Leita í fréttum mbl.is

Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlit hvetja til lögbrota

Ég trúi ekki mínum eigin augum.  Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlit hvetja fjármálafyrirtæki til lögbrota og hafa með því rétt af neytendum. 

Menn geta haft mismunandi sýn á niðurstöðu Hæstaréttar, en með tilmælum sínum eru Seðlabanki og FME að hvetja fjármálafyrirtæki til að brjóta gegn 36. gr. laga nr. 7/1936 og neytendaverndartilskipun 93/13/EBE.  Kjarninn í þessu tvennu (sem eru að mestu samhljóða) er að sé uppi ágreiningur um túlkun samnings, þá skuli túlkun neytandans gilda (36. gr. b-liður).

Í tilkynningu Seðlabanka og FME er furðuleg lagatúlkun, sem ég hélt að ekki ætti að sjást.  Vísað er til 18. og 4. gr. laga nr. 38/2001.  18. greinin á eingöngu við, þegar kröfuhafi þarf að endurgreiða lántaka oftekna vexti.  Hún á ekki við í neinu öðru tilfelli og ekki eru nein tilefni til að víkja frá, enda greinin ófrávíkjanleg skv. 2. gr. laganna.  4. greinin á eingöngu við "ef hundraðshluti eða viðmið vaxta er ekki tiltekið".  Ég veit ekki um einn einasta lánasamning þar sem það á við.  Þetta heitir að grípa í síðasta hálmstráið og er ekki líklegt til árangurs fyrir dómstólum.

Mér finnst alveg stórfurðulegt að Seðlabanki Íslands og FME hafi tekið það að sér að túlka með þessum hætti dóm Hæstaréttar.  Er staða bankakerfisins virkilega það viðkvæm, þrátt fyrir ótrúlegan hagnað á síðasta ári, að grípa þarf til þess að hækka vextina svona.  (Ekki það, að í einhverjum tilfellum er mögulegt að samningsvextir séu þegar hærri en 8,25%!)  Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í gær nema gengistryggð lán rétt rúmlega 900 milljörðum, þar af lán heimilanna um 135 milljarðar.  Vextir Seðlabankans eru núna 8,25%.  Reikna má með því að þeir lækki um 0,5 - 1% eftir nsæta fund peningamálanefndar bankans og fari í, segjum til einföldunar 7,5%. [Ég mislas á vef SÍ að vaxtaákvörðunardagur væri 2. júli og hef því tekið það atriði út.]  Munurinn á hagstæðustu samningsvöxtum er þá u.þ.b. 5%.  5% af 135 milljörðum er 6,75 milljarðar og tólfti hluti af því um 550 milljónir.  Segjum að réttaróvissan, sem að mati Seðlabanka og FME, vari í 4 mánuði, þá geri þetta alls 2,2 milljarða.  Ekki segja mér eitt augnablik, að þetta sé það sem skiptir máli!

Ekki má hverfa frá þessari frétt öðru vísi en að benda á það sem er jákvætt við þetta upphlaup Seðlabanka og FME að stofnanirnar viðurkenna í reynd að mun fleiri lán falli undir dóm Hæstaréttar en fjármálafyrirtækin hafa hingað til viljað viðurkenna.  Þá hækkar upphæðin sem um ræðir vissulega úr 2,2 milljörðum á fjórum mánuðum í 15 milljarða miðað við 5% vaxtamun.  Aftur er það ekkert sem setur bankakerfið á hliðina eða hvað?


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nei, afnám reglna fyrir fjármálakerfið hafði EKKERT með frjálshyggjuna að gera

Þessi söguskýring Sambands ungra sjálfstæðismanna er ekki ný á nálinni ig hún er jafn röng núna og þegar hún hefur verið sett fram áður.  Hrun efnahagskerfis heimsins og þar með Íslands ristir nefnilega inn í hjartarætur frjálshyggjunnar að einkaframtakinu sé best treystandi og það muni alltaf finna bestu leið til að láta hlutina ganga.

Ég hef svo sem ekki sett tíma minn mikið í að elta uppi hvað frjálshyggjan hefur sagt hér og þar um hitt og þetta, en man vel eftir hugtökunum "einkavæðing" og "afnám reglna" (deregulation) en hvort um sig er kjarni frjálshyggjunnar.  Thatcherismi eða Reaganismi mér er sama hvorn frjálshyggjupólinn menn elta leiddu saman og sitt í hvoru lagi til þess að ríkið hætti í stórum stíl afskiptum af fyrirtækjarekstri og síðan dró úr eftirliti eða að eftirlitið var einkavætt (sem er svo sem besta mál).  Það sem skiptir samt mestu máli er þegar losað var um þær reglur sem áttu að tryggja öryggi þjóðfélagsins gegn vafasömum starfsháttum fyrirtækja.  Þetta hét að aflétta hömlum á rekstri fyrirtækja.

Það getur vel verið að einstaklingar hafi brugðist, en við það brást frjálshyggjan.  Það nefnilega kom í ljós að einkaframtakið fann ekki bestu leið fyrir samfélagið heldur fyrir sjálft sig.

Stærstu mistök afnám reglna má líklegast rekja til ákvörðunar sem Bill Clinton tók að því að sagt eru að undirlægi Goldman Sachs.  Þetta er sú ákvörðun að afnema hömlur á fjárfestingabankastarfsemi viðskiptabanka. Þetta er líklegast ein afdrifaríkasta skrefið á þeirri braut sem leiddi okkur að hruni Bears Stern, Lehman Brothers og fleiri bandarískra banka.

Hér á Íslandi var það einkavæðing bankakerfisins og sú ákvörðun að treysta einkabönkunum fyrir að haga sér innan ákveðins ramma en ekki strangra reglna sem hleypti hér öllu í bál og brand.  Það er rétt að einstaklingarnir brugðust, en eins og ég segi að ofan, það er kjarni kenninga frjálshyggjunnar að einkaframtakið finni bestu leið og því sé best treystandi til að hafa eftirlit með sjálfum sér.  Hér á landi brást þetta eftirlit eða kannski mest að hlustað væri á og farið eftir því sem eftirlitið sagði.  Sem sagt, sú kenning frjálshyggjunnar að fyrirtækjum væri best treystandi til að hafa eftirlit með starfsemi sinni átti ekki við hér á landi.

Ég er alls ekki ósammála því að fyrirtækjum eigi að treysta til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér.  En til þess að það virki, þá verða stjórnendur fyrirtækjanna að sjá akk í því.  Ég vinn við m.a. ráðgjöf á sviði áhættustjórnunar.  Það er því mitt hlutverk að selja fyrirtækjum þá hugmyndafræði, að rétt áhættustjórnun mun skila þeim mestri arðsemi.  Ekki til skamms tíma, heldur til langframa.  Markmið fyrirtækjareksturs á að vera að lifa vel og lengi og viðhalda viðskiptasambandi við viðskiptavininn allan þann tíma.  Takist þetta, þá munu eigendurnir fá arð af eign sinni.  Það er þetta langtíma samband viðskiptavina og fyrirtækisins annars vegar og fyrirtækisins og hluthafanna/eigendanna sem skiptir öllu máli.  Hvort hagnaðurinn er 10 milljónir eða 10 milljarðar eitthvert tiltekið ár er aukaatriði. En græðgi fjármagnseigenda varð fyrirtækjunum að falli.

Nú þessu skylt er að hið eftirlitslausa fjármálakerfi er orðið svo stórt, að það getur lagt að velli hvaða "andstæðing" sem það vill.  Hagkerfi á við evrusvæðið hefur ekki burði til að verjast árás frjálshyggjufyrirtækjanna á það.  Ekki fór mikið fyrir vörnum Íslands sem tekið var sem eftirréttur í framhaldi af falli Lehman Brothers.  Ég sagði, að þegar ESB ákvað að leggja 700 milljarða evra í björgunarsjóð að Evrópa hafi verið lögð að veði.  Ég var að hlusta á Max Keiser um daginn og hann notaði nánast sömu orð.  Þetta eftirlitslausa fjármálakerfi, sem er afsprengi frjálshyggjunnar, er orðið að skrímsli sem mun ekki hætta fyrr en það hefur étið hagkerfi heimsins og um leið gengið af sjálfu sér dauðu.

Í mínum huga fer ekkert á milli mála að sú hugmyndafræði frjálshyggjunnar að einkaframtakinu sé best treystandi fyrir rekstri því einkaframtakið muni sjá til þess að hámarka afrakstur og að einkaframtakinu sé best treystandi til að hafa eftirlit með sjálfum sér vegna þess að það mun alltaf gera það sem er fyrir bestu, þessi hugmyndfræði er hrunin.


mbl.is SUS: Ekki frjálshyggjunni að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögfræði er um lög en ekki tilfinningar

Mér finnst það með ólíkindum, þegar lektor í hagfræði við háskóla í Bandaríkjunum fer að kenna fyrrverandi hæstaréttardómara á Íslandi að túlka evrópska neytendaverndarlöggjöf.  Stundum er betra að þegja og opinbera ekki fyrir heiminum fákunnáttu sína í lögfræði en að reyna að yfirfæra hagfræðiskilning yfir á lögfræðina.  Ég held raunar að Jón Stiensson [var Danielsson í upphaflegri frétt á mbl.is] og fleiri hagfræðingar, sem hafa reynt að yfirfæra aðferðafræði hagfræðikenninganna (sem margar hafa beði skipbrot á síðustu misserum) yfir á samningalög, ættu bara að halda sig við að endurmeta hagfræðikenningarnar.

Lögfræði er ekki um sanngirni, hún er um lög, eins og Ragnar Baldursson lögmaður orðaði það í gær.  Mér finnst það bíræfni hjá hagfræðingi, sem alveg örugglega hefur ekki sérmenntun í evrópskri neytendaverndarlöggjöf, að telja sig hafa betri þekkingu á lögunum, en maður sem helgað hefur líf sitt lögunum.  Ekki það að Jón er frjáls að sínum skoðunum og komi en með haldbær lögfræðileg rök fyrir henni með réttri tilvísun í lagagreinar henni til stuðning og önnur lögskýringargögn, þá er ég viss um að ábending eða gagnrýni hans fær góða umfjöllun.  En að segja að eitthvað fáist ekki staðist vegna þess að honum finnist það furðulegt, er bara ekki sæmandi lektor í hagfræði sem vill láta taka sig alvarleg.  Ef það er á svona rökum sem hagfræðin virkar, þá skil ég vel að ekkert er að ganga upp í fjármálaheiminum.


mbl.is Efast um íslenska lögfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Húsfyllir á borgarafundi í Iðnó

Í kvöld fór fram borgarafundur í Iðnó um dóm Hæstaréttar um gengistrygginguna. Húsfyllir var og fjöldi fólk fylgdist auk þess með umræðunni utandyra. Frummælendur voru fjórir: Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, alþingismennirnir Pétur...

Vangaveltur og svör af þræði Láru Hönnu

Ég hef í dag tekið þátt í umræðu á þræði Láru Hönnu á Eyjunni sem heitir Áhættufíkn og Borgarafundur . Langar mig að birta hluta af því sem ég segi þar hér fyrir neðan. Fyrst vil ég þakka Láru Hönnu fyrir góðar samantektir sem yfirleitt eru betri en...

Ja hérna, er kreppunni lokið!

Öðruvísi mér áður brá. Kreppunni lokið með allt upp í loft. Þýðir þetta þá að AGS er að fara heim? Skoðun AGS á dómi Hæstaréttar kemur mér ekki á óvart, þar sem Franek Rozwadowsky greindi okkur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna frá skilningi sjóðsins á...

Fullgilt sjónarmið Evrópuvaktarinnar

Ég ætla ekki að taka neina afstöðu hér til deilumálsins, þ.e. greiðsluskyldu vegna Icesave, heldur eingöngu ummæla og hæfis Per Sanderud. Samkvæmt íslenskum stjórnsýslulögum væri embættismaður eða ráðherra búinn að gera sig vanhæfan til að fjalla um mál...

Grétar Vilmundarson - minningarorð

Mig langar að minnast góðs manns, Grétars Vilmundarsonar, fyrrum félaga míns hjá Gróttu og fyrirmyndar í mörgu sem ég og fleiri strákar á mínum aldri gerðum varðandi íþróttaferli okkar. Genginn er einn þeirra sem ég tók mér til fyrirmyndar á mínum yngri...

Uppgjör milli nýju og gömlu bankanna verða endurskoðuð 2012

Mér finnst einhvern veginn menn hafa gleymt því, að uppgjör milli nýju og gömlu bankanna eiga að koma til endurskoðunar 2012. Vissulega var hugmyndin að sú endurskoðun myndi leiða til þess að kröfuhafar fengju meira í sinn hlut, en hver segir að það sé...

Pólitískar vangaveltur hjá ópólitískum manni

Ég var að lesa færslu á Silfrinu hans Egils og umræðuna sem þar kom upp. Ég var byrjaður að skrifa athugasemd, en hún eiginlega þróaðist út í þessar vangaveltur hér. Þær spunnust út frá því að Guðbjörn Guðbjörnsson sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í...

Ekki bendi á mig...

Menn draga upp alls konar skýringar og afsakanir fyrir því að bönkunum tókst í 9 ár að bjóða upp á gengistryggð lán þrátt fyrir mjög skýran bókstaf laganna um að eina verðtryggingin sem leyfð er í lánasamningum sé við vísitölu neysluverðs og...

Fullt af áhugaverðum viðureignum í 16 liða úrslitum

Já, ég blogga stundum um annað lánamál Nú er ljóst hvaða þjóðir leika í 16 liða úrslitum. Mér finnst nú að mbl.is hefði getað sagt hvaða lið mætast, en ég bæti bara úr því: Úrúgvæ - S-Kórea Bandaríkin - Gana Argentína - Mexíkó Þýskaland - England Holland...

Góð ákvörðun ef rétt er eftir haft - Greiðsluáætlun á að gilda

Sé frétt RÚV rétt (hefur að vísu verið borin til baka), þá verður það gríðarlega stórt skref í rétta átt. Hvort skrefið er í samræmi við ákvæði laga kemur ekki í ljós. Tekið skal fram að tveir stjórnarmenn Hagsmunasamtaka heimilanna áttu fund með...

Fráleitur Gylfi - 18. gr. á eingöngu um oftekna vexti og endurgjald

Það er merkilegt hvað Gylfi Magnússon getur haldið áfram að vísa rangt í 18. gr. laga nr. 38/2001. Löggjafanum datt nefnilega ekki annað í hug, en að vextir og endurgjaldið væri oftekið og því væri vikið til hliðar með dómi. Þannig skapaðist krafa á...

Ábending frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna frétta mbl.is

Vegna þeirrar fréttar sem þessi færsla er hengd við, þá hafa Hagsmunasamtök heimilanna sent ritstjórn mbl.is eftirfarandi tölvupost: Hagsmunasamtök heimilanna telja að tilvitnun í yfirlýsingu samtakanna sé röng í fréttinni sem fylgir þessar frétt: 1. HH...

FÚSK

Ég fékk póst frá manni í kvöld sem er orðinn ákaflega þreyttur á stjórnvöldum og fjármálakerfinu. Mér finnst að það sem hann sagði eigi erindi til fleiri og fékk því góðfúslegt leyfi hans til að birta að eigin vali úr því sem hann ritaði. Hér kemur það....

Sanngirni þegar ráðherra hentar og röng lagatilvitnun

Ekki halda að ég sé kominn með Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á heilann, þó ég fjalli mikið um ummæli hans í gær og í dag. Hann er bara endalaus uppspretta glórulausra ummæla, að ég get ekki annað en dregið þau fram. Í þessu stutta...

Hvernig geta kröfurhafar tapað því sem þeir hafa þegar gefið eftir?

Ég get ekki annað en haldið áfram að furða mig á ummælum Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Það bara hlýtur að vera einhver leynisamningur í gangi við kröfuhafa, ef tap þeirra getur numið hundruð milljarða til viðbótar því sem þeir hafa...

Tveir bankar hafna málflutningi ráðherra og seðlabankastjóra

Það er umhugsunarefni, að nú hafa tveir bankar stigið fram og hafnað alfarið málflutningi Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Hafa bankarnir tekið undir málflutning minn, sem byggður er á opinberum...

Leiðrétting höfuðstóls gengistryggðra lána er þegar inni í bókum bankanna, ekki vextirnir

Í færslu sem ég skrifaði í gærkvöldi (sjá Ertu að segja satt, Gylfi? Gögn Seðlabankans gefa annað í skyn. ) skoðaði ég tölur Seðlabankans um útlán bankanna. Þar kemur fram að í lok 3. ársfjórðungs 2008 voru innlend gengisbundin útlán bankakerfisins til...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1682120

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband