Leita ķ fréttum mbl.is

Nei, afnįm reglna fyrir fjįrmįlakerfiš hafši EKKERT meš frjįlshyggjuna aš gera

Žessi söguskżring Sambands ungra sjįlfstęšismanna er ekki nż į nįlinni ig hśn er jafn röng nśna og žegar hśn hefur veriš sett fram įšur.  Hrun efnahagskerfis heimsins og žar meš Ķslands ristir nefnilega inn ķ hjartarętur frjįlshyggjunnar aš einkaframtakinu sé best treystandi og žaš muni alltaf finna bestu leiš til aš lįta hlutina ganga.

Ég hef svo sem ekki sett tķma minn mikiš ķ aš elta uppi hvaš frjįlshyggjan hefur sagt hér og žar um hitt og žetta, en man vel eftir hugtökunum "einkavęšing" og "afnįm reglna" (deregulation) en hvort um sig er kjarni frjįlshyggjunnar.  Thatcherismi eša Reaganismi mér er sama hvorn frjįlshyggjupólinn menn elta leiddu saman og sitt ķ hvoru lagi til žess aš rķkiš hętti ķ stórum stķl afskiptum af fyrirtękjarekstri og sķšan dró śr eftirliti eša aš eftirlitiš var einkavętt (sem er svo sem besta mįl).  Žaš sem skiptir samt mestu mįli er žegar losaš var um žęr reglur sem įttu aš tryggja öryggi žjóšfélagsins gegn vafasömum starfshįttum fyrirtękja.  Žetta hét aš aflétta hömlum į rekstri fyrirtękja.

Žaš getur vel veriš aš einstaklingar hafi brugšist, en viš žaš brįst frjįlshyggjan.  Žaš nefnilega kom ķ ljós aš einkaframtakiš fann ekki bestu leiš fyrir samfélagiš heldur fyrir sjįlft sig.

Stęrstu mistök afnįm reglna mį lķklegast rekja til įkvöršunar sem Bill Clinton tók aš žvķ aš sagt eru aš undirlęgi Goldman Sachs.  Žetta er sś įkvöršun aš afnema hömlur į fjįrfestingabankastarfsemi višskiptabanka. Žetta er lķklegast ein afdrifarķkasta skrefiš į žeirri braut sem leiddi okkur aš hruni Bears Stern, Lehman Brothers og fleiri bandarķskra banka.

Hér į Ķslandi var žaš einkavęšing bankakerfisins og sś įkvöršun aš treysta einkabönkunum fyrir aš haga sér innan įkvešins ramma en ekki strangra reglna sem hleypti hér öllu ķ bįl og brand.  Žaš er rétt aš einstaklingarnir brugšust, en eins og ég segi aš ofan, žaš er kjarni kenninga frjįlshyggjunnar aš einkaframtakiš finni bestu leiš og žvķ sé best treystandi til aš hafa eftirlit meš sjįlfum sér.  Hér į landi brįst žetta eftirlit eša kannski mest aš hlustaš vęri į og fariš eftir žvķ sem eftirlitiš sagši.  Sem sagt, sś kenning frjįlshyggjunnar aš fyrirtękjum vęri best treystandi til aš hafa eftirlit meš starfsemi sinni įtti ekki viš hér į landi.

Ég er alls ekki ósammįla žvķ aš fyrirtękjum eigi aš treysta til žess aš hafa eftirlit meš sjįlfum sér.  En til žess aš žaš virki, žį verša stjórnendur fyrirtękjanna aš sjį akk ķ žvķ.  Ég vinn viš m.a. rįšgjöf į sviši įhęttustjórnunar.  Žaš er žvķ mitt hlutverk aš selja fyrirtękjum žį hugmyndafręši, aš rétt įhęttustjórnun mun skila žeim mestri aršsemi.  Ekki til skamms tķma, heldur til langframa.  Markmiš fyrirtękjareksturs į aš vera aš lifa vel og lengi og višhalda višskiptasambandi viš višskiptavininn allan žann tķma.  Takist žetta, žį munu eigendurnir fį arš af eign sinni.  Žaš er žetta langtķma samband višskiptavina og fyrirtękisins annars vegar og fyrirtękisins og hluthafanna/eigendanna sem skiptir öllu mįli.  Hvort hagnašurinn er 10 milljónir eša 10 milljaršar eitthvert tiltekiš įr er aukaatriši. En gręšgi fjįrmagnseigenda varš fyrirtękjunum aš falli.

Nś žessu skylt er aš hiš eftirlitslausa fjįrmįlakerfi er oršiš svo stórt, aš žaš getur lagt aš velli hvaša "andstęšing" sem žaš vill.  Hagkerfi į viš evrusvęšiš hefur ekki burši til aš verjast įrįs frjįlshyggjufyrirtękjanna į žaš.  Ekki fór mikiš fyrir vörnum Ķslands sem tekiš var sem eftirréttur ķ framhaldi af falli Lehman Brothers.  Ég sagši, aš žegar ESB įkvaš aš leggja 700 milljarša evra ķ björgunarsjóš aš Evrópa hafi veriš lögš aš veši.  Ég var aš hlusta į Max Keiser um daginn og hann notaši nįnast sömu orš.  Žetta eftirlitslausa fjįrmįlakerfi, sem er afsprengi frjįlshyggjunnar, er oršiš aš skrķmsli sem mun ekki hętta fyrr en žaš hefur étiš hagkerfi heimsins og um leiš gengiš af sjįlfu sér daušu.

Ķ mķnum huga fer ekkert į milli mįla aš sś hugmyndafręši frjįlshyggjunnar aš einkaframtakinu sé best treystandi fyrir rekstri žvķ einkaframtakiš muni sjį til žess aš hįmarka afrakstur og aš einkaframtakinu sé best treystandi til aš hafa eftirlit meš sjįlfum sér vegna žess aš žaš mun alltaf gera žaš sem er fyrir bestu, žessi hugmyndfręši er hrunin.


mbl.is SUS: Ekki frjįlshyggjunni aš kenna
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Geir Įgśstsson

Hvaša reglur voru afnumdar?

Eftirfarandi voru a.m.k. ķ gildi:

http://www.andriki.is/vt/myndir09/her_voru_engar_reglur05022009.pdf

Geir Įgśstsson, 29.6.2010 kl. 14:38

2 Smįmynd: Marinó G. Njįlsson

Geir, ég er fyrst og fremst aš vķsa til stęrri hagkerfa, žar sem lögmįl frjįlshyggjunnar virka ekki į Ķslandi į sama hįtt og ķ stóru hagkerfunum.  Aš ętla aš halda fram aš kenningar og lögmįl virki į sama hįtt hér og ķ 300 milljóna eša 600 milljóna hagkerfi er draumsżn ķ besta falli.

Marinó G. Njįlsson, 29.6.2010 kl. 14:44

3 Smįmynd: Geir Įgśstsson

Af hverju segiru žaš?

Geir Įgśstsson, 29.6.2010 kl. 14:52

4 identicon

Žaš var sumt įbótavant ķ fjįrmįlareglum hérlendis eins og annars stašar, eins og t.d. reglur um eignahald. En okkur var bent į žetta fyrir hrun af dönum, bandarķkjamönnum, og öšrum žjóšum sem eru meš žróašra fjįrmagnskerfi en viš. Kannski var vandamįliš bara aš viš hlustum yfirleitt bara į fólk sem segir žaš sem viš viljum heyra, eins og śtrįsarvķkingana hér įšur fyrr. Žetta hafši aš ég held lķtiš sem ekkert meš "frjįlshyggjuna" aš gera, frekar lélegt eftirlit og erfišleika ķslendinga meš aš horfast ķ augu viš sannleikann.

Bjarni (IP-tala skrįš) 29.6.2010 kl. 15:03

5 Smįmynd: Siguršur Karl Lśšvķksson

Žś segir aš "deregulation" sé hornsteinn frjįlshyggjunnar. Žaš er rangt.  Afnįm reglna (sem var žó vart eins og Geir Įgśstsson hefur veriš aš benda į) er breytingaferli og er ekki innan hugmyndafręši frjįlshyggjunnar. Žaš er töluveršur munur į. Sem dęmi er einkavęšingin sjįlf ekki frjįlshyggja ķ sjįlfum sér, endastöš einkavęšingarinnar rśmast innan frjįlshyggjunnar, ekki einkavęšingin sjįlf. Einkavęšing er oftast frekar hęttulegt og óheppilegt ferli eins og sagan sżnir (sbr t.d Sovétrķkin-Rśssland + olķgarkar), en žaš segir žó ekkert um aš status quo sé betra.

Ķ öšru lagi er ekki hęgt aš segja aš hér hafi rķkt frjįlshyggja vegna žess aš einhverjir hornsteinar hennar hafa veriš įstundašir. Žaš er eins og aš segja aš žś sért meš kókdós ef žś hefur undir höndum rauša mįlningu, įlklump, fjórar sérvéttur, einn skó og langt prik.

Siguršur Karl Lśšvķksson, 29.6.2010 kl. 16:38

6 Smįmynd: Marinó G. Njįlsson

Hornsteinn frjįlshyggjunnar, eins og ég skil og hef lesiš, er aš einkaframtakinu sé best treyst og žar meš fyrir aš velja leišir.  Lķkja mį žessari hugsun frjįlshyggjunnar ķ žvķ hvernig stķgur er lagšur yfir gras flöt.  Ein leiš er aš įkveša fyrirfram hvar stķgurinn į aš ligga og leggja hann strax.  Önnur leiš er aš sjį hvar fólk gengur og leggja stķginn žar sem flestir ganga.  Loks er leiš frjįlshyggjunnar, sem er aš leggja engan stķg og leyfa fólki aš labba žar sem žaš vill.

"Deregulation" hefur alltaf veriš talin til helstu markmiša frjįlshyggjunnar, vegna žess aš reglur hamla frelsi til athafna.  Žęr setja kvašir į einkaframtakiš aš gera hitt eša žetta eša mega ekki gera hitt og žetta.

Siguršur, ég er alveg sammįla žvķ aš ekki er hęgt aš segja aš hér hafi rķkt frjįlshyggja, enda segi ég žaš, en fylgt var żmsum bošoršum frjįlshyggjunnar eins og aš fela einkframtakinu aš reka banka, žó žaš hefši augljóslega ekkert vit į žvķ hvaš fólst ķ žvķ aš reka banka.

Marinó G. Njįlsson, 29.6.2010 kl. 16:59

7 Smįmynd: Hólmfrķšur Bjarnadóttir

Žarna eru įstęšur hrunsins bornar fram į einfaldan og įhrifarķkann hįtt. Ég er žessu ķ meginatrišum sammįla, en vil taka fram aš mig skortir verulega menntun til aš skilja flóknar hagfręšikenningar. 

Hólmfrķšur Bjarnadóttir, 29.6.2010 kl. 20:47

8 Smįmynd: Hólmfrķšur Bjarnadóttir

Ég setti inn fęrslu haustiš 2008 um skort į regluverki og stjórnunarmistök Davišs Oddssonar sem forsętisrįšherra og Sešlabannkastjóra og uppskar miklar skammir. Žetta var allt banka/śtrįsarvķkingum aš kenna.  

Aušvitaš kom fleira til eins og hrun kerfisins vestra og sķšan vķša um heim. Ég var lķka fyrst og fremst aš fjalla um mįliš hér heima.

Hólmfrķšur Bjarnadóttir, 29.6.2010 kl. 20:53

9 Smįmynd: Siguršur Karl Lśšvķksson

"Loks er leiš frjįlshyggjunnar, sem er aš leggja engan stķg og leyfa fólki aš labba žar sem žaš vill."

Žetta er grķšarlegur misskilningur. Ég hef žaš į tilfinningunni aš žś sért gaur sem ert til aš ręša hlutina įn ofsa og fordóma, öfugt viš ansi marga hér į moggablogginu, og ég kann aš meta žaš. Svo ég segi ķ mesta bróšerni aš skilning žinn į frjįlshyggjunni  mį enn bęta töluvert. Frjįlshyggjan talar ekki fyrir engum lögum, langt ķ frį, hśn tala fyrir fęrri lögum jį, enda ekki annaš hęgt en aš fękka žessu laga og reglugeršafrumskógi sem į aš verja hvern og einn einasta ķbśa landsins fyrir öllum mögulegum atvikum undir sólinn, hśn talar fyrir einfaldari regluverki, muuuuun einfaldara og skilvirkara, og aš fólk taki nś ašeins persónulega įbyrgš. Hana er bśiš aš deyfi nišur ķ hįlfgert coma meš rķkjandi įstandi. Žetta minnir kannski frekar į einhvern anarkisma.

"Ein leiš er aš įkveša fyrirfram hvar stķgurinn į aš liggja og leggja hann strax."

Žetta er leiš rķkisins žar sem hver pólitķkusinn keppist viš aš reisa sér risastóra styttu og berja sér svo į brjóst. Dęmin eru mżmörg eins og t.d sjśkrahśsiš hans Alfrešs, Perlan hans Davķšs og ekki sķst Harpan.

"aš sjį hvar fólk gengur og leggja stķginn žar sem flestir ganga."

Žetta er žaš sem žś myndir sjį ef frjįlshyggjan vęri viš lżši žvķ flestir myndu beita žessari afbragšs reglu ķ sķnu eigin umhverfi enda myndi hśn gefa bestu lausnina. Ekkert eiginhagsmunapot og sjįlfsupphafning stjórnmįlamanna aš žvęlast fyrir.

Siguršur Karl Lśšvķksson, 29.6.2010 kl. 20:54

10 Smįmynd: Marinó G. Njįlsson

Siguršur, ég gerši žaš viljandi aš einfalda samlķkinguna, žvi segja mį aš žaš sé ein millileiš meš stķgana, en hśn er sś aš leyfa fólki aš labba eins og žaš vill og leggja svo stķga eftir 10 - 20 algengustu leišunum og sķšan eftir žeim leiš sem žeir hįvęrustu vilja.

Ég er enginn sérfręšingur ķ frjįlshyggunni, en hef bara hlustaš og lesiš ótrślega mikiš um "deregulation" kröfur talsmanna hennar hér į landi og annars stašar.   Hannes Hólmsteinn, ęšsti postuli frjįlshyggjunnar į Ķslandi, er bśinn aš predika žetta ķ įratugi.  Hann kenndi mér sögu hįlfan vetur ķ MR og žar var fariš ķ žetta.  Ég var tvö įr ķ Bandarķkjunum žegar Reagan var forseti og fékk vęnan nasažef af žessu žį.  Valdatķmi fešganna Bush gekk nokkuš grimmt śt į žetta.  Greenspan opnaši fyrir žetta og sér eftir žvķ ķ dag.  Žaš getur vel veriš aš įkvešinn hluti frjįlshyggjunnar gangi śt į annaš en "deregulation", en žaš er samt rauši žrįšurinn įsamt žvķ aš einkaframtakiš gera allt betur en rķkisvališ.  Gallinn er aš frjįlshyggjan er alltaf til ķ hirša hagnašinn og senda svo reikning fyrir tapinu.

Marinó G. Njįlsson, 29.6.2010 kl. 21:16

11 Smįmynd: Siguršur Karl Lśšvķksson

jį žś ert aš rugla frjįlshyggjunni viš pilsfaldarkapķtalisma, eša crony-kapķtalisma eins og žaš žekkist į ensku. Sjį hér.

Siguršur Karl Lśšvķksson, 30.6.2010 kl. 00:24

12 Smįmynd: Dingli

,

Žaš er žvķ mitt hlutverk aš selja fyrirtękjum žį hugmyndafręši, aš rétt įhęttustjórnun mun skila žeim mestri aršsemi. Ekki til skamms tķma, heldur til langframa. Markmiš fyrirtękjareksturs į aš vera aš lifa vel og lengi og višhalda višskiptasambandi viš višskiptavininn allan žann tķma. Takist žetta, žį munu eigendurnir fį arš af eign sinni. Žaš er žetta langtķma samband višskiptavina og fyrirtękisins annars vegar og fyrirtękisins og hluthafanna/eigendanna sem skiptir öllu mįli.

Marinó, Žaš sem žś segir hér aš ofan held ég hafa veriš sį grunnur er hugmyndafręšingar frjįlshyggjunnar lögšu upp meš. Ķ žessu fellst aš heišarleiki gagnvart sjįlfum sér fyrirtękinu og višskipavinum skapi umhverfi sem aušveldi svo öll samskipti og višskipi aš fyrirtękin fęru sjįlfkrafa inn į žessa braut žar sem žaš yrši allra hagur. Gallinn er bara sį aš Kapitalisminn hefur ķ sér innbyggt daušagen.

Kenningin sem hugmynd og į bók gęti vel gengiš upp, EF hśn vęri bśin sjįlfstęšu stjórnkerfi, en žaš er hśn bara ekki. Ašeins einn fręšilegur möguleiki į stżrikerfi fyrir kenninguna er til, mašurinn sjįlfur. Žaš tekur mig sįrt og ég vorkenni žeim hįlęršu miklu hugsušum sem margir eyddu ęvistarfinu ķ kenningasmķš įn žess aš įtta sig į aš įn mannsins sem stjórnanda vęri hśn ekki til og meš manninn viš stjórn vęri hśn ekki ašeins daušadęmd og ónżt, heldur stórhęttulegt tęki sišlausra glępamanna til illvirkja.

Dingli, 30.6.2010 kl. 03:25

13 identicon

Žaš skondna viš žessa söguskżringu, Marinó, er sś stašreynd aš hugmyndafręši kapitalismans (ķ sinni tęrustu mynd) hrundi u.ž.b. fimmtįn įrum eftir aš kommśnisminn leiš undir lok (ķ hinum vestręna heimi).

Žaš er til marks um veruleikafirringu sjįlfstęšismanna aš žeir neita (margir hverjir) aš kannast viš aš frjįlshyggjan sé komin į öskuhauga sögunna, įsamt kommśnismanum. Į mešan er sjįLfstęšisFLokkurinn einfaldlega ekki stjórntękur.

Hilmar Žór Hafsteinsson (IP-tala skrįš) 30.6.2010 kl. 09:02

14 Smįmynd: Marinó G. Njįlsson

Vegna ummęla hér aš ofan aš ég vęri aš misskilja frjįlshyggjuna, žį hef ég klippt śt eina setningu śr grein Atla Haršarsonar į this.is. Mér finnst žessi setning lżsa mjög vel žvi sem ég er aš benda į aš sé įstęšan fyrir žvķ aš frjįlshyggjan sem hugmyndafręši verši ekki sżknuš į jafn aušveldan hįtt og formašur SUS vill:

"vilja frjįlshyggjumenn draga śr rķkisafskiptum, lękka skatta og lįta sjįlfviljugt samstarf koma aš sem mestu leyti ķ stašinn fyrir valdboš"

Žarna eru žaš oršin "draga śr rķkisafskiptum" og "sjįlfviljugt samstarf..ķ stašinn fyrir valdboš".  Fyrra vķsa ég til sem einkavęšingarinnar og hiš sķšara sem "deregulation".

Vissulega stendur frjįlshyggjan fyrir margt, margt fleira og margt af žvķ hefur veriš til hagsęldar fyrir heiminn, en mašurinn, sem er stoš og stytta ķ samfélaginu, en lemur konuna sķna, getur ekki dregiš fjöšur yfir ofbeldiš af žvķ aš hann er svo frįbęr śt į viš.  Žaš er einmitt vandi frjįlshyggjunnar. Fjįrmįlafyrirtęki śt um allan heim beittu ofbeldi ķ skjóli kenninga frjįlshyggjunnar um frelsi ķ višskiptum, einkavęšingar og afnįmi reglna (sem menn hafa svo snilldarlega kallaš afnįm hafta).

Marinó G. Njįlsson, 30.6.2010 kl. 09:36

15 Smįmynd: Gķsli Ingvarsson

Nżfrjįlshyggjan er sķšasta haldreipi hluta innvķgšra ķ unglišadeildir Sjįlfsęšisflokksins. Žannig var Marx-Leninisminn varinn af unglišum kommśnista fyrir 30 įrum žegar róttęka vinstri stefnan var aš syngja sitt sišasta meš "heildarlausn sem leysti alla ašra hugmyndafręši af hólmi". Nżfrjįlshyggjan kom ķ stašinn en hefur elst og er ekki svo nż lengur. Hrun hennar hefur um allan heim veriš stašfest og nś leita menn allra leiša til aš taka žaš nżtilega frį "hęgri og vinstri" sem eftir er. Viš siglum inn ķ tķma "mišjumošs" įšur en nęsta ofgastefna tekur form.

Gķsli Ingvarsson, 30.6.2010 kl. 10:26

16 Smįmynd: Geir Įgśstsson

Hefur engum hérna dottiš ķ hug aš rķkisįbyrgšir ķ bankakerfinu (sem nś skal greiša meš svita og blóši skattgreišenda) hafi e.t.v.

Minnkaš įbyrgšartilfinningu t.d. hluthafa gagnvart stjórnendum fyrirtękja sinna žvķ rķkisįbyrgšir stušla aš "trausti" (vķsvitandi og samkvęmt rįšum žeirra sem eru hlynntur samkvęmisdansi rķkis og bankakerfis)

Aukiš lįnshęfismat fjįrmįlastofnana bęši hjį ķslenskum og erlendum matsašilum og žannig gert kerfinu kleift aš skuldsetja sig frekar

Tengt rķkiš og bankakerfiš sterkum böndum sem stendur nś til aš styrkja, t.d. į Ķslandi (af nśverandi stjórnvöldum, en ekki frįfarandi rķkisstjórn) og Bandarķkjunum, svo dęmi séu nefnd

Žaš hefur enginn svo mikiš sem gert tilraun til aš rökstyšja hvernig rķkisįbyrgšir og rķkisbjörgunarašgeršir ķ bankakerfinu renna undan rifjum frjįlshyggjumanna. Af hverju er rķkiš aš bjarga bönkum og innistęšueigendum en t.d. ekki sjoppueigendum og lįnadrottnum žeirra? Er žaš hrein tilviljun aš viš höfum "fjįrmįlakreppu" en t.d. ekki "sjoppukreppu"?

Er virkilega svona erfitt aš slķta sig lausan frį hugarsmķš Žorvalds Gylfasonar og Paul Krugman og sjį aš samkvęmisdans rķkisvalds og bankakerfis er orsökin, og aš meira af slķku (eins og flestir boša) getur af sér meira af krķsu?

Geir Įgśstsson, 30.6.2010 kl. 12:25

17 identicon

"Valdatķmi fešganna Bush gekk nokkuš grimmt śt į žetta.  Greenspan opnaši fyrir žetta og sér eftir žvķ ķ dag. "

Marinó ég er nokkuš viss um aš klassķskur frjįlshyggjumašur į borš viš Milton Friedman hefši veriš ósammįla meginžįttunum ķ stefnu Bush. Ég held aš žś notir oršiš "frjįlshyggja" ķ einhvers konar hugmyndafręšilegri leti sem samheiti yfir eitthvaš allt annaš en žaš sem klassķskir frjįlshyggjumenn hafa bošaš. 

Mįni Atlason (IP-tala skrįš) 30.6.2010 kl. 15:36

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frį upphafi: 1673421

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Mars 2023
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband