10.11.2009 | 15:07
Þörf á hagspá fyrir heimilin
Hagsmunasamtök heimilanna óskaði eftir því í sumar í tengslum við umfjöllunar um bandorm ríkisstjórnarinnar, að gerð væri hagspá fyrir heimilin í landinu. Almenningur hefur alveg sama rétt á að vita, hvernig hagspekingar sjá fyrir sér afkomu heimilanna á næstu 5 til 7 árum, eins og stjórnmálamönnum finnst mikilvægt að átta sig á þróun ríkisfjármála.
Áhyggjur Tryggva eru alveg réttmætar. Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka, þá eru 20% heimila í alvarlegum vanda og 30% til viðbótar eru við það að detta fram af bjargbrúninni. Skattahækkanirnar munu örugglega auka verulega á vanda margra.
Það sem mér finnst samt lævíslegast við fyrirhugaðar aðgerðir tengdar fjárlögum, er að auka á heimildir fólks til að taka út séreignasparnað. Það væri gott og blessað, ef jafnframt væri sett í lög, að slík úttekt beri eingöngu lágmarksskatt. Þó ég hafi ekkert séð um það, þá finnst mér líklegt að úttekinn séreignasparnaður beri almennan tekjuskatt og því munu sumir greiða 36,1%, aðrir 42% og síðan mjög margir 47% skatt. Það er því skýlaus krafa, að úttekin séreignasparnaður beri lægstu tekjuskattsprósentu og hafi ekki áhrif á skattprósentu annarra tekna.
Loks vil ég ítreka fyrri tillögu mína um að stað tekjuskatts verði farin sú leið að lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði úr 8% í 2 - 4% og mismunurinn renni í ríkissjóð í formi tryggingargjalds. Miðað við 750 milljarða launatekjur, þá gerir þetta 30 - 45 milljarðar, sem vissulega skerða getu lífeyrissjóðanna eitt og hafa lítilleg áhrif á réttindaávinning, en skerða ekki ráðstöfunartekjur almennings. Ég er búinn að ná því, að Steingrímur er illur út í nýfrjálshyggjuna, en það er lítilmannlegt að refsa öllum fyrir klúður fárra.
![]() |
Spyr um áhrif tekjuskattshækkana á greiðslugetu heimila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.11.2009 | 11:57
Minnisblaðið kom frá SA, en átti Gylfi hugmyndina?
Ég held að Gylfi Arnbjörnsson ætti að ómaka sig við að lesa færsluna hans Ragnars Þórs Ingólfssonar. Þar segir nefnilega um minnisblaðið:
Er það rétt að ASÍ hafi átt frumkvæðið að frestun launahækkana? Hér má sjá minnisblað sem staðfestir að upprunalega hugmyndin kom frá forystu ASÍ.
"Í janúar sl. fóru SA fram á það við ASÍ að fyrirtækin fengju möguleika á sveigjanleika við að efna samningana, þannig að endursamið yrði um tímasetningu hækkana og áfangaskiptingar. Miðað var við að samningarnir yrðu þó komnir að fullu til framkvæmda í lok samningstímans. Settu SA fram hugmyndir í þessum efnum. Þessu svaraði ASÍ með því að setja fram þá hugmynd að öllum launabreytingum 1. mars yrði frestað til 1. júlí og að í júnímánuði yrðu teknar ákvarðanir um framhaldið. Viðræður aðila hafa byggst á þessari hugmynd."
Ragnar spyr hvort það sé rétt að ASÍ hafi átt frumkvæðið að frestun launahækkana. Það er megin punkturinn hér. Minnisblaðið er frá SA komið, enda sent til félagsmanna þeirra.
Það er léleg vörn og ekki vænleg til árangurs að slá ryk í augu almennings. Staðreyndin er sú, að ASÍ er ekki að vinna af nægum krafti fyrir launafólk í landinu. Það þurfti leikþátt af hálfu Hagsmunasamtaka heimilanna á 1. maí til að vekja nátttröllið varðandi vanda heimilanna og nú kemur í ljós, að það er skoðun Samtaka atvinnulífsins, að ASÍ hafi haft frumkvæði að frestun kauphækkana.
Heimili landsmanna brenna og ASÍ lætur sér fátt um finnast. Hvers vegna er mér gjörsamlega óskiljanlegt. Leiðrétting á höfuðstóli húsnæðislána yrði meiri kjarabót fyrir stóran hluta launafólks í landinu, en kjarasamningar undanfarinna ára. Af hverju styður ASÍ ekki baráttu almennings fyrir því að stökkbreyting höfuðstóls lána sé dregin til baka? Af hverju berst ASÍ ekki fyrir jöfnun ábyrgðar lántaka og lánveitenda? Af hverju berst ASÍ ekki fyrir því að veðandlag dugi fyrir veði? Hvað er orðið af félagslegri hugsjón ASÍ? Hvernig stendur á því, að ASÍ er orðið hallara undir sjónarmið fjármagnseigenda en almennings?
![]() |
Segir fullyrðingar Ragnars rangar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.11.2009 | 11:20
Áskorun til dómsmála- og mannréttindaráðherra og FÍB
Samkvæmt lögum nr. 141/2001 um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda og auglýsingu nr. 456/2006 um tilnefningu stjórnvalda og samtaka sem rétt hafa til lögbannsaðgerða í þágu heildarhagsmuna neytenda er nokkrum aðilum veitt heimild til að leita lögbanns til að vernda hagsmuni neytenda. Eða eins og segir í 1. gr. laganna:
Samkvæmt lögum þessum geta stjórnvöld eða samtök, sem um ræðir í 2. og 3. gr., leitað lögbanns eða höfðað dómsmál skv. 4. gr. til að vernda hagsmuni neytenda þótt hvorki þau sjálf né félagsmenn í samtökum hafi orðið fyrir röskun réttinda, enda snúi beiðni um aðgerðirnar að því að stöðva eða koma á annan hátt í veg fyrir háttsemi sem hefur afleiðingar hér á landi eða í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og þykir stríða gegn eftirtöldum tilskipunum sem þar gilda, eins og þær hafa verið leiddar inn í íslensk lög:
1. [Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/29/EB frá 11. maí 2005 um óréttmæta viðskiptahætti gagnvart neytendum á innri markaðnum.]1)
...
7. Tilskipun ráðsins 93/13/EBE frá 5. apríl 1993 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum.
Þeir aðilar sem hafa þennan rétt til að leita lögbanns eru:
- Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið
- Efnahags- og viðskiptaráðuneytið (þar til auglýsingu 256/2006 verður breytt til samræmis við breytingu á lögum nr. 141/2001)
- Neytendastofa
- Lyfjastofnun
- Útvarpsréttarnefnd
- Neytendasamtökin
- Alþýðusamband Íslands
- Félag íslenskra bifreiðaeigenda
Mér finnst liggja beinast við, að Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, láti reyna á heimild sína til að leita slíkra lögbanna og vísi þannig til skjótrar úrlausnar dómstóla þeim ágreiningsefnum sem eru uppi um forsendubresti vegna verðtryggðra fasteignalána, réttaróvissu um lögmæti gengistryggðra lána og forsendubresti þeirra lána og stöðvun á nauðungarsölum á meðan leitað er úrlausna dómstóla á þeim málum sem áður voru nefnd. Vil ég því skora á ráðherra að beita þessari heimild. Jafnframt skora ég á Félag íslenskra bifreiðaeigenda að gera slíkt hið sama vegna bílalánasamninga. Loks skora ég á Neytendastofu, Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands nýta sér heimildir sínar samkvæmt auglýsingu nr. 456/2006 og ákvæðum laga nr. 141/2001.
Lögbannið gæti verið sett á innheimtu lánanna, uppgjör þeirra við skil á bílum eða flutning lánasafnanna frá föllnum fjármálastofnunum til nýrra afsprengja þeirra svo nokkur dæmi séu nefnd.
Kosturinn við að fara þessa leið, er að hægt er að leysa stór ágreiningsmál um réttindi neytenda á skjótvirkan hátt. Staðfestingarmál vegna lögbanns verður að höfða innan viku og slík mál eru tekin fyrir með litlum fyrirvara. Dómsniðurstaða Hæstaréttar gæti því komið innan nokkurra vikna í stað þess að bíða í mörg ár. Mjög brýnt er að eyða þeirri réttaróvissu sem hvílir yfir vegna fjölmargra atriða tengdum hruninu og aðdraganda þess.
Talsmaður neytenda er að vinna að svona áskorun jafnframt því sem hann er að óska eftir að vera bætt á lista yfir þá aðila sem taldir eru upp í auglýsingu nr. 456/2006. Skora ég á Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, að verða við því eins fljótt og kostur er. Væri frábært að stjórnvöld sýndu jafn skjót viðbrögð við málefnum sem snerta hag neytenda og þegar skjaldborgin var slegin um fjármálafyrirtækin með lögum nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
6.11.2009 | 00:44
Sértæk skuldaaðlögun er hengingaról og fátæktargildra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.11.2009 | 10:23
Skuldir hinna "verst settu" og 600 milljarðarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
4.11.2009 | 21:51
Tölur í skýrslu AGS tala sínu máli
Bloggar | Breytt 5.11.2009 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
3.11.2009 | 19:38
Skýrsla AGS segir þörf fyrir 35% niðurfærslu skulda heimilanna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
3.11.2009 | 10:48
Góður fundur í Iðnó
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.11.2009 | 10:43
En kaupmáttur dróst saman um 0,3%
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2009 | 14:29
Hverjum treystum við fyrir Högum? Svar: Þjóðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
31.10.2009 | 14:16
Samkomulag um þjóðnýtingu staðfest
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
30.10.2009 | 20:12
Fyrirspurn mín til fulltrúa AGS um "debt relief to viable borrowers"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
30.10.2009 | 16:54
Flækjur greiðslujöfnunarvísitölunnar í hnotskurn - Borgarafundur í Iðnó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2009 | 12:18
Skjaldborg um fjármálafyrirtæki - Aðkoma neytenda engin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.10.2009 | 23:53
Hvað þýðir "debt relief to viable borrowers"?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
28.10.2009 | 12:39
Verðbólguhraðinn eykst í 14,5%
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.10.2009 | 22:19
Greiðslujöfnun bara ákjósleg í neikvæðu efnahagsástandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.10.2009 | 12:38
Mörgum starfsmönnum fjármálafyrirtækja nóg boðið
Bloggar | Breytt 28.10.2009 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.10.2009 | 11:32
Nýtt "kostaboð" Íslandsbanka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.10.2009 | 23:53
Stjórnvöld enn að bjarga bönkunum á kostnað heimilanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1682121
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði