við það óréttlæti sem dynur yfir lántakendur núna og einnig hrós til Hagsmunasamtök heimilanna.  Ég vil nú helst kalla hlutina réttum nöfnum og þar sem ég og fleiri skuldarar á þessu blessuðu þjakaða landi okkar hafa ekki tekið allar þær fjárhæðir að láni sem verið er að þvinga okkur til að greiða þá vil ég ekki kalla þetta skuldir heimilanna. Mér finnst rétt að kalla þetta skuldir bankanna því það voru m.a. þær stofnanir sem komu okkur í þann vanda sem við erum í þessa dagana. Afleiðingar af þeirri óráðsíu er síðan skellt blákalt á skuldara eins og það sé hið eina rétta að gera og sífellt verið að tala um skuldir heimilanna!! Ég neita því að þetta séu mínar skuldir!! Á mínum lánapappírum er ekki minnst einu orði á að ég á að greiða allar þær fjárhæðir sem verið er að tala um í dag og ef nokkurn hefði grunað að bankarnir hefðu vísvitandi blekkt og svindlað að almenningi og talið öllum trú um að allt væri í stakasta lagi í þeim stofnunum og ef nokkurn hefði grunað að afleiðingum óábyrgra óráðsíumanna yrði dembt á húsnæðiseigendur hefðu sennilega ekki margir tekið lán í bönkunum undanfarin ár. Er ekki kominn tími til að þessu sé snúið við og farið verði að nefna þetta réttu nafni eða skuldir bankanna? Í sambandi við eignaupptöku fólks í kjölfar alls þessa þá er með ólíkindum að stjórnvöld skuli láta það viðgangast að þær stofnanir sem komu öllu á kaldann klakann hér skuli síðan fá eignir fólks á silfurfati ef það greiðir ekki það sem upp er sett. Þetta verður að stöðva hið snarasta. Bestu þakkir fyrir bloggin þín sem ég les reglulega.

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 15:19

8 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Það væri gaman ef Offari veit hvaða banki keypti þetta raðhús og hvaða raðhús það var?  Ég bjó á Reyðarfirði í 35 ár:)  Ég hefði alls ekkert á móti því að geta keypt raðhús í útleigu fyrir 30 þúsund dollara;)

Hvernig á einstaklingum að takast "að vinna í sínum málum" þegar ríkisvaldið getur ekki unnið í sínum málum að neinu viti?  

Baráttu kveðjur frá Port Angeles,

Arnór Baldvinsson, 11.10.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1678171

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband