22.10.2009 | 19:50
Ragna frestar nauðungasölum til 1. febrúar - Bankarnir sýna klærnar
Ragna Árnadóttir hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem gert er ráð fyrir að fresta nauðungasölum til 1. febrúar 2010. Bera að fagna þessari ákvörðun og vonandi rennur frumvarpið hratt og vel í gegnum þingið.
Ég lagði til á fundi félags- og tryggingamálanefnda í fyrradag og í færslu hér í gær að þessi leið yrði farin til að skapa rými fyrir umræðu um tillögur og frumvarp félagsmálaráðherra til laga um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gengishrunsins. Fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilanna lögðu þetta jafnframt til á fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, og Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra, í Stjórnarráðinu í gær. Hvort að það sé ástæðan, þá var frumvarpið lagt fram í dag. Takk fyrir það.
Nú er mikilvægt að nýta tímann vel. Tíminn er fljótur að líða. Hagsmunasamtök heimilanna hafa haft fréttir af því, að bankarnir hafi þegar unnið drög að verklagsreglum um sérstök úrræði vegna um aðlögun skulda að greiðslugetu og skuldastöðu, sem eru svo grófar, að vandséð er að nokkrum manni detti í hug að sækjast eftir þeim samningi sem þar er boðið. Er þetta í samræmi við það sem ég óttaðist og vara við á fundi félags- og tryggingamálanefndar sl. þriðjudag. Í áliti mínu f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna segi ég:
Það er lagt í hendur kröfuhafa/fjármálafyrirtækja að móta með samkomulagi samræmdar verklagsreglur. Það þýðir að þessir aðilar geta lagst gegn þessum aðgerðum, komið upp tæknilegum hindrunum fyrir framgangi þeirra, takmarkað möguleika einstaklinga og heimila að nýta þessa kosti eða sett þeim aðrar skorður sem eru lántakendum óhagfelld. Telja verður nauðsynlegt að talsmaður neytenda eða annar álíka aðili hafi úrskurðarvald um það hvort verklagsreglur eftirlitsskyldu aðilanna séu sanngjarnar, réttlátar og gæti jafnræðis. Einnig mætti setja það inn í laga textanna að þessar samræmdu verklagsreglur skuli hafa sanngirni, réttlæti og jafnræði að leiðarljósi.
Mér sýnist sem ég hafi ekki verið nógu svartsýnn. Það verða ekki tæknilegar hindranir sem verða settar, heldur á að svipta fólk frelsinu, ef marka á athugasemd frá Hólmsteini á aðra færslu hjá mér í gær. Það segir hann:
Það verður spennandi að fyrir þig að lesa komandi hrollvekju; "SAMKOMULAG um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun"
Þar er viðskiptabanki, sparisjóður eða önnur fjármálastofnun sem er aðalviðskiptabanki lántaka gerður að "Umsjónaraðila" til að leiða skuldaaðlögunarferlið.
Umsjónaraðili fær fullt umboð til að ráðskast með allar eignir og lausafé lántakans/skuldarans umfram lágmarks framfærslu.
Þetta er bara smjörþefur...
Ef þetta er rétt, þá eru bankarnir að biðja um stríð. Sé það þeirra vilji, þá er best að vara þá við. Þeim gæti orðið að ósk sinni. Mér finnst það vera mikil tímaskekkja, ef bankarnir ætli að sýna klærar þegar nær væri að þeir sýndu iðrun.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó.
Það virðist vera mjög mikilvægt núna að fólk geri enga samninga um skilmálabreitingar. Guðmundur Andri hefur verið í útvarpinu í dag (Bylgjan síðdegis) og í gær (RÚV síðdegis) og lýst sínu máli. Hann hefur bloggað um málið (sjá hér).
Það virðist veikja hans stöðu að hafa gert samning við bankann um skilmálabreitingu.
Vegna orðalags á skuldabréfinu er ljóst að hann skuldar þetta í íslenskum krónum.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 20:14
Athyglisverður puntur þetta með samninga um skuldbreytingar. Það er eins gott að flýta sér hægt, enda hef ég beðið róleg eftir niðurstöðu.
Hún virðist ekki vera komin þó þokist í rétta átt. Frábært að fresta eigi nauðungarsölum, þær eiga ekki við nein rök að styðjast meðan ekki er búið að finna viðunandi flöt á málinu. Er þá ekki næsta áskorun Hagsmunasamtaka heimilanna til fólks að semja ekki um skuldbreytingar meðan ekki er komin skýrari stefna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.10.2009 kl. 20:30
Það fagna ekki allir. Ég var að tala við mann sem skuldar 200 miljónir hann bíður eftir því að fá að fara í gjaldþrot. Þetta er vinnuþjarkur mikill sem fjárfesti í íbúðum til að leigja út. Hann er búinn að tapa sínum æfisparnaði og meir en það.
Offari, 22.10.2009 kl. 21:04
Starri, það eru eingöngu þeir sem óska þess, sem fá frest. Það er enginn neidur til þess að fresta uppboði, hvorki nú né áður.
Marinó G. Njálsson, 22.10.2009 kl. 21:09
Takk fyrir þetta enda tilgangslaust að fresta þeim dæmum sem hvort eð er eru vonlaus.
Offari, 22.10.2009 kl. 21:54
Þetta átti að vera "Það er enginn neyddur.." Fingrafimin brást eitthvað.
Marinó G. Njálsson, 22.10.2009 kl. 22:59
Hafðu þökk fyrir að elju þína við að benda á þetta Marino
Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.10.2009 kl. 23:21
Punkturinn hans Guðmundar Andra er bara tær snilld. Hagsmunasamtökin hljóta að skoða þetta og breyta afstöðu sinni til þess að erlend lán sé ólögleg.
DD (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.