22.7.2010 | 10:36
Hugsanlega innan við 5% verðbólga í júlí og 2,5% í árslok
Ég gleymdi alveg í gær að bæta verðbólguspá inn í færsluna Ánægjulegt að kaupmáttur launa aukist, en afborganir lána hækka meira. - Verðhjöðnun í júlí. Vil ég því bæta út því núna.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar, þá jókst kaupmáttur launa um 2,6% meðan launavísitalan hækkaði um 2,2%. Kaupmáttur launa ræðst af launavísitölu og vísitölu neysluverðs og hlýtur því breyting á vísitölu neysluverðs að bera ábyrgð á muninum á 2,6% og 2,2%. Spurningin er bara hvernig það er reiknað. Miðað við að vísitala neysluverð lækki að minnsta kosti um þennan mun, þ.e. 0,4%, þá mun hún verða um 5,1% á ársgrunni. Allt umfram 0,49% lækkun mun þýða að verðbólga fer niður fyrir 5% á ársgrunni og lækkun upp á 1% þýðir að verðbólga mælist innan við 4,5%.
Hvað næstu mánuði varðar, þá er hefðbundið að verðbólga í ágúst sé lægri en í júlí, þar sem útsölurnar spila inn í þá mælingu. Gangi það eftir, þá má búast við verðbólgu undir 4% í ágúst. Svo er venja að það komi bakslag í seglin í september með "verðbólguskoti". Í þetta sinn verður það líklegast hógvært upp á kannski 0,5 - 1%, sem kippir verðbólgunni aftur upp fyrir 4%.
Það sem veldur samt mestu um þróun verðbólgunnar er samanburður við sömu mánuði í fyrra. Vísitala neysluverðs hækkað t.d. milli júní og júlí í fyrra um 0,17%. Til þess að verðbólgan lækki, þarf breytingin milli mánaða núna því að vera lægri eða neikvæð. Út árið var breytingin sem hér segir:
júlí - ágúst 0,52%
ágúst - september 0,78%
september - október 1,14%
október - nóvember 0.74%
nóvember - desember 0,48%
Sé gert ráð fyrir 0,25% hækkun að jafnaði milli mánaða, þá mun ársverðbólgan enda í 2,5% í árslok (miðað við 1% hækkun í september).
![]() |
MP spáir minni verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2010 | 12:29
Ánægjulegt að kaupmáttur launa aukist, en afborganir lána hækka meira. - Verðhjöðnun í júlí
Gott er að sjá að Hagstofan hafi fundið það út að kaupmáttur sé að aukast. Ég verð að viðurkenna, að ég finn lítið fyrir því. Einnig reikna ég með að lífeyrisþegar landsins fari alveg á mis við þessa kaupmáttaraukningu, enda hafa stjórnvöld lítið gert annað undanfarið eitt og hálft ár, en að skerða kjör þeirra. Það er kannski ekki mælt í kaupmáttarvísitölunni. Gunnar Axel Axelsson, starfsmaður Hagstofunnar, getur kannski frætt lífeyrisþega um það.
Annað sem er rétt að fólk hafi í huga, sem er með greiðslujöfnuð lán, að 2,2% hækkun launavísitölu milli mánaða og minnkun atvinnuleysis hefur í för með sér hækkun á afborgunum lána sem fylgja greiðslujöfnunarvísitölu. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofnunar þá hefur greiðslujöfnunarvísitalan hækkað frá 97,6 stigum fyrir júlí í 100,6 stig fyrir ágúst eða um 3,1% á milli mánaða. Það er ígildi um 40% hækkunar á ári. Á síðustu 12 mánuðum þá nemur hækkunin 6,7%. Skýtur það skökku við, að þrátt fyrir að sífellt færri heimili nái endum saman við hver mánaðarmót, þá eru lántaka þegar byrjaðir að borga til baka "kreppuhala" greiðslujafnaðra lána. Ég verð að viðurkenna, að það er a.m.k. tveimur árum fyrr en ég reiknaði með í útreikningum mínum í fyrra haust.
Rétt er að benda á, að greiðslujöfnunarvísitalan er þegar orðin hærri en hún var í nóvember 2008, sem er viðmiðunarmánuður fyrir grunngildi vísitölunnar. Vissulega ber að fagna þessu, þar sem það þýðir að samkvæmt opinberum mælingum þá er það versta yfirstaðið. Það er sem sagt búið að reikna okkur út úr kreppunni. Ég er aftur ekki viss um að það sé rétt. Að nota launavísitölu sem mælikvarða fyrir greiðslujöfnunarvísitöluna er náttúrulega arfavitlaus aðferð. Laun mæla nefnilega ekki greiðslugetu, þar sem hækkun skatta vegur á móti. Hagsmunasamtök heimilanna bentu á, að betra hefði verið að nota kaupmátt sem mælingu. Í þessu tilfelli hefði það ekki skipt öllu máli.
Við getum huggað okkur við, að vísitala neysluverðs hefur líklega lækkað verulega frá júní. Gunnar Axel, stafsmaður Hagstofunnar, segir það raunar beint út:
Ástæðan fyrir hækkuninni nú er einkum 2,5% almenn launahækkun, sem varð 1. júní, og á sama tíma hefur vísitala neysluverðs verið að lækka.
Kaupmáttur jókst um 2,6% meðan launavísitalan hækkaði um 2,2% milli mánaða. Mismunurinn getur bara komið til vegna lækkunar á vísitölu neysluverðs. Nú veit ég ekki hvernig þetta er reiknað, en af vef Hagstofunnar má lesa eftirfarandi:
Kaupmáttur sýnir hversu mikið af vöru og þjónustu hægt er að kaupa fyrir laun. Óbreyttur kaupmáttur frá fyrra ári þýðir að hægt er að kaupa sambærilega vörukörfu og fyrir ári. Kaupmáttur er oftast reiknaður sem breyting launa að teknu tilliti til breytinga á vísitölu neysluverðs. Kaupmáttur eykst þegar laun hækka umfram verðlag en minnkar þegar verðbólgan er meiri en launahækkanir.
Byggi útreikningurinn á því að ∆(VL+VNV) = ∆Kaupmáttar (∆ - þýðir breyting), þá er lækkunin á vísitöluneysluverðs 0,4%. Ráðist þetta aftur á hlutfallareikningi, þá fáum lækkun vísitölu neysluverðs á bilinu 2,6 - 3,0%. A.m.k. er ljóst að lækkun vísitölunnar er aldrei undir 0,4% og líklegast talsvert meiri. Hver sem aðferðin er við útreikning á kaupmætti, þá geta lántakar verðtryggðra lána búast við að sjá höfuðstól lána sinna lækka eitthvað á greiðsluseðlum sem kma um tvö næstu mánaðarmót.
![]() |
Fyrsta hækkun frá janúar 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2010 | 19:54
Hefur stefnumótun fyrir Ísland átt sér stað?
Eftir rúma vikur eru 22 mánuðir síðan Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, ákvað án samráðs við aðalhagfræðing Seðlabanka Íslands, að yfirtaka á Glitnir væri óumflýjanleg. Þessi ákvörðun verður alltaf umdeilanleg, en henni var hrint í framkvæmd. Hvort það var þessari ákvörðun að kenna eða einhverju öðru, þá hrundi bankakerfið með hvelli og dró hagkerfið nánast með sér í heilu lagi.
Frá hruni bankanna eru ríkisstjórn, fyrirtæki og landsmenn búin að vera í rústabjörgun. Við erum með fjármálakerfi, sem virðist á brauðfótum, og skuldum hlaðin og skattpínd fyrirtæki og heimili. Stjórnvöld hafa ítrekað slegið skjaldborg um fjármálafyrirtækin til að þóknast, að því virðist ábyrgðarlausum kröfuhöfum Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands. Kröfuhöfum sem ákváðu að ausa fé í botnlausa hít bankanna þriggja, Byr og SPRON, þar sem innandyra var hópur manna og kvenna sem héldu að bankarnir væru til þess eins að færa peninga frá almenningi og lánadrottnum til fárra útvalinna stjórnenda og eigenda fjármálafyrirtækjanna og einkavini þeirra.
Á meðan þessu hefur farið fram hefur allt annað setið á hakanum í þjóðfélaginu. Atvinnuátakið sem talað var um í nóvember 2008 varð að engu. Skjaldborgin um heimilin varð að engu. Endurreisn atvinnulífsins hefur falist í því að færa fyrirtæki frá eigendum sínum inn í eignarhaldsfélög bankanna, þar sem hrunkóngarnir ráða m.a. ríkjum. Eina lausn stjórnvalda er að hækka skatta og hirða fleiri eignir af fyrirtækjum og heimilum landsins. Hvergi örlar á því að hjálpa atvinnulífinu eða heimilunum. Hvergi örlar á lausnum sem hafa annað að markmiði en að færa fleiri krónur frá heimilunum og fyrirtækjunum til fjármálafyrirtækja og stjórnvalda. Keyra á alla niður í svaðið nema nokkur fjármálafyrirtæki.
Þegar einn mánuður var liðinn frá setningu neyðarlaganna, þá skrifaði ég færsluna Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum. Í henni stakk ég upp á eftirfarandi aðgerðahópum:
- Fjármálaumhverfi: Verkefnið að fara yfir og endurskoða allt regluumhverfi fjármálamarkaðarins.
- Bankahrunið og afleiðingar þess: Verkefnið að fara yfir aðdraganda bankahrunsins svo hægt sé að læra af reynslunni og draga menn til ábyrgða.
- Atvinnumál: Verkefnið að tryggja eins hátt atvinnustig í landinu og hægt er á komandi mánuðum.
- Húsnæðismál: Verkefnið að finna leiðir til að koma veltu á fasteignamarkaði aftur á stað.
- Skuldir heimilanna: Verkefnið að finna leiðir til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimilanna í landinu.
- Ímynd Íslands: Verkefnið að endurreisa ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.
- Félagslegir þættir: Verkefnið að byggja upp félagslega innviði landsins.
- Ríkisfjármál: Verkefnið að móta hugmyndir um hvernig rétta má af stöðu ríkissjóðs.
- Peningamál: Verkefnið að fara ofan í peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, endurskoða hana eftir þörfum og hrinda í framkvæmd breyttri stefnu með það að markmiði endurreisa traust umheimsins á Seðlabanka Íslands
- Gengismál: Verkefnið að skoða möguleika í gengismálum og leggja fram tillögur um framtíðartilhögun.
- Verðbólga og verðbætur: Verkefnið að fara yfir fyrirkomulag þessara mála og leggja til umbætur sem gætu stuðlað að auknum stöðugleika.
- Framtíð Íslands - Á hverju ætlum við að lifa: Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi nýja atvinnuvegi.
- Framtíð Íslands - Hvernig þjóðfélag viljum við: Verkefnið að móta framtíðarsýn fyrir Ísland varðandi inniviði þjóðfélagsins.
Vissulega hefur verið farið í eitthvað af þessu, en margt það mikilvægasta hefur setið á hakanum. Hvers vegna, skil ég ekki. Ég skil vel að nauðsynlegt sé að hafa stóran hóp manna og kvenna í rústabjörguninni, en það er ekki síður mikilvægt að horfa fram á veginn. Ísland er alveg nógu fjölmennt land til að við getum skipt liði. Ég bauð mig fram þá, og býð mig fram aftur, til að stjórna svona starfi. Ég var líklegast ekki nógu þekktur þá, en hef vonandi áunnið mér traust síðan.
Staða Íslands er dálítið eins og í frægu atriði í Lísu í Undralandi. Lísa koma hlaupandi eftir einhverjum stíg að krossgötum sem voru undir tré. Uppi í trénu lá kötturinn. Lísa sneri sér að honum og spurði: Hvaða leið á ég að velja? Kötturinn svaraði: Hvert ertu að fara? Lísa segir þá: Ég veit það ekki. Kötturinn spyr: Hvaðan ertu að koma? Aftur svara Lísa: Ég veit það ekki. Þá sagði kötturinn: Ef þú veist ekki hvaðan þú komst eða hvert þú ætlar, þá er alveg sama hvaða leið þú velur.
Jú, vissulega veit Samfylkingin hvert hún ætlar með Ísland, þ.e. inn í ESB. Málið er að meirihluti þjóðarinnar er ekki sammála Samfylkingunni, ef marka má skoðanakannanir.
Framtíð Íslands á ekki að byggja á því hvort farið verður inn í ESB eða ekki. Hún á að byggja á stefnumótun þjóðarinnar fyrir þjóðina. Stefnumótun sem getur byggt á skoðun á þeim 13 atriðum sem ég nefni að ofan eða einhverju allt öðrum atriðum. Og síðan þegar þessari vinnu er lokið, þá fyrst erum við tilbúin að velja lausnina, ef svo má segja. ESB getur verið hluti af þessari lausn, en mér finnst að við sem þjóð eigum fyrst að ákveða hvernig þjóðfélag við viljum áður en við ákveðum hvaða "lausn" er heppilegust.
Sjálfur hef ég ekki tekið afstöðu til þess hvort rétt sé að ganga í ESB eða vera áfram utan bandalagsins. Ástæðan er einfaldlega sú að framtíðarsýnina fyrir Ísland vantar og meðan hana vantar þá erum við í sporum Lísu: Það skiptir engu máli hvaða leið við veljum ef við vitum ekki hvert við ætlum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2010 | 00:48
Umræða af Eyjunni vegna orðróms um lagasetningu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.7.2010 | 16:33
Orðrómur um setningu laga vegna gengisdóma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2010 | 15:34
Dómarnir ógnar ekki stöðugleika, heldur að veitt hafi verið lán með ólöglegum hætti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2010 | 23:48
Flottu Símamóti Breiðabliks lokið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2010 | 14:14
Langavitleysan heldur áfram - Leggið spilin á borðið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.7.2010 | 23:02
Greining Arion banka á áhrifum gengisdóms byggð á sandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2010 | 17:21
Af hæfi manna - Ósæmilega vegið að Gísla Tryggvasyni, talsmanni neytenda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.7.2010 | 12:04
Mistök embættismanna og ráðherra kosta skattgreiðendur hugsanlega 100 milljarða - Lán heimilanna eru ekki ástæðan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.7.2010 | 14:38
Samtök fjármálafyrirtækja verða við tilmælum talsmanns neytenda og tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.7.2010 | 14:46
Orðaleikir Steingríms J og Landsbankans
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.7.2010 | 16:10
Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna taka á þessu öllu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.7.2010 | 13:55
BA-gráða í klassískum ballett er komin í hús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
2.7.2010 | 01:50
Játning óráðsíumanns og áhættufíkils
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
1.7.2010 | 23:10
Hvað sagði Hæstiréttur? - Tilmælin virka sem lög
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.7.2010 | 01:03
Fattleysið mitt er með ólíkindum en það tók enda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1682120
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði