30.6.2010 | 10:33
Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlit hvetja til lögbrota
Ég trúi ekki mínum eigin augum. Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlit hvetja fjármálafyrirtæki til lögbrota og hafa með því rétt af neytendum.
Menn geta haft mismunandi sýn á niðurstöðu Hæstaréttar, en með tilmælum sínum eru Seðlabanki og FME að hvetja fjármálafyrirtæki til að brjóta gegn 36. gr. laga nr. 7/1936 og neytendaverndartilskipun 93/13/EBE. Kjarninn í þessu tvennu (sem eru að mestu samhljóða) er að sé uppi ágreiningur um túlkun samnings, þá skuli túlkun neytandans gilda (36. gr. b-liður).
Í tilkynningu Seðlabanka og FME er furðuleg lagatúlkun, sem ég hélt að ekki ætti að sjást. Vísað er til 18. og 4. gr. laga nr. 38/2001. 18. greinin á eingöngu við, þegar kröfuhafi þarf að endurgreiða lántaka oftekna vexti. Hún á ekki við í neinu öðru tilfelli og ekki eru nein tilefni til að víkja frá, enda greinin ófrávíkjanleg skv. 2. gr. laganna. 4. greinin á eingöngu við "ef hundraðshluti eða viðmið vaxta er ekki tiltekið". Ég veit ekki um einn einasta lánasamning þar sem það á við. Þetta heitir að grípa í síðasta hálmstráið og er ekki líklegt til árangurs fyrir dómstólum.
Mér finnst alveg stórfurðulegt að Seðlabanki Íslands og FME hafi tekið það að sér að túlka með þessum hætti dóm Hæstaréttar. Er staða bankakerfisins virkilega það viðkvæm, þrátt fyrir ótrúlegan hagnað á síðasta ári, að grípa þarf til þess að hækka vextina svona. (Ekki það, að í einhverjum tilfellum er mögulegt að samningsvextir séu þegar hærri en 8,25%!) Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í gær nema gengistryggð lán rétt rúmlega 900 milljörðum, þar af lán heimilanna um 135 milljarðar. Vextir Seðlabankans eru núna 8,25%. Reikna má með því að þeir lækki um 0,5 - 1% eftir nsæta fund peningamálanefndar bankans og fari í, segjum til einföldunar 7,5%. [Ég mislas á vef SÍ að vaxtaákvörðunardagur væri 2. júli og hef því tekið það atriði út.] Munurinn á hagstæðustu samningsvöxtum er þá u.þ.b. 5%. 5% af 135 milljörðum er 6,75 milljarðar og tólfti hluti af því um 550 milljónir. Segjum að réttaróvissan, sem að mati Seðlabanka og FME, vari í 4 mánuði, þá geri þetta alls 2,2 milljarða. Ekki segja mér eitt augnablik, að þetta sé það sem skiptir máli!
Ekki má hverfa frá þessari frétt öðru vísi en að benda á það sem er jákvætt við þetta upphlaup Seðlabanka og FME að stofnanirnar viðurkenna í reynd að mun fleiri lán falli undir dóm Hæstaréttar en fjármálafyrirtækin hafa hingað til viljað viðurkenna. Þá hækkar upphæðin sem um ræðir vissulega úr 2,2 milljörðum á fjórum mánuðum í 15 milljarða miðað við 5% vaxtamun. Aftur er það ekkert sem setur bankakerfið á hliðina eða hvað?
![]() |
Miða við lægstu vexti á hverjum tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
Þessi söguskýring Sambands ungra sjálfstæðismanna er ekki ný á nálinni ig hún er jafn röng núna og þegar hún hefur verið sett fram áður. Hrun efnahagskerfis heimsins og þar með Íslands ristir nefnilega inn í hjartarætur frjálshyggjunnar að einkaframtakinu sé best treystandi og það muni alltaf finna bestu leið til að láta hlutina ganga.
Ég hef svo sem ekki sett tíma minn mikið í að elta uppi hvað frjálshyggjan hefur sagt hér og þar um hitt og þetta, en man vel eftir hugtökunum "einkavæðing" og "afnám reglna" (deregulation) en hvort um sig er kjarni frjálshyggjunnar. Thatcherismi eða Reaganismi mér er sama hvorn frjálshyggjupólinn menn elta leiddu saman og sitt í hvoru lagi til þess að ríkið hætti í stórum stíl afskiptum af fyrirtækjarekstri og síðan dró úr eftirliti eða að eftirlitið var einkavætt (sem er svo sem besta mál). Það sem skiptir samt mestu máli er þegar losað var um þær reglur sem áttu að tryggja öryggi þjóðfélagsins gegn vafasömum starfsháttum fyrirtækja. Þetta hét að aflétta hömlum á rekstri fyrirtækja.
Það getur vel verið að einstaklingar hafi brugðist, en við það brást frjálshyggjan. Það nefnilega kom í ljós að einkaframtakið fann ekki bestu leið fyrir samfélagið heldur fyrir sjálft sig.
Stærstu mistök afnám reglna má líklegast rekja til ákvörðunar sem Bill Clinton tók að því að sagt eru að undirlægi Goldman Sachs. Þetta er sú ákvörðun að afnema hömlur á fjárfestingabankastarfsemi viðskiptabanka. Þetta er líklegast ein afdrifaríkasta skrefið á þeirri braut sem leiddi okkur að hruni Bears Stern, Lehman Brothers og fleiri bandarískra banka.
Hér á Íslandi var það einkavæðing bankakerfisins og sú ákvörðun að treysta einkabönkunum fyrir að haga sér innan ákveðins ramma en ekki strangra reglna sem hleypti hér öllu í bál og brand. Það er rétt að einstaklingarnir brugðust, en eins og ég segi að ofan, það er kjarni kenninga frjálshyggjunnar að einkaframtakið finni bestu leið og því sé best treystandi til að hafa eftirlit með sjálfum sér. Hér á landi brást þetta eftirlit eða kannski mest að hlustað væri á og farið eftir því sem eftirlitið sagði. Sem sagt, sú kenning frjálshyggjunnar að fyrirtækjum væri best treystandi til að hafa eftirlit með starfsemi sinni átti ekki við hér á landi.
Ég er alls ekki ósammála því að fyrirtækjum eigi að treysta til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. En til þess að það virki, þá verða stjórnendur fyrirtækjanna að sjá akk í því. Ég vinn við m.a. ráðgjöf á sviði áhættustjórnunar. Það er því mitt hlutverk að selja fyrirtækjum þá hugmyndafræði, að rétt áhættustjórnun mun skila þeim mestri arðsemi. Ekki til skamms tíma, heldur til langframa. Markmið fyrirtækjareksturs á að vera að lifa vel og lengi og viðhalda viðskiptasambandi við viðskiptavininn allan þann tíma. Takist þetta, þá munu eigendurnir fá arð af eign sinni. Það er þetta langtíma samband viðskiptavina og fyrirtækisins annars vegar og fyrirtækisins og hluthafanna/eigendanna sem skiptir öllu máli. Hvort hagnaðurinn er 10 milljónir eða 10 milljarðar eitthvert tiltekið ár er aukaatriði. En græðgi fjármagnseigenda varð fyrirtækjunum að falli.
Nú þessu skylt er að hið eftirlitslausa fjármálakerfi er orðið svo stórt, að það getur lagt að velli hvaða "andstæðing" sem það vill. Hagkerfi á við evrusvæðið hefur ekki burði til að verjast árás frjálshyggjufyrirtækjanna á það. Ekki fór mikið fyrir vörnum Íslands sem tekið var sem eftirréttur í framhaldi af falli Lehman Brothers. Ég sagði, að þegar ESB ákvað að leggja 700 milljarða evra í björgunarsjóð að Evrópa hafi verið lögð að veði. Ég var að hlusta á Max Keiser um daginn og hann notaði nánast sömu orð. Þetta eftirlitslausa fjármálakerfi, sem er afsprengi frjálshyggjunnar, er orðið að skrímsli sem mun ekki hætta fyrr en það hefur étið hagkerfi heimsins og um leið gengið af sjálfu sér dauðu.
Í mínum huga fer ekkert á milli mála að sú hugmyndafræði frjálshyggjunnar að einkaframtakinu sé best treystandi fyrir rekstri því einkaframtakið muni sjá til þess að hámarka afrakstur og að einkaframtakinu sé best treystandi til að hafa eftirlit með sjálfum sér vegna þess að það mun alltaf gera það sem er fyrir bestu, þessi hugmyndfræði er hrunin.
![]() |
SUS: Ekki frjálshyggjunni að kenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
29.6.2010 | 09:40
Lögfræði er um lög en ekki tilfinningar
Mér finnst það með ólíkindum, þegar lektor í hagfræði við háskóla í Bandaríkjunum fer að kenna fyrrverandi hæstaréttardómara á Íslandi að túlka evrópska neytendaverndarlöggjöf. Stundum er betra að þegja og opinbera ekki fyrir heiminum fákunnáttu sína í lögfræði en að reyna að yfirfæra hagfræðiskilning yfir á lögfræðina. Ég held raunar að Jón Stiensson [var Danielsson í upphaflegri frétt á mbl.is] og fleiri hagfræðingar, sem hafa reynt að yfirfæra aðferðafræði hagfræðikenninganna (sem margar hafa beði skipbrot á síðustu misserum) yfir á samningalög, ættu bara að halda sig við að endurmeta hagfræðikenningarnar.
Lögfræði er ekki um sanngirni, hún er um lög, eins og Ragnar Baldursson lögmaður orðaði það í gær. Mér finnst það bíræfni hjá hagfræðingi, sem alveg örugglega hefur ekki sérmenntun í evrópskri neytendaverndarlöggjöf, að telja sig hafa betri þekkingu á lögunum, en maður sem helgað hefur líf sitt lögunum. Ekki það að Jón er frjáls að sínum skoðunum og komi en með haldbær lögfræðileg rök fyrir henni með réttri tilvísun í lagagreinar henni til stuðning og önnur lögskýringargögn, þá er ég viss um að ábending eða gagnrýni hans fær góða umfjöllun. En að segja að eitthvað fáist ekki staðist vegna þess að honum finnist það furðulegt, er bara ekki sæmandi lektor í hagfræði sem vill láta taka sig alvarleg. Ef það er á svona rökum sem hagfræðin virkar, þá skil ég vel að ekkert er að ganga upp í fjármálaheiminum.
![]() |
Efast um íslenska lögfræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
29.6.2010 | 00:30
Húsfyllir á borgarafundi í Iðnó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
28.6.2010 | 17:26
Vangaveltur og svör af þræði Láru Hönnu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2010 | 14:46
Ja hérna, er kreppunni lokið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.6.2010 | 13:01
Fullgilt sjónarmið Evrópuvaktarinnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2010 | 10:57
Grétar Vilmundarson - minningarorð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2010 | 16:33
Uppgjör milli nýju og gömlu bankanna verða endurskoðuð 2012
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.6.2010 | 03:59
Pólitískar vangaveltur hjá ópólitískum manni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
26.6.2010 | 15:55
Ekki bendi á mig...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
26.6.2010 | 01:11
Fullt af áhugaverðum viðureignum í 16 liða úrslitum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.6.2010 | 22:30
Góð ákvörðun ef rétt er eftir haft - Greiðsluáætlun á að gilda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.6.2010 | 18:24
Fráleitur Gylfi - 18. gr. á eingöngu um oftekna vexti og endurgjald
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2010 | 11:36
Ábending frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna frétta mbl.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2010 | 00:41
FÚSK
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
24.6.2010 | 19:39
Sanngirni þegar ráðherra hentar og röng lagatilvitnun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
24.6.2010 | 13:04
Hvernig geta kröfurhafar tapað því sem þeir hafa þegar gefið eftir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
24.6.2010 | 12:07
Tveir bankar hafna málflutningi ráðherra og seðlabankastjóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2010 | 10:03
Leiðrétting höfuðstóls gengistryggðra lána er þegar inni í bókum bankanna, ekki vextirnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1682120
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði