Leita í fréttum mbl.is

Grétar Vilmundarson - minningarorđ

Mig langar ađ minnast góđs manns, Grétars Vilmundarsonar, fyrrum félaga míns hjá Gróttu og fyrirmyndar í mörgu sem ég og fleiri strákar á mínum aldri gerđum varđandi íţróttaferli okkar.  Genginn er einn ţeirra sem ég tók mér til fyrirmyndar á mínum yngri árum.

Ég man líklega fyrst eftir Grétari í kringum 1970, ţá var hann í sigursćlu liđi Gróttu á Reykjanesmóti.  Međ honum í liđi voru stjörnur (í augum okkar strákanna) eins og Árni Indriđason, Halldór Kristjánsson, Ţór Ottesen og Magnús Sigurđsson svo fáeinir séu nefndir.  Ţessi hópur fór međ liđ Gróttu upp í 1. deild í fyrsta sinn sem ţađ gerđist.

Grétar skar sig úr ţessum hópi á ýmsa vegu, en ţó mest ţar sem hann var svo mikill félagi okkar strákanna.  Hann var alltaf til í ađ rćđa viđ okkur og oftar en ekki fólst alls konar grín, glens og gaman í ţví.  Annađ sem skar sig úr var ađ hann var virkur handboltadómari og var ţví heilu og hálfu helgarnar upp í íţróttahúsi ađ dćma leikina okkar.  Ţar var hann sífellt ađ leiđbeina krökkunum um hvađ vćri rétt og rangt og ef einhver gerđi ótrúlega vitleysu, ţá var Grétar fyrstu manna til ađ hughreyst viđkomandi eđa sá spaugilegu hliđina á skoti upp í stúku, sendingu sem fór fram á gang og fleira ţess háttar.  Ratađi boltinn óvart til hans, gat hann átt ţađ til ađ taka eitt körfuskot um leiđ og hann skilađi boltanum til ţess sem átti ađ fá hann.

Ţađ var fyrir tilstilli Grétars sem ég gerđist handboltadómari og ţó dómgćsla sé á margan hátt sjálfspíningarhvöt, ţá sá ég ekki eftir ţeirri ákvörđun.  Um tíma dćmi ég međ Grétari og var ţađ mjög gott, ţar sem hann var alltaf mjög réttsýnn dómari.

Handboltaferill Grétars var farsćll.  Ég ţekki ekki hvernig hann var áđur en hann kom í Gróttu, en hann batt tryggđ viđ félagiđ međan ţađ var hćgt, en fór ađ mig minnir tvö ár í Ţrótt, ţegar verulega var fariđ ađ halla undan fćti hjá meistaraflokki Gróttu.  Áđur en kom ađ ţví náđi ég ađ leika nokkur tímabil međ Grétari og af gömlu körlunum (eins og ţeir voru orđnir ţá) í meistaraflokki.  Var ţađ mikil upplifun, en ţó var nú fariđ ađ falla á ljómann sem var á ţeim 7 árum fyrr.  Óhćtt er ađ segja ađ engum var fćrt ađ herma eftir skotstíl Grétars og áttu ţeir svilar, hann og Halldór, ţađ sameiginlegt.  Ég veit ekki hvađ hún Guđrún Öfjörđ tengdamóđir ţeirra gaf ţeim, en eitthvađ var ţađ.  Annar valhoppađi og hinn horfđi upp í stúku, en báđir hlóđu ţeir inn mörkunum.  Hitt veit ég ađ hún Guđrún var ákafleg stolt af ţeim strákunum og rćddum viđ ţađ ófáum sinnum viđ pressuna í Prjónastofunni Iđunni, ţar sem hún vann í fyrirtćki fjölskyldu minnar.

Ég hélt áfram samskiptum viđ Grétar í gegn um starf mitt sem formađur handknattleiksdeildar Gróttu á árunum 1980 - 83 og síđan dómgćsluna ţar til ađ Grétar lagđi flautuna á hilluna, m.a. af heilsufarsástćđum.  Síđustu árin voru samskiptin lítil, eins og verđa vill, en ekki fór ţó á milli mála ađ heilsu hans fór hrakandi og húmorinn fjarađi út.

Genginn er góđur mađur sem hjálpađi okkur strákunum mikiđ.  Inga og dćtur ég votta ykkur samúđ mína. Grétari ţakka ég fyrir mörg góđ ár í boltanum.

Marinó G. Njálsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kćrar ţakkir fyrir ţessi fallegu orđ um pabba.

 Mbk Vilborg

Vilborg Grétarsdóttir (IP-tala skráđ) 28.6.2010 kl. 12:53

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mín er ánćgjan.

Marinó G. Njálsson, 28.6.2010 kl. 13:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband